Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 04.09.1986, Qupperneq 35

Helgarpósturinn - 04.09.1986, Qupperneq 35
FRÉTTAPÓSTUR Fjölmiðlafólkið sýknað Ármann Kristinsson sakadómari hjá Sakadómi Reykja- víkur hefur kveðið upp sýknuúrskurð yfir þeim 10 starfs- mönnum Rikisútvarpsins sem ákærðir höfðu verið fyrir að stöðva með meintum ólögmætum hætti útsendingar hljóð- varps 1. októher 1984 og hef ja ekki útsendingar sjónvarps- ins það kvöld. Það voru aðstandendur , ,Fréttaútvarpsins“ og Félags frjálshyggjumanna sem upphaflega kærðu meint hrot tíumenninganna og gaf ríkissaksóknaraemhættið síð- an út ákæru. Ármann taldi að tíumenningarnir hefðu ekki brotið lög með því að sitja heima í mótmælaskyni við að hafa ekki fengið laun greidd og hefðu ekki reynt að koma í veg fyrir að aðrir starfræktu útvarpið. Málinu er þó ekki lokið, því nú íhugar rikissaksóknaraembættið þann möguleika að áfrýja dómnum til Hæstaréttar. Neysla hvalkjöts þrefaldast Reiði landsmanna í garð Bandarikjanna vegna afskipta stórveldisins af hvalveiðimálum okkar hefur birst með ýms- um hætti. Sem kunnugt er var okkur þröngvað til að sam- þykkja að meirihluta hvalafurðanna af veiðunum i visinda- skyni yrði neytt innanlands og hafa ýmsiraf þessum orsök- um krafistendurskoðunar á samskiptum íslands og Banda- ríkjanna. Áþreifanlegasta afleiðing samkomulagsins er þó hvalkjötsæðið sem hefur gripið um sig: Neysla hvalkjöts hefur þrefaldast á fáeinum vikum. í ágúst hesthúsuðum við 33 tonn af hvalkjöti á móti aðeins 10 i sama mánuði i fyrra. Á hinn bóginn liggja fyrir hvalkjötsbirgðir upp á 1500 tonn og allsendis óvíst með sölu til Japans. Bylgjan af stað Ný útvarpsstöð hefur hafið starfsemi sína, rás er nefnist Bylgjan. Sent er út á FM 98,9. Útvarpsstjóri þessarar fyrstu ,,frjálsu“ útvarpsstöðvar er Einar Sigurðsson, fyrrverandi fréttamaður sjónvarpsins. Útvarpað verður flesta daga frá sjö að morgni til miðnættis, en lengur á helgum. Fyrsti gest- ur Bylgjunnar var enginn annar en Davíð Oddsson borgar- stjóri. Vitlaus kvikmynd sýnd? Minnihlutaflokkarnir í borgarstjórn báru upp þá fyrir- spurn í borgarstjórn, hvort mögulegt væri að af einhverjum orsökum hefði vitlaus mynd verið sýnd í tilefni 200 ára af- mælis Reykjavíkurborgar. Telja minnihlutamenn að mynd Hrafns Gunnlaugssonar, „Reykjavík, Reykjavík“ sé miklu frekar áróðursmynd um Davíð Oddsson og Sjálfstæðisflokk- inn en mynd um Reykjavik. Davið hefur svarað fyrirspurn- inni á þann hátt að benda fyrirspyrjendum á að lita í eigin barm, því þeir hefðu sjálfir samþykkt fyrirkomulagið og höfundinn á sínum tíma. Fréttapunktar • Sjálfstæðisflokkurinn á Vestfjörðum ætlar að halda próf- kjör 11.—12. október vegna komandi alþingiskosninga. • Tryggingamiðstöðin hf. hefur yfirtekið rekstur Reyk- vískrar endurtryggingar, með því að afla sér 51% hlutafjár RE. • Stjórn Lögreglufélags Reykjavíkur hefur farið framá rannsókn á hæfni Boga Nilssonar, nýskipaðs rannsóknar- lögreglustjóra. Jón Helgason dómsmálaráðherra segir Boga fyllilega hæfan. • Heimilissýningin ’86 var opnuð sl. fimmtudag og stendur yfir í alls 10 daga. Um helgina lauk hins vegar tæknisýningu Reykjavíkurborgar í nýja Borgarleikhúsinu. • Mikael Karlsson hlaut flest atkvæði hjá heimspekideild þegar greidd voru atkvæði um þrjá umsækjendur um stöðu lektors við deildina. Mikael hlaut 27 atkvæði, Erlendur Jónsson 9 en Hannes Hólmsteinn Gissurarson ekkert og var Hannes jafnframt úrskurðaður óhæfur til að gegna stöð- unni. • Hallinn á ríkissjóði fyrri hluta þessa árs varð 2,6 milljarö- ar króna og gera áætlanir ráð fyrir litilli lækkun hallans út árið. • Geir