Helgarpósturinn - 22.08.1985, Side 16

Helgarpósturinn - 22.08.1985, Side 16
MYNDLIST Feluleikur málara og hluta Hvar fela hlutirnir sig þegar þeir annað hvort hreinlega týnast eða breyta svo um form að maður þekkir þá ekki eða „rekur alls ekki augun í þá“? í huganum. Og það er meira en lítill vandi að „reka augun“ í lista- verkið. Svo er líka að hugurinn breytir hlut- unum með aðstoð tímans og handanna, við samstarf beggja. Hendur og munnar slíta þeim. Og það er einmitt slitið sem ljóðskáld- ið Brecht sagði að gerði hlutina svo kæra, það að ótal hendur kynslóöanna hafi farið um þá höndum. í öðrum ljóðum lofsyngja skáldin stigana sem fæturnir slíta. Tumi Magnússon slítur, máir og umbreytir hlutunum með aðferð sinni í Nýlistasafninu um þessar mundir. Aðferð hans flokkast ekki undir stefnu nýlistar í þröngum skilningi og baráttuglöðum (hið þrönga hefur tilhneig- ingu til að vera baráttuglatt enda kemst eng- inn í himnaríki nema gegnum þröngt hlið og það vissu guðspjallamennirnir og aðrir spjallarar um stjórnmál og fagnaðarerindi kvenna o.s.frv.). Ef list Tuma væri ritlist segðu gagnrýnend- ur að hún væri á mörkum veruleika og draums. Við sjáum hins vegar umrót hlut- anna eða hamskipti þeirra á striga. Svipuð hamskipti í efni sjáum við í verkum Bryn- hildar Þorgeirsdóttur. Samhengi innan bestu listamanna nýlistarinnar er talsvert og afar athyglisvert af því að þeir hafa ekki mótað skóla beinlínis eða hóp með nafni. Hamskipti hluta og manna, feluleikur efnis og anda eru upprunnin við mannleg sam- skipti. Menn fela hatur í ástinni, fyrirlitningu í brosinu. Feluleikurinn er afar norrænn. Gylfaginning er frábært verk hvað feluleik áhrærir. List Tuma er afar nútímaleg án þess að vera í Freudstíl. Hefðirnar frá Gylfaginn- ingu hafa síast inn í hann með eðlilega ómeðvituðum hætti, þótt hann hafi kannski aldrei lesið verkið. En þannig eru hefðir þjóða: þær liggja bara í loftinu og sofa í frumukjarnanum og leynast þar. Og svo hefur Tumi Iíka eflaust séð eitthvað af málverkum af freistingum heilags Antons. En Tumi felur á sína vísu. Frásögnin er ekki neitt svipuð frásögninni af Antoni og feluleik dýranna í kringum hann. List Tuma er tak- mörkuð við einangraða hluti. Hann sér ekk- ert í heild, að því leyti er hann líkur hinu ljóð- ræna ljóði. Það eru einstakir hlutir sem breytast og taka á sig mynd þeirra sem nota þá. Til að mynda er sú myndbreyting áber- andi í straujárninu eða strauboltanum. Aftur- endi þess er endi kynsins sem kastar af sér hvað mestri gufu eftir að hafa pressað (eða verið í ógurlegri pressu frá því mannkynið eða helmingur þess (og þá verri parturinn) fór að finna upp pressujárnin handa því til að pressa brækur). Eins og þið sjáið er þetta ólíkt freistingum heilags Antons sem var undir freistinga- „List Tuma er tak- mörkuð við einangr- aða hluti. Hann sér ekkert í heild, að því leyti er hann líkur hinu Ijóðræna Ijóði," segir Guðbergur Bergsson mti. um sýningu Tuma Magnússonar í Nýlistasafninu. pressu og kynjadýr af afar grunsamlegu kyni glottu framan í hann ef hann leit andartak upp úr Biblíunni. Skopskyn Tuma er auðsætt og það er tals- verð söguleg samþjöppun hluta í sumum málverkunum, ekki þó sambræðsla tímans heldur annað sem vekur undrun. Og undr- andi maður er alls ekki í neinum sérstökum tíma eða stefnu. Slíkur er undramáttur undr- unarinnar: hann upphefur. Mér þykir líklegt að Tumi ráði ekki yfir nægri tækni til að skapa verulega flókinn myndheim, og