Helgarpósturinn - 09.01.1986, Page 24

Helgarpósturinn - 09.01.1986, Page 24
KVIKMYNDIR eftir Ingólf Margeirsson, Sigmund Erni Rúnarsson og Ólaf Angantýsson. Hughrif úr lífi konu Háskólabíó/Regnboginn: Plenty (Allt eda ekkert) ★★★ Bresk/bandarísk. Árgerö 1984. Framleiðandi: Edward Pressman. Leikstjóri: Fred Schepisi. Handrit: David Hare (eftir leikriti sama). Kvikmyndataka: lan Baker. Tónlist: Bruce Smeaton. Aðalhlutverk: Meryl Streep, Charles Dance, Tracey Ullman, John Gielgud, Sting, lan McKellen, Sam Neill. Astralíumaðurinn Fred Schepisi hefur gert kvikmynd eftir leikriti David Hare um kon- una Susan Traherne; lif hennar og hugar- heim frá stríðsárunum til miðbiks sjötta ára- tugarins. Við kynnumst Susan (Meryl Streep) sem breskum andspyrnumanni í Frakklandi og ástum hennar við samstarfsmann sinn Lazar (Sam Neill). í næsta kafla myndarinnar erum við stödd í Bríissel eftir stríð þar sem Susan hittir starfsmann breska sendiráðsins Raymond Brock (Charles Dance) og sendi- herrann Sir Leonard Darwin (John Gielgud). í þriðja tímakafla mætum við Susan í London þar sem hún vinnur hjá skipafélagi og verður vinkona bóhemstúlku, Alice Park (Tracy Ull- man). Raymond kemur aftur til skjalanna og þau Susan fella hugi saman en það slitnar upp úr sambandinu. A fjórða tímaskeiði Sus- an — í kringum krýningarathöfn Elísabetar Englandsdrottningar 1953 — liggja leiðir þeirra Raymond saman á ný eftir taugaáfal) Susan. Þau giftast og við erum enn í fimmta kafla myndarinnar — í Súezdeilunni 1956 — þegar Darwin sendiherra segir af sér í mót- mælaskyni við þátt Breta í deilunni. Sjötti kafli myndarinnar gerist í Jórdaníu þegar Raymond er orðinn sendiherra og Susan sendiherrafrú á deyfandi lyfjum við tauga- streitu. Áttundi kaflinn gerist aftur í London nokkru síðar þegar Darwin sendiherra er lát- inn og Susan er viðstödd jarðarförina ásamt eiginmanni sínum og neitar að snúa aftur til Jórdaníu. Upp úr því fer að halla undan fæti í frama eiginmannsins. Loks leysist hjóna- band þeirra upp að því er virðist og í loka- kaflanum hittast þau aftur Susan og elskhug- inn Lazar, nú á afskekktu strandhóteli: hann drykkfelldur og gæfusnauður, hún lífsþreytt- ur dópisti. Eins og lesningin gefur til kynna er mynd- in nokkuð samhengislaus og ekki bætir úr skák að leikstjórinn klippir tímaskeiðin fyrir- varalaust saman svo oft er erfitt að átta sig hvað hefur gerst á undan eða á hvaða tíma- skeiði við erum stödd hverju sinni. Þess vegna verður persóna Susan fremur óljós, en um hana snýst myndin og líf hennar og þanka. En samt kemst einhver óljós seiður spurninga um lífið og tilveruna til skila í þess- ari frábærlega velieiknu mynd, sem gerir hana heillandi og sterka. En þau gæði liggja fyrst og fremst í hughrifum fremur en í þaul- hugsaðri uppbyggingu. -IM Franska bylgjan endurvakin Regnboginn: Boléro. -kirk Frönsk. Árgerð 1984. Framleiðendur: Films 13 og TFl Films Production. Leikstjórn/handrit: Claude Lelouch. Aðalhlutverk: Robert Hossein, Nicole Garcia, Geraldine Chaplin, James Caan, Daniel Olbrychski, Jaques Villeret o.fl. Þegar André Bazin (1918—1958) stofnaði og hóf útgáfu