Helgarpósturinn - 09.01.1986, Page 10

Helgarpósturinn - 09.01.1986, Page 10
HP HELGARPÓSTURINN Ritstjórar: Ingólfur Margeirsson og Halldór Halldórsson Blaðamenn: Friðrik Þór Guðmundsson, Jóhanna Sveinsdóttir, Jónína Leósdóttir og Sigmundur Ernir Rúnarsson Útlit: Jón Óskar Hafsteinsson Ljósmyndir: Jim Smart Handrit og prófarkir: Magnea J. Matthíasdóttir Útgefandi: Goðgá h/f Frámkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Auglýsingar: Steinþór Ólafsson Dreifing: Garðar Jensson (heimasími: 74471) Afgreiðsla: Berglind Björk Jónasdóttir Ritstjórn og auglýsingar eru að Ármúla 36, Reykjavik, sími 8-15-11. Afgreiðsla og skrifstofa eru að Ármúla 36. Sfmi 8-15-11 Setning og umbrot: Leturval s/f Prentun: Blaðaprent h/f Glappaskot Sverris Sverrir Hermannsson menntamálaráðherra hefur vik- ið Sigurjóni Valdimarssyni, framkvæmdastjóra Lánasjóðs íslenskra námsmanna úr starfi. Einu rök ráðherra fyrir þessum aðgerðum eru þau að fram- kvæmdastjóri sjóðsins hafi sýnt vanrækslu í starfi. Van- rækslan að mati Sverris er sú að Sigurjóni tókst ekki að spá nákvæmlega fyrir um fjárþörf sjóðsins í árslok. Sé þessi mælistika notuð á vanrækslu í starfi embættismanna, yrði fá- mennt í liði yfirmanna opin- berra stofnana. öll rök virðast hníga að því að þarna hafi Sverri orðið alvar- lega á í messunni. Samkvæmt núgildandi lögum um Lána- sjóðinn frá 1982 hefur mennta- málaráðherra mikið vald til að móta lánastefnu sjóðsins hverju sinni og getur stjórnað setningu lagareglna fyrir sjóðs- stjórn varðandi úthlutun ráð- stöfunarfjár sjóðsins. Þarafleið- andi þarf ekki lagabreytingu til ef lánastefnunni skal breytt að mati ríkisstjórnar. i tæp 12 ár hefur Sigurjón Valdimarsson stjórnað LÍN án aðfinnslna af hálfu fimm menntamálaráðherra úr mörg- um stjórnmálaflokkum. Rök Sverris eru þar að auki út í hött og standa hvergi undir brott- vikningu Sigurjóns. Deila má um tilhögun Lána- sjóðsins og þótt málefni sjóðs- ins hafi verið í þróun undanfarin 35 ár eru þau hvergi fullmótuð ennþá og starfsreglum og fjár- magni ýmsar skorður settar sem bitna á námsmönnum. Vaxtastefna sjóðsins er t.d. þung byrði fyrir námsmenn og sein afgreiðsla lána hefur lengi verið leiðinlegur fylgifiskur sjóðsins. Hins vegar hafa innri mál sjóðsins verið í jákvæðri þróun og m.a. er nú í gangi út- tekt menntamálaráðuneytis og fjárlaga- og hagsýslustofnunar eins og fram kemur í Yfir- heyrslu Helgarpóstsins yfir Sig- urjóni Valdimarssyni sem birtist í þessu tölublaði. Hins vegar virðist Sverri Hermannssyni ekki Ijóst að þessi úttekt er í gangi og notar m.a. þá ástæðu í uppsagnarbréfi sínu til Sigur- jóns að slíka úttekt þurfi að gera! Þekkingarleysi, skilnings- leysi og pólitískur ofstopi ein- kenna ákvörðun Sverris um brottvikningu Sigurjónsog hún er einsdæmi um valdníðslu ráð- herra síðari tíma. Starfsmenn LlN hafa farið fram á að forsæt- isráðherra láti kanna embættis- færslu menntamálaráðherra varðandi umrædda brottvikn- ingu. Helgarpósturinn tekur undir þá beiðni. BRÍF TIL RITSTJÓRNAR Gæöi steinsteypu Athugasemdir vegna viðtals vid Gunnar Inga Gunnarsson í Helgarpóstinum 2. jan. sl. Inngangur í Helgarpóstinum frá 