Helgarpósturinn - 05.02.1987, Side 8

Helgarpósturinn - 05.02.1987, Side 8
Lawson sendiherra í skrifstofu sinni á íslandi 1951. (Pétur Thomsen — Ljósmynda- safnið) Andrúmsloftiö á McCarthytímanum RÍKISSTJÓRN Í KÖLDU STRÍÐI Ráðuneyti Steingríms Steinþórs- sonar, sem var samstjórn Fram- sóknarflokks og Sjálfstæðisflokks, var skipað 14. mars 1950 og fékk lausn 11. september 1953. Frá Sjálfstæðisflokki voru í þessari rík- isstjórn: Bjarni Benediktsson utan- ríkis- og dómsmálaráðherra, Björn Ólafsson mennta- og við- skiptamálaráðherra og Olafur Thors atvinnumálaráðherra. Frá Framsóknarflokki voru Steingrím- ur Steinþórsson forsætisráðherra, Eysteinn Jónsson fjármálaráð- herra og Hermann Jónasson land- búnaðarráðherra. Þessi ríkisstjórn var mynduð eft- ir mikið þóf og gerðu leiðtogar flokkanna, Bjarni Benediktsson og Ólafur Thors annars vegar og Hermann Jónasson hins vegar, með sér samkomulag um að eng- inn þeirra yrði forsætisráðherra, en sameinuðust þess í stað um Steingrím Steinþórsson forseta sameinaðs Alþingis og framsókn- armann. Ef marka má skýrslurnar og skeytin frá Bandaríkjunum þá hef- ur Bjarni verið „sterki maðurinn" í þessari ríkisstjórn og farið að mestu sínu fram. Litlar heimildir eru til um þetta örlagaár, 1951, og það hefur stundum verið talað um myrkan tíma. Kalda stríðið var í algleymingi; McCarthyisminn á fullu í Banda- ríkjunum, kommahræðsla og ótrúleg tortryggni í garð frjáls- lyndra afla. Kóreustyrjöldin varð ekki til að draga úr kuldanum og þetta kalda stríð tortryggninnar og kommahræðslunnar læsti sig um þjóðfélögin á Vesturlöndum, svo sem sjá má einnig á íslandi. skýrt frá beiðni íslands um ná- kvæmari upplýsingar. í fundargerðinni frá 20. janúar koma fram ýmsar kröfur íslendinga. Þar á meðal er krafan um að Islend- ingar geti sagt upp varnarsamningi, sem gerður væri, með eðlilegum fyrirvara — „reasonable notice". Lawson sendiherra sagði á fundin- um að þetta væri einna erfiðasti þröskuldurinn í vegi samninga. Full- trúi frá varnarmálaráðuneytinu stakk upp á því að reynt yrði að fá varnarsamning sem gilti til jafn- lengdar við Natóaðild íslands. Ef það gengi ekki ætti að freista þess að fá samning til eins langs tíma og mögulegt væri. Þar sem Bandaríkin kæmu til með að eyða háum upp- hæðum í varnir íslands, væri ekki viðunandi að ná samningi til skamms tíma eða samningi sem fæli í sér að hann væri einhliða upp- segjanlegur. „Bandaríkjaþing vill geta gengið að því vísu að Bandarík- in fái eitthvað fyrir peningana sína“. ENGA HÖRUNDS- DÖKKA Þá segir í minnispunktunum frá ósk íslendinga um að ráða þjóðerni þeirra sem væru í herliði því sem kæmi tiL landsins. Fulltrúi varnar- málaráðuneytisins sagðist hafa á til- finningunni eftir viðtal við utanrík- isráðherrann íslenska, Bjarna Bene- diktsson, að Islendingar væru and- vígir því að svertingjar yrðu í her- sveitunum. Tveir aðrir fundarmenn, þeir Hulley og Byrns frá utanríkis- ráðuneytinu rifjuðu upp, að á styrj- aldarárunum hefði íslenska ríkis- stjórnin krafist þess að nokkrir svertingjar, sem þá voru í hernáms- liðinu yrðu fjarlægðir — „og var