Helgarpósturinn - 09.01.1986, Page 26

Helgarpósturinn - 09.01.1986, Page 26
USTAU PPGJOR 1985 húseigendur leggja mikinn metnað og vinnu í að útvega það besta sem framleitt er í kvikmyndaheiminum hingað til lands. Af íslenskum kvikmyndum voru frum- sýndar sex kvikmyndir ef telja á Nickel Mountain þar á meðal. Atkvæðamestur er Þráinn Bertelsson með tvær myndir, Skammdegi og Löggulíf. Aðrar myndir voru Hvítir Mávar Stuðmanna, Hringurinn eftir Friðrik Þór Friðriksson og þýsk/íslenska myndin Svart og sykurlaust í leikstjórn Lutz Konermanns. í heild var íslenska framleiðsl- an fremur bágborin hvað listræn og tæknileg gæði snertir. Hér á eftir fer listi yfir 10 bestu myndir kvikmyndahúsanna á liðnu ári að mati HP: 1. Amadeus — bandarísk, árgerð 1984, leik- stjóri Milos Forman (Háskólabíó). 2. Paris, Texas — þýsk/frönsk, árgerð 1984, leikstjóri Wim Wenders (Háskólabíó). 3. Zelig — bandarísk, árgerð 1983, leik- stjóri Woody Allen (Austurbæjarbíó). 4. Witness — bandarísk, árgerð 1984. Leik- stjóri Peter Weir (Háskólabíó). 5. Killing Fields — bandarísk, árgerð 1984. Leikstjóri Roland Joffe (Háskólabíó). 6. Blood Simple — bandarísk, árgerð 1984. Leikstjóri Joel Coen (Tónabíó). 7. Prizzi’s Honor —bandarísk, árgerð 1984. Leikstjóri John Huston (Bíóhöllin). 8. The Cotton Club — bandarísk, árgerð 1984. Leikstjóri Francis F. Coppola (Bíóhöll- in). 9. Passage tö India — bresk, árgerð 1984. Leikstjóri David Lean (Regnboginn). 10. The Man Who Knew Too Much — banda- rísk, árgerð 1956. Leikstjóri Alfred Hitch- cock (Laugarásbíó). ^ JAZZ Djassárið 1985 var gjöfult íslenskum. Þrjár íslenskar djassskífur litu dagsins Ijós. Þessi ófétis jazz með Ófétunum, Björn Thorodd- sen með gítarleikaranum ágæta og Fascinat- ing Voyage með Árna Egilssyni og amerísk- um félögum með Ray Brown í broddi fylking- ar. Djass eftir Jón Múla Árnason, fyrsta ís- lenska djassbókin, kom á prent og Jazzvakn- ing hélt mikla hátíð í tilefni tíu ára afmælis síns. Þar léku margir en fyrir íslenskt djasslíf var mest um vert er Niels-Henning 0rsted Pedersen, Ole Kock Hansen og Pétur Öst- lund ásamt íslenskum strengjakvartetti fluttu fjögur íslensk þjóðlög í útsetningu Ole Kocks, svoog verk eftir Gunnar Reyni Sveins- son og Jón Múla — norræn samvinna einsog hún gerist best. Rúnar Georgsson hélt til Danmerkur að leika með Radioens Big Band og Kristján Magnússon og félagar léku á djasshátíð í Færeyjum. Jón Páll kom á djass- festíva! Jazzvakningar og lék einsog aldrei fyrr. Semsagt: íslandsdjassinn í blóma — meiri djass en fyrr í ríkisfjölmiðlunum og Léttsveit Ríkisútvarpsins varð að veruleika og vonandi starfar hún áfram! Engar stórfelldar nýjungar komu fram í djassheiminum á síðasta ári. Undirritaður fór á Norðursjávardjasshátíðina í Haag og hlust- aði á þversnið djassins og hreifst einna mest af Miles Davis, Keith Jarrett og Sun Ra. Miles er sifrjór þó rafmögnun tónleika hans sé oft á kostnað styrkleikabreytinga — þær koma þó vel fram á hljómplötum hans og á þeirri nýjustu: You’re Under Arrest (CBS) leikur hann m.a. Time After Time eftir Sidney Lauber og leitar til popplaga nútímans einsog djassleikarar millistríðsáranna leit- uðu fanga í dægurlögum síns tíma. Seinni standardaskífa Keith Jarretts kom út á árinu: Standards 2 (ECM). Af öðrum athyglisverð- um skífum er hingað