þess vegna tefji skortur á leikni handanna fyrir huganum og leyfi hon- um ekki að blómgast í verulega frjóum litum í feluleik. Liturinn er þá í samræmi við efnið. A fleiri en einum stað neyðir hann litinn upp á efnið. Á öðrum stað fer litur og efni alger- lega saman, eins og í góðu myndinni Aðsvif. I þeirri mynd er málheimur og myndheimur og samræmi/andstæður. Þessi sýning hæfileikanna ber hvarvetna merki manns sem er að finna innri myndsýn sína og ferðast um í myrkrinu með pensil og litaspjald og léreft á striga sem hann þarf að fylla með einhverju sem er „aðeins frá hon- um sjálfum kornið". Og þetta er vandamál okkar allra, lífsins: að fylla einhvern ákveð- inn flöt af myndum og hugsun. Og við verð- um að gæta þess að verða ekki ofhlæðinu að bráð og ekki heldur tóminu. Maður má ekki heldur tala mikið vegna þess að þá kemur svartur blettur á tungu- bleðilinn. Og þannig tunga er ósköp ljót og verður hengd í málverkasafn guðs á himn- um, þar sem lygatungurnar hanga englun- um til sýnis. Englarnir eru að sjálfsögðu ekk- ert fyrir klessulist á tungum. BARNABÓKMENNTIR Enid Blyton Þeir sem fæddir eru 1935 eða síðar hafa líklega flestir lesið bók eftir Enid Blyton, sumir margar, enda úr nógu að velja: Doddi, Ævintýrabækur, Fimmbækur, Dularfullu- bækur, Baldintáta, Leynifélagið sjö saman. Enid Blyton (1878—1968) var með ólíkindum afkastamikil: á rúmlega 40 ára ritferli samdi hún meira en 600 bækur (jú, sex hundruð, ekki sextíu), ef marka má enska uppsláttar- bók (Macmillans). Fyrsta bók hennar kom út árið 1922, en eftir 1964 samdi hún fátt eitt og einungis Doddabækur. Þegar bezt lét komu út meira en 30 bækur á ári, ljóð, leikrit, smá- sögur, skáldsögur og jafnvel söngleikir. Vin- sældir hennar voru óviðjafnanlegar, einkum í Bretlandi. Þar voru bækurnar prentaðar tugum saman ár hvert, frumútgáfur og end- urprentanir, og enn mun hún vera langvin- sælasti höfundur sagna fyrir börn á aldrin- um 8—12 ára þar í landi. Um og eftir 1950 fóru gagnrýnendur að hnýta í bækur Enid Blyton, einkum Dodda. Fyrsta Doddabókin var gefin út árið 1949, teikningar eftir hollenzkan mann, van der Beek. Síðan rak hver bókin aðra, og Doddi varð vinsæl myndasaga í blöðum og tímarit- um. í kjölfarið fylgdu Dodda-leikföng, Dodda-tannburstar o.s.frv. Ótal greinar og jafnvel bækur hafa verið skrifaðar um Dodda og einkum gegn honum, t.d. hafa gagnrýnendur deilt á ósjálfstæði hans, og einn höfundur hélt því fram, að Enid Blyton væri að sýna Bretum, hvað þeir væru háðir velferðarþjóðfélaginu (í gervi Eyrnastórs)! Hérlendis hefur fátt eitt verið þýtt af Dodda- bókum, og þær hafa ekki notið mikillar hylli, enda eru þær ósjálegar, prentaðar á vondan pappír og letur svo smátt, að fullorðnir tregðuðust blessunarlega að lesa þær fyrir börnin. Enid Blyton átti oft í útistöðum við gagn- rýnendur og kvaðst raunar ekki taka mark á umsögnum þeirra, sem eldri væru en 12 ára. Á hinn bóginn stefndi hún þeim oft fyrir rétt vegna ærumeiðandi ummæla um sig og per- sónur sínar. í uppsláttarriti um enskar bókmenntir á 20. öld er haft eftir einum gagnrýnanda, að Enid Blyton „hafi hugsað eins og barn og skrifað eins og barn.