það gert“. Fulltrúi varnarmálaráðuneyt- isins kvað útilokað að ráða litar- hætti allra hermanna í einstökum hersveitum, — vel væri hugsanlegt að i slíkum hersveitum sem væru sendar til íslands væru Filippseying- ar, Kínverjar og hörundsdökkir her- menn. ÍSLENDINGAR VILJA HERÞJÁLFUN Þá kemur sú ósk íslensku ríkis- stjórnarinnar fram, að þeir vilji fá þjálfun fyrir íslendinga. A fundinum vestra veltu bandarísku embættis- mennirnir fyrir sér hvað íslendingar ættu við með þessari ósk. Einn þeirra talar um að það gangi ekki að taka Islendinga inn í bandarískar hersveitir, því það sé bannað með lögum. Annar taldi, að ef til vill væru íslendingar að hugsa um að þjálfa 2700 manns til að taka við vörnum landsins síðar meir, en þessa tölu hermanna höfðu Banda- ríkjamenn nefnt áður. Lawson sendiherra Bandaríkj- anna á íslandi kvað mjög nauðsyn- legt að íslendingar yrðu ekki útilok- aðir frá þátttöku, því með því að leita herþjálfunar væru þeir að sýna hversu þeir væru fúsir til samstarfs um varnirnar. íslendingar gerðu ráð fyrir því að hermenn þeirra fengju greidd laun frá Nató, sem greiddi og annan kostnað. Á þessum fundi sem fjallar um óskir íslendinga í upphafi samn- ingaviðræðna, kemur einnig fram sú skoðun landans, að Nató ætti að sjá um sérstakar öryggisráðstafanir varðandi íbúana, svo sem byggingu flugvalla og vega til að hægt sé að flytja íbúa bæjanna snarlega í burtu. 8 HELGARPÓSTURINN Bandaríkjamennirnir voru ekki á eitt sáttir um hvernig verða skyldi við þessari ósk íslenskra stjórn- valda. Ákveðið var að halda þessu opnu í samningaviðræðunum. Þá er komið að þeim punkti, þar sem íslendingar óska eftir að fá að ákveða hvar herliðið verði staðsett. Varnarmálaráðuneytið og utanríkis- ráðuneytið voru samkvæmt fundar- gerðinni sammála um að reyna að halda þessu atriði sem mest opnu í samningaviðræðunum við íslensk stjórnvöld. Bandarísku viðræðu- mennirnir ættu að forðast að samn- ingsbinda ákveðnar staðsetningar. Fulltrúi varnarmálaráðuneytisins minntist þó á að fá aftur aðstöðu hersins í Hvalfirði og varaflugvelli. Þá vildu íslensk stjórnvöld taka fyrir í væntanlegum samningavið- ræðum lögfræðileg vandamál vegna lögsögu yfir herliðinu, ráðn- ingu íslensks vinnuafls og svarta- markaðsbrask. Lawson sendiherra kvaðst mundu gefa út almenna yfirlýsingu um að Bandaríkin myndu reyna að koma í veg fyrir svartamarkaðsbrask. Þá vildu íslensku stjórnvöldin fá að vita hver ætti að borga kostnaðinn og fjármagna varnirnar. Á fundinum er sagt að Nató („það er að segja Bandaríkin") muni borga reikning- inn. Fulltrúar varnarmálaráðuneyt- isins stungu upp á því, að íslend- ingar myndu gefa út yfirlýsingu um að þeir væru reiðubúnir að borga „í samræmi við getu sína“. Slík yfirlýs- ing mundi vera eins konar trygging fyrir bandaríska þingið um að ís- lendingar væru reiðubúnir að leggja sitt af mörkum. En í þessum skýrsl- um öllum kemur oft fram, að nauð- synlegt sé að búa þannig um hnút- ana, að þingið samþykkti þegar þar að kæmi. í lok fundargerðarinnar, kemur fram sú ósk, að viðræðurnar verði haldnar á Islandi. Fulltrúar banda- ríska