bárust má nefna Eter- nal Traveller með Niels-Henning 0rsted Pedersen (Pablo). Einsog alltaf kvöddu marg- ir mætir djassmenn þessa lífstjörnu og skulu þeir helstu nefndir í tímaröð: Kenny Clarke, Zoot Sims, Chris Woods, Philly Joe Jones, Joe Jones, Cootie Williams og Big Joe Tur- ner. Chris Woods var sá eini þessara er komið hafði til íslands, en það gerði hann í tvígang. Fyrst sem einleikari í stórsveit Clark Terrys og síðar í fylgd konu sinnar og blés þá ásamt Ted Daniel á Hótel Sögu. -VL ROKK Árið 1985 var sögulegt hvað popptónlist varðar. Þar ber vitaskuld hæst Live Aid hljómleikana í Bretlandi og Bandaríkjunum í júlímánuði síðastliðnum. Tónlistin sjálf, sem flutt var, markaði svo sem engin tímamót, heldur framtakið. Tæknilega séð heppnuðust Live Aid hljómleikarnir einnig afbragðs vel. Stjórnendur Ríkisútvarpsins báru náttúru- lega ekki gæfu til að skynja mikilvægi at- burðarins. Þeir sáu aðeins popp og það er grýla í þeirra augum. Tónleikarnir sjálfir voru hins vegar einungis meðalið; tilgangur- inn var vitaskuld sú stórkostlega fjársöfnun sem fór fram samhliða hljómleikahaldinu og sá hugur sem fylgdi máli. Íslenskir sjónvarps- áhorfendur sáu því aðeins brotabrot af öllu því, sem boðið var upp á frá 11 fyrir hádegi til klukkan þrjú næstu nótt. Fjölmörgum stjörnum skaut upp á stjörnu- himininn á liðnu ári. Á þessari stundu er erf- itt að spá um hverjir falla útbrunnir til jarðar og hverjir fá að lifa. Fljótt á litið gæti maður ímyndað sér að Lloyd Cole And The Com- motions, Fine Young Cannibals og Simply Red ættu eftir að gera það gott í framtíðinni. í Bandaríkjunum ræður öldungaveldið enn ríkjum en einhverjar hræringar eru þó merkjaníegar meðaí yngri manna, svo sem Green On Red, Jason And The Scorchers og jafnvel Los Lobos. Margar góðar plötur komu út á árinu 1985 og þar af nokkrar býsna merkilegar. Dire Straits sendu til að mynda frá sér sína fyrstu stúdíóplötu í þrjú ár. Á plötunni Brothers In Arms blönduðu Mark Knopfler og félagar hans saman léttaviktarpoppi, kröftugu rokki og sannkölluðu ljúfmeti með kröftugum textum gegn stríðsbrölti. Engan man ég, sem sæmdi plötuna meistaraverksnafnbót, en fáir urðu til að hallmæla henni. Ef nokkrir. Dream Of The Blue Turtles, fyrsta sóló- plata Stings, þótti einnig gæðagripur. Varla er hægt að merkja Policestefnuna nema í mesta lagi í einu lagi plötunnar. Þess í stað beitir Sting djössuðu fönki sums staðar, djassi annars staðar og víða er einnig að finna tón- list, sem eiginlega er ekki hægt að nefna öðru nafni en Sting-músík. Eftir velgengni Dream Of The Blue Turtles er framtíð hljóm- sveitarinnar Police í enn meiri óvissu en áður. íslensk hljómplötuútgáfa var nokkuð óvenjuleg á liðnu ári. Útgáfufyrirtækin drógu verulega saman seglin eða felldu þau jafnvel alveg. Því streymdu einstaklingarnir fram á sjónarsviðið, sumir einungis vopnaðir trúnni á eigið ágæti og skítsæmilegu veðláni úr einhverjum bankanum. íslenskar plötur voru jafnbetri á árinu en oft áður. Sárafáar voru slæmar og enn færri stóðu upp úr. Her- bert Guðmundsson kom áreiðanlega mest á óvart á árinu með plötu sinni Dawn Of The Human Revolution. Aðallega þó vegna þess að fæstir áttu von á nokkru úr þeirri áttinni! Sannast að segja bjuggust menn ekki held- ur við neinu stórkostlegu frá Gunnari Þórð- arsyni. Hann