Hallgrímsson, fyrrverandi ráðherra, þingmaður og formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur formlega tekið við stöðu seðlabankastjóra, en hann leysir af hólmi Davíð Ólafs- son, sem varð sjötugur fyrr á þessu ári. • Erlendur Einarsson hefir látið af störfum sem forstjóri Sambands íslenskra samvinnufélaga. Erlendur afhenti í vikunni lyklana að stærsta fyrirtæki landsins til Guðjóns B. Ólafssonar, sem á sínum tima varð ofan á í baráttu um stöð- una, þar sem helsti keppinauturinn var Valur Arnþórsson, stjórnarformaður SÍS og forstjóri KEA. • Akranes varð bikarmeistari íslands i knattspyrnu karla 1986 með því að sigra Fram í úrslitaleik um helgina 2:1 og var það Pétur Pétursson sem skoraði bæði mörk Skaga- manna. í úrslitabikarleik kvennaknattspyrnunnar var það hins vegar Valur sem vann, sigraði Breiðablik 2:0. • Laun í landinu hækkuðu almennt um 3,9% um mánaða- mótin, i samræmi við ákvæði febrúarsamninganna. 0,39% ’hækkunin stafaði þó af því að verðbólgan fór yfir „rauða strikið“ svokallaða. Um leið hafa búvörur nú hækkað um 2,9—3,2%. • Rannsókn Hafskipsmálsins er hafin á ný eftir sumarleyfi og er stefnt að því að ljúka henni í þessum mánuði og senda rikissaksóknaraembættinu. Fyrsta dómnum í okurmálinu svokallaða, dómi Sakadóms Reykjavikur yfir Birni Páls- syni, hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar og bíða þá aðrar ákærur í málinu úrskurðar Hæstaréttar. Andlát Látinn er Björn Ólafsson, byggingameistari í Hafnarfirði, 61 árs að aldri. Látinn er Sveinn Guðmundsson, garðyrkjubóndi að Reykjum í Mosfellssveit, 62ja ára að aldri. Látinn er Páll Ágústsson, skólameistari Grunnskólans á Fáskrúðsfirði, 63ja ára að aldri. FRAMLEIDDIR FYRIR NORÐAIM Loka O.N.A. ofn, rennslismynd J O OFNASMIÐJA NORÐURLANDS FROSTAGÖTU 3c SÍMI (96) 21860 AKUREYRI V: veitirvlinn O ATV/TDAlVrn TCT C\n?TTAPPPT AP A O/jLíV!■"iuÍ juLmjL/ xOJLi. O V JCUXæ,£*S\jC •*»1 ■iaWJI’a jl XIII. LANDSÞING 10.-12. SEPTEMBER1986 HÓTEL SÖGU, REYKJAVÍK DAGSKRÁ: MIÐVIKUDAGUR10. SEPTEMBER: Kl. 09.00: Skráning fulltrúa. Afhending gagna. Kl. 10.00: Þingsetning: BjörnFriðfinnsson, form. sambandsins. Kosning forseta og ritara þingsins. Kosning kjörbréfanefndar. Ávarpfélagsmálaráðherra, Alexanders Stefánssonar. Ávarp forsetaborgarstjórnar, Magnúsar L. Sveinssonar. Ávarp af hálfu erlendra gesta. Kosning þingnefnda. Skýrsla um starfsemi sambandsins. Tillögur stjórnar og fulltrúa lagðar fram. Kl. 13.30: Kjörbréfanefnd skilar áliti. Kl. 13.40: Sveitarfélögin árið 2000: Frsm.: Magnús Ólafsson, hagfræðingur. Kl. 14.15: Staðbundinsjónvarpskerfi: Frsm.: Ólafur Tómasson, póst- og símamálastjóri Kl. 15.30: Nýju sveitarstjórnarlögin og tillögur um breytingar á tekjustofnalðgum: Frsm.: Magnús E. Guðjónsson, framkvæmdastjóri. Kl. 17.30: Starfsemi Sambands ísl. sveitarfélaga 1986-1990: Frsm.: Sigurgeir Sigurðsson, varaform. sambandsins. CTMA/rTTTn A r^TTD 11 OrOTT'R/rDPD • FÍJVLÍVLXUJL/**xjrUJc\ ili mCiJt JL■ Kl. 09.00: Sveitarfélögin og gróðurvernd: Frsm. IngviÞorsteinsson, magister og Sigurður Blöndal, skógræktarstjóri. Kl. 10.15: Vistlegri vetrarbyggðir: Þorvaldur S. Þorvaldsson, forstöðumaður Borgarskipulags Reykjavikur. Kl. 11.00: Stjórnsýslaríkisins í héraði: Steingrímur Gautur Kristjánsson, borgardómari. Kl. 13.00: Nefndir starfa. TFÖOTmrTn a r*TYD 1 o cpDTOi/rDPDi r Ub i UUAvjtUK Léím oxliir JL liiiVir5riK■ Kl. 10.00: Nefndarálit lögð fram, rædd og afgreidd. Kl. 13.30: Kosning stjórnarformanns og annarra stjórnarmanna. Kosning í fulltrúaráð sambandsins. Kosning endurskoðenda. Kl. 15.00: Þingslit.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.