Alþýðublaðið - 13.04.1927, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 13.04.1927, Blaðsíða 3
ALfetÐUBLAÐIÐ milllð iim Colman's Sinnep, Colman's Línsterkju. þáf áið þér ábyggilegaþaðbezta. . sem þó ex, töluvert atriði í þessu máli, að miMIl munur er h broti inn- lends og erlends togara. Nú er farið fram á pað í frv. að gera mun á refsingum fyfir pessi brot, en sá galli er á, að frv. fer í pveröfuga átt (þ. e. vill leggja þyngri refsingu á innlend- an skipstjóra en erlendan I stað þess að hafa hana vægari). Peg- ar íslenzkt skip veiðir í land- helgi, er brotið eiginlega fólgið í pví, dð skipið notar önnur veid- arfœri en leyfð eru. Brot útlenda skipsins er hins vegar tvöfalt, 6- leyfileg ve'iðarfœri og óleyfilegur staður." (Alþt. 1924» C. 524.) Auð- vitað er þetta argasta Jesúíta-rök- semdaleiðsla. En er pað ekki landsvoði, að forsætisráðherra lýsir yfir pví í ráðherrastóli, að hegna beri inn- lendum mönnum vægar fyrir land- helgisbrot en erlendum, og hvað heldur „Mgbl.", að er- lend ríki segðu við því, ef vissu? Eða er þarna fengin skýringin á þeim slæleík, sem almannarómur ber strandvarnarskipunum á brýn, ef álmannarómurinn hefir rétt að mæla? Byggist slæleikurinn við íslenzka togara, ef nokkur er, á þessum háskalega misskilningi ráðherra, sem ber ábyrgð, hvað sem ábyrgðarkendinni líður? Ef slæleikurinn er nokkur, kemur hann þá ofan að, — eins og öll góð og fullkomin gjöf? Sé svo, þá er hamagangur „Mgbl." skilj- anlegur, en að ófyrirgefanlegrS. Keðri deild. Þar hélt 3. umr. fjárlaganna áfram til kl. 1 í nótt, en at- kvæðagreiðslu var frestað þangað ití.1 í dag. Efs.'á deild. 2. landkjörinn, Ingibjorg H. Bjarnason, flytur veigamikla ræðu i „Titan"-málinu. Frv. um breytingu á bifreiða- lögunum var endursent n. d., en frv. um iðnað og iðju afgr. sem lög frá alþingi. Frv. um forkaups- rétt kaupstaða og kauptúna á hafnarmannvirkjum o. fl. var samþ. og afgr. til n. d. Um sér- leyfi „Titans" spunnust miklar umræður. Ingibjörg H. Bjarnason flutti einkar-skilmerkilega og rök- studda ræðu. Hún taldi upp þau sérleyfi, sem alþingi hefir veitt síðan 1913 og þótti árangurinn af þeim sérleyfum harla óglæsileg- ur, og að útlent fé til fyrirtækja hér hefði ekki reynst jafnlaust fyr- ir og leyfisbeiðendur hefðu látið í veðri vaka. Sérleyfin hefðu hvorki aflað landinu f jár né virð- ingar og nú kæmi „Titan" með eina beiðni eignalaus, nema hvað hann ætti vatnsréttindi. Til aö. verja samgöngumálin gegn tof og tjóni yrði þetta félag að setja nægar tryggingar fyrir, að fyrir- ætlanir þess kæmust í verk, og væri félaginu engin tortrygní með því sýnd. En hafa vildi hún trygg- ingarákvæðin inn í lögin, en þótti ekki nóg, að þau kæmu í sérleyf- ið, því að það gætu orðið mistök á þvi. Hún kvaðst mundu verða með þeim breytingum, sem ykju tryggingarnar, en væri þó á móti frv. i heild sinni af því, að ó- sannað væri, hvort bifreiðarferðir væru oss ekki hentugri en járn- brautin. Forsrh. maelti með fiv., en þó skein út úr orðum hans vantraust á bolmagni „Titans" og játaði hann að félagið væri pen- ingalaust. Tilraunir hans til að hrekja röksemdir frk. Ingibjarg- ar; ger-mistókust J. Baldv. benti á vantraustið á „Titan", sem skin- ið hefði út úr ræðu J. Þorl. Hann taldi það mikinn gróða fyrir „Ti- tan", að járnbrautin, sem ríkið legði fram fé í, og virkjun Þjórs- ár væri reyrð saman. Með því fengju hlutabréf „Titans" á sig opinberan stimpil, því að álitið yrði erlendis, *að þetta væri fé- lagsbú hjá ríkinu, og „Titan". Ingibjörg vildi láta leggja járn- brautina á ríkiskostnað, ef hún reyndist heppilegasta úrræðið. Henni þótti það lítil sönnun fyrir arðsemi járnbrautar, að hún bæri sig, ef flutningsgjöld væru nógu há, það væri vist svo um flest, en hún byggist ekki við, að „Ti- tan" yrBi neitt góðgerðafélag. Geti „Titan" fengið fé til járn- bTautarlagningar, geti ríkið það eins eða betur. B. Kr. tók í sama streng og frk. Ingibjörg um bif- reiðar og jámbrauíir. Hann sann- aoi með tilvitnun í opinberar skýrslur, að norskar járnbrautir, sem stæðu miklu betur að vigi en hér myndi verða, hefðu ekki get- að borgað sig. Enn töluðu