Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 08.01.1987, Qupperneq 26

Helgarpósturinn - 08.01.1987, Qupperneq 26
Börn, bönn og bíó hugleiðingar um áhrif ótta og spennu á unga fólkið Skiljiði ekki, þetta er lífið, svona hlutir geta gerst. Við getum ekki bara alltaf skipt yfir á nýja stöð..! Margt hefur verid ritaö og rœtt um þau áhrif, er riútíma fjölmidlar hafa á börn og unglinga. Eins og gefur aö skilja eru ekki allir á eitt sáttir um liversu œskileg eöa óœskileg þau áhrif kunni aö vera fyrir andlegan þroska þeirra. Enda er í því tilliti sem öðrum oft býsna erfitt aö leggja fram fullgildar alhœfingar út frá þeim rannsóknum, sem þrátt fyrir allt hafa veriö geröar á þessu sviöi í tímans rás. Þannig birti bandaríski sálfræð- ingurinn Martin Grotjahn í nóv- ember 1958 grein í tímaritinu Films and Filrning sem hann kallaði „Horror — Yes it can do you good“, eða Hrollvekjur — Já, þær geta orð- ið þér til góðs. Par fullyrðir hann blákalt, að kvikmyndahrollvekjur hafi vissu ákjósanlegu félagslegu hlutverki að gegna, og það af þeirri einföldu ástæðu að þær sjái of- vernduöum nútíma börnum og ung- lingum fyrir þeirri spennumettuðu útrás vissra innibyrgðra hvata sem er þeim jafn bráönauðsynleg og þessar hvatir eru þeim eölislægar. SPENNA/ÓTTI Á hinn bóginn fullyrða sálfræð- ingar á borð við Fredric Wertham og Hilde Mosse, að framangreint myndefni geti undir engum kring- umstæðum þjónað þeim tilgangi er Grotjahn ætlar því. í því tilliti styðj- ast þau við eigin rannsóknir, sem ótvírætt gefa til kynna, að slíkt myndefni geti undir vissum kring- umstæðum jafnvel virkað sem hvati á aukna tíðni geðrænna sjúkdóms- einkenna hjá einstaklingum, sem á annað borð eru þegar veikir fyrir. Áður en við lítum nánar á hvernig börn á mismunandi aldursskeiðum í raun upplifa það myndefni, sem fjöl- miðlar á borð við kvikmyndir og sjónvarp bera dags daglega á borð fyrir þau er e.t.v. rétt að gera grein- armun á tveimur hugtökum, er beint tengjast þessari upplifun þeirra á nefndu fjölmiðlaefni, nefni- lega hugtökunum spennu annars vegar og ótta hins vegar. Spenna fel- ur í sér almenna hluttekningu, eða innlifun barnsins í einhverja nánar tiltekna dramatíska atburðarás og er þannig í sjálfu sér ekki svo ýkja hættuleg andlegri velferð þess, á meðan ótti felur í sér að barnið upp- lifir þessa sömu atburðarás á þann veg, að því finnst sjálfu sér persónu- lega ógnað í einhverju tilliti. í MYNDUM OG VERULEIKA Rannsóknir hafa sýnt, að yngri börn (þ.e. börn undir skólaaldri) skortir oftastnær bæði þroska og reynslu til að geta út í æsar fylgt eftir lengri og flóknari atburðarás í kvik- myndum. I þess stað hafa þau til- hneigingu til að festa sig við, og nema einstök brot þessarar sömu at- burðarásar, án þess þó að vera fær um að setja þau í rétt orsakasam- hengi við aðra hluta frásagnarini Þessi brot tengja þau síðan beint eigin takmarkaða reynsluheimi, og að sama skapi án tillits til þess hvað höfundar viðkomandi myndefnis vildu í raun sagt hafa með þessari nánar tilteknu afurð sinni. Börn á þessum aldri eiga aukinheldur býsna erfitt með að gera skýran greinarmun á eigin ímyndunarafli og því efnisinntaki, sem þeim birtist á þennan hátt á hvíta tjaldinu