kvikmyndatímaritsins Cahiers du Cinema upphófst eitt blómlegasta skeið kvikmyndasögunnar: nouvelle vague eða franska nýbylgjan s.k. Á Cahiers starfaði á sjötta áratugnum hópur ungra gagnrýnenda (Claude Chabrol, Francois Truffaut, Jean-Luc Godard o.fl.), sem hafði eigin hugmyndir um það hvernig kvikmyndir skyldu gerðar. Þeir gagnrýndu óspart hinar þunglamalegu fram- Ieiðsluaðferðir kvikmyndaiðnaðarins og lögðu sérstaka áherslu á frelsi höfundar og mikilvægi þess að kvikmyndin væri ekki iðn- aðarvara, heldur tæki til eigin listrænnar sköpunar {politique des auteurs). Líkt og penninn er aðeins verkfæri í höndum rithöf- undarins skyldi myndavélin þjóna kvik- myndahöfundinum (le camera-stylo). Þar sem kvikmyndaiðnaðurinn var ekki beint ginnkeyptur fyrir hugmyndum þessara ungu hugsjónamanna, þá tóku þeir sig til og héldu sjálfir út á götur Parísarborgar með léttar 16mm kvikmyndatökuvélar á öxlunum og sköpuðu Nýju frönsku bylgjuna; kvikmynda- hefð, sem losaði höfundinn undan höftum hins þunglamalega framleiðsluferils kvik- myndaveranna og vangaveltum skilnings- lausra fjármagnsaðila. Þegar síðan franskar kvikmyndir unnar í anda Nýju bylgjunnar unnu öll meiriháttar verðlaun Cannes-hátíð- arinnar 1959 er óhætt að segja að Bazin hafi tekist ætlunarverk sitt. . . einu ári eftir dauða sinn. Næstu tvö árin komu fram á sjónarsvið- ið í Frakklandi ekki færri en sextíu og sjö nýir leikstjórar(l), sem á einn eða annan hátt leit- uðust við, í anda Bazins að brjóta á bak aftur hinar þunglamalegu fjármála- og fagur- fræðilegu hefðir kvikmyndaiðnaðarins. Einn þessara nýju leikstjóra var Claude Lelouch. Framleiðandi: George Miller. Leikstjórn: George Miller og George Ogil- vie. Handrit: Terry Hayes og George Miller. Tónlist: Maurice Jarre. Aðalhlutverk: Mel Gibson, Tina Turner, Bruce Spencer, Adam Cockburn, Angelo Rossito o.fl. Eftir MadMax og Road Warrior hefur ástr- alska leikstjóranum George Miller tekist að sjóða saman þriðju kvikmyndina um engil dauðans og réttlœtisins, þar sem Mel Gibson spígsporar um í heilagri reiði í leit sinni að illa sinnuðum skúrkum að berja á. í fyrstu myndinni var hann ósköp venjuleg nútíma- lögga, sem leitaði hefnda á illmennum þeim, er myrt höfðu eiginkonu hans og barn. Myndin gerði lukku og því ekkert annað sjálfsagðara en að gert yrði framhald af henni. En þegar rykið hafði verið dustað af kvikmyndatökuvélinni hans Millers kom í ljós að kjarnorkustyrjöld hafði geisað um heimsbyggðina og Mad Max því staddur í ókominni framtíð og önnum kafinn við að verja dýrmætar bensínbirgðir vandalausra Enn floppar Franken- heimer Regnboginn, Blóðpeningar (The Holcroft Covenant): ★ Bandarísk, árgerð 1985. Framleiðendur: Edie og Ely Landau. Leikstjóri: John Frankenheimer. Handrit: George Axelrod, Edward Anhalt og John Hopkins. Kvikmyndun: Gerry Fischer. Tón- list: Stanislas. Aðalleikarar: Michael Caine, Arithony Andrews, Victoria Tennant, Michael Lonsdale og Lili Palmer. John Frankenheimer átti að baki farsælan feril sem sjónvarpsmyndamaður áður en hann braut sér leið inn í kvikmyndaheiminn með eftirminnilegum hætti. Þrillerar hans frá því rétt eftir 60 eru mörgum