Helgarpósturinn - 05.02.1987, Side 14
eftir Jónínu Leósdóttur mynd Jim Smart
Geir Hallgrímsson
Seðlabankastjóri
í persónulegu Helgarpóstsviðtali
SNEMMA
SKOTINN í ERNU
Það er alltaf svolítið erfitt að fá stjórnmálamenn og háttsetta embœttis-
menn til þess að uera opinskáa og persónulega í blaðaviðtölum. Reynslan
hefur kennt þeim að vera á varðbergi, tala ekki af sér og gefa ekki á sér
neinn höggstað.
Þegar lagt var afstað til fundar við Geir Hallgrímsson, fyrrum ráðherra
og formann Sjálfstœðisflokksins en núverandi Seðlabankastjóra, bjóst
blaðamaður HPþvíekki við að auðveltyrði að ná fram „hinni hlið" þessa
þjóðþekkta manns. Viðtalið var hins vegar tœpast hafið, þegar Ijóst var að
hin klassíska formúla átti hreint ekki við í þetta sinn. Þarna var nefnilega
kominn nýr, kíminn og ótrúlega opinskár Geir Hallgrímsson.
Seðlabankastjórinn tók á móti blaðamanni og
ljósmyndara Helgarpóstsins í setustofu í bank-
anum, þar sem málverk eftir frægustu lista-
menn þjóðarinnar skreyttu veggi. Alfræðiorða-
bækur og önnur uppflettirit voru þarna í bóka-
hillum, en það var síður en svo sérstakur mun-
aðarblær yfir húsgögnunum, sem voru af tekk-
kynslóðinni frægu. Þarna inni var þægileg birta
frá litlum glugga, sem snýr út í port á milli Aust-
urstrætis og Hafnarstrætis, þó Jim ljósmyndari
hristi strax höfuðið af vandlætingu yfir því sem
hann taldi algjört ljósieysi til myndatöku.
Þegar þrjár eða fjórar filmur höfðu runnið
gegnum ljósmyndavélina og Geir hafði lýst yfir
áhyggjum sínum af fjárhagsstöðu Helgarpósts-
ins vegna þessarar eyðslusemi, settumst við í
græna hægindastóla og hófum spjallið. Ég
spurði Geir Hallgrímsson fyrst að því, hvort eft-
irfarandi klausa lýsti stöðu hans í dag. Hún var
höfð eftir honum í HP árið 1981:
„Ég vildi helst ljúka starfsferli mínum þannig,
að ég hafi góða samvisku . . . Ég vil eiga nokkur
góð ár eftir meðan ég hef það starfsþrek og þá
heilsu, sem ég nýt nú, og geta um frjálst höfuð
strokið í starfi, sem ég er ekki eins bundinn af og
í þessu.“
— Er starf Seölabankastjóra ekki of bindandi
til þess aö uppfylla þessar hugmyndir þínar um
,-,draumastarfiö“?
„Það má segja að þetta sé starf, sem ég hef þá
vel getað hugsað mér. Þó svo því fylgi vissulega
mikil ábyrgð, þá er það engan veginn jafnbind-
andi og staða formanns stærsta stjórnmála-
flokks þjóðarinnar. En auðvitað hleypur maður
ekkert frá slíku starfi. Það er einungis annars
eðlis en það sem ég fékkst áður við.“
KANNSKI ÆTTI MAÐUR
AÐ MUNA MEIRA
— ístarfi stjórnmálamannsins hefur þú oröiö
fyrir töluveröu aökasti í gegnum tíöina, en þeir
sem til þekkja segjast ekki veröa varir viö mikla
beiskju hjá þér af þessum sökum. Er þaö rétt?
„Ef til vill er ég ekki dómbær um það, en ég
dvel ekki við árásir eða gagnrýni, sem ég hef
orðið fyrir í tengslum við þau störf sem ég hef
gegnt. Ég þykist vera fljótur að gleyma. Kannski
ætti maður að muna meira . ..“
— Of sáttfús, kannski?
„Nei, ég held nú að menn séu aldrei of sáttfús-
ir. Sáttfýsin er af hinu góða, en hún má hins veg-
ar ekki vera á kostnað sannfæringar."
