Helgarpósturinn - 05.02.1987, Side 4
Fólk, sem starfaöi
fyrir Arnarflug í
Saudi-Arabíu áriö
1985, hefur átt í
miklum erfiö-
leikum meö aö fá
launin sín greidd.
Sumir þurftu aö
bíöa á annaö ár
eftir peningunum
og í borgardómi
fékkst nýveriö sá
árskuröur aö
félagiö skuldaöi
verkefnisstjóranum
háa fjárupphœö,
sem þó er langt í
aö hann fái í
hendur.
L VIINNA
MlNNA UM LAUN
Eins og kunnugt er, hefur Arnar-
flug átt í fjárhagserfiöleikum að
undanförnu og í kvöld, fimmtudag-
inn 5. febráar, hefur verið boðað til
hluthafafundar í félaginu. Á dag-
skrá er tillaga stjórnar um hœkkun
hlutafjár um allt að 130 milljónir.
Það eru hins vegar fleiri en eigendur
flugfélagsins, sem eiga í erfiðleikum
þessa dagana. Fyrir skemmstu féll
nefnilega dómur í máli fyrrverandi
starfsmanns Arnarflugs, þar sem
félagið var dœmt til þess að greiða
honum verulega fjárhœð sökum
vangoldinna launa og orlofs. Þrátt
fyrir dóminn, hefur maðurinn ekki
fengið neina úrlausn og skuldir
hans halda áfram að hrannast upp,
því félagið áfrýjaði úrskurðinum til
Hœstaréttar.
Þessi íslendingur var einn af
mörgum starfsmönnum Arnarflugs
í Saudi-Arabíu á árunum 1985 og
'86, en fjöldi útlendinga hefur einnig
þurft að hafa töluvert fyrir því að fá
umsamin laun stn frá þessu tímabili
greidd.
VERKEFNISSTJÓRINN
VANN MÁLIÐ FYRIR
DÓMI
Maður sá, sem fyrir liðlega tveim-
ur mánuðum fékk þann úrskurð í
borgardómi að Arnarflug ætti að
greiða honum verulega fjárupphæð
vegna vangoldinna launa og orlofs,
heitir Gísli Maack. Hann var verk-
efnisstjóri félagsins í Saudi-Arabíu
frá aprílmánuði 1985, en þar hafði
Arnarflug þá gert leiguflugssamn-
ing. Samkvæmt upplýsingum í dóm-
skjali, segist Gísli hafa fengið laun
sín greidd seint og illa allan starfs-
tímann og hafi hann af þessum sök-
um þurft að bera umtalsverðan
kostnað og óþægindi.
í dómskjali kemur einnig fram að
Gísli Maack reyndi ítrekað að inn-
heimta skuldina, en að vegna
slæmrar fjárhagsstöðu Arnarflugs
hafi hann verið knúinn til að leita
löghalds til tryggingar kröfunum.
Löghaldið var lagt á flugvélina TF-
VLU í október 1986.
Haft var samband við Gísla
Maack, en hann kvaðst ekki kjósa
að tjá sig um þetta mál opinberlega
að sinni. Staðfesti hann þó við
blaðamann HP, að Arnarflug hefði
áfrýjað dómi undirréttar og að fyrir
lægi að málið færi fyrir Hæstarétt.
Engar sættir. hafa sem sagt átt sér
stað og ekki munu sáttatilraunir né
viðræður af neinu tagi vera í gangi
á milli málsaðila.