2. jan. sl. er viðtal við Gunnar Inga Gunnarsson þar sem hann rekur raunir sínar sem húsbyggjandi. I viðtalinu er vegið mjög freklega að Rannsókn- arstofnun byggingariðnaðarins. Þar sem mjög er hallað réttu máli tel ég mig knúinn til að leiðrétta helstu rangfærslurnar og upplýsa þetta mál frekar þannig að lesendur blaðsins fái ekki alrangar hugmynd- ir um þetta einstaka mál, störf RB og gæði steinsteypu almennt. Jafn- framt tel ég að viðtalið sé Gunnari til stórrar minnkunar og vart sæmandi manni sem gegnir ábyrgðarstöðu í þjóðfélaginu. MÁL GUNNARS INGA Þannig vill til að engar rannsóknir hafa verið gerðar fyrir Gunnar lnga sjálfan, enda hefur hann aldrei ósk- að eftir slíku við starfsmenn steypu- deildar RB. Hins vegar hefur tengdafaðir hans, sem er starfsmað- ur RB óskað eftir þeim rannsókn- um, sem gerðar hafa verið og hon- um var send umrædd skýrsla. Við fyrstu skoðun á plötunni var ljóst, að orsakir skemmda voru þær, að steypan hefur frosið áður en hún var orðin frostþolin þ.e.a.s. áður en hún hafði öðlast nægan styrk til að þola að frjósa án þess að skemmast (oft miðað við 60 kg/sm2). Þetta hef- ur ekkert með loftblendi steypunn- ar að gera og þarf engar vísindaleg- ar rannsóknir til að leiða í ljós ef menn eru vanir að meta skemmdir í steypu. Borkjarnar, sem teknir voru úr plötunni, sýndu aftur á móti að sú steypa í plötunni, sem ekki hafði skemmst úr frosti uppfyllti steypuflokk S-200 varðandi styrk- leika. Með þessum einföldu rannsókn- um lágu fyrir nánast strax hverjar væru orsakir skemmdanna og að steypa við afgreiðslu stæðist gæða- flokk S-200. Tengdafaðir Gunnars bað síðan um ýmsar rannsóknir á kjörnunum, sem hann tók sjálfur, og voru þær framkvæmdar eftir því sem þessar óskir bárust. Þessar rannsóknir voru hins vegar ekki þess eðlis að þær skýrðu orsakir skemmdanna frekar en töfðu aftur á móti afgreiðslu skýrslunnar, sem gerð var í ágúst sl. Aldrei var óskað mats á burðarþoli plötunnar. Varðandi hitastig eftir að steypt var er ljóst skv. upplýsingum veður- stofu að frost var strax á þriðja degi eftir steypu og hélst í nokkra daga (frost við jörðu 13.—15. jan.). Að frumkvæði tengdaföður Gunnars var breitt yfir plötuna með bygg- LAUSN Á SKÁKÞRAUT 39. Þótt þröngt sé um svarta kóng- inn dugar ekki að ráðast beint fram- an að honum (1. Hxe8 Rb4 2. Ha8+ Ra6). En svartur á fárra leikja völ, hann getur engan mann hreyft nema riddarann án þess að verða mát í næsta leik. Hins vegar blasir ekkert mát við eftir riddaraleiki. Þessu þarf að breyta: 1. Bcl R- 2. Rb2 mát. 1. — Hxa2 2. Rc3 mát 1. — Bxg6 2. Ha8 mát, o.s.frv. 40. Hér eru leppanir nýttar á :skemmtilegan hátt. Lykilleikurinn 1. Rf5 undirbýr He5 mát, ef Be7 hreyfir sig. Einna fallegast er mátið 1. — gf5 2. Hd2 mát (drottningin er leppur!). Eða 1. - Bb7 (d7 eda xe8) 2. Bxg2 mát. ingaplasti „eftir" að kólna tók og kynt undir af og til. Yfirbreiðslan náði þó ekki út á brúnir plötunnar enda sést greinilega á myndunum, sem birtar voru, að þær hafa skemmst mest. Gunnari til fróðleiks, af því að hann, eins og segir í viðtalinu: hefur ekki hundsvit á steypu en er frekar þrjóskur að eðlisfari, skal eftirfar- andi