í Nœrmynd HP fyrir nokkrum árum sagði
ónefndur maður, að Geir væri ef til vill ofvand-
virkur og nákvæmur og átti þar við stjórnmála-
manninn Geir Hallgrímsson. Þegar ég bar þessi
ummæli undir viðmælanda minn, Seðlabanka-
stjórann, fór hann að hlæja.
„Þú mátt ómögulega ætlast til þess að ég af-
neiti því, sem vel er um mig sagtl"
í þessari sömu umfjöllun, er einnig sagt um
Geir, að hann hafi aldrei orðið stór upp á sig,
þrátt fyrir hinar fjölmörgu vegtyllur sem honum
hafa hlotnast um ævina. Hvað finnst honum um
þessa staðhæfingu?
„Ég held nú að því meiri reynslu sem maður
fær, því betur geri maður sér grein fyrir því, að
það er engin ástæða til þess fyrir einn eða neinn
að setja sig ofar öðrum."
— Geir, nú veit hvert mannsbarn á íslandi
hverþú ert ogþú getur hvergi komiö, án þess aö
allir nœrstaddir viti hver þar er á ferö. Hefur þig
aldrei langaö til aö vera gjörsamlega óþekktur."
„Nei, ég held ég hafi aldrei fundið neitt nei-
kvætt við það að vera þekktur; ég hef ánægju af
fóiki. Ég neita því þó ekki, að einn þáttur í
ánægjunni við að ferðast erlendis er að ganga
óþekktur um götur stórborga eða fáfarnari
staða. Það veitir ákveðna hvíld.
Einhvern tímann Iét ég þó hafa það eftir mér,
að fátt væri ánægjulegra en að koma heim og
ganga eftir Austurstræti og vita af því að maður
á heima hér í þessari borg og þessu landi. Mér
hefur aldrei þótt það miður að vera meðal fólks,
sem þekkir mig, þó það geti verið hvíld í því um
skamman tíma að vera þar sem enginn þekkir
mann.“
Það var greinilegt á yfirbragði viðmælandans,
að þetta með að vera þekktur eða óþekktur
hafði ekki valdið honum miklum áhyggjum eða
heilabrotum í lífinu.
SKEMMTILEG FJÖLBREYTNI
í MANNLÍFINU
Við snerum næst tali okkar að vináttunni og
ég bað Geir um að skýra það fyrir mér, hver
munurinn væri á svonefndri „pólitískri" vináttu
og öðrum vináttuböndum.
„Ég hef nú lagt þá merkingu í orðalagið „póli-
tískir vinir" að þeir menn væru vinir af því að
svipaðar stjórnmálaskoðanir mynduðu vinátt-
una. Jafnvel í svolítið neikvæðri merkingu — að
þeir væru jafnvel ekki vinir, nema vegna þess að
pólitískir hagsmunir færu saman, a.m.k. um
tima. Ég held að það geti út af fyrir sig verið rétt
að menn tengist pólitískum vináttuböndum um
skeið, en slík vinátta ristir þá ekki djúpt, ef þetta
leiðir ekki til vináttu eins og við skiljum það orð.
Persónulega hef ég aldrei bundið vináttu við
slljóinnmál, í þeim skilningi að ég geti ekki alveg
eiBs stofnað til vináttu við andstæðing minn í
sljjóinnmálum, eins og við samherja. Hins vegar
B®*’ur það í augum uppi, að menn umgangast
meirasamherja en andstæðinga í pólitík og við
umgengni og kynni stofnast vináttan. Af því
leiðir, að þetta fer oft á tíðum saman, vinátta og
pólitísk skoðun. En ég skil þetta orðalag, pólitísk
vinátta, þannig að slíka vini tengi oft ekkert
nema stjórnmálin."
— Umgengst þú fólk úr öllum flokkum, eöa
finnst þér þægilegra aö hafa sjálfstœöisfólk í
kringum þig?
Nú þagði Geir lengi, en sagði svo, íhugull á
svip: „Ég held að menn stofni ekki til vináttu af
ásettu ráði, heldur vex hún af kynnum og sam-
skiptum. Þegar maður gerir sér grein fyrir þvi
að um vináttu er að ræða, þá er ég ekkert að
velta því fyrir mér hvaða stjórnmálaskoðanir
viðkomandi hefur. En, eins og ég gaf skýringu á
áðan, kemur það ósjálfrátt að maður á fleiri vini
sem eru sömu stjórnmálaskoðana og maður
sjálfur."