LAUN GREIDD MEÐ
GÚMMÍTÉKKA
Töluverður fjöldi erlendra ríkis-
borgara vann á sínum tíma við um-
rætt leiguflugsverkefni Arnarflugs í
Saudi-Arabíu, alls 200—300 manns,
og samkvæmt upplýsingum HP
gekk starfsfólkinu oft æði illa að fá
laun sín greidd á réttum tíma. Einn
þessara manna var Lucien Schaus,
sem nú starfar sem flugmaður hjá
Cargolux í Lúxembúrg. Þegar haft
var samband við Lucien í byrjun
vikunnar, hafði hann eftirfarandi að
segja um viðskipti sín við Arnarflug:
„Það kom varla fyrir að starfsfólk-
ið fengi launin sín á réttum tíma í
Jeddah. Ég fékk fyrst útborgað, þeg-
ar ég hafði unnið þarna í þrjá mán-
uði. Oftast fengum við bara greiðsl-
ur upp í laun — svona vasapeninga
til þess að eiga fyrir hamborgurum
eða einhverju slíku.
Upphæðin, sem ég fékk að lokn-
um þremur mánuðum, var ekki há,
en ég átti síðan að fá eitthvað að
ráði í september ’85. Þá var mér
hins vegar tjáð, að þeir ættu í fjár-
hagserfiðleikum, en loks fékk ég þó
ávísun frá félaginu. Dollarinn hafði
á þessum tíma hríðfallið í verði og
því ákvað ég að skipta ávísuninni
Lúxembúrg en ekki í Jeddah, vegna
þess að gengið var hagstæðara
heima.
í septemberlok fór ég með ávísun-
ina í bankann minn og þar sem þeir
þekktu mig þarna, fékk ég pening-
ana strax greidda. Fjórtán dögum
síðar hafði bankinn hins vegar sam-
band við mig og tjáði mér að ávísun-
in hefði reynst innstæðulaus og ég
yrði að endurgreiða þeim upphæð-
ina. Það var hægara sagt en gert,
þar sem ég var búinn að nota féð.
Forráðamenn bankans urðu auð-
vitað ekkert ánægðir með þetta og
hótuðu að draga mig fyrir dómstóla.
Ég hafði samband við Arnarflug og
þar var mér sagt að senda þeim
ávísunina til baka, en ég fengi
greiðslu um hæl. Peningarnir
komu ... en ekki fyrr en um jóla-
ieytið árið 1986, eftir að gott fólk
hafði komið mér til aðstoðar við að
þrýsta á félagið. Á meðan á biðinni
stóð, hafði dollarinn enn fallið í verði
og þar að auki þurfti ég að borga
vexti í Lúxembúrg, vegna klúðurs-
ins með innstæðulausu ávísunina.”
LÖGFRÆÐINGNUM
EKKISVARAÐ
„Það voru bornar á borð fyrir mig
lygar, aftur og aftur, af hálfu ákveð-
ins starfsmanns fjárreiðudeildar
Arnarflugs. Hann margtjáði mér á
þessu tímabili að peningarnir hefðu
verið sendir, en ég þurfti sífellt að
vera að hringja í hann aftur og til-
kynna honum, að ekkert fé hefði
enn borist. Þegar þetta hafði gengið
svona í u.þ.b. tvo mánuði, fór ég til
lögfræðings hér í Lúxembúrg. Það
kostaði mig offjár, en lögfræðingn-
um tókst ekki að komast almenni-
lega í samband við Arnarflug. Þeir
svöruðu fyrsta skeytinu og sögðu að
forstjóri félagsins myndi ganga i
málið, en síðari skeytum og bréfum
lögfræðingsins var ekki einu sinni
svarað!
Ég á íslenska kunningja, sem
vinna hjá Cargolux, og þegar þeir
fréttu hve erfiðlega mér gekk að
innheimta launin, bentu þeir mér á
lögfræðing á íslandi. Þetta var
mesta lán, því hann kunni á þessi
mál og tókst loks að útvega mér
peningana. Þá var hins vegar liðið
eitt og hálft ár frá því að ég hóf þess-
ar aðgerðir til að ná peningunum."
— Hve langt var um liðið frá því
að þú hœttir að vinna fyrir Arnar-
flug og þar til þú fékkst loka launa-
greiðsluna?
„Ég hætti störfum um 8. október
1985 og fór frá Jeddah, en þá hafði
ég ekki fengið laun í nokkra mán-
uði. Mig minnir að þeir hafi þá
skuldað mér um 1,2 milljónir
króna.”