upplýst: — Hörðnunarhraði steypu fer eft- ir hitastigi hennar. Ef hitastig er lágt (0—5°C) harðnar steypan það hægt, að ekki er öruggt að steypa sé orðin frostþolin þótt hún sé orðin viku gömui. — Ef steypa frýs áður en hún er orðin frostþolin, þ.e.a.s. búin að ná sívalningsstyrkleika 60 kg/sm2, get- ur hún gjöreyðilagst og skemmist því meira því nær sem hún er að verða frostþolin án þess að vera það. Þetta gerist með eftirfarandi hætti: Við hörðnun gengur vatnið í efnasamband við sementið í sem- entsefjunni. Rúmmál sementsefj- unnar er minna en rúmmál sements og vatns. Þess vegna myndast bólur í efjunni. Ef steypan frýs myndast ís í bólunum og sökum þenslu vatns- ins, sem því er samfara, myndast vatnsþrýstingur í þeim, sem getur sprengt veggina á milli þeirra. Þann- ig getur sementsefjan eyðilagst og valdið því að steypan verður ónýt. — Loftblendi í steinsteypu er fyrst og fremst til þess að tryggja veðr- unarþol fullharðnaðrar steypu, sem verður fyrir síendurteknum frost- þíðuáhrifum og vatnsálagi og teng- ist þessu máli nánast ekki þar sem það hefur engin áhrif á umræddar skemmdir. — Það er á ábyrgð múrarameist- ara eða eiganda viðkomandi húss að steypa frjósi ekki áður en hún er orðin frostþolin. Dylgjur af ýmsu tagi, sem fram koma í greininni hirði ég ekki um að svara að öðru leyti en því að: — Starfsmenn RB hafa aldrei, mér vitanlega, verið ásakaðir um hlut- drægni í störfum sínum og hafa þeir þó fengist við ýmis viðkvæm mál þar sem miklir hagsmunir hafa ver- ið í húfi. — Viðkomandi tæknifræðingur, sem annast rannsóknir á steypu- skemmdum, er nær daglega að skoða og meta skemmdir í húsum og því er oft erfitt að ná sambandi við hann. Alltaf er þó hægt að biðja fyrir skilaboð til hans um að hafa samband. GÆÐI STEINSTEYPU ALMENNT Hér er um að ræða mikið og flók- ið mál, sem þarfnast sérstakrar um- fjöllunar, sem ekki er pláss fyrir í þessari grein. Þó er ljóst, að gæði steypu, almennt, hafa aukist undan- farin ár og aðhald að steypufram- leiðendum sömuleiðis. Ekki er þó rétt að einblína á steypuframleið- endur því að gæðin eru ekki tryggð fyrr en steypan er fullhörðnuð í við- komandi mannvirki. Auðvelt er að gjöreyðileggja góða steypu með lé- legri niðurlögn eða ófullnægjandi aðhlynningu á hörðnunartíma eins og dæmin sanna. Annar þáttur sem ræður endingu steypu er kröfur verkfræðinga til steypu í viðkom- andi mannvirki. Ljóst er að bæði hérlendis og erlendis hafa verk- fræðingar gjarnan fyrirskipað steypuflokk, sem tryggir nægilegt burðarþol en vanmetið þá þætti sem ráða endingu byggingarhluta sem verða fyrir miklum veðrunar- áhrifum. Það eftirlitskerfi, sem reynst hefur best í nágrannalöndum okkar er það, að steypuframleiðendur hafi reglulegt eftirlit með eigin fram- leiðslu sjálfir og geti lagt fram mæl- ingar þar að lútandi hvenær sem þess er óskað. Opinberir aðilar hafi síðan eftirlit með því að þetta innra eftirlit framleiðenda sé í lagi. Unnið er að því að koma á slíku fyrirkomu- lagi hér. Ef húsbyggjandi vill ganga úr skugga um, að hann fái þá vöru, sem hann hefur pantað frá steypu- stöð getur hann fengið mann frá RB til þess að taka sýni úr steypunni