Helgarpósturinn - 09.01.1986, Side 6
INNLEND YFIRSY
Reikna má með því, að senn fari hjólin að
snúast hratt í fjölmiðlamálum okkar fslend-
inga. Ný útvarpslög hafa tekið gildi að form-
inu til, enda þótt ekki sé sopið kálið, þótt í
ausuna sé komið í þeim efnum. Nú er verið
að setja saman reglugerðir byggðar á nýju
útvarpslögunum og víst er það svo, að ekki
eru flækjurnar færri þegar kemur að hinum
praktísku atriðum þessara máia, en þegar
þingið velti fyrir sér grundvallaratriðum sem
lagatextinn byggði á.
Og það er í verkahring menntamálaráð-
herra að setja saman reglugerð um þessi
mál, sem nýkjörin útvarpsréttarnefnd á síð-
an að byggja störf sín á, en það er einmitt
þessi nefnd sem veitir aðilum leyfi til út-
varps- og sjónvarpsrekstrar. Útvarpsréttar-
nefndin er ennfremur eins konar stóridómur
í þessum efnum, þegar útvarpsstöðvarnar og
allar sjónvarpsstöðvarnar fara að skjóta upp
kollinum hér á landi. Nefndin veitir tíma-
bundin leyfi til rekstrar, til hennar er hægt að
skjóta málum, kærum og athugasemdum
sem fram kunna að koma, nefndin getur
afturkallað leyfi og er eins konar nýtt út-
varpsráð með talsvert öðrum formerkjum
þó.
Hins vegar er það æði útbreiddur misskiln-
ingur, að það eigi að vera í verkahring út-
varpsréttarnefndar að semja reglugerðir um
rekstur hinna nýju stöðva. Misskilningurinn
er sennilega til kominn vegna þess, að nefnd-
in hefur haft til skoðunar drög að reglugerð
sem ráðherra hefur látið setja saman og ber
heitið „reglugerð um útvarp samkvæmt
tímabundnum leyfum". Ennfremur hefur
nefndin farið yfir drög að reglugerð um aug-
lýsingar, sem menntamálaráðherra hefur
einnig á sinni könnu, en þau drög byggja að
verulegu leyti á reglugerð um auglýsingar í
ríkisfjölmiðlunum sem sett var 1983, þ.e.
þegar rás tvö kom til sögunnar.
Það eru einkanlega tvö atriði, sem verið
hafa í umræðunni, þegar litið er til hinnar al-
mennu reglugerðar, sem grundvalla á leyfi til
útvarpsrekstrarins. Annars vegar er um að
ræða hugmyndir í þá veru, að leyfishöfum sé
gert að greiða leyfisgjald í samræmi við
hausafjölda þeirra sem náð geta sendingum
viðkomandi stöðva. Þótt ekki hafi verið rætt
Mögulegt er aö útvarps-
réttarnefnd auglýsi eftir
umsóknum um sjón-
varps- og/eða útvarps-
rekstur strax í næstu
viku...
Útvarpsfrelsiö alveg á næstu
grösum
um neinar upphæðir í þessu sambandi, þá
hafa margir sett spurningarmerki við hug-
myndir af þessu tagi og bent á, að með þessu
væri verið að selja tjáningarfrelsið. Auk þess
væri með þessu verið að leggja óhóflegar
klyfjar á litlar stöðvar með sértækt efni, sem
höfðar til lítils fjölda, enda þótt dreifikerfi
siíkra stöðva geti hugsanlega náð jafnvíða og
stórra stöðva. Eftir því sem næst verður
komist, þá bendir allt til þess að sérstakt
leyfisgjald í þessu sambandi verði ekki inní
hinni endanlegu reglugerð, en væntanlegum
leyfishöfum gert að greiða einhvers konar
málamynda stimpilgjald.
Hins vegar hafa ýmsir haft efasemdir um
ágæti þess, að skylda sjónvarpsstöðvar til að
texta allt erlent efni sem þær senda frá sér.
