Helgarpósturinn - 05.02.1987, Side 7
VARNARSAMNINGURINN 1951 - VIÐRÆÐURNAR Á BAK VIÐ TJÖLDIN FYRRI GREIN
HP birtir bandarísk
LEYNISKJÖL um
samningaviðræður
sendiherra Bandaríkj-
anna og Bjarna
Benediktssonar þáv.
utanríkisráðherra um
hersetu Bandaríkja-
manna á Islandi — Nýtt
Ijós á söguna
Eisenhower og Bjarni við komu yfirhershöfðingjans 25. janúar 1951 é Keflavíkurflugvelli. Heimsóknin átti að kynda upp fyrir varnarsamninginn sem siðan var gerður.
(R Thomsen — Ljósmyndasafnið)
BANDARÍKJAMENN GERÐU RÁÐ FYRIR ALLT AÐ 7800 MANNA HERLIÐI STJÓRN-
STÖÐINNI ÆTLAÐUR STAÐUR VIÐ REYKJAVÍK RÆTT UM HERÞJÁLFUN ÍSLENSKRA
MANNA VEGNA VARNA LANDSINS THIS WILL BE MOST DIFFICULT VORU VIÐBRÖGÐ
BJARNA VIÐ SAMNINGSUPPKASTINU FRÁ WASHINGTON HEIMSÓKN EISENHOWERS
LIÐUR í ÁRÓÐRI BANDARÍKJAMANNA HART DEILT UM GILDISTÍMA SAMNINGSINS
BJARNI BENEDIKTSSON: VIL FREKAR VARNARLAUSA EYJU EN SAMÞYKKJA HER Á
ÍSLANDI Á FRIÐARTÍMUM
Samkvœmt lögum um upplýs-
ingafrelsi í Bandaríkjunum hefur35
ára leynd verid aflétt af flestum
skýrslum, bréfum og skeytum, sem
merkt voru trúnadarmál snemma
árs 1951 og varda samningavidrœd-
ur Bjarna Benediktssonar þáv. ut-
anríkisráðherra við Bandaríkja-
menn um varnarsamning þjóð-
anna, sem tók gildi í maí sama ár.
Ýmislegt nýtt kemur fram í skýrsl-
um bandaríska utanríkisráðuneytis-
ins um Island frá 1951 jafnframt því,
sem þœr varpa skýrara Ijósi á ann-
að, sem vitað var áður. Þau skjöl,
sem HP hefur undir höndum fjalla
fyrst og fremst um tilkomu varnar-
samningsins og komu bandaríska
hersins.
Viðræður ríkisstjórnar Islands og
fulltrúa Bandaríkjastjórnar hófust í
janúar 1951 og þeim lauk með und-
irritun samningsins 5. maí sama ár.
Skýrslurnar sem hér um rœðir eru
„Utanríkistengsl Bandaríkjanna
1951. 4. bindi. Evrópa: Pólitísk og
efnahagsleg þróun". Heimilt er að
birta leyniskýrslur afþessu tagi eftir
35 ár, en utanríkisráðuneytið hefur
ekki haft undan að birta slík leyni-
skjöl, þannig að birtingin er nokkr-
um árum á eftir. í marsmánuði sl.
reyndi fulltrúi HP í Bandaríkjunum
að komast í þessa útgáfu í „Library
of Congress" t Washington D.C. en
þá voru þessar skýrslur ekki komn-
ar til almenningsnota. Fyrir nokkr-
um vikum kom svo loks að því.
Þetta voru skýrslur sem varða
ákvarðanatöku Bandaríkjastjórnar
í utanríkismálum en enn eru sum
atriði óbirt og er birting þeirra þá
talin geta ógnað öryggishagsmun-
um Bandartkjanna enn í dag eða
komið vinveittum ríkisstjórnum illa.
Hér á eftir fara endursagnir og þýð-
ingar á skeytum og fundargerðum
sem Bandaríkjamenn hafa nú heim-
ilað birtingu á.
KOMMAR MUNU
SNÚAST
Fyrsta bréfið sem hér er vitnað til
er frá Lawson sendiherra Bandaríkj-
anna á íslandi 17. janúar 1951. Þar
segir m.a. að staða íslands innan
Atlantshafsbandalagsríkjanna sé að
mörgu leyti sérstæð, þar sem enginn
her sé í landinu. Sagt er frá því að
ríkisstjórnin íslenska haldi áformum
um komu hersins leyndum fyrir fjöl-
miðlum, beðið sé eftir því að málið
verði skýrara og að Eisenhower
hershöfðingi komi til landsins. Talið
var að það myndi hafa áróðursgildi
og breyta stemmningunni hugsan-
legri hersetu í vil.
Lawson telur að andstaða við her-
setu sé megn meðal þjóðarinnar, en
ríkisstjórnin sé hliðholl og muni á
réttu augnabliki leggja mikið kapp
á, að sannfæra Islendinga um nauð-
syn hersetunnar. Þrátt fyrir þessar
áhyggjur af andstöðu íslendinga
þykir Lawson afstaða þeirra þó vera
jákvæðari gagnvart Natóher en
nokkru sinni áður. Andstaða muni
aðallega verða sterk frá Kommún-
istaflokknum og meðal ákafra þjóð-
ernissinna.
Lawson telur að margir þjóðernis-
sinnanna og nokkrir úr Kommún-
istaflokknum muni snúast á sveif
með hersetunni verði hægt að
benda þeim á skýlausa nauðsyn
hennar. Greinilegt er að mörgum
þykja Bandaríkjamenn magna um
of stríðsgrýluna, en Kóreustyrjöldin
og varnarstarf annarra Natóríkja
ásamt væntanlegum áróðri í fjöl-
miðlunum og áróðri í tengslum við
heimsókn Eisenhowers til íslands
ættu að vekja landann til vitundar
um varnarþörfina og vekja sérstaka
athygli á varnarleysi landsins.
FÁ EITTHVAÐ FYRIR
PENINGANA
Næsta skýrsla merkt „top secret"
eru minnispunktar frá fundi í
Washington, þar sem saman eru
komnir fulltrúar frá sjóher, lofther
og landgönguliði Bandaríkjahers,
varnarmálaráðuneytinu og utan-
ríkisráðuneytinu bandaríska. Þar er
einnig mættur Lawson sendiherra
Bandaríkjanna á íslandi. Á fund-
inum, sem haldinn er 20. janúar
1951, var fjallað um svar íslands við
bón Bandaríkjanna um setulið á ís-
landi. Þetta svar íslands er ekki birt
í leyniskýrslunum, en á fundi þann
19. janúar hafði Lawson sendiherra
eftir Óskar Guðmundsson myndir Ljósmyndasafnið