á byggingarstað og mæla sigmál, loft- innihald og brotþol steypunnar. Einn rannsóknarmaður við RB er í fullu starfi við slíka þjónustu. A seinni árum hefur verið leitast við að auka almenna þekkingu á steinsteypu á íslandi. Hefur það ver- ið gert með námskeiðahaldi og út- gáfustarfsemi. Þannig hefur RB gef- ið út RB-tækniblöð um: — vetrarsteypu (útg.’78) — steypuskemmdir (— ’78) — alkali efnahvörf (— ’79) — íblöndunarefni í steypu (— ’80) — sérvirk þjálniefni í steypu(— ’80) — niðurl. og aðhl. steinst. (— ’82) — blöndunarhlutf. í steinst. (— '83) Væntanlegt er blað um viðgerðir á steinsteypu. Með þessum hætti er vonast til þess, að vitund allra þeirra aðila, sem starfa við steinsteypu fyrir þeim þáttum, sem ráða gæðum hennar aukist. Ef sú verður raunin er vel því að vissulega eru miklar fjárhæðir í húfi bæði fyrir einstakl- inga og þjóðarbúið í heild. Virðingarfyllst Hákon Olafsson forstjóri Rannsóknarstofnunar byggingariðnaðarins „Húsid þitt hrynur ekki á morgun ef. ..“ í 1. tölublaði Helgarpóstsins, dag- settu 2. janúar 1986, birtist grein sem ber yfirskriftina ,,Hrynur húsið mitt á morgurí'. Margt kemur fram í greininni, sem er satt og löngu tíma- bært að vekja athygli á, en mikilvæg atriði þarf að leiðrétta þar sem þau geta alls ekki átt við Steypuverk- smiðjuna Ós hf. 1. Opinbert eftirlit með steypufram- leiðslu hjá Osi ht: í greininni segir að eftirlit með steypuframleiðslu geti vart verið minna og að aðhald steypustöðv- anna sé að langmestum hluta í þeirra eigin höndum. Jafnframt þessu er viðtal við Hákon Ólafsson forstjóra Rannsóknarstofnunar byggingariðnaðarins (RB), en hann staðfestir það sem forráðamenn Óss hf. hafa lengi vitað, að allt opinbert eftirlit með steypuframleiðslu hér á landi er óviðunandi og ekki bjóð- andi kaupendum á steinsteypu. Þann 30. apríl síðastliðinn var undirritaður samningur milli Rann- sóknarstofnunar byggingariðnaðar- ins og Óss hf. Samningurinn kveður á um að RB sjái um óháð eftirlit með steypu- og steypuvöruframleiðslu verksmiðjunnar. Forráðamönnum Óss hf. fannst nauðsynlegt að verk- smiðjan væri undir stöðugu eftirliti óháðrar opinberrar stofnunar sem hefði á að skipa vel hæfum starfs- mönnum er búa yfir víðtækri þekk- ingu og reynslu á sviði steinsteypu. Það kom því mjög á óvart að Hákon Ólafsson forstjóri RB, en hann hafði undirritað samninginn fyrir hönd stofnunarinnar, skyldi ekki minnast á hann við blaðamann Helgarpósts- ins, einkum og sér í lagi vegna þess að Steypustöðin Ós hf. er eina steypustöðin hér á landi sem gert hefur slíkan samning við Rannsókn- arstofnun byggingariðnaðarins. 2. ínnra eftirlit með steypufram- leiðslu hjá Ósi hf.: Til að tryggja að innra eftirlit með allri framleiðslu hjá Ósi hf. yrði sem öruggast, var ákveðið að ráða til þess verkfræðistofu. Verkfræðistofa Stanleys Pálssonar hf. var ráðin til verksins, en sú verkfræðistofa nýtur mikillar viðurkenningar. Gerður var skriflegur samningur við verkfræði- stofuna og segir í samningnum að gæðaeftirlit verkfræðistofunnar komi ekki í staðinn fyrir það óháða éftirlit sem Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins hefur með allri