— Hvernig fólk finnst þér gott aö hafa nálœgt
þér?
„Nú hef ég aldrei gert mér neina sérstaka
grein fyrir því. .. Mér finnst bara mjög ánægju-
legt að umgangast fólk — mismunandi fólk — og
hef gaman af því í sjálfu sér. Ég get ekki lýst
neinni sérstakri manngerð, skapgerð eða fram-
komu, sem mér fellur sérlega vel. Mér finnst fjöl-
breytnin einmitt eitt af því sem er skemmtilegt
í mannlífinu og mér getur fundist fólk skemmti-
legt og gaman að umgangast það, þó ég vildi
sjálfur ekki vera eins og það, eða að mínir nán-
ustu væru eins og það."
— Hvaö meö konur... Hvernig finnst þér aö
hafa þœr nálœgt þér?
„Sérstaklega ánægjulegt. Ég er líka góðu van-
ur í þeim efnum!“
ÉG ER B-MAÐUR
— Geir, þaö er altalaö aö hjónaband þitt sé
einstaklega gott. Hverju þakkaröu þaö?
Svarið var stutt og laggott, og því fylgdi prakk-
aralegt bros.
„Konunni minni!"
— Hvernig kynntust þiö Erna?
„Við kynntumst í fyrsta bekk í menntaskóla;
vorum bekkjarsystkin í þrjú ár í gagnfræðadeild
og sama árgangi í önnur þrjú ár í lærdómsdeild,
eins og þetta hét þá í Menntaskólanum í Reykja-
vík. Við fylgdumst þannig að í sex ár í skóla.
Ég varð snemma dálítið skotinn í henni, en
það var því miður ekki endurgoldið strax. Við
fórum ekki að draga okkur saman fyrr en að
loknu stúdentsprófi — á háskólaárunum."
— Þaö er sagt aö þú hafir mikiö vinnuúthald,
en segist sjálfur vera latur aö eölisfari...
„Ja, ég er B-maður. Ég er mun hressari á
kvöldin en morgnana. Hins vegar hef ég oftast
þurft að taka daginn snemma, atvinnu minnar
vegna, og þannig hefur teygst töluvert úr vinnu-
deginum."
— Stundaröu einhverja líkamsrœkt, sund og
gönguferöir, eöa eitthvaö slíkt?
„Mikið skelfing vildi ég geta svarað þér ját-
andi, en því miður þá geri ég ekkert slíkt — fer
kannski einstaka sinnum út að ganga þegar veð-
ur er gott.“
— Hefuröu gaman af Ijóöum, Geir?
„Ég hef gaman af því, þegar ég les þau, en geri
alltof lítið af því.“
— Ertu rómantískur?
„Ég held nú ekki — ekki mjög.“
— Þú fœrir eiginkonunni sem sagt ekki oft
blómvendi af engu tilefni, eöa slíkt?
Það var greinilegt að honum þótti mjög leitt
að þurfa að svara þessum spurningum neitandi.
„Þvi miður get ég ekki státað af því.“
— Svo ég haldi nú áfram aöþjarma aö þér, þá
langar mig til þess aö vita hvort þú átt ekki þínar
Ijóðrœnu stundir, Geir, og hvernig þœr eru.
Geir tók spurningunni alls ekki illa og ég sá
ekki betur en honum væri svolítið dillað við
þetta. Og svarið fékk ég.
„Ég á mínar svokölluðu ljóðrænu stundir, ef
ég horfi á fallegt málverk eða fallegt landslag.
Líka þegar ég hlusta á tónlist, sem snertir mig.“
INNRÆTT AÐ PENINGAR VÆRU
EKKI MARKMIÐ I SJÁLFU SÉR
— Eigum viö aö tala um peninga?
„Það er allt í lagi að tala um peninga — svona
af minni hálfu.“
— Ertu passasamur á fé?
