Helgarpósturinn - 05.02.1987, Blaðsíða 10

Helgarpósturinn - 05.02.1987, Blaðsíða 10
HP HELGARPÓSTURINN Ritstjóri: Halldór Halldórsson Ritstjórnarfulltrúar: Helgi Már Arthursson Sigmundur Ernir Rúnarsson. Blaöamenn: Friðrik Þór Guðmundsson, Gunnar Smári Egilsson, Guðlaugur Bergmundsson, Jónlna Leósdóttir og Óskar Guðmundsson. Ljósmyndir: Jim Smart. Útlit: Jón Óskar Hafsteinsson Ljósmyndir: Jim Smart Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson. Skrifstofustjóri: Garðar Jensson. Auglýsingastjóri: Hinrik Gunnar Hilmarsson. Auglýsingar: Sigurður Baldursson, Sveinbjörn Kristjánsson. Dreifing: Garðar Jensson (heimasími: 74471) Guðrún Geirsdóttir. Afgreiðsla: Bryndís Hilmarsdóttir. Ritstjórn og auglýsingar eru að Ármúla 36, Reykjavík sími 681511. Afgreiðsla og skrifstofa eru að Ármúla 36, sími 681511. Útgefandi: Goðgá h/f Setning og umbrot: Leturval s/f. Prentun: Blaðaprent h/f. nöturleg sjónarmið LEIÐARI Fordómar og Á íslandi þekkja menn svokallað flótta- mannavandamál í Vestur-Evrópu af afspurn. Við heyrum um þessi mál í fréttum og þannig koma þau okkur við. Sem fréttir. Hér er þessi vandi ekki til staðar. Hingað leita yfirleitt ekki flóttamenn. Sá fjöldi manna, einstaklinga og fjölskyldna, sem flúið hefur heimkynni sín og leitað hefur skjóls í Vestur-Evrópu hefur farið vaxandi á undanförnum árum. Og menn sækja til þessa heimshluta, m.a. vegna þess, að þar er mönnum yfirleitt ekki varpað í dýfl- issu, eða þeir skotnir fyrir þaer sakir að hafa skoðun. I Helgarpóstinum í dag er viðtal við íslensk- an ríkisborgara, sem flúði hingað undan ógn- arstjórn Ayatollah Khomeini. Hann greinir frá síðustu árum Iranskeisara og umskiptunum, sem urðu þegar klerkastjórnin tók völdin í landinu. Skýring þessa manns á völdum Kho- meinis og þeirri ógnarstjórn sem ríkir í land- inu er sú, að stærstur hluti landsmanna lifi í mikilli fátækt. Stærstur hluti þjóðarinnar sé ómenntaður og láti stjórnast af trúarlegum kennisetningum, sem útilokað er fyrir okkur að setja okkur inn í. I viðtalinu kemur fram sú skoðun þessa landflótta manns, sem sest hefur að á (slandi, að Khomeini hafi búið ein- angraður Í40 ár ásamt fjölskyldu sinni og trú- bræðrum. „Hann vissi ekkert um samtímann, var úr tengslum við allan veruleika, hann er nánast jafn gamall trúnni, ca. 1350 ára og hef- ur ekkert breyst allan þann tíma. Hann er að reyna að færa guðsríki niður á jörðina og vera guð sjálfur," segir þessi viðmælandi HP. Guðsríkið, sem boðað hefur verið austur í íran, er ógnarstjórn. Tugir þúsunda manna hafa verið líflátnir. í stríði því sem háð er á landamærum írans og írak er smábörnum teflt fram á vígvöllinn í nafni æðri máttar- valda. Þessa ógnarstjórn, þennan raunveruleika eru margir að flýja. írana hefur verið haldið í fangelsi í Reykja- vík í nokkra daga. Til stóð að vísa manninum úr landi til þess lands, sem hann kom frá, Tyrklandi, en þar situr herforingjastjórn við völd. Mál íranans er í biðstöðu. Hann hefur sótt um hæli hérlendis sem pólitískur flótta- maður og yfirvöld hafa ekki afgreitt mái hans, enda óvarlegt að taka skyndiákvarðanir í mál- um sem þessum. Þjóðin hefur verið spurð um afstöðu sína í máli þessa manns, sem hingað er kominn á flótta undan ógnarstjórn Khomeinis. Og ekki stóð á svörunum. Sá takmarkaði hluti