Helgarpósturinn - 04.09.1986, Síða 3

Helgarpósturinn - 04.09.1986, Síða 3
FYRST OG FREMST KOSTNAÐARsamar langferðir með sveitabörn í skóla komust á dagskrá í hinni vikunni þegar Sverrir Hermannsson fékk þá hug- mynd að láta sveitarfélögin borga þennan póst sjálf, — enda væri þessi akstur fádæma kostnaðar- samur og laus við alla hagræð- ingu. Fyrir norðan, austan og vestan stóðu oddvitar á öndinni af undrun og mundu ekki betur en þeir hefðu undanfarið þurft að borga hluta í akstri sem ríkið hefur skipulagt, víða með versta hugsanlegu móti. Þannig eru fá- einir Húnvetningar af yngri kyn- slóðinni keyrðir utan frá Skaga, framhjá skólanum á Skagaströnd, í gegnum Blönduós þar sem líka er ágætur skóli og ekki hleypt út fyrr en í Torfalækjarhreppi að Húna- völlum, oft margra tíma barningur í ófærð og kulda. Sömu oddvita rámar væntanlega í að ríkið lét líka byggja heimavistarskóla að Húnavöllum, eftir þess tíma for- skrift en breytti stefnunni í skóla- málum þegar húsið var rúmlega fokhelt og hefur síðan skipað heimavistunum að vera tómar. Sömu sögu hafa menn ofan af Skaga að segja, — börnin keyrð í gegnum alla skólana á Akranesi, í kringum Akrafjall og upp að Leir- árskóla. I gervöllum Þingeyjar- sýslum, á Suðurlandi, í Eyjafirði, við Djúp og miklu víðar hafa svo fullkomnir heimavistarskólar staðið auðir vegna keyrslugleði skólamanna fyrir sunnan — sem móta skólastefnu í umboði ríkisins. Þetta sama ríki tilkynnir sveita- varginum nú að hann geti bara átt sig með þennan lögskipaða skóla- akstur ... Á HVERFISGÖTUNNI hefur lögreglan haft augu og nef opið fyrir eitruðum landa að undan- förnu eftir að þrír af fastagestum og góðkunningjum stofnunarinnar fengu í magann, allir í senn, og einn það hastarlega að vera færður í sjúkrarúm. Kveisa þessi kom upp fyrir rúmri viku og þá strax beindust augu lögreglu að ákveðnu landadreifikerfi í borg- inni, — en talið er að á hverjum tíma starfi nokkrar landastöðvar, misstórar og bruggandi misgóðan drykk. Það er svo sjaldnar að tekst að stöðva þessa starfsemi eða hafa upp á bruggunarstöðum. Sá landi sem nú lá undir grun er talinn eiga uppruna sinn í mjög stórri og viðamikilli bruggstöð og því var búist við að kveisumönnum myndi fjölga mikið. Þegar það kemur svo upp á, að engir fleiri hafa kvartað við lögreglu eða aðra yfir göróttum undirheimadrykk, þykir allt benda til þess að félagarnir þrír hafi blandað ólyfjan í glösin sín sjálfir, étið einhvern óþverra í meðlæti eða framið á annan hátt annarlega neyslu ávanalyfja. Það bendir því allt til þess að landinn í borginni sé bara í góðu lagi. .. ÞAÐ ER FLESTUM huiin ráðgáta hvað veitingamenn leggja mikið kapp á að fá Orator, félag laganema, til þess að sjá um miða- söluna hjá sér. Félagið rak danssali Hótel Borgar um 16 mánaða tíma- bil þegar Sigurður Kárason, sem frægur er af því hversu seigur hann varð í að skulda Hermanni Björgvinssyni ávísanir, rak staðinn. Þá sáu laganemar um miðasölu, fatahengi, diskótekið og dyraverð- ina og fórst það svo vel úr hendi að fyrir ágóðann af samningnum við Sigurð gátu þeir boðið til sín laganemum úr fjarlægum deildum jarðar til kvöldverðarboðs á Borg- inni. Þegar svo Ólafur Laufdal tók við Borginni vildi hann ekkert með laganemana gera og sá sjálf- ur um sitt fatahengi og diskótek. Þó svo Laufdal hafi ekki séð sér neinn hag í laganemunum virðast nágrannar hans í Kreml gera það. Þeir hafa gert samskonar samning við Orator og Sigurður Kárason gerði á sínum tíma. Fyrir sín við- vik fá laganemarnir umtalsverða prósentu af miðaverði og því geta laganemar heimsins byrjað að hlakka til Gala-dinners í Kreml, Islandi. I FRJALSRI verslun, sem kom út í gær, er viðhafnarviðtal við samtímamanninn