virðist helst einbeita sér að eig- in hljómsveit og uppsetningu stórra skemmtiatriða fremur en hann ætlaði sér einhverja hluti á hljómplötu. Gunriar er orð- inn rólegur fjölskyldufaðir, lifir heilsusam- legu lífi og tekur tónlistina, heyrist mér, sem hverja aðra iðn. Því kom platan Borgarbrag- ur Gunnars Þórðarsonar þægilega á óvart. Til hennar er vandað í hvívetna og ekkert sparað. Ómögulegt er að spá um það hvaða ís- lenskir tónlistarmenn eigi eftir að Iáta að sér kveða á nýbyrjuðu ári. Ýmsir sleikja nú sár sín eftir fjárhagsleg áföll samfara plötuútgáfu síðasta hausts og hugsa sig áreiðanlega um tvisvar áður en lagt verður í frekari ævintýri. Maður leyfir sér þó að vona að Megas sendi frá sér plötu á árinu og sömuleiðis Bubbi Morthens. Eiríkur Hauksson stendur einnig sterkur og keikur eftir sitt framlag á árinu, fyrst með Drýsli og síðan Gunnari Þórðar- syni. Nú, hver veit svo nema oss hafi frelsari fæðst einhvern tímann á síðasta ári. Það er eiginlega kominn tími á einn slíkan. „Dett út annað slagið“ Hallbjörn Hjartarson á við minnisleysi að glíma eftir að hafa lent í alvarlegu bílslysi, en engu að síður sendi hann frá sér hljómplötu fyrir jólin, með kántrýlögum að sjálfsögðu. Kúreki á suðurleid er nafn nýjustu breidskífu Hallbjörns Hjartarsonar, en verið er að koma fiermi fyrir í rekkum plötubúðanna um þessar mundir. Eins og nafn verksins ber með sér eru hér enn á ferðinni sveitasöngvar frá þessum maka- lausa músíkmanni af Skagaströnd. Þetta er fimmta kántrýplatan hans, að meðtaldri plötunni með kvik- myndatónlist Kúreka norðursins. Það ku kveða við nokkuð annan tón á þessari nýjustu plötu Hallbjörns en menn eiga að venjast frá honum. Hann segir sjálfur að . . . „ .. . einn ólyginn maður taldi þetta vera sjö sinnum betri plötu en allar hinar sem komið hafa út með mér. Annar kvað þetta vera tíma- mótaverk, enn annar að lögin væru gjörólík öllu því sem Hallbjörn Hjartarson hefði sent frá sér áður." — Og þessir menn hafa heyrtplöt- una? „Jahá, eða ég meina, bara kass- ettuna. En það er sama.” — Hvaða nýi tónn er þetta sem kemur fram á plötunni? „Það er nú það. Nú seturðu mig í svolítinn vanda, vinur minn. En ætli nýi tónninn felist ekki bara í öllum hijóðfæraleiknum. Sennilega líka í því hvernig hljóðfærin eru valin saman. Aldrei þessu vant nota ég til dæmis engar fiðlur til að auka á kántrýblæ laganna minna. Aftur á móti nota ég núna í fyrsta skipti munnhörpu. Það er til að bakka upp tregann í þeim lögum sem hann 26 HELGARPÓSTURINN þarf að vera í, en þau eru nokkur,. svoleiðis.” — Hvert erþema textanna hjá þér núna? „Það er þetta sem allt snýst um í samfélaginu okkar, vona ég. Þú veist; ástin og vináttan manna á milli.” — Ertu ástfanginn, Hallbjörn? „Já, auðvitað er ég það. Eg er gift- ur maður.” — Og þá vœntanlega hamingju- samur? „Að svo miklu leyti sem hægt er að vera það. Ég meina, miðað við allt þetta basl sem maður stendur í, en jrað er allskonar ...“ — 777 dœmis? „Ja, bara rekstur Kántrýbæjar. Hann hefur gengið svo voðalega illa. Bara alltaf tap.“ — Baslið er ekkert að draga úr þér kjark og þor? „Alls ekki. En þó verð ég að viður- kenna — og nú tala ég við þig í ein- lægni — að mjög alvariegt bílslys sem ég lenti í hérna í Reykjavík fyrir tveimur mánuðum — hefur farið svolítið illa með mig.