Helgarpósturinn - 09.01.1986, Síða 9

Helgarpósturinn - 09.01.1986, Síða 9
HVAÐ ER ÞÝZK-ÍSLENZKA? fyrir í þeim efnurn. Aftur á móti hlýtur þú að hafa grófar hug- myndir í þessu efni, einhverja tilfinningu fyrir því, hvaö hér er á ferðinni; hvort þetta er dæmi upp á 10 milljónir, 100 milljónir, 200 milljónir eða jafnvel meira — eda hvad? „Ég vísa til þess að málið er í at- hugun.“ — Það hefur komið fram ad yf- irmaður bókhaldsmála hjá fyrir- tækinu, Guðmundur Þórðarson lögfræðingur, hafi um árabil starfað hjá ríkisskattstjóra og því öllum hnútum kunnugur á þessu sviöi? Er það ekki með ólíkindum að jafn reyndur mað- ur og hann er á þessu sviði, geti misst framhjá sér tugi milljóna króna í bókhaldinu, án þess að hafa um það hugmynd? „Ef mistök hafa gerst, þá eru þau af mannlegum toga, ef til vill vegna álags og annarra samverkandi ástæðna, s.s. eins og skekkju í tölvu- málum." — Yfir í annað. Það hefur verið tekið til þess, Ómar, að þú býrð vei og munt vera nýfluttur í hús eitt mikið. Hefur fyrirtækið skil- að viðunandi tekjum í þínar hendur og þannig séð vel fyrir þínum nauðþurftum í gegnum árin? „Það má segja að þetta fyrir- tæki hafi séð vel fyrir sér og sínum. En ætli það sé ekki með mig eins og flesta, að þeir sjá mest um sig sjálfir. Það er rétt að það er ekki langt síð- an ég flutti úr húsi úr Fossvoginum í hús hér í Árbænum til að komast nær vinnustað. Stærðarmunur á þessum húsum er sáralítill. Eini um- talsverði munurinn er sá, að ég girti í kringum þetta hús sem ég keypti í Árbænum, en gerði það ekki þegar ég bjó í Fossvoginum. Ég er í alveg nýju hverfi hér í Árbænum, þar sem flest húsin eru meira og minna ókláruð, en mitt er málað að utan og girt. En það ganga vissulega miklar sögur um þetta hús mitt og aðra þætti í mínu persónulega lífi og sem framkvæmdastjóra. Það myndi æra óstöðugan að eltast við allar þessar sögur. Ég get t.d. sagt þér eina kjaftasög- una af mörgum, sem ég heyrði. Hún var sú, að fundist hafi hér á skrifstof- unni stór peningaskápur fullur af erlendum gjaldeyri." Tengsl Asgeirs Sigurvinssonar — Ein saga úr borgarslúðrinu í viðbót. Asgeir Sigurvinsson knattspyrnumaður hefur aug- iýst fyrir fyrirtækið í gegnum tíðina. Er það satt eða Iogið, að hann hafi keypt umtalsverðan hlut í því ekki alls fyrir löngu? „Það vill nú verða svo, að þegar mál á borð við þetta koma í umræð- una, þá dragast því miður alltaf fleiri og færri inn í málið, sem í raun hvergi koma við sögu. Ásgeir Sigur- vinsson hefur auglýst fyrir okkur. Hann á kunningja í þessu fyrirtæki. Það eru einustu tengsl hans við það. Sagan er sem sé rógur eins og flestar aðrar, sem í gangi eru.“ — Lokaspurning: Er pressan mikil á þig þessa dagana; sefur Ómar Kristjánsson t.d. vært á nóttinni um þessar mundir? „Ég sef ekki vel um þessar mund- ir. Ég vil engum manni svo illt að ganga í gegnum fjölmiðlafár af þessu tagi. Fjölmiðlar bera líka ábyrgð. Eg hvet fréttamenn sjón- varpsins og aðra fjölmiðlamenn til að hugleiða betur stöðu sína og hlut- verk áður en þeir reyna næst að taka mann af lífi án dóms og laga.