Helgarpósturinn - 05.02.1987, Síða 2

Helgarpósturinn - 05.02.1987, Síða 2
ÚRJÓNSBÓK Vantar þig upplýsingar? Það gerðist fyrir nokkru samkvæmt upp- lýsingum forsætisráðherra sem fréttaskýr- endum dagblaðanna bar ekki saman um hvort ætti að treysta fullkomlega, að hann fól tveimur ráðherrum, sem báðir heita Matthí- as, að koma tilteknum upplýsingum á fram- færi við fjármálaráðherra sem þá var í París að afla sér annarra upplýsinga. Ráðherrarnir tveir upplýstu síðar að ekki hefði verið ljóst af orðum forsætisráðherra hvor þeirra hefði átt að upplýsa fjármálaráðherra (hann hefur að líkindum sagt eitthvað á þessa leið: ,,Þú hringir, Matti, og lætur Þorstein vita“) svo að nafnarnir hugsuðu sitt ráð í einrúmi og kom- ust að þeirri niðurstöðu að hinn Matti-nn hefði örugglega átt að miðla upplýsingum til fjármálaráðherra. Sökum þessara hnökra á upplýsingaferlinu var fjármáiaráðherra hvort tveggja í senn granda- og upplýsinga- laus að kanna leyndardóma Parísarborgar og hefði sennilega átt ógleymanlegt kvöld, hefði ekki skrifstofublók í Arnarhvoli náð sambandi við hann og miðlað honum óvart fyrrgreindum upplýsingum með þeim afleið- ingum að fjármálaráðherra hætti við að fara á Crazy Horse Saloon og hleypa lífi í sam- komuna þar en birtist í staðinn á alþingi og fokkaði upp hlutunum svo sem frægt er orð- ið. Hér er þessa einstaka atburðar getið til vitnis um að upplýsingar og upplýsingamiðl- un gegna veigamiklu hlutverki í flestum greinum nútímaþjóðlífs og ræður oft mestu um gang mála, líf einstaklinga, stétta, heilla þjóða og alls heimsins jafnvel hvort upplýs- ingar eru fyrir hendi og séu þær fyrir hendi hvort þeim sé eða hvort þeim sé ekki miðlað til þeirra sem gætu hugsanlega notið hins áhyggjulausa lífs á Crazy Horse Saloon ef þeir fengju ekki þessar upplýsingar. Hvort sem okkur líkar það betur ellegar verr þá lifum við í svonefndu upplýsinga- þjóðfélagi þar sem allt fer á annan endann ef menn fá ekki upplýsingar eða geta ekki kom- ið þeim frá sér af því að þeir til dæmis fengu ekki nægjanlega skýrar upplýsingar um hvort þeir áttu að miðla upplýsingum eða ekki. Stór hópur einstaklinga aflar sér núorðið viðurværis með því einu að safna upplýsing- um um aðra einstaklinga sem geta vegna ásóknar fyrri hópsins fengið það á tilfinn- inguna að þeir séu til í því skyni eingöngu að um þá verði unnt að afla upplýsinga og að þeir geti tæpast verið til nema þeir fái án af- láts til baka þessar upplýsingar um sjálfa sig. Upplýsingar eru orðnar svo gildur þáttur í lífi fólks að vitund okkar um jafn einfalda stað- reynd og þá að við séum hluti af samfélagi og nokkurs virði er háð því að háskólamenntað- ir könnuðir og hnýsar breyti okkur í upplýs- ingar. Sá sem getur ekki eða vill ekki ein- hverra hluta vegna miðla um sig upplýsing- um, hverfur bókstaflega, ekki einungis af sjónarsviði meðbræðra sinna, sem búa til skýrslur og lesa skýrslur, heldur er einfald- lega ekki reiknað með honum í þjóðfélaginu. Hann á það jafnvel á hættu að missa sjónar á sjálfum sér. Engan skyldi því undra að viö erum sár- þyrst eftir upplýsingum, né heldur ætti að koma nokkrum manni á óvart hversu gildi upplýsinga þykir ótvírætt. Upplýsingar eru að heita má íykillinn að lausn allra mála og vægi þeirra til að mynda svo mikið, þegar þjóðfélaginu er stjórnað, að menn treystast ekki til að hafa stjórn á öðru en því sem þeir hafa upplýsingar um. Gott dæmi um slíkt eru viðbrögð stjórn- valda við skattsvikum. í hvert skipti sem fisk- verkakona í skáldaðri olíusvuntu spyr í ein- feldni sinni stífpressaða embættis- og stjórn- málamenn hvers vegna ekkert sé gert í því að hún skuli vera að kikna undan opinberum gjöldum á sama tíma og milljónerinn, sem á fiskvinnsluna, borgar