Helgarpósturinn - 04.09.1986, Side 34

Helgarpósturinn - 04.09.1986, Side 34
HELGARDAGSKRÁVEIFAN Föstudagur 5. september 19.15 Á döfinni. 19.25 Litlu Prúðuleikararnir. 20.00 Fréttir. 20.40 Unglingarnir í frumskóginum. 21.10 Kastljós. 21.40 Bergerac. 22.30 Seinni fróttir. 22.35 Móðurást. (Promise at Dawn). Bandarísk-frönsk bíómynd frá 1970. Leikstjóri Jules Dassin. Aðalhlutverk: Melina Mercouri og Assé Dayan. 00.25 Dagskrárlok. Laugardagur 6. september 17.30 íþróttir. 19.20 Ævintýri frá ýmsum löndum. 20.00 Fréttir. 7 20.35 Fyrirmyndarfaðir. 21.00 Simon og Garfunkel. Bandarískur sjónvarpsþáttur frá hljómleikum sem þeir Paul Simon og Art Garfunkel héldu undir berum himni í New York árið 1982. Um 400.000 áheyrendur hlýddu á þá félaga flytja ein tuttugu lög sem þeir höfðu ekki sungið saman í ellefu ár. 22.30 Maður, kona og banki. (A Man a Woman and a Bank). Kanadísk bíó- mynd frá 1979. Leikstjóri Noel Black. Aðalhlutverk: Donald Sutherland, Brooke Adams og Paul Mazursky. 00.15 Dagskrárlok. Sunnudagur 7. september 18.00 Sunnudagshugvekja. 18.10 Andrés, Mikki og fólagar. 18.35 Barnahátíð í Reykjavík. Svipmynd- ir frá barnadagskrá á afmælishátíð Reykjavíkurborgar 18. ágúst síðastlið- inn. 20.00 Fróttir. 20.35 Sjónvarp næstu viku. 20.45 Kvöldstund með listamanni. Bjartmar Guðlaugsson. Ólafur Hauksson ræöir við Bjartmar Guð- laugsson hljómlistarmann og flutt eru nokkur lög eftir hann. 21.25 Masada. 22.20 Þess bera menn sár. . . (Der burde ha' været roser). Heimildarmynd um danska skáldið J.P. Jacobsen (1847 — 85) og verk hans. 23.10 Dagskrárlok. © Fimmtudagur 4. september 17.00 Fréttir. 17.03 Barnaútvarpið. Umsjón: Kristín Helgadóttir og Sigurlaug M. Jónas- dóttir. 17.45 Torgið — Tómstundaiðja. Umsjón: Óðinn Jónsson. Tilkynningar. 19.00 Fréttir. 19.50 Daglegt mál. 20.00 Ég man. 20.50 Gestur í útvarpssal. 21.20 Reykjavík í augum skálda. 22.00 Fréttir. 22.20 Fimmtudagsumræðan — Sam- skipti íslands og Bandaríkjanna. 23.20 Frá tónlistarhátíðinni í Ludwigs- burg 1985. 24.00 Frettir. Dagskrárlok. Föstudagur 5. september 7.00 Fréttir. 7.15 Morgunvaktin. 7.30 Fréttir. 8.00 Fréttir. 8.30 Fróttir á ensku. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: ,,Hús 60 feðra" eftir Meindert Dejong. 9.45 Lesið úr forustugreinum dagblað- anna. 10.00 Fréttir. 10.05 Daglegt mál. 10.30 Sögusteinn. 11.00 Fréttir. 11.03 Samhljómur. 12.20 Fréttir. 14.00 Miðdegissagan: ,,Mahatma Gandhi og lærisveinar hans" eftir Ved Mehta. 14.30 Nýtt undir nálinni. 15.00 Fréttir. 15.20 Landpósturinn. 16.00 Fréttir. 16.20 Síðdegistónleikar. 17.00 Fréttir. 17.03 Barnaútvarpið. 17.45 Torgiö — Skólabörnin og umferð- in. 19.00 Fróttir. 20.00 Lög unga fólksins. 20.40 Sumarvaka. 21.30 Frá tónskáldum. 22.00 Fréttir. 22.20 Vísnakvöld. 23.00 Frjálsar hendur. 24.00 Fréttir. 00.05 Lágnætti. 01.00 Dagskrárlok. Laugardagur 6. september 7.00 Fróttir. 7.30 Morgunglettur. 8.00 Fréttir. 8.30 Fróttir á ensku. 8.35 Lesið úr forustugreinum dagblað- anna. 8.45 Nú er sumar. 9.00 Fréttir. 9.20 Óskalög sjúklinga. 10.00 Fréttir. 10.25 Morguntónleikar. 11.00 Frá útlöndum. Þáttur um erlend mál- efni í umsjá Páls Heiðars Jónssonar. 12.20 Fréttir. 13.50 Sinna. 15.00 Miödegistónleikar. 