Helgarpósturinn - 08.01.1987, Blaðsíða 24

Helgarpósturinn - 08.01.1987, Blaðsíða 24
Hetjuímyndin er eitt umfjöllunarefna Rauöhœröa riddarans sem Leikfélag Akureyrar frumsýnir á föstu- dagskvöld, slungið verðlaunaverk eftir Banda- ríkjamanninn Mark Medoff. Leikfélag Akureyrar frumsýnir nœstkomandi föstudagskuöld bandaríska leikverkiö Hvenœr kem- uröu aftur rauöhœrði riddari? Höf- undur verksins er Mark Medoff, sem meðal annars er þekktur hérlendis af verki sínu Guö gafmér eyra, sem Þorsteinn Gunnarsson setti upp hjá Iðnó fyrir fáeinum misserum. Pétur Einarsson er leikstjórinn nyrðra á nýju ári: „Medoff er af þeirri kynslóð bandarískra karl- Pétur: „Leikhús gefur lifandi samband þar sem fleira kemur til en augu og eyru." Smartmynd. manna sem börðust í Víetnam. Hann segir sjálfur — ennþá — að byssan sé ímynd samfélagsins. Byss- an er greinileg í langflestum verka hans. Og hún er það svo sannarlega í Rauðhærða riddaranum" segir Pétur. Þetta er raunsætt verk. Það gerist fast að 70 á gömlum skyndibitastað (diner), þessum með löngu barborð- in og glansið í bak sem óðum eru að hverfa. Verkinu hefur einmitt verið líkt við tvö önnur þekkt dinerverk, The Iceman Cometh eftir Eugene O'Neil og Petrified Forest eftir Robert E. Sherwood. Pétur segir verkið fást fyrst og fremst við hetjuímyndina; draum- inn og veruleikann sem togast á í manninum. Medoff skrifi þetta ekki í klassískum vandamálastíl, heldur láti hann áhorfendum eftir sinn eig- in skilning á persónu og inntaki án þess að vera að skýra allt sjálfur út til hlítar. Leikhússtjórinn á Akureyri fer þá leið í uppsetningu Riddarans að færa sviðið eins nærri áhorfendum og unnt er. Leikmyndin er skökk hjá Erni Inga og til dæmis stingst eitt horn hennar fram í sal. Leikurinn gerist í návígi við samkomuhúsgest- ina: „Það dásamlega við leikhús er að það gefur miklu fyllri upplifun en til dæmis sjónvarp. Það gefur lifandi Höfundurinn Nafn: Mark Medoff. Fœddur. 18. mars 1940 í Mt. Carmel, lllinois. Heimili: Albuquerque, New Mexico. Heimilishagir: Kvæntur Stephanie Medoff, 2 dætur. Nám: MA, gráða í enskum bók- menntum og leikhúsfræðum frá Miami-háskóla og Stanford-há- skóla í Kaiiforníu. Störf: Lengst af prófessorsstaða í ensku við ríkisháskólann í New Mexico og síðar fastráðið leik- skáld og forstöðumaður leiklistar- deildar sama skóla. Verk: Hóf leikritun á seinni hluta sjöunda áratugar. Á að baki nokk- uð á annan tug sviðsverka, þar af teljast þau frægari vera When 'you comin' back red rider (1973) og Children of a lesser God (1980). Leikstjórn og leikur: Hefur fært upp all mörg verka sinna og leikið að minnsta kosti í einu þeirra, fyrstu uppfærslu á Red rider (sem Teddý) og fékk leikverðlaun fyrir. Verðlaun: Fyrir Red rider m.a. Dramadesk-verðlaunin, Obie- verðlaunin, Joseph Jefferson- verðiaunin og Guggenheim-styrk. Sýningar á Islandi: Guð gaf mér eyra (Children of a lesser God) í Iðnó 1984, Þorsteinn Gunnarsson leikstýrði. Hvenær kemurðu aftur rauðhærði riddari? (When ’you comin’ back red rider?) í Nem- endaleikhúsinu 1986, Stefán Bald- ursson leikstýrði. Atriði úr uppfærslu Réturs Einarssonar á Rauðhærða riddaranum á Akureyri. samband þar sem fleira kemur til en augu og eyru." Er þetta ekki full bandarískt verk fyrir okkur, spyr ég Pétur sem svarar strax: ,,Jú, og í rauninni var ég pínu- lítið nervös við það í fyrstu. En verk- ið er aðgengilegt fyrir okkur, sem kemur til af því hvað íslendingar þekkja orðið vel til bandarísks þjóð- lífs.” Ög plottið? „Ungur maður sem tekur allt í einu að halda gestum dinersins í gíslingu. Hann flettir skelinni ofan af þeim.