ekkert í hinn sameig- JON OSKAR inlega sjóð og þiggur jafnvel fátækrastyrk sér til framfærslu, er svarið oftast nær þetta að ekki séu fyrir hendi nægjanlegar upplýs- ingar um tekjur og neyslu milljónerans til þess að hrekja þær upplýsingar samkvæmt skattframtali að hann búi við sára fátækt. Jafnvel þó að skattyfirvöld sjái á eftir milljón- eranum með barnabæturnar inn í Mercedes Benz af nýjustu gerð, telja þau sér ekki fært að fullyrða hvort hann eigi eða eigi ekki Mercedes Benz fyrr en þau hafa aflað sér upplýsinga um það sem þau geta svo ekki þar sem vantar starfsfólk til þess að vinna úr upplýsingunum ef þeirra skyldi verða aflað. Veldi upplýsinganna verður til þess með öðr- um orðum að auðæfi fiskvinnslukonunnar eru viðurkennd staðreynd á sama hátt og fá- tækt milljónerans. Og þar við situr. Ég velti því einnig stundum fyrir mér hvort við treystum ekki um of á nytsemi og gildi svonefndra varnaðarupplýsinga. Sjálfur hef ég meðtekið ókjörin öll af slíkum upplýsing- um og hegða mér samt iðulega eins og mað- ur sem hefur ekki fengið upplýsingar um neitt, geng áhyggjulaus um veraldarinnar crazy horse saloon og er hvað eftir annað að gera þar einhverja bölvaða vitleysu. Vel meintar varnaðarupplýsingar hafa jafnvel vakið mig til vitundar um að nú sé mál til komið að ég vilji gera það sem varað er við, enda tók ég út þroska löngu áður en ungl- ingsstúlkur fengust til þess almennt að láta prenta á skólafötin sín að þær vildu smokk- inn. En þjóðin vill upplýsingar. Það er ekki nóg með að samfélagið og efnahagslífið veslist upp án upplýsinga, heldur erum við sjálf bú- in að ánetjast upplýsingum svo að okkur þykir lífið einskis virði án þeirra. Öll tilvera okkar er farin að snúast um upplýsingar. Okkur líður eins og eiturlyfjasjúklingi, sem fær ekki skammtinn sinn, ef við komumst ekki í upplýsingar. Og okkur líður að sjálf- sögðu langtum verst ef við fáum ekki upplýs- ingar um það sem kemur okkur alls ekkert við og yki talsvert á vellíðan okkar að vita alls ekkert um. Ég segi fyrir mig að fái ég ekki að vita í fréttum til dæmis hvert sé fæðingarhlutfall ógiftra kvenna eða grasspretta í Þistilfirði í meðalári, þá finnst mér eins og verði eitt- hvert tómarúm innan í mér og allt um kring. Ég fæ jafnvel minnimáttarkennd þar sem ég sit innan um vinnufélaga mína, sem bera það með sér langar leiðir að þeir hafi fengið upp- lýsingar um áðurgreint fæðingarhlutfall og grassprettuna í Þistilfirði, en ég hvolfist yfir pappíra á skrifborðinu mínu, óupplýstur rati með sjónhring svo þröngan að þessu leyti að mönnum þykir ekki þroskavænlegt þennan daginn taka mig tali. Þó að ég sé fær um í þessu skrifi að fjalla almennt og af frumlegu hyggjuviti og mikilli skynsemi um upplýsingaæðið, þá er það svo að ég er hreint sjúkur orðinn í upplýsingar. Ég hleyp frá öllum mínum persónulegu vandamálum og úrlausnarefnum, hversu brýn svo sem þau eru, til þess eins að missa ekki af fréttunum. Klukkan 19 er ég ekkert nema eyrun við útvarpið og síðan umhverf- ist ég í augu og eyru framan við sjónvarpið, má ekki missa af einu einasta orði í fréttum á tveimur rásum. Og verði eitthvert hlé á hreinni upplýsingamiðlun á öldum ljósvak- ans, er ég sokkinn í dagblöð og tímarit að sækja mér viðbót af upplýsingum. Einstaka sinnum, þegar ég get ekki lengur flúið undan mínum eigin úrlausnarefnum, segi ég við sjálfan mig að ég sé með því að eltast svona við upplýsingar og fréttir að leita skjóls undan upplýsingunum, sem mig varði fram- ar öllu og sé miðlað innvortis um sálina. En þessi væga aðkenning af sjálfsrýni líður fljót- lega frá og fyrr en varir hef ég náð réttum áttum í upplýsingaþjóðfélaginu. ' 2 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.