Helgarpósturinn - 09.01.1986, Blaðsíða 20
við frá tveimur dæmum um erlenda
viðskiptamenn sem stungið hafa af
frá skuldum sínum hérlendis. Síðara
dæmið er sagði frá Englendingi sem
rak Sunnubúð við Hamrahlíð og fór
frá rúmri milljón króna skuld er
satt og rétt. Hins vegar varð okkur
á í messunni hvað varðar dæmið um
eiganda veitingastaðarins Zorba.
Sannleikurinn er sá að Zorba, sem
nú hefur verið lagður niður, var rek-
inn af tveimur Grikkjum sem
kvæntir eru íslenskum konum og
búa hérlendis. Það uppgjör mun
hafa farið fullkomlega heiðarlega
fram og búa báðir mennirnir enn á
íslandi. Við biðjum viðkomandi for-
láts á þessum misskilningi. ..
Íl^Híeikhúslífið blómstrar í höfuð-
borginni sem fyrr. Nú hyggur Revíu-
leikhúsið á sýningu barnaleikrits
sem er nýtt af nálinni og þar að auki
alíslenskt. Leikritið heitir „Skottu-
leikur“ og er höfundur ókunnur og
skrifar undir dulnefninu ,,Móra“.
Frumsýning verður þ. 18. janúar í
Breiðholtsskóla. Helgarpósturinn
veit hins vegar rétt nafn eða réttara
sagt nöfn höfunda leiksins. Þau eru
Brynja Benediktsdóttir (sem jafn-
framt er leikstjóri), Saga Jónsdótt-
ir, Guðrún Þórðardóttir og Guð-
rún Alfreðsdóttir, allt góðar og
gegnar leikkonur...
^^teindórsmálið hefur sem
kunnugt er snúist um úthlutun
leyfa, farþegaflutninga í sendibílum'
og fleira þvíumlíkt, að minnsta kosti
á yfirborðinu. Helgarpósturinn hef-
ur á hinn bóginn fregnað að deilan
snúist í raun um allt annað; um bók-
hald og tekjur bílstjóra. Þannig er,
að enginn veit í raun hversu marga
túra leigubílstjórar komast yf ir og er
það mjög frábrugðið því sem gerist
meðal annars í Svíþjóð, þar sem er
mjög nákvæmt eftirlit og meira að
segja skynjarar í sætunum, auk þess
sem háar sektir eru fyrir að keyra
farþega án endurgjalds.
Samkvæmt skattframtölum eru
leigubílstjórar ekki öfundsverðir af
launum sínum. Reyndur maður í
leigubílabissnessnum benti HP hins
vegar á að lifistandard duglegra bíl-
stjóra benti ekki til þess að þeir
væru á vinnukonulaunum og ekki
heldur sú mikla aðsókn sem er í að
gerast bílstjóri. Þannig hafi verið
auglýst 29 leyfi til úthlutunar í
haust, en á annað hundrað reyndir
menn sótt um. Nefndi hann dæmi af
bílstjóra sem tók farþega frá kl. 8
gamlársdagsmorgun til kl. 6 á nýárs-
dagsmorgun og hafi hann haft 18
þúsund krónur á þessum 26 klukku-
stundum. Sagði hann ekki óalgengt
að duglegir bílstjórar höluðu inn allt
upp i 30 þúsund kr. á venjulegri
helgi. Málið væri, að lítið af þessu
kæmi fram á skattframtölum, en
Steindór hefði verið ógnun við þetta
kerfi. . .
Fellagörðum - Breiðholti III (í dansskóla HEIÐARS)
KQNUR AOLLUM ALDRI!
OÐLIST SJALFSTRAUSTILIFIÖG STARFI
ALMENN NÁMSKEIÐ
KARONSKÓUNN
43n
LEIÐBEINIR YKKUR UM
• rétta Kkamsstöðu
• rétt göngulag
• fallegan fótaburð
• andlits- og handsnyrtingu
• hárgreiðslu
• fataval
• mataræði
• hina ýmsu borðsiði og alla
almenna framkomu afl.
• sviðsframkomu
• unnið með Ijósmyndara
• látbragð og annað sem tilheyrir
sýningastörfum.
NÝTT „TOPP" NÁMSKEIÐ — 4 SKIPTI
1. Dagsnyrting
2. Kvoidsnyrting
Öll kennsla f höndum færustu
sérfræöinga. Allir tfmar óþving-
aðir og frjálslegir. Ekkert kyn-
slóðabil fyrirfinnst í Karon-
skólanum.
3. Handsnj
4. Hórmeðferð,
líkamsstaða.
Innritun og upplýsingar i sima
38126 fró kl. 18.00-20.00.
Kennsla hefst mánudaginn
13.jan.
Hanna Frímannsdóttir.
20 HELGARPÓSTURINN