16.00 Fréttir. MEDMÆLI Sjónvarp: Á laugardagskvöld kl. 21 verður sýnt frá tónleikum þeim sem þeir Paul Simon og Art Garfunkel héldu í Central Park skemmtigarðinum í New York og drógu að 400.000 manns, hvorki meira né minna. Þeir flytja án efa öll gömlu, góðu lögin ásamt fá- einum nýjum. Rós 1: Fimmtudagsumræðan er þáttur sem er verður fullrar athygli og að þessu sinni verður rætt um samskipti íslendinga og Bandaríkjanna í ljósi hvalveiðideilnanna undanfarið. Rós 2: Kl. 23 á föstudagskvöldið hefst næturvaktin undir stjórn þeirra Þorgeirs rásar- stjóra og Vignis Sveinssonar. Hátíð hjá næturhröfnum. Bylgjan: Þáttur Hallgríms Thorsteins- sonar, Reykjavík síðdegis, er í gangi á daginn milli kl. 17 og 19 og er það mjög svo áhugaverður þáttur með tón- listar- og fréttakokteil — ágætlega blönduðum. 16.20 Á hringveginum. 17.00 Barnaútvarpið. 17.40 Einleikur í útvarpssal. 19.00 Fréttir. 19.35 Hljóð úr horni. 20.00 Sagan: ,,Sonur elds og ísa" eftir Joharlnes Heggland. 20.30 Harmoníkuþáttur. 21.00 Frá íslandsferð John Coles 1881. 21.40 íslensk einsöngslög. 22.00 Fréttir. 22.20 Laugardagsvaka. 23.30 Danslög. 24.00 Fréttir. 00.05 Miðnæturtónleikar. 01.00 Dagskrárlok. Sunnudagur 7. september 8.00 Morgunandakt. 8.10 Fréttir. 8.15 Lesið úr forustugreinum dagblað- anna. Dagskrá. 8.30 Fréttir á ensku. 8.35 Lótt morgunlög. 9.00 Fréttir. 9.05 Morguntónleikar. 10.00 Fréttir. 10.25 Út og suður. 11.00 Messa í Hvammskirkju í Dölum. Hádegistónleikar. 12.20 Fréttir. 13.30 Aþeningurinn Evrípídes. Fyrri hluti dagskrár um forngríska leikritaskáldiö Evrípídes. Kristján Árnason flytur erindi og kynnir atriði úr leikritunum Alkestis og Medeu í þýðingu Helga Hálfdanarsonar. 14.30 Sumartónar. 15.10 Alltaf á sunnudögum. 16.00 Fróttir. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Framhaldsleikrit: ,.Eyja í hafinu" eftir Jóhannes Helga. 17.15 Síðdegistónleikar. 18.00 Síðslægjur. Jón örn Marinósson spjallar við hlustendur. 19.00 Fréttir. 19.35 Frá tónleikum lúörasveitarinnar Svans í fyrravor. 20.00 Ekkert mál. 21.00 Nemendur Franz Liszts túlka verk hans. 21.30 Útvarpssagan: ,,Sögur úr þorpinu yndislega" eftir Sigfried Lenz. 22.00 Fréttir. 22.20 Strengleikar. 23.10 Frá Ðerlínarútvarpinu. 24.00 Fréttir. 00.05 Milli svefns og vöku. 00.55 Dagskrárlok. tlr? Fimmtudagur 4. september 9.00 Morgunþáttur. 14.00 Andrá. 15.00 Djass og blús. 16.00 Hitt og þetta. 17.00 Einu sinni áður var. 20.00 Vinsældalisti hlustenda rásar tvö. 21.00 Um náttmál. 22.00 Rökkurtónar. 23.00 Heitar krásir úr köldu stríði. 24.00 Dagskrárlok. Föstudagur 5. september 9.00 Morgunþáttur. 14.00 Bót í máli. 16.00 Frítíminn. 17.00 Endasprettur. 20.00 Þræðir. 21.00 Rokkrásin. 22.00 Kvöldsýn. 23.00 Á næturvakt. 03.00 Dagskrárlok. Laugardagur 6. september 10.00 Morgunþáttur. 14.00 Við rásmarkið. 16.00 Listapopp. 17.00 Iþróttafróttir. 17.03 Nýræktin. 20.00 F.M.. 21.00 Milli stríða. 22.00 Framhaldsleikrit: ,,Eyja í hafinu" eftir Jóhannes Helga. 22.40 Svifflugur. 24.00 Á næturvakt. 03.00 Dagskrárlok. Sunnudagur 7. september 13.30 Krydd í tilveruna. 15.00 Tónlistarkrossgátan. 16.00 Vinsældalisti hlustenda rásar tvö. 18.00 Dagskrárlok. BYLGJAN 06.00 Tónlist í morgunsárið. 07.00 Á fætur með Sigurði G. Tómas- syni. 09.00 Páll Þorsteinsson á léttum nót- um. 12.00 Hádegisfróttir. 