ráð- herrarnir og M. Kr. meb frv., og reyndi hinn síðar nefndi að snúa á Ingibjörgu, en hann fór ekki frægðarför í hendur henni. J. Baldv. og G. ÓI. töluðu á móti. Var frv. ioks samþ. með síðari brt. B. Kr. og E. Á., sem Gubm. Öl. tók upp, og síðan visað til 3. umr. G. Ól„ I. H. B og J. Baldv. greiddu atkv. á móti hin- um einstöku greinum. Nýtt frnmvarp. Jón Baldvinsson flytur frv. um bann gegn áfengisauglýsíngum þess efnis, að enginn megi festa upp auglýsingar í búð sinni eða veitingasölum, sýna opinberlega, kunngera í rituðu eða prentuðu máli eða á annan hátt birta al- menningi, að hann hafi tíl sölu áfengisvökva, sem ekki hefir ver- ið gerður óhæfur til drykkjar. Þó nær þetta ekki til þeirra auglýs- inga, sem birtar eru að tilhlutun ríkisstjórnarinnar. , Verður að telja slík ákvæði sjálfsögð í bannlandi. Miínitzky. Rússneski fiðluleikarinn Mitnit- zky hefir nú haldið hér þrjá Mjómleika og jafnan fyrjr fullu húsi áheyrenda. Hefir hann hlot- ið fádæma góðar viðtökur og er það að vonum, því að hann er af- burða snillingur. Þ6 mætti ef til vill svo að orði komast, að hann sé meiri íþróttamaður en lista- maður. Því að fremur er það hin fádæma leikni hans en andagift, sem hrifur áheyrendur. Það eru einkum „fyrværkeri"-tónsmíðar Paganinis og Wieníawski, sem vakið hafa slíkan fögnuð, að eins- dæmi munu vera hér. En þar dáist fólkið að hinní töfrandi leikni, án þess að finna nokkurt verulegt samhengi í sjálfri „mús- íkinni". Það hefir ekki tíma til þess. Enda eru tónsmíðar þessar fremur kiárnlitlar, þótt skrautleg- ar séu. Aftur á móti hafa hinar veigameiri tónsmíðar orðið miklu tilþrifaminni, í meðferð M. en vænta mætti af svo miklum kunn- áttumanni. I því efni hafði Tel- manyi mun meira að flytja. — En hvað um það: áheyrendur M. eru stór-hrifnir. Og jafnan er það nokkur fengur, þegar slíkir menn heimsækja okkur. Frú Valborg Einarsson hefir tekist á hendur það vandasama hlutverk að leika undir með fiðlu- leikaranum. Er það í mikið ráðist af frúnni og þó einkum vegna þess, að hún mátti búast v4ð tals- verðri gagnrýni, þar sem með því var gengið fram hjá manni, sem telja má sérstakan snilliag í þessu efni og virtist vera sjálfkjörinn til þessa. Má þó svo segja, að furðu vel hafi tekist, þótt betur hefði mátt fara stundum, einkum fj'rsta kvöldið. ' Ted. Dm dðginn og ireglnn. Næturlæknir er í nótt Árni Pétursson, Upp- qölum, sími 1900, aðra nótt Kon- ráð R. Konráðsson, Þingholts- stræti 21, sími 575, og á laugar- dagsnóttina Guðmundur Thor- oddsen, Fjólugötu 13, sími 231. Austanpóstur fer héðan á páskadaginn. Rejrkið ^ Pilp Horris héimsfiægn cigarettnr Derby Morisco, Cambridge, Biues, Miss Mayfair, Ðuma nr 1. í heildsölu hjá Tóbaksverslun íslands h.f. líaraplð Mpýðnblaðlð. „ípöku"-fundur er í kvöld, - fundur stúkunnar. hundraðastí „Dagsbrúnar"-£undur verður annað kvöld kl. 8 í G.» ,T.-húsinu. Alþingismenn Alþýðu- flokksins segja þingfréttir. Veðrið. Mestur Mti í Vestmannaeyjuin; og Reykjavík, 5 stiga hiti, minst- ur á Raufarhöfn, 2 stiga frost. Vindur víðast hægur nema í Vest- mannaeyjum. Viðast vestlæg átt. Lægð fyrir austan land á suður- leið. Otiit: Um Suðvesturland vestlæg átt allhvöss í dag, eri annars staðar norðlæg, hvöss á Vestfjörðum, snjókoma á Vest- fjörðum, Norður- og Austur-landi. Skipafréttir. . LV „Suðurland" fór til Borgarness i gær. Tvö flutningaskip erlend, „Hermod" og „Spind", komu frá útlöndum, hið síðar nefndá með sement til Jóns Þorlákssonar. „Esja" kom úr strandferð. Hið nýjá íslandsferðaskip „Sameinaða" hljóp af stokkun- um í Kaupmannahöfn á laugar- daginn var. Er það Dieselvélar- skip, 263 fet á lengd, en 38 fet og 10 þuml. á breidd. Ber það 1 625 smál. og heíir 12y2 sjómílu, 'ferð á klukkutíma. Skipið er með kælirúmi. Alpýðublaðið kemur næst út á laugardag. Vjerður þá í því söguleg frásögn eftir Theodór Friðriksson rithöf- und: „Með -Jóni Þorlákssyni á yéí- báti", „Yfirlýsing" frá stjórn „Merkúrs" og raargt fleira eftir- tektarvert. A föstudaginn kemur eru 117 ár, síðan „Fjöln- is"-maðurinn Brynjólfur Péturs- son fæddist. Þann dag eru og 62:

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.