enn í fersku minni og má þar meðal annars benda á The Hann gerði sína fyrstu kvikmynd árið 1960 (Le propre de l'homme) og naut fyrst veru- legrar hylli á alþjóða vettvangi fyrir gerð myndarinnar Un homme et une femme (1966), en hinn sérstæði myndræni stíll þeirr- ar myndar átti eftir að hafa gífurleg áhrif á kvikmyndahöfunda um allan heim á síðari hluta sjöunda áratugarins. Hvað kemur svo ofangreint kvikmyndinni Boléro við? Jú, fyrir utan það að hún er gerð undir leikstjórn Lelouch, þá getur hún að auki skoðast sem skólabókardæmi um það, hvernig kvikmyndaiðnaðurinn hefur fært sér í nyt vissan hluta af kenningum Bazins sér til framdráttar, en að öðru leyti kastað þeim algjörlega fyrir róða og á þann hátt enn á ný tekist að kaffæra að mestu leyti þá þró- un til opnunar miðilsins fyrir áframhaldandi og stöðugri nýsköpun, sem hefði getað hlot- ist af frönsku nýbylgjunni. Eg er ekki með þessum orðum að segja að Boléro sé léleg kvikmynd, því það er þvert á móti langt í frá að svo sé. Kvikmyndin er mjög fagmannlega unnin. Myndmál Lelouchs er að vanda bæði stórbrotið og hnitmiðað og honum tekst á einkar sannfær- andi hátt að halda saman öllum þráðum þessarar margslungnu atburðarásar, þannig að úr verði heilsteypt ættarkróníka fjögurra fjölskyldna í jafnmörgum löndum, allt frá ár- inu 1936 fram til dagsins í dag. Verkefni þessu tekst honum síðan að ljúka af, s.a.s. hnökralaust á tæpum þremur klukkustund- um og er það afrek út af fyrir sig. Hitt er svo annað mál, að ég hefði persónulega viljað vita af fjármagni því, sem fór í gerð þessarar myndar í höndum aðila, sem í anda André Bazins hefði getað gert 3—4 kvikmyndir fyrir andvirði þessarar einnar... og ekki slakari að listrænum gæðum. Ó.A. Góð afþrey- ingarmynd Austurbœjarbíó: Mad Max, Beyond Thund- erdome (Mad Max — I þrumuhvolfi). ★★ Áströlsk. Árgerð 1985. fyrir skúrkum og illþýði framtíðarinnar. í Beyond Thunderdome eru bensínbirgðir veraldar hinsvegar á þrotum og við hittum Max fyrir hvar hann er á ferð um eyðimörk- ina með úlfaldalest sína. Enn eru þar skúrkar á ferð og stela þeir undan honum farkostin- um. Leikurinn berst til Skiptaborgar, en þar ræður rokkdrottningin Tina Turner ríkjum og hefur þar safnað kringum sig svo ótrúlega fjölbreytilegu úrvali allskyns illþýðis, að un- un er á að líta. Entity (en svo nefnist Tina í myndinni) er þó engan veginn einráð, því tví- stirnið Master og Blaster ráða ríkjum í undir- heimum borgarinnar, þar sem metan (orku- forði nýlendunnar) er af mikilli list unnið úr svínaskít. Master er dvergur og heilinn á bak við framleiðsluaðferð metansins. Til liðs við sig hefur hann síðan risann Blaster, sem ekki stígur í vitið, en þeir félagar jafna hins vegar út vankanta hvors annars, þannig að þeir eru orðnir býsna skeinuhættir fröken Entity, hvað varðar valdaaðstöðu hennar í nýlendunni. Max gengur til liðs við Entity, vinnur á risanum Blaster í einvígi, en er ekki betur launað en svo, að hann er sendur vatnslaus og allslaus út í eyðimörkina á vit dauðans. Mel Gibson getur á hinn bóginn engan veginn dáið ráðalaus, því hann hefur skrifað undir samning við Miller um gerð Mad Max