Helgarpósturinn - 04.09.1986, Page 31

Helgarpósturinn - 04.09.1986, Page 31
F I yrir fjórum vikum birtum við texta auglýsingar, sem Markús Örn Antonsson tók ákvörðun um að ekki væri hæf til útsendingar á rás 2. Um var að ræða leikna aug- lýsingu frá Bandalagi jafnaðar- manna, þar sem fólk var hvatt til þess að stinga ekki höfðinu í sand- inn heldur taka afstöðu í stjórnmál- um. Þegar HP bar þessa sömu aug- lýsingu undir auglýsingastjóra Bylgjunnar, nýju útvarpsstöðvar- innar á höfuðborgarsvæðinu, sagð- ist hann ekki sjá neitt athugavert við hana og að hann hefði hiklaust tek- ið við slíkri auglýsingu. . . || Hörgull á kennurum er ekki nýnæmi hér á landi og ástandið í haust eins og í meðalhausti en samt heldur skárra en í fyrra, sem var líka verra en afskekktustu menn muna. Ástæðan er fyrst og fremst sú að nú snúa mikið til baka þeir kennarar sem fóru í leyfi síðasta sumar til þess að mótmæla bágum kjörum og lé- legum kjarasamningum. A.m.k. eru mun fleiri að koma úr leyfi í haust heldur en var síðasta haust. Samt er víða hallæri og virðist ekki einvörð- ungu bundið við afskekktustu út- kjálka eða snjóþunga firði. Bæði á Akranesi og í Hveragerði hefur gengið erfiðlega að fá kennara. En ástandið er líka slæmt í Bolungar- vík, á Hornafirði, Vopnafirði og Pat- reksfirði. Á alla þessa staði vantar fjóra grunnskólakennara og fjöl- margir staðir fylgja í kjölfarið með vöntun upp á tvo og þrjá.... I# M^Bkennarahallærinu á haustin fylgir sá fasti liður í menntamála- ráðuneytinu að þar sækir um kennslu fólk sem synjað er á hverju ári. Samkvæmt heimildum HP er hér á ferðinni ákveðinn hópur fólks sem hvergi fær vinnu, getur ef til vill hvergi unnið en á þá við þessháttar vandamál að stríða að gera sér ekki frein fyrir þeim annmörkum sjálft. ráðuneytinu er talið að fólk af þessu sauðahúsi sleppi hvergi inn, —■ sé aldrei ráðið. Aðrir heimildar- menn HP úr kennarastétt telja að virðingu stéttarinnar sé svo komið að í kennslustörf veljist því miður oftar en ekki fólk sem ekki telst fært í aðra vinnu, ekki veldur kennslunni og eru tæpast þær fyrirmyndir sem við ætlum ungviðinu. Allt á reikn- ing lágra launa. Svo mikið er víst að á hverjum vetri koma til kennslu ný- liðar sem gefast upp og hverfa eftir nokkurra vikna kennslu, skólunum til ómældra óþæginda, og án þess þó að skólastjórar gangi endilega eftir þessum mönnum að halda áfram.. . Wr orvaldur Garðar Krist- jánsson, forseti Sameinaðs þings, er veisluglaður þessa dagana. Pegar sýning á tiliögum í samkeppninni um skrifstofuhús Alþingis var opn- uð og verðlaun veitt, var haldin 250 manna veisla með kampavíni og kransakökum á línuna. Nú í vikunni var síðan mikil stórveisla á Hótel Sögu í tilefni þess að hér var stödd sjö manna sendinefnd frá írska þing- inu. Og það var ekki annað að sjá en þingforsetinn og frú skemmtu sér vel, þar sem þau veifuðu til sjón- varpsmanna á konunglega vísu í fréttatímanum á dögunum. . . |k| H ú eru væntanlega síðustu forvöð fyrir næturhauka að heim- sækja klúbbinn góða við Klepps- mýrarveg sem HP sagði fyrst frá i tengslum við vændisrekstur Pan- hópsins sáluga. Nú í vikunni hafa fjölmiðlar sagt frá heimsóknum lög- reglu í klúbb þennan en hún hefur þó ekki treyst sér til að loka fyrir starfsemina fyrr en fyrir liggur úr- skurður Ríkissaksóknara. Hans er að vænta innan skamms en þó er talið að áður verði eigandinn kom- inn af landi brott og komandi helgi því sú seinasta sem opið verður. Heimildir HP herma að aðför lög- reglu sé þó ekki það sem Klepps- mýrarkappinn óttast. Samhliða bar og diskóteki hefur verið rúllettuspil í gangi og talið að þar hafi peningar verið settir í púkk. Slík skuldamál verða auðveldlega að hitamálum og á vissum augnablikum getur verið betra fyrir suma að forða sér. . . ar hjá stjórnendum í þjóðfélaginu á síðari tímum. Undanfarna daga hef- ur verið í gangi ein slík könnun á vegum rásar 2. Hringt er í fólk og það fyrst spurt „Hvort hlustarðu meira á rás 1 eða rás 2?", en síðan er það beðið um að nefna besta og versta þáttinn á rásinni, besta dag- skrárgerðarmanninn, og svo fram- vegis. Einnig er kannað hvort við- mælandi tekur reglulega þátt í vali vinsældalistans. Það verður athygl- isvert að sjá hvað út úr þessu kemur, en við höfum einnig fregnað að Bylgjan sé með skoðanakönnun í burðarliðnum, svo ekki ætti að skorta yfirlit yfir útvarpshlustun á næstunni. . . v erkefnaskrá Leikfélags Akureyrar er enn ekki tilbúin en HP hefur fregnað að þar séu hafnar æfingar á revíu sem ber nafnið Mar- blettir og er eftir allra handa höf- unda, bæði íslenska og erlenda. Revían verður frumsýnd seinni hluta októbermánaðar. En leikfélag- ið hefur líka hafið æfingar á barna- leikritinu Herra Hú en karlinn sá lifir fyrir það eitt að hræða lítil börn. Ef það marrar í stiganum eða ófreskja liggur undir rúminu þá er það herra Hú. Sumsé hlátur og grát- ur hjá Leikfélagi Akureyrar í vetur. Af ráðningarmálum er það hins veg- ar að segja að tveir nýútskrifaðir leikarar, þau Skúli Gautason og Inga Hildur Haraldsdóttir hafa bæst í tölu fastráðinna leikara en auk þess hafa þau María Árnadótt- ir sem starfað og numið hefur við Borgarleikhúsið í Malmö og Einar Jón Briem verið ráðin á lausan samning... /1 TROVATORE Faar symngar — 7~iim ISLENSKA OPERAN ____iiííi HELGARPÖSTURINN 31

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.