„Nei, ég er ekki mjög aðhaldssamur og ég segi
það þó ég viti að konan mín komi til með að lesa
þetta! Hins vegar er ég þess mjög meðvitandi,
að fari maður með peninga almennings í opin-
berri stöðu, hvort sem það er skattfé eða aðrir
peningar sem manni hefur verið trúað fyrir, þá
ber manni að vera aðhaldssamur og gæta þess
í hvívetna að fara vel með. Þá gildir að vera mjög
reglusamur í meðferð fjármuna. Ég held að það
skipti ákaflega miklu máli."
— Er það sem sagt ekkert hcettuleg fortíö fyrir
bankastjóra aö hafa ávallt verið vel efnaöur?
„Nei. . . alls ekki. Ég er nú líka alinn þannig
upp. Mér hefur verið innrætt mikilvægi þess að
fara vel með fjármuni og að þeir séu ekki fyrst
og fremst markmið í sjálfu sér, heldur afl þeirra
hluta sem gera skal. Ég held líka, að hefði þetta
ekki verið mín skoðun, hefði ég ekki stundað
þau störf, sem ég hef gert um ævina."
— Hefur þér þótt erfitt aö horfa upp á fátœkt?
„Já, vissulega. Mér er það t.d. ákaflega minn-
isstætt, þegar ég átti þess kost að fara til útlanda
fyrir stríð, sem ekki var nú algengt með ungl-
inga í þá daga. Ég man enn hver áhrif það hafði
á mig að koma í hafnarhverfi Edinborgar, þar
sem fátækt fólk var að betla í hræðilegri eymd.
Þetta hafði mjög mikil áhrif á mig.“
— Hefuröu fundiö fyrir biturö í þinn garð,
vegna þess að þú hefur haft rúman fjárhag?
„Jú, auðvitað hefur það verið þáttur í pólitísk-
um áróðri gegn mér að vegna þess að maður
hafði ekki beinlínis reynt það sjálfur að vera fá-
tækur, þá hefði maður aldrei neinn skilning á
því. Ég tel slíkan áróður hins vegar fjarri sanni
og frekar til þess fallinn að tortryggja viðkom-
andi en að það skipti máli, efnislega. Ég hef allt-
af haft fyrirlitningu á málflutningi, sem beinist
fyrst og fremst að því að gera andstæðinginn
tortryggilegan og forðast að ræða efni málsins."
— Hefur sú hugsun einhvern tímann hvarflaö
aö þér, aö langa til þess aö vera ekki afþessari
merku oett, heldur kannski óbreyttur bóndason-
ur einhvers staöar uppi í sveit?
„Nei, ég hef verið stoltur af foreldrum mínum.
Það er nú afar skammt til fátæktar í minni ætt,
eins og í velflestum fjölskyldum á íslandi. Mín
kynslóð er ef til vill fyrsta kynslóðin, sem ekki
hefur fundið fyrir sultarkennd. Heimili föður
míns var leyst upp, vegna þess að faðir hans varð
blindur. Hann vann sig síðan upp af eigin ramm-
leik. Móðir mín var af heimili embættismanns í
Reykjavík, þar sem ekki var mikið umfram það
sem þurfti. Þetta voru góðir foreldrar og ég á
góðar endurminningar frá æskudögunum. Þess
vegna hef ég aldrei óskað mér neins annars hlut-
skiptis."
ÓÞOLINMÆÐIN ER SVO MIKIL
Það er erfitt að tala við Geir Hallgrímsson, án
þess að koma sífellt aftur að heimi stjórnmál-
anna, enda hefur hann lifað og hrærst í honum
um áratuga skeið. Mig langaði til að heyra skoð-
un hans á þeirri breytingu sem orðið hefur á lífi
og starfi stjórnmálamanna á síðustu áratugum,
m.a. við tilkomu aukinnar tækni og breytta fjöl-
miðlun.
„Ég hef nú stundum leitt hugann að þessu. Nú
á dögum koma menn til stjórnmálamanna og
vilja samstundis fá yfirlýsingar um hvaðeina
sem er að gerast, eða jafnvel það sern á eftir aö
gerast. Óþolinmæðin er svo mikil og menn eru
spurðir spjörunum úr — þegar á stundinni.
Manni finnst, að fyrri tíðar stjórnmálamenn
hafi haft langtum meiri tíma til að hugsa og yfir-