Helgarpósturinn - 22.08.1985, Síða 24
ráði síðasta föstudag vakti mikla at-
hygli. Framsóknarmaðurinn í ráð-
inu stóð ekki með bræðrum sínum
úr stjórnarsamstarfi flokkanna og
því fór sem fór. En það var líka
óþekkt í liði sjálfstæðismanna. Sem
kunnugt er fékk Hrafn Gunnlaugs-
son þrjú atkvæði sjálfstæðismanna
og Tage Ammendrup fjögur at-
kvæði allra hinna. Allt eins og til var
ætlast. En aftur á móti vildi svo til að
Magnús Erlendsson, sjálfstæðis-
maður var ekki mættur og sat því
Haraldur Blöndal fundinn sem
varamaður. Þegar svo atkvæði voru
talin hafði Ingvl Hrafn Jónsson
aðeins fengið tvö atkvæði en þriðja
atkvæði sjálfstæðismanna féll á
Ólaf Sigurðsson fréttamann. Hinir
studdu svo Helga E. Helgason
þannig að hann fékk fjögur at-
kvæði. Kunnugir telja það ekkert
vafamál hver sé óþekki íhaldsstrák-
urinn í þessum hópi. Það er annars
ekki þar fyrir að sá hafi brugðið
mikið út af línunni því nefndur Olaf-
ur er sagður hægri maður.
Um ákvörðunartöku Markúsar
Arnar Antonssonar útvarpsstjóra
segja svo ýmsir að þó vissulega sé
gagnrýnisvert að ganga á þennan
hátt framhjá vilja útvarpsráðs, þá
hefði verið vafasamt fyrir stofnun-
ina að fara eftir vilja útvarpsráðs í
þetta sinn. . .
Vv ið höfum oftsinnis sagt frá
því á síðum HP að eftirmaður
Sigurjóns Sigurðssonar lögreglu-
stjóra í Reykjavík yrði framsóknar-
maðurinn Bödvar Bragason sýslu-
maður í Rangárvallasýslu. Nú mun
vera búið að ganga frá ráðningunni
á skrifstofu Jóns Helgasonar
dómsmálaráðherra, sveitunga og
flokksbróður Böðvars og fréttatil-
kynningarinnar að vænta á næstu
dögum. Hvað sögðum við...
L
^■esendur Alþýðublaðsins ráku
upp stór augu í gær, miðvikudag er
þeir lásu ritstjórnargreinina úndir
fyrirsögninni „Eigi skal víkja“.
Greinin sem var löng og þakti hálfa
síðu af dýrmætu dálkaplássi blaðs-
ins, fjallaði nær óslitið um Þjóðvilj-
ann og var því blaði hampað.'sem
einu stjórnarandstöðunni í landinu.
Sérstaklega var lof borið á þremenn-
ingana Arna Bergmann, Óskar
Guðmundsson og Össur Skarp-
héðinsson og þeir sagðir berjast
gegn flokksklíku og valdaforystu Al-
þýðubandalagsins. Þessir menn létu
ekki ritskoða sig og Þjóðviljinn væri
að verða eitt trúverðugasta bfað á
íslandi. Þetta þótti krötum og öðr-
um lesendum blaðsins einkennileg
lexía á síðum Alþýðublaðsins og
ekki varð dæmið einfaldara þar sem
leiðarinn var algjörlega ómerktur.
