Helgarpósturinn - 08.01.1987, Page 6

Helgarpósturinn - 08.01.1987, Page 6
Opnun sérstaklega fyrir leikhúsgesti kl. 18.00. Boröpantanir í síma 11340. Mildur hárlitur ÞJÓÐHÁTÍÐARSJÓÐUR auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóönum á árinu 1987. Samkvœmt skipulagsskrá sjódsins nr. 361 30. september 1977 er tilgangur sjódsins ,,að veita styrki til stofnana og annarra aðila, er hafa það verkefni að vinna að varðveislu og vernd þeirra verðmœta lands og menn- ingar, sem núverandi kynslóð hefur tekið í arf. a) Fjórðungur af árlegu ráðstöfunarfé sjóðsins skal renna til Friðlýsingarsjóðs til náttúruverndar á vegum Náttúruverndarráðs. b) Fjórðungur af árlegu ráðstöfunarfé sjóðsins skal renna til varðveislu fornminja, gamalla bygginga og annarra menningarverðmœta á vegum Þjóðminjasafns. Að öðru leyti úthlutar stjórn sjóðsins ráðstöfunarfé hverju sinni í samrœmi við megintilgang hans, og komi þar einnig til álita viðbótarstyrkir til þarfa, sem getið er í liðum a) og b). Við það skal miða, að styrkir úr sjóðnum verði við- bótarframlag til þeirra verkefna, sem styrkt eru, en verði ekki til þess að lœkka önnur opinber framlög til þeirra eða draga úr stuðningi annarra við þau.“ Stefnt er að úthlutun á fyrri hluta komandi árs. Umsóknarfrestur er til og með 27. febrúar 1987. Eldri umsóknir ber aö endurnýja. Umsóknareyðublöð liggja frammi í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Hafnarstrœti 10, Reykjavík. Nánari upplýsingar gefur ritari sjóðsstjórnar, Sveinbjörn Hafliðason, í síma (91) 20500. Reykjavík, 29. desember 1986 ÞJÓÐHÁTÍÐARSJÓÐUR. að átta sig á því, að það er í harðri samkeppni. í kjölfar skipulagsbreyt- inga hefur nú verið auglýst ný staða, innanhúss. Er um að ræða einhvers konar fulltrúa Markúsar Arnar Antonssonar og Elfu Bjarkar Gunnarsdóttur, framkvæmda- stjóra RUV, en starfssviðið mun ekki fullmótað. Fréttaritari Ríkisútvarps- ins í Bandaríkjunum, Stefán Jón Hafstein, mun hafa sótt um þessa stöðu og er mikill áhugi innan stofn- unar að fá hann til starfa. Forráða- menn RUV hafa hins vegar verið að ieita eftir manni í stöðu þessa og hefur í því sambandi heyrst nafn Boga Ágústssonar, fréttamanns á sjónvarpinu. Talið er að ráðningin muni þvælast eitthvað fyrir Markúsi Erni og Elfu Björk. f harðnandi sam- keppni er vafasamt að hafna færum mönnum og má gamla gufan varla við því nú. . . || r heimi krata heyrum við, að fyrsta siettan á vinskap Jónanna tveggja hafi komið upp fyrir nokkru vegna hugmynda Jóns Baldvins um framtíð Þjóðhagsstofnunar, sem hann mun helst vilja setja undir Hagstofuna. Þetta mun haía farið illa í Jón þjóðhaga Sigurðsson sem skiljanlegt er. . . | undirbúningi er núna spurn- ingakeppni framhaldsskólanna í út- varpi og sjónvarpi, en þessir þættir voru meðal vinsælasta dagskrárefn- is gömlu gufunnar í fyrra. Umsjón- armaður undankeppninnar, sem fram fer í útvarpssal verður Vern- harður Linnet, djassgeggjari og HP-skríbent, en umsjón með úrslit- unum í sjónvarpi mun Hermann Gunnarsson hinn góðkunni hafa. . . HANDBOK SVÆÐISSTJORNAR MÁLEFNA fatlaðra I REYKJAVIK Er komiö inn á flest heimili Reykvíkinga. Flettiö blaöinu og geymiö þaö þar til þaö nœ'sta kemur út. 6 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.