12.10 Á markaði með Sigrúnu Þorvarðar- dóttur. Upplýsingum miðlað til neyt- enda, verðkannanir, vörukynningar, tónlist, flóamarkaður, hlustendaþjón- usta. 14.00 Pótur Steinn Guðmundsson. Tón- list í þrjár klukkustundir. 17.00 Hallgrímur Thorsteinsson — Reykjavík síödegis. Um helgar eru ýmsir dagskrárliöir í gangi, til að mynda Vinsældalisti Bylgjunnar, grín- þáttur með Eddu Björgvinsdóttur, spurn- ingakeppni í umsjá Þorgríms Þráinssonar svo eitthvað sé nefnt. Bylgjan sendir út á FM 98,9. Svæðisútvarp virka daga frá mánudegi til föstudags 17.03—18.00 Svæðisútvarp fyrir Reykja- vik og nágrenni — FM 90,1 MHz. 17.03—18.30 Svæðisútvarp fyrir Akur- eyri og nágrenni — FM 96,5 MHz. ÚTVARP Að halda flugi Þá hafa verið ritaðar enn nokkrar iínur til viðbótar í sögu fjölmiðlunar á fslandi. Ný útvarpsstöð hefur tekið til starfa í samræmi við ný lög, sem heimila rekstur einka- stöðva. Nýja stöðin fór í loftið í liðinni viku með tilheyrandi virðuleik ávarpa og ræs- ingu stjórnmálamanns, í þessu tilviki Davíðs Oddssonar borgarstjóra. Raunar bendir það strax til þess, að stöðin verði fyrst og fremst Reykjavíkurstöð, sem nær til stærsta markaðssvæðisins á landinu, suðvesturhornsins. Byigjan iofar góðu þrátt fyrir tæknilegt hikst fyrstu dagana. Nýja stöðin er fyrst og fremst poppútvarp eins og Rás 2. í tónlist- arvali kemst varla hnífurinn á miili enda þótt það hafi komið fram eftir spurningu Thors Vilhjálmssonar rithöfundar, að Mozart væri ekki bannaður á Bylgjunni! Enn er Bylgjan svolítið óslípuð. Taisvert ber á tæknilegum hnökrum og sumir dag- skrármenn og fréttamenn eru stirðir. Rós- irnar í hnappagati Bylgjunnar eru maga- sinþættir Hallgríms Thorsteinssonar í eftir- miðdaginn, þar sem hann leikur tónlist og rabbar við fólk í fréttunum með nýjum silkimjúkum stíl, morgunþættir Sigurðar G. Tómassonar (sem enn virðast þó á mótun- arskeiði), örugg dagskrárgerð Páls Þor- steinssonar, eins og hans var von og vísa og Halldór Halldórsson I ll svo nýmæli Bylgjunnar, sem eru frétta- þættir á milli 11 og 12 á kvöldin. Þessir þættir eru raunar hið merka ný- mæli á dagskrá Byigjunnar, sem gaman verður að fylgjast með hvernig muni ganga. Fram til þessa hafa verið tekin fyrir fréttaefni og rætt við fólk um málin, leitað skoðana og álits. Þessir þættir eru í ætt við bandaríska sjónvarpsþætti, „Nightline" t.d., sem varð til í framhaldi af sérstökum þáttum, sem ABC sjónvarpsstöðin hélt úti á hverju kvöldi, allan þann tíma sem bandarísku gíslarnir voru í haldi í íran eftir fall Resa Pahlevis keisara. Þessir þættir mæltust svo vel fyrir, að ákveðið var að halda áfram með fréttaþætti á þessum tíma á hverju kvöldi. Hugmyndin er góð og von- andi að framkvæmdin hjá Bylgjunni verði jafngóð. Annars vantar nafn á þáttinn. Hvernig væri að kalla hann t.d. „Hent á lofti"? (Er það ekki alveg á mörkunum að fá mann í þáttinn vegna þess að hann fékk tækifæri til að auglýsa nærbuxur í Ameriku?!) Eftir vikudvöl í loftinu lofar Bylgjan góðu. Að vísu vantar breidd í tónlistarvalið og verði ekki breyting á því verður sér- staða stöðvarinnar umfram Rás 2 eingöngu fólgin í metnaði til þess að flytja fréttir, sem er virðingarvert. Bylgjan er komin á