“ Auk þeirra sem nefndir hafa verið koma nálægt sýningunni Stefán Baldursson sem þýddi verkið, Ingvar Björnsson sem lýsir það, Freygerður Magnúsdóttir búninga- hönnuður og leikararnir lnga Hild- ur Haraldsdóttir, Skúli Gautason, Marinó Þorsteinsson, Þráinn Karls- son, María Árnadóttir, Einar Jón Briem, Guðjón Pedersen og Guðrún Marinósdóttir. -SER. Inga Hildur Haraldsdóttir leikur þjónustustúlk- una Angel í Rauðhærða riddaran- um á Akureyri og á það sammerkt með öðrum ungum leikara nyrðra, Skúla Gautasyni, að hafa leikið sömu persónu þegar verkið var sett upp hjá Nemendaleikhúsinu á út- mánuðum í fyrra: „Mér finnst Angel ekkert hafa breyst þó mótleikararn- ir í öðrum persónum verksins séu aðrir núna, nema Skúli. Hún bregst kannski eilítið öðruvísi við — og framgangur hennar hefur eitthvað breyst, enda nýr leikstjóri kominn til sögunnar. Annars er ég varla dóm- bær á þetta sjálf, komin í nokkra hringi með þetta.” Inga Hildur segir að verkið sé „fjandi vel skrifað. Medoff stefnir þarna saman gjöró- líku fólki...” Og það sem hafi stuðað hana mest: „Hvað það sem gerist þróast lygilega, en er samt sennilegt þegar allt kemur til alls.“ Stefán Baldursson leikstýrði fyrri upp- færslu Riddarans á íslandi, hjá Nem- endaleikhúsinu síðasta vetur. Hon- um finnst þetta verk vera kaldrana- legt og afar nærgöngult. Og segir ennfremur í stuttu máli við HP: „Riddarinn býður af sér sanna og sterka stemmningu. Og persónur. Þetta er gott leikhúsverk.” Medoff og riddarinn „Ég ólst upp á fimmta áratug ald- arinnar á meðan heimurinn var nokkurnveginn í lagi. Svo kom Víetnam-stríðið. Ég hataði það stríð af ástríðu. Það kom mér í vanda í há- skólanum af því ég tók að mótmæla því kröftuglega í kennslustundum mínum. Tveir samkennarar mínir kröfðust þess að ég yrði rekinn fyrir þær sakir að kenna nemendum mínum marxískan hugsunarhátt. Ég fann þennan Teddý í verkinu þegar ég var þrítugur, en þá upp- götvaði ég að hin umdeilda herferð þeirra Kennedys og Johnsons var tilgangslaus. Kosning Nixons í emb- ætti forseta nokkru síðar færði okk- ur þriðja fals-messíasinn — mesta öfuguggann. I rauðhærða riddaran- um er ég sjálfur tvær persónur. Ungi maðurinn sem enn vill eitthvað. Og hinn sem brátt hefur kvatt allt og alla. Einhvernveginn þannig sé ég sjálfan mig.“ LEIKHÚSheimurinn er gjarnan undraverður. Og svo er á Islandi sem annarsstaðar í veröldinni þar sem leikur er færður á svið. Núna er þetta til dæmis svona hér heima: Leikfélag Reykjavíkur sem á að sjálf- sögðu í samkeppni um áhorfendur við Þjóðleikhúsið og öfugt sýnir nú Dag vonar í uppsetningu Stefáns Baldurssonar á sama tíma og verk eiginkonu hans, Þórunnar Sigurð- ardóttir er sýnt í Þjóðleikhúsinu. Það heitir / Smásjá, í leikstjórn Þór- halls Sigurðssonar. Það verk verður varla hálfnað með sinn sýningar- tíma þegar annar keppinautur um leikhúsunnendur frumsýnir girni- legt gaman (reyndar í sömu götu) og er þar átt við Þrettándakvöld Shake- speares hjá Nemendaleikhúsinu, líka í leikstjórn Þórhalls Sigurðsson- ar. Kjartan Ragnarsson leikstjóri leggur svo af stað með Djöflaeyjuna Einars Kárasonar í L.R.