Helgarpósturinn - 22.08.1985, Side 13
iérog segir íslenskri læknastétt til syndanna í HP-viðtali
í fyrra og aftur núna. Þar hitti ég hann, hreinskil-
inn að vanda, eins og hann hefur löngum haft
orð á sér fyrir. Ég spyr hvort hann sé það við
sjúklingana sína:
„Ég reyni það. En ég verð að vera varkár þeg-
ar fólk leitar til mín í sambandi við kynsjúk-
dóma. Auðvitað verðum við læknar að halda
okkar þagnareið. Á læknaráðstefnu í Finnlandi
flutti húð- og kynsjúkdómalæknir erindi, og
sagðist taka þagmælskuna svo alvarlega að
hann væri hættur að heilsa sjúklingum sínum á
götu. Það gæti misskilist. — Eg geri nú ekki ráð
fyrir því, þó einhverjir sjúklinga minna myndu
rekast á mig á skemmtistað og heilsa upp á mig,
að fólk myndi endilega slá því föstu að þeir
hefðu komið til mín út af kynsjúkdómi....!"
Annars segir þessi saga sitt af hverju um hrein-
skilni Sæmundar: Hann var þá kandídat á
Landakoti. Einn ríkasti maður á lslandi var lagð-
ur þangað inn. Það var til siðs að hnýta í Landa-
kotsspítala, enda ekki jafn vel að honum búið og
ríkisspítölunum í þá daga. Nema hvað; ríki sjúkl-
ingurinn sá ástæðu til að kvarta yfir fæðinu á
spítalanum, og hafði orð á því við Sæmund
kandidat. Þá fauk í þann síðarnefnda, og hann
hreytti út úr sér: „Hvers vegna læturðu ekki
senda þér mat neðan af Nausti? Eða tímirðu
kannski ekki að éta?!!“