eða á skjánum. Þannig er túlkun þeirra á þessum ósamstæðu brotum úr at- burðarásinni í raun í mun ríkara mæli afurð þeirra eigin hugsana og hugrenningatengsla, sem síðan eiga sér sjaldnast (eða í besta falli að mjög takmörkuðu leyti) nokkuð sameiginlegt með raurwerulegu efnisinntaki viðkomandi myndefn- is. Viö þetta bætist síðan að börn á þessum aldri upplifa viðkomandi at- burðarás sem ,,raunverulega", en ekki eins og við hinir fullorðnari, sem leikna eftirlíkingu af raunveru- leikanum. Og höfum við þar með hluta skýringarinnar á því, hvers vegna börn upplifa myndefni, sem við undir venjulegum kringum- stæðum álítum tiltölulega mein- laust, á allt annan hátt en okkur hafði áður órað fyrir. AÐHALD OG HAND- LEIÐSLA Þetta felur óneitanlega í sér að í raun getur engin kvikmynd (hversu meinlaus, sem hún kann annars að virðast við fyrstu sýn) talist fullkom- lega skaðlaus fyrir börn undir skólaaldri. Þar með er vitaskuld ekki sagt að foreldrar ættu alfarið að forðast að Iáta yngri börn sín horfa á t.d. sjónvarp. í þess stað und- irstrikar framangreint mikilvægi þess, að börnum sé veitt aðhald og bein, eða óbein handieiðsla á því aldursskeiði, er þau hafa ekki enn að fullu meðtekið eðli og eiginleika þess myndmáls, sem notað er í kvik- myndum og sjónvarpi. Eftir að skólaaldri er náð breytast allar forsendur fyrir því hvernig börn upplifa það fjölmiðlaefni, er viö berum á borð fyrir þau. Skiln- ingur þeirra á eðli myndmálsins hef- ur aukist til muna, og þau eru að auki mun betur í stakk búin að gera út frá fyrri reynslu skýran greinar- mun á raunveruleikasviði miðilsins og sínu eigin. Því meiri sem þekking þeirra er á eðli miðilsins, þeim mun. auðveldara eiga þau með að gera sér grein fyrir hvers kyns myndefni á sér nokkra stoð í raunveruleikan- um og jafnframt hvers kyns mynd- efni þeim er óhætt að afgreiða, sem hreinan uppspuna eða eftirlikingu á raunverulegum atburðum. Þetta fel- ur vitaskuld engan veginn í sér aö nefnt fjölmiðlaefni geti ekki haft skaðleg áhrif á þennan aldurs- hóþ . . . heldur einvörðungu að for- sendur fjölmiðlaneyslunnar hafa breyst. RANGTÚLKANIR Eldri börn eru ólíkt þeim yngri fær um að gera tiltölulega skil- merkilegan greinarmun á eigin raunveruleikasviði og þeim atburð- um er eiga sér stað á skjánum og hvíta tjaldinu. En þau gera engu að síður stöðugan samanburð á þess- um tveimur raunveruleikasviðum, þar sem hið síðarnefnda hefur jafn- framt í raun oft á tíðum yfir að búa mun minna þekkingargildi fyrir eðlilega mótun þroskaferils þeirra. Þannig nýta þau sér óspart þá reynslu er þau verða aðnjótandi úr hinu síðarnefnda, við úrlausn eigin mála. Þessi viðleitni þeirra getur siðan sökum reynsluleysis þeirra á öðrum sviðum orsakað ýmsar mis- bagalegar rangtúlkanir þeirra á eigin raunveruleikaheimi, sem þegar verst lætur gætu síöarmeir orðið þeim fjötur um fót, á leiö þeirra til aukins skilnings á þeim félagslegu aðstæðum, sem þau búa við í raun. TÓNLISTARFÉLAG Krists- kirkju hefur verið afkastamikið fé- lag og heldur fullum dampi. Á sunnudag kl. 17 efnir félagið til tón- leika í safnaðarheimili kirkjunnar að Hávallagötu 16 og verður þá boð- ið upp á fjölbreytt verk sem flest hver hafa ekki heyrst áður hér á