-Skemmunni vestur í bæ um það leyti sem sýning- um fer að fækka á Kaj Munk-verk\ konu hans, Guðrúnar Ásmundsdótt- ur, í Hallgrímskirkju, en það var sem kunnugt er frumsýnt um síð- ustu helgi. EKKI laust við að umsækjendur um styrk úr 55 milljóna Kvikmynda- sjóð séu farnir að dkyrrast. Uthlutun fer fram núna um miðjan janúar og nokkuð ljóst að núna sjáist lítið í þá nefndarmennina Birgir Sigurðsson, Knút Hallsson og Friðbert Pálsson í umsóknarstaflanum, en hann telur sjötíu beiðnir. Nú bregður svo við að ekki einasta umsóknirnar eru fleiri en áður, heldur hefur aldrei verið beðið um eins ríkulega styrki fyrir stök verkefni. Menn eru semsé farn- ir að hugsa stórt, eða svona í réttu hlutfalli við digran sjóðinn. KVIKMYNDIR Áströlsk kímni í sérflokki Bíóhöllin: Crocodile Dundee (Krókódíla Dundee). ■kir-k Áströlsk. Árgerð 1986. Framleiðandi: John Cornell. Leikstjórn: Peter Faiman. Handrit: Pau Hogan, Ken Shadie, John Cornell. Kvikmyndun: Russel Boyd. Aðalhlutverk: Paul Hogan, Linda Kozlowski. John Meillon, Steve Rackman, David Bracks, Mark Blum o.fl. Aftur og enn hafa Ástralir tekið kvikmyndaheiminn með trompi. Crocodile Dundee er í dag í hópi hlutfallslega söluhæstu kvik- mynda vestanhafs á nýliðnu ári, þó svo að hún hafi ekki verið frumsýnd þar, fyrr en tiltölulega langt var liðið fram á haust. Svip- aða sögu er að segja af velgengni hennar á breska markaðnum. Linda Kozlowski leikur unga bandaríska blaðakonu, Sue Charl- ton, sem er aðalfréttaritari blaðs síns í Ástralíu. Dag nokkurn berast henni fregnir af manni, sem á að hafa lent á milli skolta krókódíls í óbyggðum landsins, komið hon- um þó fyrir kattarnef, eftir að hafa misst uppí hann aðra löppina og skriðið síðan sem nemur fjórum dagleiðum til byggða. Þykir henni kauði að sjálfsögðu forvitnilegt fréttaefni, og fer því á stúfana til að freista þess að ná af honum tali. Mick Dundee (Paul Hogan) reynist að vísu enn jafn tvífættur og hver annar meðal- Ástrali, en Sue kemst jafnframt að því um síðir, að þar með eru líka upp talin þau atriði er sammerk eru honum og okkur hinum með- aljónunum. Hrífst hún svo mjög af þessu óforbetranlega hreinskilna náttúrubarni og ævintýramanni, að hún býður honum með sér til New York daginn sem hann tjáir henni að hann hafi aldrei fæti sín- um stigið inn fyrir borgarmörk stærri byggðarkjarna en heima- byggðarinnar, er telur aðeins 2—300 manns. Lágstemmd áströlsk kímni í sér- flokki. Paul Hogan (sem einnig átti drjúgan þátt í handritsgerð þessa hugljúfa ærslaleiks) er hreint út óforbetranlegur í hlutverki hins Ijúflynda krókódílabana og mynd- vinnsla Russel Boyds (sem á liðn- um árum hefur ekki átt svolítinn þátt í hversu vel fjölda ástraiskra kvikmynda hefur miðað á heims- markaðnum) er að vanda bæði markviss og handbragð hennar í öllu tilliti svo dásamlega sér-ástr- alskt, sem það frekast getur orðið, hversu ameríkaniseruð sem myndin annars kann að virðast í fljótu bragði. -Ó.A. AIDA íslensku óperunnar verður ekki frumsýnd næstkomandi föstu- dagskvöld eins og hafði staðið til mest allan æfingartímann. Frum- sýningin hefur verið færð aftur um viku, sem er að nokkru leyti sárt fyr- ir unnendur Islensku óperunnar, því föstudaginn 9. janúar á hún einmitt fimm ára afmæli — og því var frum- sýning þessarar stærstu uppfærslu óperunnar miðuð við þann dag. Bríet Héðinsdóttir leikstjóri verksins lætur hinsvegar listrænar kröfur ganga fyrir tilfinningaseminni — og hyggst nota tímann sem gefst næstu daga til að pússa uppfærsluna enn fínna en orðið var. Fólk bíður spenntara fyrir vikið. 24 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.