Svein R. Eyjólfs- son, sem oft hefur verið kallaður hinn íslenski „Springer". Sveinn hefur reynt að forðast sviðsljósið og ekki á hverjum degi sem viðtöl birtast við þennan blaðakóng og fyrirtækjasafnara. í Frjálsri verslun kemur m.a. fram að Sveinn R. hefur stofnað og/eða setið í stjórn eftirtalinna fyrirtækja: Ármannsfell, Andri hf., Reykjaprent hf., Blaðaprent, Hilmi hf., Dagblaðið hf., Frjáls fjölmiðlun hf., Jón Brynjólfsson hf., Isfilm hf. og Hafskip hf. I VIÐTALINU við Svein R. Eyj- ólfsson segir af góðu samstarfi svonefndrar „fjórmenningaklíku". Auk Sveins er Hörður Einarsson í þessari klíku. „Hinir tveir í klík- unni eru ritstjórarnir Jónas og Ellert," segir Sveinn R. Eyjólfsson. Eftir sársaukafullan skilnað og full- an fjandskap Vísisliðsins og Dag- blaðsmanna fyrir áratug og enn sársaukafyllri sameiningar blað- anna í DV 1981 þykir mörgum al- veg nóg um lofsönginn um góða samstarfið í dag. Gárungunum þykir einnig hálf skondin nafngift þeirra félaga á sjálfum sér, — fjór- menningaklíkan — í ljósi þess hver urðu örlög þeirrar fjórmenn- ingaklíku sem voldug var í Kína á árum áður ... í TENGSLUM við nýafstaðið þing ungra framsóknarmanna létu ófáir ljós sitt skína og almennt var boðað úr herbúðum unglið- anna að þingið yrði átakaþing, en síðan hætt við öll átökin á elleftu stundu. Helgi Pétursson fyrrver- andi poppari og Tímaritstjóri en nú PR-maður SIS var einn þeirra sem komst í sviðsljósið þessa framsóknardaga fyrir grein í þjóð- málablaði framsóknarmanna, Sýn og Tímanum þótti svo mikið um að hann fékk sérstakt leyfi hjá höf- undi til þess að birta greinina. Á SUF-þinginu fyrir norðan reifaði Helgi svo sömu grein í ræðum og samtölum við flokksbræður á öll- um aldri. Þótti mörgum nóg um því reyndari frammarar könnuðust við pistilinn af erindi Helga á mið- stjórnarfundi SUF-ara á Bifröst fyr- ir tæpu ári, næsta orðrétt sá sami og því svoldið gamall. . . KONA NOKKUR í höfuð- staðnum hefur nýverið lagt fram kæru á hendur Guðmundi Ás- mundssyni, sem þekktur er fyrir að versía með hjálpartæki ástar- lífsins. Fékk konan bækling frá fyrirtæki Guðmundar í póstkröfu, en segist hafa haldið þetta vera sendingu frá dóttur sinni og því leyst það út í pósthúsinu. Þegar hún síðan komst að því hvers kyns var, hringdi frúin í Rann- sóknarlögreglu ríkisins og kærði Guðmund fyrir að „misbjóða sómatilfinningu sinni“ eins og það ku heita á lagamáli.. . HALLDÓR ÁSGRÍMSSON sjávarútvegsráðherra er í viðtali í nýjasta tölublaði Heimsmyndar og lætur þar ýmislegt fjúka sem eftil- vill er samstarfsaðilanum í ríkis- stjórn mátulega þóknanlegt. Til dæmis ætlum við að sjálfstæðis- mönnum falli ekkert sérlega vel í geð ummæli Halldórs um að Reaganstjórnin verði að „skilja það að hún getur ekki vaðið yfir hagsmuni annarra þjóða" og að „pólitískt samband ríkjanna hefði verið rofið“ ef komið hefði til efnahagsþvingana Bandaríkjanna gegn íslendingum. Halldór segir ennfremur: „Mér finnst að Banda- ríkjamönnum veitist margt of auð- velt í samskiptum við okkur. Vil ég til dæmis nefna mannvirkja- gerð í Helguvík og ratsjárstöðv- ar. .. IÐULEGA eru vinningar í get- raunum og happadráttum tilefni fagnaðar og tilhlökkunar. Hið and- stæða getur þó gerst, eins og sannaðist á annars ágætri tœkni- sýningu í nýja Borgarleikhúsinu. Fjölskylda nokkur frá Eskifirði hafði brugðið sér í bæinn til að skoða sýninguna og var svo lukkuleg að fá vinning í sérstakri þekkingargetraun. Hið óheppilega í dæminu er að fólkið gat ekki tekið vinninginn heim með sér austur á firði, því hann fólst í því að fá frítt í sundlaugarnar í Laug- ardal og ferðir með Strœtisvögn- um Reykjavtkur út árið. Nokkuð torsótt að nýta sér slíkan vinning þegar maður er staddur