IV og því kemur honum til bjargar hópur barna, sem í anda Williams Golding og „Lord of the Flies“ hafa lifað af flugslys í eyðimörkinni og búið sér þar ból og af fá- dæma sjálfsbjargarviðleitni skapað sína eig- in siðmenningu á meðan þau biðu eftir björgun. Það er öldungis ástæðulaust að rekja nán- ar þróun mála hér, því söguþráðurinn er svo dásamlega skemmtilega botnlaus í fáránleik sínum, að hans verður einvörðungu notið til fullnustu „í beinni útsendingu" s.a.s. Beyond Thunderdome er m.ö.o. prýðisgóð afþreying- armynd, þar sem höfundur hefur leyft sér að gefa ímyndunaraflinu lausan tauminn, og það svo að um munar. Hér getur allt gerst... og síðan mitt í allri endaleysunni: þetta var- færnislega og sjálfsgagnrýna ástralska glott, sem við núorðið þekkjum svo vel úr síðari tíma kvikmyndum þessarar fjarlægu en okk- ur í anda svo nálægu heimsálfu. Ó.A. Charles Dance og Meryl Streep í Plenty: Tímaskeið úr ævi konu. Young Savages, Birdman of Alcatraz og The Manchurian Candidate. „Manni sem gerir svona myndir er hægt að fyrirgefa margt," stendur á einum stað um þennan leikstjóra. Og víst er að Frankenheimer hafa oftsinnis síðan verið fyrirgefnar slakar myndir. Hann hefur varla sent frá sér heppnaða mynd síð- an hann sannaði árið 75, að hægt er að gera betri framhaldsmynd en þá upprunalegu. French Connection II var svo sannarlega til marks um það að ennþá bjó gamli þriller- myndasmiðurinn í kalli. En svo eru liðin tíu ár. Og harla fátt hefur komið frá Frankenheimer á þeim tíma sem verður flokkað undir aðrar myndir en þær misheppnuðu. Svoleiðis eru tvær síðustu myndir hans, þær Prophecy og The Chal- lenge, sú síðarnefnda þó sýnu skárri. Hálf- sextugur sendir Frankenheimer svo frá sér kvikmynd eftir verulega þekktri skáldsögu Robert Ludlums, The Holcroft Covenant, sem fjallar um hefnd SS-foringjans á syni sín- um og konu, sem yfirgáfu hann í lok stríðs- ins. Rétt eins og margar þessar síðustu mynd- ir hans er hún þessi vita misheppnuð. I fljótu bragði verður reyndar ekkert ágæti séð við hana. Handritshöfundarnir, sem eru þrír, en það lofar sjaldnast góðu, klúðra lipurri og lævíslegri fléttu Ludlums sem er skemmti- lega þáttuð af allavega athugasemdum, oft- ast óvæntum, og heldur lesandanum ekki aðeins í langvarandi spennu heldur setur hann jafnframt út af laginu; stríðir og villir fyrir. í samanburði við söguna er kvikmynda- handritið einstaklega flatt og missir gjörsam- lega marks þegar við bætist þurrleg fram- setning Frankenheimers, sem að því er best verður séð, grípur til nokkurra örþrifaráða til að lífga upp á karakterleysi handritsins eins og til dæmis sifjaspellið er til marks um. Allt rennur þetta að sama ósi. Leikendunum, með Michael Caine í broddi fylkingar, leiðist svo ofsalega í hlutverkum sínum að liggur við geispa oftar en mörgum sinnum. Metn- aðarleysi Caine er reyndar orðið áhyggju- efni, en ekki verður séð af síðustu hlutverk- um hans að hann líti mikið yfir þau og sýni- legt, að upphæðin sem í boði er, heillar meira en inntak rullunnar. Og maður segir bara, því miður. -SER. 24 HELGARPÖSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.