utanríkis- og varnarmálaráðu- neytisins voru sammála því og að þær skyldu hefjast í byrjun febrúar, — með tilliti til þess, að áhugi fyrir auknum vörnum meðal íslendinga ætti að fara vaxandi eftir að Eisen- hower yfirhershöfðingi hefði komið í heimsókn til landsins 25. janúar. I almennri umræðu á eftir var samþykkt að taka enga ákvörðun um endanlegt form varnarsamn- ingsins. Formið yrði ákveðið eftir að Lawson sendiherra hefði haft tæki- færi til að ræða við íslenska utan- ríkisráðherrann til að fá úr skorið hvort samþykki Alþingis sé nauð- synlegt og hvers konar upplýsingar íslenska ríkisstjórnin teldi að hún þyrfti að veita almenningi um samn- inginn. Næst er skeyti, „top secret", frá utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna dagsett 7. febrúar til sendinefndar- innar í Reykjavík, sem þá hefur tek- ið til starfa. Þar lætur utanríkisráðu- neytið sendinefndina vita af óskum varnarmálaráðuneytisins í málinu og kveður í lagi að sendinefndin af- hendi íslenska utanríkisráðherran- um þessar upplýsingar „as soon as you consider advisable", — „um leið og þið teljið það ráðlegt". Að auki ætti að skýra íslenska utanríkisráð- herranum munnlega frá viðbótar- ákvæðum um almennt farþegaflug, sem væri í undirbúningi og að text- inn yrði sendur honum svo fljótt sem unnt væri. „NOT TOO GOOD" í skeyti 12. febrúar 1951 frá Law- son sendiherra í Reykjavík til utan- ríkisráðuneytisins er sagt frá við- ræðufundi hans við Bjarna Bene- diktsson utanríkisráðherra. Á þess- um fundi sýnir Lawson Bjarna upp- kast að samningi milli ríkisstjórna iýðveldisins íslands og Bandaríkj- anna. Samningsuppkastið fylgir ekki leyniskjölunum, en af fram- haldinu má glöggt sjá hvernig það hefur verið. Lawson leggur mikla áherslu á að þessu plaggi og öðrum leyniskjölum viðvíkjandi þessum viðræðum verði haldið leyndum. Bjarni sagði að hann myndi gæta fyllstu var- kárni en öryggisráðstafanir Islend- inga væru ekki alltof góðar — „not too good“. Síðan kemur frásögn Lawsons: „Utanríkisráðherrann leit í hraði yfir uppkastið. Þegar hann hafði lokið við fyrstu blaðsíðu uppkasts- ins vék hann að fjórðu grein, þar sem segir „samningurinn mun gilda á meðan Norður-Atlantshafssátt- málinn er í gildi“ (en hann kveður á um stofnun og starfsemi NATO). Hann kvaðst sannfærður um, að ís- lenska ríkisstjórnin gæti engan veg- inn samþykkt þessa grein. Eg benti honum á að vafasamt væri að við gætum hins vegar samþykkt rétt ís- lands til einhliða uppsagnar á samn- ingnum, þó ég gæfi ekki út neina endanlega yfirlýsingu um það efni. Ég væri þess hins vegar fullviss að viðunandi samkomulag gæti tekist einhvers staðar á milli þessara tveggja sjónarmiða. Hann virtist hins vegar áfram vera í vafa um þetta atriði, en sagðist mundu íhuga þetta vandamál, sem væri langmik- ilvægast og við yrðum að ræða þetta ítarlega síðar. Utanríkisráðherrann bætti við, að hann héldi að við kæmumst ekkert áfram nema það yrði ljóst, að ísland væri að taka á sig margs konar hluti á grundvelli tiltrúar á og trúnaðar- trausts til Bandaríkjanna með því að bjóða sig fram sem varnarsvæði. Þess