landi. Kolbeinn Bjarnason, flauta og Dagný Björgvinsdóttir, píanó, leika verk eftir C.P. Bach, P. Hindesmith, Schumann, D. Martino og Kazuo Fukusima og einnig mætir til leiks GuöniFranzson með klarinettið sitt og leikur með Kolbeini og Dagnýju valsa eftir Sjostakovitz. Sem sjá má af höfundaupptalningunni kennir ýmissa grasa og spanna verkin yfir tveggja alda tímabil. SKEMMTIkraftarnir kunnu, Júlíus Brjánsson og Jörundur Guö- mundsson, hafa stillt sína strengi saman í fjörugt prógramm og ætla að grínast um landið næstu vikur og mánuði. Júlíus segir að prógrammið sé sniðið að þörfum allra, en að framundan séu átök í pólitíkinni og skipi hún því sinn veglega sess. Þeir félagar hafa reyndar þegar hafist handa og skemmtu á árshátíðum sjómanna í Keflavík og Akranesi ný- verið við mjög góðar undirtektir. Júlíus segir að margar landsþekktar persónur muni sjá dagsins ljós hjá þeim (t.d. Diddi úr Fastir liðir) og að þeir muni taka á stórmálum sem blásin hafa verið upp eins og t.d. smokkamálið! Má búast við því að þeir félagar verði afar eftirsóttir — sérstaklega þegar árshátíðavertíð- in byrjar af krafti. ARKITEKTAR hafa ýmislegt til að sýna, enda með sérstakt ,,sýn- ingarráð" innan sinna félagasam- taka. í kvöld opnar í Ásmundarsal sýning á lokaverkefnum nýútskrif- aðra arkitekta, en slíkar sýningar hafa verið árviss viðburður um þriggja ára skeið. Arkitektar nema í hinum ýmsu löndum og ávinna sér misjafnan smekk eins og gefur að skilja. Sýningin verður opin alla daga kl. 14—22 frá 8. til 18. janúar, en höfundar standa fyrir sérstakri kynningu á verkum sínum 8. og 15. janúar kl. 20. Aðgangur að sýningu hinna 8 nýútskrifuðu nemenda er, já, ókeypis. Á sýningunni kennir margra grasa, verkin eru verksmiðj- ur, ráðhús, safnahús, tónlistarhús, Reykjavíkurhöfn svo eitthvað sé nefnt. KLASSÍSKA tónlistarlífið er að jafnaði fjörugt í vetrarstillunum. Sin- fónían er að leggja af stað eftir jóla- leyfi og nú á fimmtudagskvöld gefur að heyra verk eftir þrjú tónskáld, þá Jón Leifs, Karol Szymanowski og Alexander Borodin í Háskólabíói undir stjórn Páls P. Pálssonar. Ein- leikari verður pólski píanóleikarinn Elizabeta Zajac-Wiedner. Á laugar- dag verður Tónlistarfélagiö með þau Guönýju Guömundsdóttur og Philip Jenkins á konsert í Austur- bœjarbíói, þar sem strengir píanós og fiðlu verða stilltir saman. Prófess- or Frederick Marvin leikur svo verk eftir þá Soler, Beethoven, Liszt og Chopin á mánudagskvöld á Kjar- valsstöðum. Eftir rétta viku, eða fimmtudagskvöldið 15. janúar verð- ur Sinfónían svo aftur á ferðinni með Vínartónleikana sína í Há- skólabíói og það verður Gerhard Decker sem stjórnar þeim að þessu sinni. JAZZ eftir Vernharð Linnet Draugar á ferö og flugi Piltarnir í Glenn Miller bandinu voru ekki átakanlega glaðlegir á svipinn þarsem þeir blésu á ára- mótadansleik Sjónvarpsins í Broadway. Það var heldur ekki von — það er varla mikil nautn að leika í draugabandi sem þessu. Sömu ópusarnir leiknir eins kvöld eftir kvöld allan ársins hring. Það var stundum eldur í gamla góða Glenn Miller bandinu þegar kapp- ar á borð við Bobby Hackett, Irv- ing Fazola og Tex Bancke tóku sólóa en allt er það liðin tíð. Draugasveitir sem þessar eru ekki óáþekkar