þjóðar- innar sem lét álit sitt í Ijós í útvarpinu í gær- morgun sá öll tormerki á því, að manninum yrði veitt hæli í landinu og bar fyrir sig margs konar röksemdir. Röksemdir þessa takmarkaða hluta þjóðar- innar báru það yfirleitt með sér að menn höfðu lítinn skilning á vandræðunum, sem landflótta menn lenda í, þegar þeir flýja heimaland sitt. Og báru menn fyrir sig m.a. hættuna af eyðni, svo eitthvað sé nefnt! Gegnumgangandi voru þetta fátæklegar rök- semdir. Það er ekkert einfalt mál að fást við flótta- mannavandamál. Það vitum við af reynslu ná- grannaþjóðanna. Til átaka hefur komið á milli flóttamanna og íbúa viðkomandi landa — og þeir í mörgum tilvikum bornir fráleitum sök- um. En þrátt fyrir andstöðu og einhverja óvild í garð flóttamanna meðal hópa, sem hafa lag á að láta frá sér heyra, þá hafa yfirvöld í við- komandi ríkjum talið sér skylt að axla hluta af vandræðum flóttamanna með því að veita þeim hæli í löndunum í kringum okkur. Burtséð frá máli Iranans, sem nú bíður ákvörðunar um framtíð sína, þá verður erfitt að skilja þær raddir hlustenda í útvarpi sem heyrðust í gærmorgun öðru vísi en að þeir væru haldnir kynþáttafordómum. Skoðanir þessa fólks benda til þess að mannúðarsam- tökum, kirkju og fjölmiðlum hafi mistekist að koma til skila nokkrum grundvallaratriðum í mannlegum samskiptum; m.a. að skapa skilning og útbreiða þá þekkingu sem er for- senda bróðurkærleika. Skoðanir þessar eru ekki nýjar og hafa ver- ið settar fram áður. En þær eru alltaf jafn nöt- urlegar. I Eyðnifaraldurinn hefur beint augum manna að aðferðum hollenskra yfirvalda við meðhöndlun eiturlyfjavandans Dópstrætó með nýjum nálum ,,Ég vona ad þú skrifir ekki bara um eiturlyfjavandamáliö," sagði vingjarnlegur HoUendingur viö blaðamann HP, þegar sá síðar- nefndi átti leid um Amsterdam á dögunum. Hollendingurinn bœtti því við, aö stór hluti fólksins sem eigraði um skuggalegan hluta mið- borgarinnar og bar öll merki eitur- lyfjaneyslu, vœri átlendingar. Hann kvað Pjóðverja koma til Amsterdam ístórhópum til að stunda sitt eiturát í friði. Frjálslyndi Hollendinga í þessum efnum hefur vakið mikla athygli víða um heim að undanförnu, bæði vegna vaxandi neyslu á eiturlyfjum í flestum löndum og vegna út- breiðslu eyðni meðal þeirra, sem sprauta eitrinu í æð. Þegar blaða- maður var þarna á ferð, var stadur í Amsterdam heilbrigðisráðherra Bretlands í þeim erindum að kynna sér afstöðu Hollendinga til eitur- lyfjaneytenda og eyðnismitunar með sprautum þeirra. Eitt af því sem ráðherranum var sýnt í þeirri ferð, voru sérstakir strætisvagnar, sem aka á milli nokkurra áfangastaða í borginni með birgðir af hreinum nálum fyrir eiturlyfjaneytendur. Strætisvagnarnir, sem eru með skyggðar rúður en líta að öðru leyti út eins og aðrir strætóar í borginni, stoppa á ákveðnum tímum á nokkr- um stöðum í miðborginni. Þangað koma þeir sem eru háðir lyfjum og sprauta þeim í sig. Fólk getur fengið nálar með sér heim og fær hver jafn- margar nýjar nálar og þær gömlu sem hann skilar. Þeir, sem skráðir eru sem eiturlyfjasjúklingar, geta líka fengið lyf til að sprauta sig með frá hinu opinbera. Þetta merkilega frjálslyndi, sem einnig má sjá á líflegri og að því er virðist algjörlega opinni verslun með hass á kaffihúsum í miðborg- inni, hefur litað ímynd Amsterdam