Helgarpósturinn - 04.09.1986, Síða 25

Helgarpósturinn - 04.09.1986, Síða 25
HHins og HP hefur skýrt frá er gefið út rit á Akureyri, sem heitir Akureyrartíðindi. Ritstjóri blaðsins er Tómas Gunnarsson, sem var í 5. sæti sjálfstæðismanna á Akureyri í bæjarstjórnarkosningunum í vor og blaðamaðurinn er Bjarni Árna- son, sauðtryggur sjálfstæðismaður. Báðir eru virkir í flokksstarfinu. í nefndu blaði voru á dögunum vangaveltur um þingmannsefni í næstu kosningum, og þar sagði, að „heyrst hefði“, að Stefán Sig- tryggsson ætlaði fram í 3. sæti í prófkjöri. Þetta var hárrétt. Hins vegar vill svo skemmtilega til, að þessir ungu, frjálsu og óháðu blaða- menn Akureyrartíðinda sátu lokað- an fund ungra sjálfstæðismanna, þar sem Stefán tilkynnti fyrirætlan sína. í blaðinu hét það, að „heyrst hefði“...! o ^^■g fyrst við erum farnir að minnast á Ákureyrartíðindi, sem er fjórblöðungur á stærð við A4, þá getum við ekki annað en brosað yfir umkvörtun blaðsins yfir því, að í þarsíðasta HP var sagt frá dulnefnis- grein um slappleika og ósjálfstæði bankastjóra á Ákureyri, sem þurfti á „grænu ljósi" að halda að sunnan til þess að mega lána 200 þúsund krón- ur vegna bílakaupa. Við staðhæfð- um, að „Einar“, sem er dulnefnið á þeim félögum Tómasi og Bjarna, hefði átt við bankastjóra Lands- bankans á Akureyri vegna þess að með greininni birtist mynd af útibúi Landsbankans á Akureyri. Þetta var sagt rangt í næsta tölublaði AT og því fórum við að hringja norður og kanna hvers vegna piltarnir væru að pukra með það við hvaða banka þeir ættu. í ljós kom, að þeir áttu við Iðnaðarbankann á Akureyri, en þar situr við stjórnvölinn dyggur sjálf- stæðismaður en styggur, og það hafa „þeir“ Einar vitað og misvísað með mynd af saklausum Lands- bankanum. Ekki vitum við hvort AT skipta við Iðnaðarbankann. .. u ndanfarið hefur sú saga gengið um bæinn, að Benedikt Davíðsson formaður bankaráðs Al- þýðubankans og verkalýðsforkólfur hafi lagt hart á Stefán Gunnarsson bankastjóra Aiþýðubankans til þess að knýja fram bankalán handa Guð- mundi J. Guðmundssyni, sem Guðmundur ætlaði að nota til þess að greiða „bjarnargreiða" Alberts Guðmundssonar tilbaka. Sam- kvæmt heimildum HP mun þetta ekki vera rétt. Sannleikurinn mun víst vera sá að efnt var til nýrra sam- skota handa Guðmundi og í þetta sinn voru það flokksbræður hans öflugir í Alþýðubandalaginu, sem reiddu fram seðlabúntin í Alþýðu- bankanum, sem síðan útbjó tékka handa skiptaráðanda, á endan- um. . . D ■^^addir eru nú uppi um að það sé ekki seinna vænna fyrir Sjálf- stæðisflokkinn að kalla sterkasta og vinsælasta leiðtoga sinn til starfa á landsvísu -— náttúrlega Davíð Oddsson borgarstjóra, sem þykir að öllu leyti vænlegri formaður en Þorsteinn Pálsson. Líklegt verður þó að teljast að Davíð sitji út kjör- tímabil sitt sem borgarstjóri. Að því loknu — eða máski fyrr — losnar auðvitað borgarstjórastaðan í Reykjavík. Það er sagt að Magnús L. Sveinsson, forseti borgarstjórn- ar og formaður Verslunarmannafé- lags Reykjavíkur, hugsi sér gott til glóðarinnar. Raunar er sagt að störf- in í Verslunarmannafélaginu hafi heldur setið á hakanum hjá Magnúsi uppá síðkastið, enda borgarstjórnar- vafstrið tímafrekt. Talsverðrar óánægju kvað gæta með Magnús innan félagsins og er talið nær öruggt að mótframboð komi gegn honum þegar næst verður kosið í stjórn. Annars mun Magnús L. Sveinsson njóta heldur takmarkaðs stuðnings meðal ungra sjálfstæðis- manna, sem vona að borgarstjóra- draumar hans verði aldrei að veru- leika. Þeir finna honum meðal ann- ars það til foráttu að hann og félag hans hafi staðið gegn því að verslun og þjónusta í Reykjavík hafi getað þróast í sambærilega frjálsræðisátt og í nágrannabyggðarlögunum. . . J won Baldvin Hannibalsson hefur að undanförnu verið á áróð- ursferðalagi um Austfirði og er hann yfirlýsingaglaður að vanda. Hann mun hafa lýst því yfir á a.m.k. tveimur fundum með „sínum mönnum", að ef þeir komi sér ekki saman um frambærilegan heima- mann til framboðs í næstu alþingis- kosningum, fari hann sjálfur í fyrsta sæti á Austfjörðum. Alþýðuflokk- urinn mun ekki hafa haft kjör- dæmakjörinn þingmann þarna frá því árið 1959 og þessu ætlar krafta- verkakratinn nú að gera bragarbót á í komandi kosningum. Á undan- förnum árum hefur flokkurinn gjarnan sent Austfirðingum menn að sunnan, m.a. Bjarna Guðnason og Guðmund Árna Stefánsson. Og nú hafa heimamenn sem sagt eins mánaðar frest til þess að finna frambærilegan kandídat, eða fram að flokksþinginu í októberbyrjun, ellegar mun Jón Baldvin sjálfur gera tilkall til sætisins. .. KL10-16 JL Byggingavörur munu efna til víðtækrar vörukynningar á laugardögum í vetur. Tilgangurinn er að fræða viðskiptavini, og þá helst hinn almenna neytanda um sem flest atriði sem lúta að húsbyggingum, viðhaldi húseigna, verklag, aðferðirog mismunandi efni. Kynna helstu nýjungar áhverjumtíma. Við byrjum laugardaginn 6. september. JL Byggingavörur, Stórhöföa. Laugardaginn 6. septemberkl. 10-16. Útimálning, innimálning. Sérfræöingurfrá Málningarverksm. Hörpu verður á staðnum. JL Byggingavörur v/Hringbraut. Laugardaginn 6. septemberkl. 10-16. Fúavörn, fúavarnarefni. Sérfræöingur frá Pinotex - Sadolin verður á staðnum. Komið, skoðið, fræðist 2 góðar byggingavöruverslanir austast og vestast í borginni BYGGINGAVÖRUR Stórhöföa, sími 671100 • Hringbraut 120, sími 28600 .... — 'mmmurn MAZDA 323 4 dyra Sedan 1.3 árgerð 1987 kostar nú aðeins 384 þúsund krónur. Þú gerir vart betri bílakaup! Aðrar gerðir af MAZDA 323 kosta frá 348 þúsund krónum. Nokkrir bílar til afgreiðslu úr viðbótar- sendingu, sem er væntanleg eftir rúman mánuð. Tryggið ykkur því bíl strax. Opið laugardaga frá 1 - 5 wazoB BÍLABORG HF. SMIÐSHÖFÐA 23, SÍMI 63-12-99 (gengísskr 28.8.86) HELGARPÓSTURINN 25

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.