Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 05.02.1987, Qupperneq 15

Helgarpósturinn - 05.02.1987, Qupperneq 15
vega. Jafnvel þó blöð kæmu út daglega, þá sögðu þau ekkert annað en viðkomandi vildi og aldrei kom fólki í hug að hringja í andstœdinga blaðsins og spyrja þá álits. Það var bara talað við „sína menn" og allt var í fastmótuðum skorðum. Þetta breyttist síðan smám saman með frjáls- legri blaðamennsku, sem ég kann vel við, út af fyrir sig. Núna finnst mér, líkt og ég talaði um áðan, að stjórnmálabaráttan miðist að því að gera stjórnmálamennina persónulega tortryggi- lega. Þar með er sneitt hjá málefnalegri um- ræðu. Ég kann ekki við það. í hinni frjálsu fjölmiðlun nútímans finnst mér bera of mikið á því að meiri áhugi sé á að etja mönnum saman í persónulegum yfirlýsingum, en að fara efnislega ofaní það sem ágreiningi veldur. Önnur hlið á þessu máli er sú, að fyrri tíma stjórnmálamenn þurftu að ferðast mjög mikið. Þeir héldu oft langa fundi úti á landi. Og engar voru flugvélarnar og oft um vegleysur að fara. Nú til dags þurfa menn að vísu líka mikið að ferðast. Það nægir ekki að koma skoðunum sín- um á framfæri í gegnum blöð og útvarp og sjón- varp. Menn verða aö fara um landið og það er einmitt eitt af því ánægjulegasta og fróðlegasta við t.d. formennsku mína í Sjálfstæðisflokknum. Maður fór svo víða um landið. kynntist svo mörgu fólki og mismunandi aðstæðum. Það var eitt af því, sem ég hafði mesta ánægju af. En að líkja einum tíma við annan varðandi hlutverk og aðstöðu stjórnmálamanna, held ég að sé af- skaplega erfitt. Þótt ég hafi tekið þátt í stjórn- málum í um 40 ár, ef stúdentapólitíkin er með- talin, þá eiga breytingarnar sér stað svo hægt, að maður þarf að íhuga það vandlega áður en maður tjáir sig. Ég held, að þrátt fyrir framfarir í fjölmiðlun, sé sú hætta samfara þessum nútímavinnubrögð- um, að hið ytra borð yfirskyggi það sem máli skiptir. Það er meira gert með útlit og ásýnd en kjarna málsins." SAMBLAND FEGINLEIKA OG FIÐRINGS Tími Geirs var nú á þrotum. Hans biðu verk- efni og fundahöld, sem ekki varð frestað. Það var hins vegar ekki hægt að segja skilið við hann, án þess að spyrja hvernig tilfinning það væri að vera áhorfandi að því, sem hefur verið að gerast innan Sjálfstæðisflokksins að undanförnu — um- ræðum um skipan framboðslista, deilum um samstarf við Framsóknarflokkinn og fleiru. „Það er óneitanlega að vissu leyti undarleg til- finning; að sumu leyti léttir, að öðru leyti fiðring- ur að taka til hendinni.“

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.