í margra augum. Það mun líka svo, að þeir sem gæta þess að eitri sé ekki smyglað hingað til lands, hafa sér- staklega vakandi auga með fólks- og vöruflutningum milli Amsterdam og Islands. Venjulegum Hollendingum er ekkert sérstaklega gefið um þetta orð sem fer af borginni og það er enda rétt, sem sagt var við blaða- mann í Amsterdam: Borgin er meira en lítið forvitnileg fyrir margt ann- að. Skuldlausir vanskila menn í Lögbirtingi Leidrétt ljód Afar meinleg mistök urðu varðandi viðtal við Kjartan Árnason í síðasta tbl. HP. í ljós kom að aðeins helmingur Ijóðsins Síðasta kaffipásan fylgdi viðtalinu. Um leið og HP biður Kjartan afsökunar biður það aðra lesendur velvirðingar. Hér birtist ljóðið síðan í heild. Síðasta kaffipásan. Klukkan var 9:30 að morgni þegar hann lagöi frá sér liamarinn stód upp og sagði: Eg er uegurinn sannleikurinn og lífið. ■ Nú œtla ég að skreppa útí bakarí og þegar ég kem aftur förum við í kaffi. Hann kom aftur braut brauðið skenkti kaffið og sagði: Sannlega segi ég yöur þetta verður síðasta kaffipásan mín í þessu starfi ég œtla að snúa mér að öðru og aðeins einusinni héðanífrá mun ég komast í snertingu við Hamar og Nagla Viö þá snertingu fullkomnast þrenningin Viröing Sœmd & Lotning og ást og hatur renna saman og ekkert skiptir lengur máli. Bara lífiö. Enn stóð hann upp leit yfir félagana sagði: Jæja ég bið ykkur vel aö lifa. Gekk svo útí heitan morguninn og hvarf í molluna. Miklum sögum fer af flóði nauð- ungaruppboðsauglýsinga í Lögbirt- ingablaðinu, þar sem tíundaðar eru stórar og smáar skuldir við skatt- yfirvöld, banka, tryggingafélög, sjóði og aðra aðila. Nýlega sögðum við frá skuldum nokkurra fyrir- tœkja við Gjaldheimtuna í Reykja- vík — samkvœmt auglýsingum í Lögbirtingablaðinu. Nú hefur brugðið svo við að talsmenn tveggja þessara fyrirtœkja hafa haft sam- band við HP og sagst hafa borgað viðkomandi skuldir og því hafi aug- lýsingarnar aldrei átt að birtast. Þessi tvö fyrirtœki eru Ofnasmiðjan og Bílanaust. Þessir aðilar héldu því fram að birtingin væri vegna handvammar hjá Gjaldheimtunni. Þegar HP kann- aði þetta nánar kom í ljós að þegar svona nokkuð gerist er sökin í bland fyrirtækjanna (eða einstaklinganna) og svo spila inn í tækniörðugleikar. Þegar fyrirtæki eða einstaklingur lendir í vanskilum, t.d. við Gjald- heimtuna, sendir sú stofnun kröfu eða beiðni til borgarfógetaembætt- isins (eða samsvarandi embætta á landsbyggðinni). Fógetaembættið sendir þá tilkynningu til viðkom- andi skuldara um að ákveðin eign verði auglýst til uppboðs ef skuldin verður ekki greidd. í bréfinu er til- tekinn frestur, yfirleitt nálægt 3 vik- um. Að þeim fresti liðnum er farið yf- ir hvaða skuldir hafa verið greiddar og það leiðrétt, en auglýsingar síð- an sendar Lögbirtingablaðinu — sem þarf að fá handrit sín með um tveggja vikna fyrirvara. Skuldararnir hafa þá haft 3 vikur til að greiða upp skuldina eða gera aðrar fullnægjandi ráðstafanir til að hindra birtingu á nauðungarupp- boðsauglýsingu. Á þessu tímabili liggur sökin því alfarið hjá skuldur- unum, ef borgað er seinna er borg-, að of seint. Á hinn bóginn þarf Lögbirtinga- blaðið langan frest vegna vinnslu blaðsins, enda mikil útgáfa á þeim bæ og auglýsingar svo tugum þús- unda skiptir á ári hverju. Þegar þriggja vikna fresturinn