í nokkur hundruð kílómetra fjarlægð... Á þessari mynd úr Frjálsri verslun sést fjórmenningaklíkan á fundi — Jónas, Ellert, Sveinn og Hörður. HELGARPÚSTURINN UMMÆLIVIKUNNAR Án ráðuneytis Alþingi er einskis virði, Arnalds hefur skipt um svið. Uppreisninni á ísafirði ákvað hann að veita lið. „Verið þið sýnilegir!" - BOÐSKAPUR HELGA PÉTURSSONAR, FRAMSÓKNARMANNS OG BLAÐAFULLTRÚA SAMBANDSINS, TIL ÞINGMANNANNA FLOKKS- BRÆÐRA SINNA i TILEFNi AF ÞINGI SAMBANDS UNGRA FRAMSÖKNARMANNA. Niðri. Hinn 1. september síðastliðinn tók Geir Hallgrímsson við stöðu seðla- bankastjóra af Davíð Ólafssyni, sem þá lét af störfum fyrir aldurs sakir. Eru þetta síðustu tilfæringarnar í kjölfar þess að Þorsteinn Pálsson kom inn á rfkisstjórnarheimilið fyrir ári, en eins og kunnugt er vék Geir úr stjórninni til þess að hleypa Þorsteini að. Við þessar hræringar lifnuðu við umræður um að bankar og sendiráð væru notuð sem eins konar elli- heimili fyrir útbrunna stjórnmálamenn. Nú hefur Geir hins vegar tyllt sér f bankastjórastólinn og því slógum við á þráðinn til hans. Hefurðu unnið í banka áður? Geir Hallgrímsson, seðlabankastjóri „Nei, nei. Ég hef ekki unnið í banka fyrr." — Heldurðu að þú komi til með að sakna stjórnmál- anna? „Vafalaust. Að vísu horfi ég fram á veginn á sviði míns eigin starfs, en ekki á fyrra starfssviði." — Hvers heldurðu að þú komir til með að sakna mest? „Það er erfitt að segja. Stjórnmálin eru svo fjölbreytt. Það vegur ekki eitt þyngra öðru í þeim efnum, en sem betur fer er mitt nýja starfssvið einnig mjög fjölbreytt. Efnahagsmálin hafa ávallt verið eitt af mínum megin viðfangsefnum og áhugamál- um á sviði stjórnmálanna, þannig að ég hef tök á að fylgjast með og taka þátt í stefnumótun á því sviði." — Ertu kannski valdameiri núna en t.d. á meðan þú varst ráðherra? „Það held ég að sé af og frá. Hins vegar hef ég aldrei verið að hugsa um völd í þeim skilningi að þau út af fyrir sig hafi gefið mér neina fullnægju, heldur hvort maður geti látið eitthvað gott af sér leiða — 'hvar sem maður er að starfi." — Má búast við einhverjum breytingum í kjölfar komu þinnar í bankann? „Ég á ekki von á því." — Verður ekki erfitt fyrir þig að sýna hlutleysi í þessu starfi? „Nei. Ég hygg að það verði ekkert erfitt." — Hafa ekki f lestir seðlabankastjórar verið hagfræð- ingar? „Ég held að það hafi verið misjafnt." — Ertu ennþá stjórnarformaður í Árvakri? „Það er ekki búið að halda framhaldsaðalfund, þannig að það er ekki frágengið." — Hvað þýðir það nákvæmlega? „Það þýðir að það er ekki búið að ganga frá þeim málum enn- þá" — Samræmist það ekki illa þínu nýja starfi að eiga stóran hlut í ýmsum fyrirtækjum? „Alveg áreiðanlega ekki. Ég er ekki í stjórn þeirra og þar að auki eru þau ekki skuldskeytt Seðlabankanum, eins og gefur að skilja." — Kom til greina að þú yrðir sendiherra í Washing- ton? „Nei. Það kom aldrei til greina." — Þú hefur þá ekki þurft að velja á milli sendiherra- stöðu og bankastjóraembættisins? „Nei. Við hjónin höfum ekki áhuga á því að starfa erlendis eða vera þar til lengri dvalar." — Langaði þig ekkert til þess að setjast í helgan stein? „Nei, það er af og frá. Ég hef góða heilsu og er fullur starfs- löngunar og hef fengið kappnóg af því að hafa ekki ákveðinn starfa á hendi síðastliðna nokkra mánuði. Ég get því ekki hugs- að mér að setjast í helgan stein, síður en svo." — Svona að lokum, Geir. Verður það enginn vandi fyrir þig að starfa með Tómasi Árnasyni sem samherja, eftir að hafa haft hann að pólitískum andstæðingi í fjölda ára? „Það verður enginn vandi. Við störfum ekki á flokkspólitísk- um grundvelli hérna í Seðlabankanum." HELGARPÓSTURINN 3

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.