Af lengd, orðgnótt og vestfirskum
tilvísunum þóttust þó menn sjá að
höfundurinn væri enginn annar en
elskaður leiðtogi Alþýðuflokksins,
Jón Baldvin Hannibalsson. En
HP getur upplýst að svo er ekki. Rit-
stjórnargreinin er skrifuð af Helga
Má Artúrssyni, verðandi ritstjóra
Alþýðublaðsins (ef það lifir af). Er
Ijóst að þarna er Helgi Már að benda
forystu Alþýðuflokksins á þær óskir
sem hann leggur tii grundvallar ef
hann sest í ritstjórnarstól. • Það sem
mest fór þó fyrir brjóstið á kratafor-
ystunni að leiðaralesningunni lok-
inni, var að Helgi Már ræðst harka-
lega að Alþýðublaðinu sjálfu og seg-
ir það hafa verið skyldu blaðsins
m.a. að greina frá því að Hafnar-
fjarðarkratarnir eða stuðnings-
menn Sighvatar Björgvinssonar
eins og leiðarahöfundúr örðar það,
efndu til skipulegs samblásturs gegn
formanni flokksins. Þessi frómu nið-
urlagsorð Helga Más munu eiga eft-
ir að kosta hann ritstjórastöðuna til-
vonandi að því er HP heyrir. Ljóst er
að forysta flokksins mun ekki geta
kyngt því að hafa jafn orðfráan rit-
stjóra við skipstjórnarvöl krata-
málgagnsins. Það síðasta sem við
heyrðum var að Jón Baldvin hyggist
auglýsa ritstjórastöðuna lausa til
umsóknar...
llEiinn vinsælasti þáttur rásar 2 í
sumar hefur verið „Hringborðið"
sem fyrrverandi ritstjóri Helgar-
póstsins, Árni Þórarinsson hefur
séð um frá miðjum júní til júiíloka.
Arni fór þá utan í sumarfrí og var
ekkert umsamið milli hans og rásar-
innar að halda þáttunum áfram.
Þegar Árni kom aftur heim frá út-
löndum fyrir nokkru, brá honum
nokkuð í brún sem öðrum lands-
mönnum því þátturinn Hringborðið
var aftur kominn á dagskrá með nýj-
um umsjónarmönnum, þeim Sig-
uröi Einarssyni og Magnúsi Ein-
arssyni, sem munu vera starfs-
menn á tónlistardeild hljóðvarps.
Þessi ráðstöfun rásar 2 hefur vakið
furðu margra og mun nú alls óvíst
um áframhaldandi samstarf Árna
við rásina í framtíðinni. . .
s
Vrá þekkti flugvélahöndlari
Birkir Baldvinsson í Lúxemburg
lét þau ummæli eftir sér höfð í
Morgunblaðinu nýlega, eftir að ljóst
var að hlutabréf ríkissjóðs í Flugleið-
um voru horfin í Flugleiðamenn, að
það gerði ekki mikið til. Nú væri
hann að athuga önnur góð og gild
íslensk fyrirtæki og litist einna best
á Hagkaup. Forráðamenn Hag-
kaupa hafa gripið þessi ummæli á
lofti og setið sveittir við simann síð-
ustu daga og reynt að hafa upp á
Birki til að bjóða honum hlutabréf í
stórversluninni. í gær, miðvikudag,
voru þeir enn ekki búnir að ná sam-
bandi enda Birkir heimshornaflakk-
ari ef viðskipti eru annars vegar. : .
m
o
MYKJA
NÝR LcJTJFFENGTJR KOSTUB
í ÍSLENSKU OSTAVALI
wnouA er sérlega mjúk\ir og bragðgóður smurostur, sem
nýtur sín einkar vel...
...með öllu ósætu kexi og "brauðL
...sem innlegg í heitar samlokur
...sem bragðauki í heitar súpur og sósur
...sem bragðgjafi í ídýfur.
mrmA, er í nýjum hentugum umóúðum og fæst í
tveim bragðtegundum.
SKŒCU-
MYRJA
Smurostur með
skinkubitum
Smurostur með
pizzukryddi
■
’> ^ 'i
illjS p
mmm
SMUROSTUR
mhð PIZZUKRYDDÍ
^agargjfál { I00 g et. prótíjf
'18 g. kolvetnl 1 g. itcinefn! *I'5
's.siujTs 500 mg, orka 230 kr-’
‘•■níílðándl: Osta- og smjörtf1*
Bitruhálsí 2.
■
.
r.'.'íx-.a...
J -k.:
,t >» • /
24 HELGARPÓSTURINN