“ Þó Þýzk-íslenzka verslunarfélagið hafi verið stofnað fyrir tæpum 30 ár- um, þá er nærtækara að tala um tæplega 10 ára gamalt fyrirtæki, því þegar þeir hálfbræður Ómar Krist- jánsson og Gudmundur G. Þórarins- son keyptu það 1976 var starfsemin að nálgast lágmark. Eigendaskiptin höfðu hins vegar umtalsverð áhrif og náði velgengnin hámarki 1984 þegar fyrirtækið varð í níunda sæti yfir skatthæstu lögaðila borgarinn- ar. Fyrirtækið lenti hins vegar í úr- taki 400 fyrirtækja hjá Skattrann- sóknardeild ríkisskattstjóra og í framhaldi af því þótti ástæða til að rannsaka bókhald þess frekar. Ligg- ur fyrir grunur um skattundandrátt og hefur í fjölmiðlum í því sambandi verið minnst á allt að 200 milljón króna undandrátt — vantaldar tekj- ur, eignir, birgðir og söluskatt. Fjöl- miðlarnir hafa gengið mislangt í fullyrðingum sínum og ótrúlegustu sögur hafa gengið manna á milli. Þegar Ómar Kristjánsson og Guð- mundur G. Þórarinsson keyptu fyr- irtækið 1976 hljóðaði hlutafé Þýzk- íslenzka verslunarfélagsins upp á 200 þúsund nýkr. Ómar var skrifað- ur fyrir 99.500 krónum og eigin- kona hans Edda K. Samúelsdóttir fyrir 500 krónum og áttu þau því samtals 50%. Guömundur G. Þórar- insson var skrifaður fyrir 99.000 krónum, eiginkona hans Anna B. Jónsdóttir fyrir 500 krónum og tengdafaðir Guðmundar, Jón G. Bjarnason fyrir öðrum 500 krónum (samkvæmt hlutafélagalögum verða að vera minnst 5 hluthafar). Fjölskylda Guðmundar átti því 50% á móti fjölskyldu Ómars. Guðmundur G. Þórarinsson seldi sinn eignarhluta þá er hann fór á þing 1978 og er Ómar nú eigandi nær allra hlutabréfanna. Á síðasta aðalfundi félagsins í september 1984 var Ómar kjörinn formaður stjórnar félagsins, en meðstjórnend- ur þau Edda eiginkona hans og Gud- mundur Þóröarson, fjármálastjóri fyrirtækisins. í varastjórn voru kjörnir Metúsalem Stefánsson (tengdafaðir Ómars) og Kristján Jó- steinsson (faðir Ómars). Þá voru kjörnir endurskoðendur þeir Ragn- ar Jóhann Jónsson (mágur Guð- mundar Þórðarsonar) og Kristján B. Þórarinsson ráðherrabílstjóri og bróðir Guðmundar G. Þórarinsson- ar. Kjör þessara endurskoðenda var þó einungis til málamynda, því í raun hefur engin raunveruleg end- urskoðun farið fram af mönnum lög- giltum til þessa verkefnis. Áður- nefndur Ragnar Jóhann Jónsson var kjörinn endurskoðandi á aðal- fundinum 1984 án vitundar hans og kvaðst í samtali við HP tvisvar sinn- um hafa farið fram á að vera strikað- ur út — en án árangurs. Sagðist hann hafa frétt af kjöri þessu fyrir tilviljun, „hjá manni úti í bæ sem les Lögbirtingablaðið", en einmitt þetta ár fékk Ragnar löggildingu sína sem endurskoðandi. Ragnar segist hafa á sínum tíma beðið um að fá að líta á reikninga fyrirtækisins, en ekki hafi orðið úr því. Hann segist enn fremur aldrei hafa fengið fundar- boð. Sjálfur viðurkennir Ómar Kristjánsson í viðtali við HP að kjör þeirra Ragnars og Kristjáns hafi ver- ið til málamynda. í hlutafélagalög- um er enda kveðið á um að ef skuld- ir og bundið eigið fé er meira en 5 milljónir þá verði að minnsta kosti annar kjörinna endurskoðenda að vera löggiltur. Hvað