Helgarpósturinn - 09.01.1986, Síða 19

Helgarpósturinn - 09.01.1986, Síða 19
þeir geri nœgilega mikid af því ad kynna þœr fyrir almenningi? „Nei, ég held ekki. Við erum flestir eitthvað að reyna, en kennsluálagið er svo mikið og launin svo lág að öll skilyrði eru mjög erfið. Menn hafa þurft að leggja mjög hart að sér til að ná árangri í rannsóknum sem skila engu í launum. Menn eru einvörðungu að vinna fyrir hugmyndir og hugsjónir en enga veraldlega umbun." Samnefnari '68 kynslóð- arinnar: háir vextir! Blaðamaður sem sjálf er flóttamaður úr kenn- arastétt biður nú Jón Braga blessaðan um að hneykslast meira á kjörum kennara. „Það þarf víst ekki að biðja mig um það. Mér er það mikið áhyggjuefni hversu laun allra kenn- ara eru lág. Þetta er aldeilis voðalegt mál vegna þess að við verðum að setja svo mikið traust á menntakerfið og það er gert með því að gera út kennara sem geta ekki verið annað en óánægð- ir og svekktir út í sína aðstöðu eins og ástandið er nú. Launakerfi hins opinbera er nú byggt þannig upp að menn eru verðlaunaðir með því að fá einhverja ómælda yfirvinnu en kennarar hafa ekkert slíkt fengið. Þar fyrir utan eiga þeir mjög erfitt með að kenna í yfirvinnu vegna þess að starfið er svo lýjandi, að vera með barna- og unglingaskara yfir sér allan daginn. Að ætla sér að kenna 20—50% yfirvinnu drepur hverja manneskju á nokkrum árum. Það stefnir í al- gjört óefni þegar við erum með ofurþreytta kennara. Konan mín er t.d. að því komin að gef- ast upp. Þetta tengist því sem ég ýjaði að áðan varð- andi ’68 kynslóðina. Hún fær að borga brúsann. Það voru hennar námslán sem voru verðtryggð fyrst allra lána á íslandi. Síðan voru öll lán verð- tryggð þegar þetta fólk hafði lokið námi 77—78. Hér er því um að ræða háskólaborgara, sem fá lág laun, skulda milljón eða milljónir í námslán og til að geta orðið sér úti um þak yfir höfuðið þurfa þeir að taka vísitölutryggð lán sem þar að auki eru með háum vöxtum. Víst er nauðsynlegt að vísitölutryggja lán, en að bæta ofan á þau há- um vöxtum er gjörsamlega ófært. Lántakendur borga tvöfalda eða þrefalda upphæð lánanna á raunvirði. Mér þótti vænt um að Vigdís skyldi minnast sérstaklega á kennara í áramótaávarpi sínu. Læknar t.d. vinna ábyrgðarmikið starf á tiltölu- lega háum launum. Svo höfum við kennara sem hafa svipaða menntun og sinna jafnvel enn ábyrgðarmeira starfi en það á lúsarlaunum!" — Helltirdu þér sjálfur út í húsbyggingar ad námi loknu? „Já, ég skellti mér í það fljótlega eftir að ég kom heim. Ég hef alltaf gætt þess að skipuleggja árið nákvæmlega fyrirfram eins og sönnum raunvísindamanni sæmir. Mér hefur tekist að sjá greiðslurnar fyrir og því hef ég staðið í skilum en það hefur auðvitað kostað mjög mikið aðhald í einkalífinu. Það mátti ekkert út af bera, maður var alltaf í kröggum. Það kemst ekkert jafnvægi á í íslensku þjóðlífi fyrr en búið er að leysa grundvallarvanda fólks sem er húsnæði, fæði og föt. Ef ástæða er til að taka erlend lán fyrir einhverju þá er það til að teysa þessi mál. Þetta hefur svo auðvitað áhrif á einkalíf fólks, börnin og frammistöðu fólks í vinnu. Þetta er algjör vítahringur." — Finnst þér ekki aö íslendingar hafi veriö seinþreyttir til vandræöa? „Jú, enda hafa þeir heldur ekki haft tækifæri til að taka þátt í umfjöllun um sín mál. Hér er lýðræðið fótum troðið að mínu viti. Allt byggist upp á forræði. Menn fá umboð frá þjóðinni til að fara með löggjafarvaldið í fjögur ár, þeir taka sér þetta umboð alfarið og virðast ekkert skeyta um vilja þjóðarinnar, heldur telja það skyldu sína að berjast fyrir „sínum" málum. Eitt síðasta dæmið um þetta er getuleysi al- þingismanna til að afgreiða jafn einfalt mál og bjórmálið. En það mál er svo einfalt og lágkúru- legt að maður veigrar sér við að nefna það sem dæmi um stjórnarfarslegt ofbeldi. Allar skoð- anakannanir benda til þess að þjóðin vilji leyfa sölu bjórs. En Alþingi getur ekki afgreitt málið heldur lætur það velkjast um í nefndum." Guðmundur orðinn fáliðaður. . . — En nú ert þú nýfarinn aö skipta þér opin- berlega af pólitík og varst kosinn í landsnefnd Bandalagsjafnaöarmanna á dögunum. Var eitt- hvaö sérstakt sem olli því? „Já, það má segja það. í gegnum árin hef ég haft nægilegt starf að vinna á minum