— Hvað vannstu lengi fyrir fé-
lagið?
„í um það bil hálft ár, frá maí til
október 1985.
Ég vil gjarnan láta það koma
fram, að það er mikið af góðu starfs-
fólki hjá Arnarflugi, þó margt af því
hafi nú víst látið af störfum. Félagið
er í sjálfu sér ekki slæmt, en margir
af stjórnendunum eru hins vegar
ilia fallnir til þeirra starfa."
— Fékkstu ekki vexti af skuld-
inni?
„Ég fékk 14% vexti, sem ekki er
sérlega mikið, þegar tillit er tekið til
þess að ég tapaði nær helming af
fénu vegna hruns doilarans á með-
an á biðinni stóð. Gengi dollarans
var um 65 Lúxembúrgarfrankar,
þegar Arnarflug átti að greiða mér
peningana. Nú fæ ég 37 franka fyrir
dollarann, svo þú sérð að ég hef tap-
að tæpum helmingi launanna vegna
þessa dráttar. Þrátt fyrir þetta, óska
ég félaginu raunverulega alls hins
besta. Það má gjarnan koma fram.
Þarna er fjöldinn allur af góðu fólki,
eins og ég sagði áðan, en ég held að
það sé nauðsynlegt fyrir Arnarflug
að fá hæfari stjórnendur.”
FÉKK LAUNIN FYRIR
10 DÖGUM
Brian James, flugvélstjóri frá
Kanada, vann einnig við verkefnið í
Saudi-Arabíu. Hann var einn þeirra,
sem áttu í erfiðleikum með að fá
launin sín frá Arnarflugi, eða, eins
og hann segir sjálfur frá:
„Það tók mig eitt og hálft ár að fá
greitt. Reyndar var ég loksins að fá
greiðsluna núna fyrir tíu dögum.
Loksins!
Ég fékk einhverja vexti, en ég hef
ekki reiknað út hve há prósenta það
var. Arnarflug skuldaði mér alls um
300 þúsund krdnur (6 þúsund
dollara) vegna u.þ.b. 6 vikna vinnu
árið 1985 og það er ég nú búinn að
fá. Heildarlaunin voru um 10 þús.
dollarar, en ég var búinn að fá hluta
af því.
Ég reyndi að tala við lögfræðinga,
en þeim tókst aldrei að gera neitt í
málinu, svo ég hringdi bara stans-
laust í Arnarflug til þess að þrýsta á
þá. Þetta voru líklega mánaðarleg
símtöl í langan tíma, en ég lét skrifa
þau hjá félaginu, skal ég segja þér!
Fyrstu 6—8 mánuðina lofuðu þeir sí-
fellt að senda peningana alveg á
næstunni, en eftir það viðurkenndu
þeir, að félagið ætti í erfiðleikum og
ómögulegt væri að segja til um hve-
nær ég fengi féð. Mér var m.a. sagt,
um jólaleytið 1985, að búið væri að
póstleggja ávísunina og að ég fengi
hana því undir nýárið. Það varð nú
aldrei...“
Lucien Schaus og Brian James
voru ekki þeir einu, sem illa gekk að
fá umsamin laun greidd fyrir störf
sín við leiguflugsverkefni Arnar-
flugs í Saudi-Arabíu árið 1985. Fleiri
voru í svipaðri aðstöðu, bæði út-
lendingar og eins hinn íslenski verk-
efnisstjóri, Gísli Maack.
Eins og fram kemur í viðtölunum
við Schaus og James, hefur félagið
gert upp við þá á allra síðustu vik-
um. Gísli á hins vegar ekki von á
lausn sinna mála á næstunni, því,
eins og fyrr segir, hefur Arnarflug
áfrýjað dómi undirréttar, sem var
honum í hag.
eftir Jónínu Leósdóttur mynd Baldur Sveinsson
4 HELGARPÓSTURINN