stað. Til lukku með það og haldið flugi. í kapphlaupinu verður það vönduð dagskrárgerð með léttu ívafi, sem sker úr um framtíð Bylgjunnar. Og ekki má gleyma fagmennskunni. Það er t.d. í hæsta máta vafasamt að láta fullkom- lega vanhæfum dægurlagakynni nokkra klukkutíma eftir dag eftir dag. Vissulega skapar æfingin meistarann, en æfingarnar eiga ekki að fara fram á öldum ljósvakans. En Bylgjan lofar góðu. SJÓNVARP * Isak Singer „Þegar gömlu kunningjarnir mínir á kaffiteríunni við hliðina á gyðingablaðinu Fram spyrja mig hvort ég hafi ekki áhyggj- ur af því að jiddískan sé að verða útdauð, svara ég því til að nú séu íbúar jarðarinnar fjórir milljarðar — en þess verði hinsvegar ekki Iangt að bíða að þeir verði hundrað milljarðar. Allt þetta fólk kemur til með að vanta efni í doktorsritgerðir.. .“ Eitthvað á þessa leið hljóðaði eitt af snaggaralegum tilsvörum lsaks Bashevis Singers í sjónvarpsþætti á mánudagskvöld- ið leið — og rekur mig ekki minni til að þessi ríkisfjölmiðill hafi um langt skeið haft á boðstólum betri skemmtan en leikrit byggt á einni smásögu Singers, og að því loknu heimildarmynd um þennan mæta en aldurhnigna rithöfund. Nei, Singer lá öldungis ekki á liði sínu. Honum þótti það ganga kraftaverki næst að gyðingablaðið Fram kæmi ennþá út, seldist — og það á jiddísku. Honum varð ekki svarafátt í því efni, fremur en endra- nær: „Fram hefur lifað af stórblöð einsog Herald Tribune, The Sun og The Telegraph. Þessi blöð fóru á hausinn vegna þess að þau höfðu á snærum sínum unga og sprenglærða bókara sem sáu glöggt hve- nær í óefni var komið. Bókararnir hjá Fram eru gamlir og hálfblindir og því lifir blaðið enn.“ Síðan bætti Singer við á sinni an- kannalegu ensku: „Þetta eru náttúrlega ýkjur, en samt, — þarna leynist viss sann- leikskjarni." Og Singer bauð sjónvarpsfólki inní vist- arveru í íbúð sinni þar sem allt var í megn- ustu óreiðu, á rúi og stúi, einsog það heitir. Á því kunni hann líka skýringu: Óreiðan, sagði hann, er hið upprunalega ástand hlutanna; áður en ljósið kom og sköpunin var heimurinn tóm óreiða. Óreiðuna hér inni fær enginn að snerta. ísak Bashevis Singer er fyrst og fremst maður sögunnar, þeirrar sögu sem hefur upphaf, miðju og endi. ítarlegar sálarfars- lýsingar eru honum lítt að skapi, sálar- flækjur sem í löngu máli eru útmálaðar á bók. í hans augum er rithöfundurinn held- ur enginn pólitíkus, og þegar hann er spurður að því hvort sögur hans geti haft vond og spillandi áhrif, svarar hann að það geti vel verið. Singer segir sögur, en lætur lesandanum eftir að lesa út úr þeim aldar- far, sálarfar og stjórnarfar. Eitt er þó rithöfundinum lífsnauðsynlegt — heimilisfang. Heimilisfang Singers er í löngu horfinni götu í gamla gettóinu í Var- sjá, sem nasistar gereyddu og enginn hefur hirt um að endurreisa. Samt telur hann sig heimilisfastan þar og í heimi sem hefur ver- ið máður af yfirborði jarðar. Því tekur Singer af þeirri yfirlætislausu rósemd hugans, sem honum virðist eigin- leg og svarar þegar hann er spurður að því hvort hann sé ekki tímaskekkja: „Erum við ekki öll tímaskekkja?" Hafi sjónvarpið þökk fyrir að leggja mánudagskvöldið undir ísak Singer. . . 34 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.