Það eru allir um það sammála, að slíkt sé
æskilegra; ekki aðeins út frá sjónarmiði ís-
lenskrar tungu heldur sé slíkt og nauðsyn-
iegt fyrir stöðvarnar sjálfar, til að þær geti
orðið samkeppnisfærar, t.a.m. við hlið ríkis-
sjónvarpsins. Aftur á móti hefur verið á það
bent, að á sama tíma og slíkar kvaðir eru
lagðar á íslenska rekstraraðila sjónvarps, þá
muni hellast yfir landslýð erlent sjónvarps-
efni frá gervihnöttum sem vitanlega er allt
ótextað og eins óíslenskt og frekast getur ver-
ið. Þá sé ennfremur síflæði af ótextuðum
videómyndum á markaðnum. Það sé þess
vegna áleitin spurning, hvers vegna ætti að
setja slíkar kvaðir um textun erlendra
mynda í þeim íslensku sjónvarpsstöðvum
sem rísa munu, á sama tíma og t.a.m. annað
sjónvarpsefni er undanþegið slíku.
Og einnig hafa menn litið til sjónvarpsefnis
frá gervihnöttum, þegar rætt er um reglur
varðandi auglýsingar og á það bent að aug-
lýsingar hinna erlendu stöðva lúti aðeins eig-
in lögmálum og hvort ekki sé þá ósanngjarnt
að þrengja mjög svigrúm íslensku stöðvanna
þar við hlið.
Staðreyndin er sú að hlutirnir gerast mjög
hratt á þessu sviði um þessar mundir og nú
berast t.a.m. fréttir af því að Japanir og
Bandaríkjamenn muni bjóða upp á mjög
ódýra móttökuskerma sem geti tekið við
efni frá gervihnöttum. Heimildir herma að
þessir skermar verði svo ódýrir, að a.m.k.
þeir efnaðri hafi ekkert fyrir því að koma
þeim fyrir á þaki einkaheimila sinna. Skerm-
arnir verði nánast í sama verðflokki og dýrar
gerðir af gömlu sjónvarpsloftnetunum.
Aftur á móti er móttaka á sjónvarpsefni frá
gervihnöttum út af fyrir sig ekki mál út-
varpsréttarnefndarinnar, þótt hún hljóti
vissulega að líta til almennrar þróunar í þess-
um málum.
Útvarpsréttarnefndin mun skila athuga-
semdum sínum við reglugerðardrög ráð-
herra á morgun, föstudag, og að sögn
Kjartans Gunnarssonar formannS' nefndar-
innar væri ekki fjarri lagi að álykta, að full-
búnar reglugerðir lægju fyrir útgefnar í
eftir Guðmund Árna Stefánsson
næstu viku. Hann sagði aðspurður að reglu-
gerðirnar væru alls ekki þrengjandi með
hliðsjón af anda laganna, eins og sumir
hefðu haldið fram. „Það er ekki mitt mat,
a.m.k. ekki ef þær tillögur sem ég hef stutt til
breytinga ná fram að ganga,“ sagði hann.
Ef ráðherra gefur út reglugerðir um þessi
mál, þá mun útvarpsréttarnefndin um leið
auglýsa eftir umsóknum. Slík auglýsing gæti
því séð dagsins ljós í næstu viku. Þegar hafa
einir sjö aðilar lagt inn umsóknir um rekstur
sjónvarps- eða útvarpsstöðva. Hins vegar er
Ijóst að þessir aðilar verða að endurnýja um-
,sóknir sínar þegar útvarpsréttarnefndin aug-
lýsir eftir umsóknum á grundvelli hinnar
nýju reglugerðar. Meðal þeirra sem í start-
' holunum eru má nefna ísfilm, Rolf Johansen,
Jón Óttar Ragnarsson og DV, sem eins og
kunnugt er dró sig út úr ísfilm fyrir nokkrum
dögum og fleiri og fleiri. Aðilar munu þó
komnir mislangt í undirbúningi. Sumir eru
enn á vangaveltustiginu eins og verkalýðs-
hreyfingin og hópur vinstri manna, en aðrir
eru komnir langt í hinum praktíska undir-
búningi og bíða nánast eftir leyfi til að geta
sett allt í fullan gang.
Ef auglýst verður eftir umsóknum strax í
næstu viku, þá er ekkert sem mælir því mót,
að útvarpsréttarnefnd geti jafnvel strax í þar-
næstu viku afgreitt umsóknir. Það þýðir að
hugsanlegt er að um næstu mánaðamót
heyri menn í nýjum útvarpsstöðvum og jafn-
vel þá strax í sjónvarpsstöðvum. Það er þó
hið allra fyrsta, því samkvæmt heimildum
Helgarpóstsins hafa fjölmargir aðilar, sem
voru staðráðnir í því að hefja útsendingar
um leið og leyfi fengist, ákveðið að fara hægt
í sakirnar og undirbyggja reksturinn vel og
vendilega áður en í slaginn er farið. Hitt er
líka ljóst, að stöðvarnar verða færri en áður
var álitið þótt vafalaust fljóti með í fyrstu lotu
einstaklingar og félög sem láta slag standa
og hefja útsendingar án nauðsynlegs rekstr-
argrundvallar og gefast upp fyrr eða síðar.