sinfóníuhljómsveitum sem leika sömu vinsælu verkin áratugum saman. Hljóðfæraleik- ararnir eru bara í vinnunni — ný- sköpun engin. Það hafa verið miklar deilur í Count Basie band- inu, eftir dauða meistarans, hvort sú stefna skyldi valin að leika gömlu vinsælu verkin eingöngu eða hafa ný í bland. Vonandi held- ur Frank Foster, er nú stjórnar hljómsveitinni, þeirri stefnu for- vera síns, Thad Jones, að taka ný verk til flutnings. Vonandi verður Basie bandið aldrei draugaband. Fáir djasstónleikar hafa vakið aðra eins hrifningu hérlendis og tónleikar stórsveitar Lionel Hamptons í Háskólabíói. Hamp- ton valdi þá leið að blanda gömlu ópusunum ss. Hamps boogie woogie, Air mail special, Moon- glow ofl. saman við ný verk. Hann leyfði strákunum í sveitinni að spreyta sig — og árangurinn var leikgleði er smitaði alla. Aðrir djassmeistarar ss. Duke Ellington höfðu sjaldan ný verk á tónleik- um. ,,Fólk borgar sig ekki inn til að heyra nýsköpun. Hana hljóðrita ég,“ sagði tónjöfurinn. Þetta átti trúlega við í Bandaríkjunum en í Evrópu söknuðu menn þess sárlega að heyra sjaldnast stór- virki Ellingtons á tónleikum. Ekki það að tónleikar Ellingtonbands- ins hafi ekki verið upplifun — þeir hefðu bara verið enn meiri upplif- un hefðu nýju verkin fengið jafn- mikið rúm og þau gömlu. í nóvember sl. skrifaði Einar Kárason, rithöfundur, grein í Þjóð- viljann þarsem hann fjallaði um gamla rokkarann Jerry Lee Lewis. Þar minntist Einar á draugana: „Svo eru pantaðir að utan ryk- fallnir safngripir skemmtanalífsins sem ferðast með þrautskipulagðar sýningar í anda velmektarár- anna.“ Vel að orði komist hjá rit- höfundinum en þegar dæmi eru nefnd bregst honum bogalistin: Fats Domino og Dave Brubeck. Fats spilaði að vísu einsog í gamla daga en það gerði Dave Brubeck ekki. Efnisskrá hans samanstóð af gömlum og nýjum verkum þar- sem leitað var fanga í japanskri sem hebreskri tónlist utan að djassheimurinn sjálfur glitraði þar í öllum sínum margbreytileika. Take five var aukalag — hespað af fyrir fólkið. En það á ekkert skylt við draugatónlistina. Hvaða skoð- un sem menn hafa á Dave Brubeck er eitt víst: hann er skap- andi tónlistarmaður sem sífellt bætir nýjum verkum í safn sitt og túlkar þau gömlu á ólíkan hátt frá ári til árs — hvorki safngripur né skemmtikraftur. DJASSSAGAN A SNÆLDUM Sá merkisatburður gerðist fyrir jól að Iðnskólaútgáfan og FÍH gáfu út 24 snældur með öllum þeim ópusum er Jón Múli Árnason vitn- ar til í Djasssögu sinni er út kom 1985. Er þetta hið mesta verk og tónlistin spannar allt frá fyrstu djasshljóðritununum með Orginal Dixieland Jass Band frá 1917 til Cecil Taylors og Ornette Cole- mans. Bók Jóns, Djass, kemur þá fyrst að gagni er menn hafa spól- urnar við hendina til að glöggva sig á því sem frá er sagt. Ætli taki ekki um sólarhring að hlusta á snældurnar allar, en þær kosta aðeins um fimmþúsund krónur og fást hjá Iðnskólaútgáf- unni í Iðnskólanum í Reykjavík. Metnaðarfyllri bókasöfn og tón- listarskólar geta vart án þessa verks verið því djassinn er ein höf- uðlistgrein okkar tíma þó ýmsum menningarvitum íslenskum sé það ekki enn Ijóst. Slíkir fyrir- finnast vart í öðrum löndum. 26 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.