endurskoðun reikninga varðar nánar hefur því verið fleygt að Helgi Magnússon (endurskoð- andi Hafskips) væri endurskoðandi Þýzk-íslenzka, en Helgi segir hið rétta vera að eftir að rannsókn fór af stað í nóvember hafi Ómar beðið sig að aðstoða við að fá botn í bókhald- ið — „svipað og sakborningur fær sér lögfræðing". Fjármálastjóri fyr- irtækisins, Guðmundur Þórðarson, hefur enda sagt í fjölmiðlum að öll endurskoðun reikninga hafi farið fram „innandyrá'. Þó var í einu til- viki leitað til utanaðkomandi aðila í bókhaldið — en það var fyrir rúmu ári þegar „nokkrar milljónir týnd- ust" og endurskoðunarfirmað Man- cher var fengið til að finna þær! Þegar mál þetta fór af stað í fjöl- miðlum beindist athyglin fyrst og fremst að þætti Guðmundar G. Þór- arinssonar, gjaldkera Framsóknar- flokksins. Þjóðviljinn greindi frá því að Guðmundur væri einn af stærstu eigendum fyrirtækisins og stjórnar- formaður/framkvæmdastjóri fram á haustdaga 1984. Guðmundur hef- ur nú ákveðið að stefna Þjóðviljan- um fyrir „róg, lygar og ærumeiðing- ar“ og bendir á að hann hafi selt hlut sinn um áramótin 1978/79 og þá hætt í stjórn, en orðið fram- kvæmdastjóri um skeið árið 1983 og þá einungis unnið við að afla fyr- irtækinu erlendra viðskipta. Hann hafi ekki komið nálægt fjármálum fyrirtækisins, sem hann þó segir að séu langt frá því að vera í óreiðu. Og það má segja að vel hafi til tek- ist við að afla erlendra viðskipta- sambanda, þó Guðmundur G. eigi ekki allan heiðurinn því Ómar er hnútum kunnugur í Þýzkalandi þar sem hann starfaði um skeið fyrir SÍS. Vörumerkin sem Þýzk-íslenzka hefur umboð fyrir eru flest öll lands- þekkt, enda rækilega auglýst: Grohe (tók það með sér frá SÍS), Metabo, Seiko, Varta, Villeroy & Boch, Maribou, World Carpets, IFÖ og áfram mætti telja. Uppgangur fyrirtækisins síðustu árin hefur verið með ólíkindum. Það á stórt verslunarhúsnæði að Lynghálsi 10 og keypti sl. haust byggingarframkvæmdir Brauðbæj- ar í Mjóddinni, þar sem langt er komið 3000 fermetra verslunarhús- næði. Ómar Kristjánsson hefur sjálf- ur ekki farið varhluta af velgengn- inni nema síður sé og flutti nýlega inn í stórt einbýlishús að Silunga- kvísl 25. Hús þetta hefur þá sérstöðu í götunni að vera fullfrágengið, á meðan önnur hús eru hálfkláruð eða varla farin að rísa frá jörðu. Ómar svarar fyrir sig í viðtalinu hér á síðunni. Þáttur Guðmundar Þórðarsonar fjármálastjóra fyrir- tækisins er hins vegar all sérstæður. Guðmundur lauk laganámi við Há- skóla íslands sumarið 1971 og hóf þá störf við lögfræðiskrifstofu Jóns Skaftasonar, núverandi borgarfóg- eta. Þar var hann þó aðeins í nokkra mánuði, því í desember 1971 hóf Guðmundur störf hjá Skattrann- sóknardeild ríkisskattstjóra! Þar starfaði hann í nokkur ár, en í febr- úar 1975 hlaut hann réttindi héraðs- dómslögmanns og upp úr því fór hann að „praktísera". Fljótlega kom þó Guðmundur við sögu hjá Þýzk- íslenzka og með timanum varð það fullt starf hjá honum að sjá um fjár- málin þar á bæ. PILOT H AFN ARSTRÆT116 rj 11 HELGARPÓSTURINN 9

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.