En allt þetta kemur á daginn á næstu vik-
um og mánuðum.
ERLEND YFIRSÝN
Að níu vikum liðnum, sunnudaginn 16.
mars, ganga Frakkar til þingkosninga. Þing-
meirihluti Sósíalistaflokksins, sem séð hefur
Frakklandi fyrir ríkisstjórn síðan 1981, á í
vök að verjast, enda til kominn við einstakar
aðstæður. Franskir kjósendur urðu fyrir
fimm árum við beiðni nýkjörins forseta,
Francois Mitterands, foringja sósíalista, að
veita stuðningsmönnum hans brautargengi
til að ráða þinginu, svo æðsta stjórn lýðveld-
isins væri ekki klofin milli pólitískra and-
stæðinga.
í kosningunum nú getur svo farið að þing-
meirihluti á öndverðum meiði við forsetann
komi til sögunnar. Kjörtímabil Mitterands
rennur ekki út fyrr en 1988. Forsetaveldið
sem de Gaulle kom á ríkir í fimmta lýðveld-
inu. Hingað til hefur aldrei á það reynt,
hvernig fer ef svarnir andstæðingar fransks
forseta ráða löggjafarsamkomunni.
Þingstyrkur Sósíalistaflokksins er langtum
meiri en hlutfallslegt kjörfylgi hans gefur
beint tilefni til. Sósíalistar nutu 1981 hagnað-
arins af kosningafyrirkomulagi, sem hægri
menn höfðu komið á og notið óspart fram til
þess, einmenningskjördæma, þar sem kosið
var í tveim umferðum. í hinni fyrri þurfti
frambjóðandi hreinan meirihluta til að ná
kjöri, í hinni síðari sameinuðust flokkar að
jafnaði um þá tvo frambjóðendur, annan frá
hægri og hinn frá vinstri, sem þóttu sigur-
stranglegastir í úrslitahríðinni.
Sósíalistar hafa gert alvöru úr fyrirheiti um
að afnema þetta fyrirkomulag, sem sniðið
var til að skapa öfiugan þingmeirihluta í fjöl-
flokkakerfi. I staðinn koma hlutfallskosning-
ar í stórum kjördæmum. Það er smáflokkum
ekki eins óhagstætt og einmenningskjör-
dæmi, svo gera má ráð fyrir að flokkum á
þingi fjölgi. Við það gefst sterkum forseta og
séðum eins og Francois Mitterand aukið
svigrúm til að koma saman meirihluta, sem
hann getur unnið með sem árekstraminnst.
Úr röðum hægri manna heyrist krafa um
að forsetinn segi af sér, ef núverandi stjórnar-
andstaða nær þingmeirihluta í kosningun-
um. Mitterand tekur slíkt ekki í mál, kveðst
staðráðinn að gegna stjórnskipulegum
Mitterand forseti vonast
til að geta setið í friðstóli
fram tii 1988.
Afdrifaríkar þingkosningar
eru framundan í Frakklandi
skyldum sínum tilsettan tíma. Til eru þeir
stjórnarandstöðuforingjar, sem vilja sætta
sig við valdið sem stjórnarskráin veitir Mitt-
erand og taka upp pólitíska sambúð við hann
fram til 1988. Aðrir hafna slíku með öllu og
vilja knýja fram stjórnskipulega sjálfheldu í
skiptum þings og forseta. Þá hlyti Mitterand
að beita valdi sínu, rjúfa þing og efna til nýrra
kosninga. Gengju þær honum á móti, mætti
túlka það sem beint vantraust kjósenda á for-
setann, sem hann gæti trauðla komist hjá að
taka til greina með því að segja af sér.
Sósíalistaflokkurinn er síður en svo upp-
gjafarlegur, þótt allir viðurkenni að hann
hefur á brattan að sækja eftir fimm ára
stjórnarábyrgð á erfiðum tímum. Ekki bætir
úr skák að á öndverðu kjörtímabili varð
flokkurinn að viðurkenna, að kosninga-
stefnuskrá hans í efnahagsmálum reyndist
röng í veigamiklum atriðum og grípa til að-
halds í ríkisfjármálum. Þrír aðalarmar
flokksins ganga til þingkosninga í þolanlegri
sátt, og á framboðslistum sósíalista hafa
fengið rúm frambjóðendur utan raða hans,
sem líklegir þykja til að draga að kjörfylgi.