er liðinn taka við tvær vikur hjá blaðinu og prentsmiðjunni og þá er nánast von- laust að breyta þó borgað sé. Og það sem meira er, vegna þessara tækni- erfiðleika birtist auglýsingin ekki bara einu sinni (hvort sem þá er loks búið að greiða skuldina eða ekki) heldur þrisvar (A, B, C). Hjá borgar- fógetaembættinu fengust þær upp- lýsingar að það ætti alls ekki að geta gerst hvað Gjaldheimtuna varðar, að nauðungaruppboðsauglýsing birtist ef skuldari hefur gert upp inn- an umrædds frests frá embættisins hálfu. Niðurstaðan er því að ef menn borga ekki tímanlega þá geta þeir sjálfum sér um kennt ef auglýsing birtist í Lögbirtingablaðinu. Ef greitt er á næstu tveimur vikum eftir frest- inn er of seint að koma í veg fyrir birtingu uppboðsauglýsingar og þá vegna tækninnar (skorts á henni). Þess vegna gerist það endrum og eins að í Lögbirtingi sjást nöfn skuldlausra vanskilamanna. FÞG SKAK- LAUSN BÍLALEIGA Útibú f kringum landið REYKJAVÍK:......91-31815/686915 AKUREYRI:........96-21715/23515 BORGARNES:..............93-7618 BLÖNDUÓS:......... 95-4350/4568 SAUÐÁRKRÓKUR: .... 95-5913/5969 SIGLUFJÖRÐUR:..........96-71489 HÚSAVÍK:.........96-41940/41594 EGILSSTAÐIR: ...........97-1550 VOPNAFJÖRÐUR: .....97-3145/3121 FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR: .97-5366/5166 HÖFN HORNAFIRÐI: ...... 97-8303 10 HELGARPÓSTURINN 39 Winter-Wood Svartur á aðeins einn leik sem kemur í veg fyrir mát í næsta leik, hvítur hindrar hann. 1 Hb3! (biðleikur) 1 Ke6 2 Dxe4 1 Kf4 2 Dg3 1 f4 2 Dal 1 e3 2 Dxe3 1 Kd4 2 Dc3 (eða 40 Abbott 1 Bel! rýmir fyrir kónginum og leiðir hann fram til laglegra máta. 1 - Kd4 2 Df5 Ke3 3 De5 kórrétt mát!) Kc4 3 Dd3 1 - Kf4 2 Bg3+ Ke3 3 Dd3 1 -d4 2 Bg3+ Kd5 3 Dc6 reiddist Guðmundur G. Þórarins- son verkfræðingur Þjóðviljanum mjög vegna fréttar um skattalaga- brot Þýsk-íslenska, þar sem hálf- bróðir Guðmundar situr við stýrið. Kærði Guðmundur málið til siða- nefndar Blaðamannafélags ís- lands. En hann lét ekki þar við sitja heldur höfðaði hann mál á hendur Þjóðviljanum fyrir borgardómi. Giarðar Gíslason borgardómari hefur málið með höndum og mun hann hafa reynt að ná fram sáttum á milli aðila, en það ekki tekist. Fljótlega má gera ráð fyrir dómsnið- urstöðu. . . || ■ in síðari ár hafa japanskar bifreiðir verið í stöðugri sókn hér á landi meðan ýmsar áður „hefð- bundnar" tegundir eru varla fluttar inn lengur. Þannig má nefna til dæmis gamla jálkinn Land Rover, en undanfarin ár hafa verið fluttir inn örfáir slíkir bílar. En nú er þetta að breytast. Ætlar Höldur hf. á Ak- ureyri að fara að selja þessa jeppa hér á landi á ný. Veldi eigenda Höld- urs, svokallaðra „Kennedy- bræðra" heldur áfram að aukast og er orðið að stórveldi á 10 árum ... að ætti ekki að skorta gisti- • rými á Sauðárkróki næsta sumar. Nokkrir heimamenn munu nefni- lega sækjast eftir að fá heimavist Fjölbrautaskólans undir hótelrekst- ur, en undanfarin sumur hefur Guð- mundur Tómasson, hjá Hótel Mælifelli, rekið þarna nokkurs konar útibú. Telja Sauðkrækingarn- ir ósannað að Guðmundur hafa í höndunum gildan leigusamning. Hótel Mælifell var annars nýverið í fréttum fyrir þær sakir að það fékk um áramót • þriggja mánaða greiðslustöðvun vegna fjárhagserf- iðleika...

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.