“ — Hvernig þá? „Ja, ég get bara sagt þér að þegar ég vaknaði til meðvitundar eftir margra tíma mók uppá spítala, höf- uðkúpbrotinn, rifbeinsbrotinn, við- beinsbrotinn, kjálkabrotinn, tann- brotinn og marinn út um allt og fatt- aði fyrst virkilega hvað hefði eigin- lega skeð með mig, þá var ég nú bara frekar ósáttur með lífið og til- veruna.” — Af hverju? „Veit ekki. Þarna var ég náttúr- lega ekki búinn að jafna mig í höfð- inu. Ofsalega ringlaður. En það fyrsta sem ég mun hafa sagt eftir að hafa séð ástandið á kroppnum, var eitthvað á þessa leið: Til hvers að vera að sleppa manni í gegnum þetta fyrst maður þurfti endilega að lenda í þessu á annað borð? Ég var svo virkilega ósáttur við að hafa þurft að lenda í þessu. Fannst þetta óréttlátt.” — Ertu búinn að ná þér að fullu núna? „Nei, vinur minn. Það get ég ekki sat. Ég hef þurft að glíma við minn- isleysi allt frá því ég lenti í þessu. Fyrstu dagana fannst mér bara alveg eins og minnið væri alveg horfið. En það hefur sem betur fer smám saman verið að koma aftur. Ég dett samt ennþá út annarslagið. Ég er líka alveg ofsalega óstöðugur á fótunum ennþá. Þegar ég geng er svona eins og ég sé svolítið íðí. Ef ég stend upp snögglega er líka viðbúið að ég falli fram fyrir mig. Ég er svo valtur. Svo má ég ekki snúa höfðinu harkalega frá vinstri til hægri. Þá finn ég rosalega til. Það er bara eins og heilinn slengist til inni í hausnum á mér við það.“ — Þetta hefur líkast til háð þér við upptöku plötunnar? „Vinur minn. Nú skal ég segja þér. Þetta slys gerðist akkúrat daginn eftir að ég hafði lokið við að taka upp síðasta lagið. Það mátti sko ekki „Ég var virkilega ósáttur við að hafa þurft að lenda í þessu" á tæpara standa.” — Finnst þér þetta skrítin til- viljun? „Já, en ég hef enga skýringu á henni. Eftir á að hyggja finnst mér samt eitt furðulegt. Þetta síðasta lag sem ég nefndi heitir Bænin og svo lendi ég í þessu strax daginn eftir." — Víkjum aftur að plötunni. Hvað býstu við að selja mikið af henni? „Yfirleitt hafa plöturnar mínar selst i svona 1400 til 1700 eintaka upplagi. Ætli það verði ekki eitt- hvað svipað með þessa.” — Hverju kostarðu til á móti? „Það fara eitthvað yfir 300 þús- und krónur í þetta úr eigin vasa.” — Ertu svo þessi kúreki á suður- leið eins og nafn plötunnar gefur í skyn? „Já, vinur minn. Bæði í huganum og raunveruleikanum.” — Hvenœr megum við sunnan- menn búast við þér? „Þegar ég hef reddað mér íbúð, sem verður vonandi fljótlega.” — Og draumurinn er, Hallbjörn? „Að geta opnað virkilega smartan Kántrýbæ hérna í borginni.” — En ef það tekst ekki? „Ætli ég myndi þá ekki ráða mig sem kokk á einhvern stað, enda er ég alvanur öllu slíku. Tel mig reynd- ar svolítið flínkan á því sviði.” — Heldurðu að þú munir sakna Skagastrandar? „Skagaströnd hefur alla tíð átt mitt hjarta. Þegar ég var unglingur í skreppitúrum hérna syðra kom það alltaf ofsalega illa við mig þegar það kom spurningarsvipur á fólk þegar ég sagði hvaðan ég væri. Þá vissi enginn hvar þessi fæðingarbær minn var á íslandi. Á þessum árum hét ég því að þegar ég yrði fullorð- inn skyldi ég gera allt sem ég gæti til þess að koma fólki í skilning um það hvar Skagaströnd væri. Núna, sem miðaldra maður, tel ég mig alls ekki hafa svikið það loforð.” —SER.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.