Svo hlálega vill til að hægri menn eru
bundnir í báða skó að notfæra sér í kosninga-
baráttunni svo neinu nemi sneypuför
franskra leyniþjónustumanna til Nýja-Sjá-
lands að sökkva skipi Grænfriðunga. Hernu
landvarnaráðherra varð að biðjast lausnar út
af því máli, en hægri menn eiga ómögulegt
með að gera það að ádeiluefni, að of langt
hafi verið gengið til að vernda kjarnorkutil-
raunastöð Frakklands í Kyrrahafi fyrir
óboðnum gestum.
Þá hefur stjórninni líka tekist á síðari hluta
ferils síns að snúa þróun þjóðarframleiðslu
upp á við og bæta verulega greiðslujöfnuð
við útlönd. A síðustu mánuðum hafa Frakk-
ar unnið tvo mjög arðvænlega sigra á keppi-
nautum sínum í harðri togstreitu um banda-
rísk viðskipti og fjárfestingu. Bandaríska
landvarnaráðuneytið ákvað að búa Banda-
ríkjaher frönsku vígvallafjarskiptakerfi fyrir
milljarða dollara. Kom fyrir ekki að That-
cher, forsætisráðherra Bretlands, sneri sér
beint til Reagans forseta í fyrirbón fyrir
breskt fjarskiptakerfi, og gekk svo langt að
brýna hann á að nokkuð væri Bretland undir
hennar stjórn auðsveipari bandamaður en
Frakkland. Skömmu síðar var ákveðið að
fyrsta Disneyland í Evrópu rísi í Frakklandi,
algerlega á kostnað bandaríska fyrirtækisins
eflir Magnús Torfa Ólafsson,
sem þá skemmtigarða rekur. Þar var keppi-
nauturinn Spánn.
Eftir því sem kosningar nálgast tekur
stjórnmálabaráttan í Frakklandi á sig kyn-
legari myndir. Fram til þessa hefur ríkisvald-
ið haft föst tök á útvarpi og sjónvarpi í land-
inu. í vetur tók Mitterand sig til að rjúfa ríkis-
einokun á þessum miðlum. Sósíalistar á
þingi lögðu drög að stofnun fyrstu sjónvarps-
stöðvarinnar í einkaeign, með því að veita
félagi franskra og ítalskra aðila leyfi fyrir
henni. Hægri menn risu þá upp af offorsi
gegn þessari framsókn einkaframtaksins í
fjölmiðlum. Halda þeir því fram að Mitterand
sé að hygla vinum sínum, og Chirac borgar-
stjóri í París sver þess dýran eið, að aldrei
skuli þetta dulbúna sósíalistasjónvarp í
einkaeign fá að koma loftneti fyrir á Eiffel-
turni.
Mesta óvissan um úrslit frönsku þingkosn-
inganna og eftirköst þeirra tengist árangri
öfgaflokks hægri manna undir forustu æs-
ingaræðumanns að nafni Le Pen. Hann reyn-
ir að virkja í sína þágu hatur á útlendingum
og kynþáttafordóma. Hreyfing þessi er í
sókn og gæti komist upp í tíunda hluta at-
kvæða.
Áhrifin eru óútreiknanleg. Bæði kemur til
að Le Pen tekur atkvæði frá gömlu hægri
flokkunum, og að vonsviknir fylgismenn
hrörnandi kommúnistaflokks fylkja sér í
töluverðum mæli undir merki hans. Sóma-
kærir foringjar hægri flokka aftaka með öllu
að Le Pen og hans lið fái nokkru sinni inn-
göngu í stjórnarmeirihluta á þingi.
Standi þeir við það, er ljóst að grundvöllur
undir hægri stjórn að kosningum loknum
verður því aðeins fyrir hendi, að sósíalistar
bíði verulegt afhroð.
Enn ber þess að gæta, að hægri flokkarnir
eru ekki samstæðir né forustumenn þeirra
ýkja fúsir að víkja hver fyrir öðrum. Ljóst er
að Mitterand er hugstæður sá möguleiki, að
stjórn undir forustu sósíalista geti hæglega
fengið það mikið miðjulið til að veita sér
brautargengi, að ekki komi til áreksturs milli
þings og forseta þau árin sem hann á eftir á
forsetastóli Frakklands.
6 HELGARPÖSTURINN