vegna ættu Bandaríkin að bera nógu mikið traust til íslensku ríkis- stjórnarinnar til að telja útilokað, að stjórnin myndi krefjast brottfarar varnarliðsins og segja upp samn- ingnum meðan þörf væri fyrir varn- ir með þessum hætti. Ég var fljótur að fullvissa hann um að það væri ekki minnsti skortur á trúnaðartrausti í garð núverandi ríkisstjórnar íslands, hann gæti ver- ið viss um að þessi grein í samningn- um fæli ekki í sér trúnaðarbrest gagnvart íslensku ríkisstjórninni. Ég benti á að sú staðreynd að núver- andi ríkisstjórn sæi þörfina fyrir varnarbúnað og herlið og væri reiðubúin til að taka þátt í þessum viðræðum, sýndi ljóslega að stjórn- in hefði ekki í hyggju að reka herinn meðan hernaðarástandið í heimin- um krefðist veru þess á íslandi. Ég fullvissaði hann um, að við værum algerlega sammála um það atriði, að varnarlið ætti ekki að vera lengur á Islandi, þegar þörfin fyrir varnaráætlunina væri ekki lengur fyrir hendi. Hvorki hann né við Bandaríkjamenn vildum það. Ég lét í Ijósi þá von að við yrðum færir um að setja saman samnings- ákvæði, sem við gætum rætt og hagað þannig að það fullnægði ósk- um beggja aðila. Utanríkisráðherrann kvað jafn nauðsynlegt fyrir ísland að vita ná- kvæmlega hvaða óskir væru uppi í sambandi við varnaráætlunina; þ.e. umfang mannvirkja, hvers hernað- aryfirvöld æsktu og hvað þau ætl- uðu að gera við mannvirkin og varnarsvæðin sem þau fara fram á. Auðvitað er sagt frá þessu almenn- um orðum í uppkastinu. En hann virtist vera að hugsa um hvernig hann ætti að kynna þessi mál fyrir samráðherrum sínum í ríkisstjórn og Alþingi. Ég skildi þarfir hans en útskýrði að ómögulegt væri að vita fyrirfram hvers yrði þörf, en við- bótarupplýsingar og ýmsar hug- myndir varðandi herbúnaðinn og nánari útlistun á samningnum gæti komið síðar. Ég kvaðst myndu gera allt sem í mínu valdi stæði til að afla honum ítarlegri upplýsinga og bauð honum að leggja f ram lista með ósk- um sínum. Þá benti ég á að hernað- arsérfræðingar kæmu á morgun og þeir myndu veita mér sérfræðiað- stoð og hann gæti rætt við þá eða hverjir sem væru aðrir sem hann til- nefndi til þess. Þess vegna væri verið að senda þessa sérfræðinga til íslands." VONDAUFUR RÁÐHERRA Síðan heldur Lawson áfram skýrslu sinni af fundinum með Bjarna: „Utanríkisráðherrann var mjög vondaufur um möguleika um samkomulag á grundvelli uppkasts- ins. Hann endurtók nokkrum sinn- um: „This will be most difficult", — þetta verður mjög erfitt. Ég útskýrði aftur fyrir honum að þetta væri nú aðeins vinnuplagg, upphafspunktur — grundvöllur samkomulags sem lýsti viðhorfum hersins — og tækifæri gæfust til umræðna og athugunar á hverju atriði frá sjónarmiði ís- lensku ríkisstjórnarinnar... Þegar við slitum talinu lagði ég til að hann liti á málið bjartari augum, — ég væri viss um að hægt væri að sam- ræma hugmyndir okkar og að við næðum viðunandi samkomulagi. Hann kvaðst myndu íhuga þetta allt nánar og vonaðist eftir að við gæt- um rætt málið frekar eigi síðar en 15. febrúar. Þegar ég fór hafði ég það á tilfinn- ingunni að hin víðtæku áform hers- ins, sem fram