framleiðslunni. Því eftirliti skuli haldið áfram til þess að veita verk- fræðistofunni og steypuverksmiðj- unni nægjanlegt aðhald. Af þessu tilefni skal þess getið að verkfræði- stofan hefur keypt sér starfsábyrgð- artryggingu og getur steypustöðin gengið að þeirri tryggingu ef steypuhönnun eða steypueftirlit mistekst hjá verkfræðistofunni og framselt til þriðja aðila ef um slíkt er að ræða. Fullyrt er hér, að það innra eftirlit sem verksmiðjan hefur, samfara óháðu eftirliti Rannsóknarstofu byggingariðnaðarins, sé það lang besta sem fyrirfinnst hér á landi og gæði framleiðslunnar séu fyllilega tryggð enda hefur verksmiðjan aldrei átt í málaferlum út af fram- leiðslu sinni. 3. Þjónsta Óss hf. við steypukaup- endur: Þegar Ós hf. hóf starfsemi sína í októbermánuði 1984 voru sett eftir- farandi meginmarkmið varðandi steypuframleiðslu fyrirtækisins. A. Að fullt samstarf yrði haft við Rannsóknarstofnun byggingariðn- aðarins um val á steypuefnum eins og að framan greinir. B. Að eingöngu yrðu notuð land- efni í steinsteypuna, en alls ekki sjávarefni, vegna slæmrar reynslu annarra steypuframleiðenda af sjáv- arefnum (alkalívirkni). C. Að niðurstöður rannsókna sem gerðar yrðu verði öllum opnar. D. Að með hverjum farmi af stein- steypu fylgi tölvuprentaður vigtar- seðill þar sem fram kemur nákvæm sundurliðun á efnasamsetningu sér- hvers steypufarms. Forráðamenn Óss hf. harma þá reynslu sem Gunnar Ingi Gunnars- son hefur orðið fyrir í samskiptum sínum við Steypustöðina hf., en Ós hf. telur að með öflugu innra sem óháðu eftirliti sé hægt að koma í veg fyrir mistök af þessu tagi. Með áramótakveðju Einar Þór Vilhjálmsson, framkvœmdastjóri. Viöar en ekki Egill Kaeri ritstjóri. í spjalli við mig í síðasta Helgar- pósti um störf mín sem dagskrár- stjóra Sjónvarps og áramótaútsend- ingu okkar, gætir einnar missagnar. Get ég trúlega við sjálfan mig sak- ast, því mér yfirsást, að láta blaða- manninn lesa fyrir mig viðtalið eftir að hann hafði skrifað það. Missögn- in byggir á því, að sagt er að Egill Eðvarðsson hafi stjórnað áramóta- útsendingu okkar. Það er hins vegar ekki rétt, sá sem bar ábyrgð á heild- arútsendingu kvöldsins og ballinu sjálfu, var Viðar Víkingsson, leik- stjóri, sem er jafnframt leiklistar- ráðunautur sjónvarpsins. Hann stóð í eldlínu þetta kvöld ásamt sínu ágæta samstarfsfólki og stóð sig að mínu viti frábærlega, þar sem um geysilega erfiða útsendingu var að ræða. Egiil var hins vegar upptöku- stjóri Áramótaskaupsins, sem Sigurður Sigurjónsson leikstýrði. Þætti mér vænt um ef þetta kæmi fram í blaði þínu. Kær kveðja, Hrafn Gunnlaugsson dagskrárstjóri Norrænaogflótta- mannabúdirnar í Helgarpóstinum dags. 5. desem- ber bls. 11 er sagt frá ferjunni Nor- rænu. Eitthvað fór þessi frétt fyrir brjóstið á mér og þar sem ég geng framhjá þessari ferju dag hvern verður mér oft litið í átt til hennar og spurningar þessa dagana hljóma yfirleitt á þá leið, hvernig hreinlætis- ástandi íslensku þjóðarinnar vegn- ar. Nú áður en ég held áfram óskiljan- legri þulunni er best að vitna í um- rædda frétt: „Margir hafa velt fyrir 10 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.