Helgarpósturinn - 05.02.1987, Síða 16
eftir Kristján Kristjánsson
mynd Jim Smart
íranskur flótfa-
maður, sem nýlega
varð íslenskur ríkis-
borgari, segir HP frá
endurkomu
Khomeinis til írans
og þeirri vargöld
sem ríkti næst á eftir
í landinu.
FÓLK KÝS
FREKAR
AÐ ÞEGJA
EN DEYJA
16 HELGARPÓSTURINN
Knútur Pálmason er fœddur í
Teheran árið 1960 og flúði land sitt
1979 aðeins 19 ára gamali. Hann
hefur aldrei snúið aftur og býst ekki
við að gera það. Hann hefur fengið
íslenskan ríkisborgararétt, íslenskt
nafn og á íslenska konu. Hann seg-
ist vera íslendingur og hafa sterkari
taugar til íslands heldur en til írans,
þrátt fyrir að fjölskylda hans dveljist
þarenn. Hann er sonur fyrrum hátt-
setts foringja í her keisarans og til-
heyrði því hinni menntuðu yfirstétt í
landinu. HP hitti Knút að máli og
bað hann að skýra frá þeim um-
brotatímum sem ríktu í heimalandi
hans á árunum fyrir 1980. Fyrsta
spurningin sem lögð var fyrir hann
var afhverju hann hefði valið þann
kost að flýja frá íran.
„Ég átti um tvennt að velja, að
fara í herinn eða flýja. Ég flúði. Að
vísu má líka segja að ég hafi flúið
vegna þess að menntunarmöguleik-
ar mínir í íran voru svo takmarkaðir.
Það var blanda af þessum tveimur
ástæðum."
— Varð mikil breyting í landinu
þegar Khomeini tók viö?
„Þetta varð allt annað land, það
var ekki hægt að þekkja það aftur.
Reyndar hafði keisarinn verið að
missa tökin síðasta eitt og hálfa árið
sem hann ríkti. Leyniþjónustan var
allstaðar með nefið og herinn og
lögreglan þar sem hún var ekki.
Þegar hernum var att gegn eigin
fólki missti hann máttinn, agaleysi
og taugaóstyrkur réði ríkjum og
þegar Khomeini kom var hann eig-
inlega búinn að vera.“
30 ÞÚSUND MANNS í
FANGELSI
— Nú er sagt að keisarinn hafi
verið all hrottalegur í garð andstœð-
inga sinna.
„Já, ég lenti aldrei í neinu,
kannski vegna þess að pabbi var
háttsettur í hernum en vissulega
heyrði maður sögur af pyntingum
og fleiru, t.d. að um 30 þúsund
manns hafi verið í fangelsi útaf and-
stöðu sinni við hann.“
— Hvernigstóð á því að keisarinn
missti tökin á stjórn landsins?
„Það kemur auðvitað margt til en
ég held að það hafi kannski verið
fyrst og fremst tveir atburðir innan-
lands. Stærstu mistökin voru þegar
Knútur: „... verðir byltingar-
innar gengu inn af götunni,
fengu byssu og skutu svo á
allt sem hreyfðist..."
hann, eða einhver af herforingjum
hans, sigaði hernum á mótmæla-
fund í Teheran og yfir 700 manns
féllu. Hitt atvikið var þegar kvikn-
aði í kvikmyndahúsi og hundruð
manna brunnu inni. Sá orðrómur
komst á kreik að leyniþjónustan
hefði verið þar að verki.
Eftir það beindi fólk óánægju
sinni beint að keisaranum. Áður
hafði hann aldrei verið gagnrýndur
beint, heldur alltaf einhver af undir-
mönnum hans, enda var hann nán-
ast í guðatölu eins og aðrir þjóð-
höfðingjar í gegnum aldirnar. En
þarna kom semsagt fyrst fram kraf-
an um dauða yfir keisaranum. Sag-
an segir að Khomeini og hans menn
hafi komið orðrómnum af stað til að
grafa undan keisaranum. Eftir það
kom herinn til skjalanna og átti að
halda fólkinu í skefjum en það gekk
ekki. Að auki má líka nefna róginn
um fjölskyldu keisarans. Systir hans
t.d. var talin vera frumkvöðull heró-
íninnflutnings í landið. Hún var víst
allstaðar með puttana í öllu og hafði
sterk sambönd í undirheimum sem
voru þó engir undirheimar í venju-
legum skilningi því keisarafjölskyíd-
an réði öllu, líka þeim. Kannski var
hún valdameiri en hann sjálfur, eng-
inn veit.“
DRAUGUR AFTAN ÚR
FORNÖLD
— Afhverju kom Khomeini þá til
skjalanna?
„Ja, skýringin er líklegast sú að
75—80% írana eru algerlega
ómenntaðir. Þeir lifa aðeins til að
deyja svo þeir megi öðlast sælli vist
í öðrum heimi. Þetta fólk trúir á
Khomeini. Þegar hann kom inní
landið gekk það til liðs við hann.
Hann ætlaði ekki að stjórna landinu
að eigin sögn, en það hefur síðan
breyst og nú ríkir hann eins og guð
almáttugur."
— En hver er þessi maður, hver er
bakgrunnur hans?
„Hann er Ayatollah sem merkir
nánast það að hann er guð. Hann er
æðsti maður trúarhreyfingarinnar
og þessir Ayatollahar hafa lengi ver-
ið mjög valdamiklir. Trúarhreyfing-
in hefur alltaf verið óhemju sterk og
fyrr á öldum ríktu kóngar í íran en
aldrei nema með samþykki Aya-
tollahanna. Sagan segir að eftir bylt-
inguna þegar keisarafjölskyldan
náði völdum hafi átt að taka hann af
lífi. Æðstu trúarleiðtogarnir mót-
mæltu á þeim forsendum að hann
væri Ayatollah, helgur maður, og
þess vegna mætti ekki skerða hár á
höfði hans. Hann var sendur í út-
legð. Áður hafði hann búið einangr-
aður í klaustri ásamt fjölskyldu sinni
og trúarbræðrum í 40 ár. Hann vissi
ekkert um samtímann, var úr
tengslum við allan veruleika, hann
er nánast jafn gamall trúnni, ca.
1350 ára og hefur ekkert breyst all-
an þann tíma. Hann er að reyna að
færa guðsríki niður á jörðina og
vera guð sjálfur."
— Hvernig var ástandið fyrst eftir
að hann kom?