koma í uppkastinu, hefðu orðið honum áfall, þar sem hann íhugaði erfiða aðstöðu sína til að hafa áhrif á samráðherra sína í ríkisstjórninni og leiðtoga Alþýðu- flokksins — og að fá Alþingi til að samþykkja uppkastið eða eitthvað í líkingu við það. Mér fannst líka, þó að utanríkisráðherrann væri mjög svartsýnn í fyrstu, að það hefði þjón- að ágætum tilgangi að kynna hon- um uppkastið á þessari stundu. Það verður til þess að málið er þegar komið til alvarlegrar íhugunar og tími hefur sparast með því að grund- vallarsjónarmið hersins hafa þegar komist til umfjöllunar. Mér finnst líka að gera þurfi nauðsynlegar ráð- stafanir til að þessar viðræður verði um hríð á óformlegum grundvelli vegna þess, að það væri óheppilegt ef formlegar viðræður færu fram áður en grundvallarsamkomulag er komið í augsýn. Við verðum stöðugt að láta í veðri vaka að við séum þess fullvissir að viðunandi samkomulag muni nást.“ STJÓRNSTÖÐ í REYKJAVÍK Af skýrslunni má sjá neðanmáls, að Lawson sendiherra og Bjarni Benediktsson hafa hist aftur 15. febrúar og þar eru einnig mættir aðrir ráðherrar í ríkisstjórn íslands og Byrns frá utanríkisráðuneytinu bandaríska. Þann 17. febrúar útbýr sendi- nefnd Bandaríkjanna skjal fyrir ís- lenska utanríkisráðherrann, þar sem segir frá hugmyndum um til- gang varnarliðsins á fslandi. Þar segir m.a. frá því að það verði hlut- verk herliðsins að vernda aðalflug- vellina, samgönguæðar, hafnir og olíugeyma í Reykjavík og Keflavík. Auk þess að verja aðsetur ríkis- stjórnarinnar. Talað er um loftvarnir í Reykjavík og Keflavík en utan Keflavíkur verði LEYNDARDÓMURINN VIÐ HERTÖKUNA Stjórnmálamenn fámálir í æuisögum sínum. Islensk skjöl gœtu varpaö Ijósi á málid Myrkrið sem grúfir yfir samn- ingstímabilinu í sögunni veturinn 1951, nær allt til þessa tíma. í ævi- sögum stjórnmálamanna eru tjöldin oft dregin frá viðburðum af þessum toga, en því er ekki að heilsa varðandi viðræðurnar janú- ar til maí 1951. Sjálfsævisaga Steingríms Steinþórssonar þáv. forsætisráðherra hefur komið út í tveim bindum, en hið þriðja er ókomið og fjallar einmitt um um- rætt tímabil. í þriggja binda sögu Eysteins Jónssonar er heldur ekk- ert fjallað um þessar viðræður, en segir frá því að Eysteinn hafi tvisv- ar farið til Washington 1951 vegna lánamála, einkum hjá Alþjóða- bankanum. Stefán Jóhann Stefánsson, þáv. leiðtogi Alþýðuflokksins, segir ekki heldur frá þessum viðburðum í sinni ævisögu. En Einar Olgeirs- son leiðtogi Sósíalistaflokksins fjallar mikið um málið í sinni sögu. Hann segir m.a.: „Ég held að leyndardómurinn við hertökuna 1951 eigi sér sömu rætur og erfið- leikar þeir, sem Ólafur Thors átti við að glíma 1946. Þeir hótuðu þá að hafa herinn áfram, hvað sem Is- lendingar segðu, og eins hafi það verið 1951." Ekki verður séð af þeim skeytum sem hér birtast né í síðari greininni að Bandaríkja- menn hafi haft í frammi slíkar hót- anir 1951. Eins og segir annars staðar gætu skeyti, fundargerðir og önnur skjöl frá íslenska utan- ríkisráðuneytinu varpað skýrara ljósi á þessar viðræður.

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.