“ Bækur hennar hafa ei að síður verið þýddar á fjölda tungumáia og notið lesendahylli; 1975 höfðu komið út rúmlega 70 bækur á íslenzku. Ekki veit ég með vissu hver var fyrst í röðinni, en Sveitin heillar kom út 1945, en síðan hver af ann- arri, fyrst Ævintýrabækur, þá Fimm-, Dular- fulu-, Baldintáta o.s.frv. Þessir stóru flokkar hafa notið fádæma vinsælda, meira að segja hafa verið flutt framhaldsleikrit í útvarpi byggð á Ævintýrabókum. Baldintátubæk- urnar eru sér á parti. Hún er vandræðabarn- ið, sem stendur sig þegar á hólminn er komið — góð inn við beinið, en hæfileikarnir njóta sín ekki heima. Hinir flokkarnir eru leynilög- reglusögur og allar byggðar upp með keim- líkum hætti: Söguhetjurnar eru nokkur börn, sem eru meira og minna skyld, tvenn systkin í Ævintýrabókum, þrjú systkin og frænka þeirra í Fimmbókum, og tvenn syst- kin og vinur þeirra í hinum dularfullu. Hinar síðasttöldu. gerast allar í heimabæ krakk- anna, friðsælu sveitaþorpi, þar sem eitthvað ber til tíðinda og börnin og Snati leysa gát- una. Gunnar lögregluþjónn er heldur sljór og þvælist fyrir krökkunum, beinlínis fjand- skapast við þau og bíður ávallt lægri hlut. í Ævintýrabókunum kvænist lögreglan inn í fjölskylduna og er innan seilingar til að handsama bófana þegar krakkarnir og páfa- gaukurinn Kíkí hafa leyst gátuna. Og sama er upp á teningnum í Fimmbókum: I skóla- leyfum sínum fara krakkarnir í ferðalag, rek- ast á glæpamenn, sem oftast hrekjast niður í jarðgöng undan hetjuhundinum Tomma. Lögreglan mætir á staðinn og handtekur bóf- ana þegar þeir hunzkast upp úr jarðgöngun- um. Ábyrgir Blyton-fræðingar halda því fram, að hún hafi lagt mesta rækt við Fimm- bækurnar, og sjálf sé hún fyrirmynd Georg- ínu, sem afneitaði kyni sínum og vildi vera strákur. Segi menn svo, að fræðimenn séu ekki naskir. Vinsældir leynilögregluflokkanna liggja líklega í hinni hröðu atburðarás. Lesendur, 8—13 ára börn, sjá sig í fullorðinshlutverki, leysa gátur án aðstoðar hinna eldri. Ofbeldi er fremur hótað en því sé beitt, og þó eru strákarnir stundum rotaðir. Börnin eru á sama reki og lesendur, standa sig vel í skóla, en sögurnar lýsa einungis afrekum þeirra í leyfum, lausn glæpamála. Þau eru reyndar af ýmsu tagi, smygl, peningafals, listaverka- þjófnaður o.s.frv., aldrei morð. Bófarnir eru yfirleitt með byssu, skjóta stundum, einkum á Tomma og Kíkí, en hitta aldrei. Og vel á minnzt, dýrin eiga ekki minnstan þátt í vel- gengni frú Blyton. Allir krakkar vildu eiga gæludýr á borð við Kíkí og Tomma. Gagnrýnendur hafa haldið því fram að alls konar fordóma gæti í bókum Enid Blyton, t.d. eru glæpamenn stundum svartir, og sígaunar eru jafnan hið versta fólk í sögum hennar. Að öllu þessu samanlögðu skýrist ef til vill, hvað Blyton afkastaði miklu. Sögurnar eru eins að allrí byggingu. Eins konar samnefn- ari gæti verið á þá lund, að krakkar á ferða- lagi, geysivel nestaðir, þvælast á slóð glæpa- manna, gjarnan í höll eða á eyju, koma þeim í opna skjöldu, m.a. vegna þess að þau finna leynigöng, kalla á lögregluna þegar bófarnir hafa um stund hrakizt í fúlum göng- um undan aðgangshörðum dýrum. Þetta eru því dæmigerðar afþreyingarbækur, staðlað- ar persónur, ævintýralegt umhverfi, seríur og auka í engu við reynslu lesenda. Hins veg- ar skal þess getið, að þær eru stórum betri en yngri hliðstæður (Nancy, Frank og Jói), vegna þess að margar hafa verið þýddar á úr- vals mál. Heimildir: Ýmsar handbækur og upp- sláttarrit. „Krakkar á ferðalagi, geysilega vel nestaðir, þvælast á slóð glæpa- manna, gjarnan í höll eða á eyju og koma þeim í opna skjöldu, m.a. vegna þess að þau finna leynigöng," segir Sölvi Sveinsson m.a. um sögubygg- ingu I barnabókum Enid Blyton. 16 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.