vettvangi en aftur á móti mikið rætt pólitík við þá vini mína Vilmund og Guðmund. Ég hef treyst þeim til að berjast fyrir hlutum eins og lýðræði og sjálfsvirðingu allra þegnanna. Síðan gerðist það að Vilmundur féll frá og undanfarið hefur verið ólga innan BJ og orðið fámennt í kringum Guð- mund. Þar að auki sér maður engin teikn um úrbæt- ur heldur þvert á móti. í sambandi við t.d. bjór- málið og Hafskipsmálið sér maður hvernig of- beldi er beitt og menn hafa ekki minnstu tilfinn- ingu fyrir því. Menn eru endurkosnir í bankaráð eins og ekkert hafi í skorist! Bandaríkjamönnum er t.d. alveg ljóst að löggjafinn á ekki að vera að vasast í málefnum framkvæmdavaldsins. Þessu hafa menn bara ekki áttað sig á hérna heima og mörg okkar vandamál eru einmitt til komin á þann hátt. JÓN BRAGI BJARNASON PRÖFESSOR í HP-VIÐTALI Þegar málin horfðu svona við, engar úrbætur í augsýn og Guðmundur orðinn fáliðaður, ákvað ég að slást í hópinn með honum opinberlega þó svo að ég voni að ekki komi til þess að ég þurfi að fara í framboð.” I framhaldi af þessu hélt raunvísindaprófess- orinn drengjalegi stólpaframboðsræðu fyrir blaðamann sem greip að lokum í taumana svo Helgarpósturinn verði nú ekki ásakaður um ein- hliða áróður fyrir BJ, sem að margra dómi er sökkvandi skip, og reyndi því að beina talinu diplómatískt inn á annað áhugamál Jóns Braga, nefnilega skokkið. „Ég hef alltaf verið mikið fyrir að hreyfa mig,“ segir hann, án þess þó að iða í stólnum. „Ég hef hlaupið í mörg ár. Það losar um streituna sem við byggjum öll upp og getur jafnvel eytt þung- lyndi. Það felst líka í því ákveðin ögrun, til að drífa þig út að skokka þarftu að vinna bug bæði á sjálfum þér og umhverfinu. En þar sem það er dálítið einmanalegt að hlaupa hefur mér nú tek- ist að draga nokkra vini mína með mér í skokk- ið. Þeir eru margir að grotna niður, þessir karlar, um að gera að hreyfa þá svolítið. Ég mæli eindregið með þessu. Ég hef sjálfur ekki orðið veikur síðan 74. Þegar ég finn að flensa er að herja á mig fæ ég mér tvær aspirín, tvær C-vítamín og tvo sterka sjússa og fer snemma að sofa.“ Nú hlær Jón Bragi dálítið feimnislega og bætir við: „í þessu sambandi er nú kannski mikilvægast að fara snemma að sofa." — Fleiri áhugamál? „Já, gönguferðir aðallega. Á veturna fer ég oft um helgar í gönguferðir um nágrenni Reykjavík- ur með félaga mínum Friðriki Pálssyni. Þá göng- um við nokkrar stundir á hjarninu. Eins geng ég um hálendið á sumrin. Þar fyrir utan hef ég mik- ið dálæti á tónlist og sagnfræði. Mannfagnaður finnst mér nú skemmtilegur líka. Það besta sem aður gerir er að hitta góða vini." Feiminn og hlédrægur. . . — Leynist mikill lífsnautnamaöur aö baki vís- indamanninum og íþróttagarpinum. ..? „Ég er lífsnautnamaður með mjög ströngu að- haldi — góð vín, ostur og annað slíkt finnst mér mjög huggulegt. En maður má ekki missa beisl- ið af lífsnautnunum. Þá er voðinn vís.“ — Finnst þér gaman aö elda mat? „Nei, mér finnst gaman að borða en ég kýs fremur að vaska upp en elda. Ég elda stöku sinn- um og þá verða dætur mínar mjög hrifnar en ég hef sjálfur ekki eins góða lyst á matnum. En kon- an mín er mikill matreiðslusnillingur. Ég vaska semsé frekar upp þar sem við eigum ekki upp- þvottavél fremur en aðrir af þessari kynslóð sem borgar þessa háu vexti — né heldur litasjónvarp. Dætur mínar hafa alveg sætt sig við það þótt all- ir í kringum þær eigi litasjónvarp og vídeó. Eitt sinn var vinkona Siggu litlu, níu ára dóttur minn- ar, að hneykslast á því að við ættum ekki lita- sjónvarp. Én hún er alltaf svo jákvæð og benti vinkonu sinni á að sjónvarpið væri ekki bara svarthvítt heldur líka grátt!“ — Viltu í lokin spreyta þig á aö lýsa sjálfum þér meö eigin oröum? „Nei, það get ég ekki! Biddu mig heldur að lýsa Guðmundi! Ég tel mig vera feiminn og hlé- drægan, kannski vegna þess að ég hef alist upp hjá föður sem er það ekki... í skóla þótti ég rómantískur og viðkvæmur. Ég er alla vega það viðkvæmur að ég opna mig ekki nema upphátt við sjálfan mig á gangi yfir hjarnið, en þær hugs- anir myndi ég aldrei opinbera fyrir neinum, ekki einu sinni skrifa þær niður fyrir sjálfan mig. En göngurnar og hlaupin eru semsé mín sjálfster- apía."

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.