Helgarpósturinn - 05.02.1987, Side 19

Helgarpósturinn - 05.02.1987, Side 19
HÓTEL HOLT „VINSÆLÁ BRÚÐKAUPSNÓTTINA" Útlendingar hafa alltaf verid í meirihluta medal gestanna á her- bergi 413 á Hótel Holti, kaupsýslu- menn, sendiherrar og listamenn, og efnaðir Bandarikjamenn á sumrin. Enda er herbergi 413 svítan. Einn og einn Islendingur gistir þar þó líka. „Það hefur alltaf verið mjög vin- sælt að eyða brúðkaupsnóttinni á svítunni, og á það við um fólk bæði úr bænum og utan af landi," segir Sveinjón Ragnarsson aðstoðarhótel- stjóri, Hann segir, að þónokkuð sé um að sama fólkið gisti oftar en einu sinni og oftar en tvisvar í svítunni, og nefnir sem dæmi frægan skurð- lækni frá Bretlandi, sem kemur hingað til iaxveiða á hverju ári. „Hann gistir alltaf hjá okkur og hef- ur gert það í fjölda ára. Hér er góður andi og honum líkar það vel,“ segir Sveinjón. Ýmsir frægir menn og konur hafa dvalið í svítunni á meðan þeir hafa verið á islandi, og má þar nefna George Schultz utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sem hafði hana til umráða á leiðtogafundinum síðast- liðið haust. Þar hafa einnig verið ítalski tískukóngurinn Gianni Versace, breski leikarinn Alec Guinness og þau skötuhjúin Ringo Starr og Barbara Bach. Svítan er vel búin húsgögnum, m.a. er þar leðursófasett, og uppi á veggjum hanga málverk eftir menn eins og Kristján Davíðsson og Gunn- laug Blöndal. Og það kostar tæpar 7 þúsund krónur að fá að halla þar höfði. Hið eina sem svítugestir fá aukreitis, fyrir utan öll þægindin, er gos í ísskápnum. Svítan hefur alltaf verið í svipuðum dúr frá því að hót- elið opnaði árið 1965, en fyrir um tíu árum eða svo, var hún flutt úr einum enda hússins í annan, þegar hótelið var stækkað. En myndi Sveinjón geta hugsað sér að gista þar? „Já. Mér finnst hún mjög smekk- leg og ég get hiklaust mælt með henni við aðra,“ segir Sveinjón Ragnarsson aðstoðarhótelstjóri á Holtinu. j;J Hg 'I ^ I i j. 1' 1 m i • j ;S HÓTEL KEA Sófasett í háum gæðaflokki SÓFASETT í miklu úrvali. Opið kl. 10-19 ALLA DAGA „PENINGANNA VIRÐI" Svefnsófasett lendingar og útlendingar sem gista í svítunni. Af Evrópumönnunum sé mikið um kaupsýslumenn, sem koma reglulega til íslands. Enda hótelið vel staðsett og í námunda við allan þann aragrúa fyrirtækja, sem hafa aðsetur í Múlahverfinu. Ameríkanarnir eru aftur á móti frekar venjulegir ferðamenn. „Þeim finnst hún afar ódýr og hugsa sig aldrei tvisvar um,“ segir Hans. íslensku gestirnir eru gjarnan menn, sem koma að staðaldri til Reykjavíkur, eins og kaupfélags- stjórar og útgerðarmenn. Og svítan fylgir með, ef brúðhjónin halda veisluna í húsakynnum hótelsins. „íslendingarnir eru hér yfirleitt af einhverju tilefni," segir Hans Indriðason hótelstjóri á Esju. Ekki einasta geta gestir svítunnar á Hótel KEA á Akureyriglatt hjartað við að horfa útyfir Pollinn og Vaðla- heiðina úr gluggunum á fimmtu hœð nýbyggingarinnar, heldur geta þeir einnig tyllt sér niður I leðursófa- settið í stofunni og virt fyrir sér stórt málverk eftir Baltasar, sem þar hangir á vegg. Eða þá sest við skrif- borðið og skrifað bréf heim. KEA-svítan er eins og iítil tveggja herbergja íbúð, nema hvað eldhúsið vantar, og að sögn Gunnars Karls- sonar hótelstjóra er íburðurinn þar öllu meiri en í öðrum vistarverum hússins. Enda kostar gistingin ná- lega helmingi meira, 4600 kr. í vetur á móti 2670 kr. fyrir venjulegt tveggja manna herbergi. Gunnar segir, að það sé alls konar fólk sem kjósi svítuna fram yfir venjuleg herbergi. „I fyrsta lagi er það fólk, sem vill láta fara vel um sig og er tilbúið að borga fyrir það,“ segir hann. Þá kjósa hana menn sem koma norður í viðskiptaerind- um og þurfa að hafa aðstöðu til að taka á móti fólki, að ógleymdum brúðhjónum og öðru fólki á tíma- mótum. Aðeins rúmt ár er liðið frá því að svítan var tekin í notkun, og því ekki komin mikil reynsla á rekstur hennar. En skyldi vera eitthvað um að sama fólkið gisti í henni trekk í trekk? „Já, vissulega, og það á sérstak- lega við um menn sem koma hingað í viðskipta- eða embættiserindum," segir Gunnar. Þótt svítugestir hafi kannski al- mennt meiri fjárráð en gengur og gerist, segist Gunnar ekki verða var við meiri mannalæti í þeim en öðr- um gestum. „En það kemur alltaf fyrir, hvort sem er á hóteli eða veit- ingastað, að þangað komi einhver, sem hefur þörf fyrir að slá um sig,“ segir hann. — Að lokum Gunnar, myndirðu sjálfur gista í svítunni ef þú kæmir sem gestur á Hótel KEA? „Það færi eftir því í hvaða erinda- gjörðum ég væri. En ég get alveg mælt með henni fyrir þá sem vilja hafa það huggulegt, eða þurfa á þessari aðstöðu að halda. Hún er þess virði,“ segir Gunnar Karlsson hótelstjóri á KEA. Rókókósófasett Hvíldarstólar SNýja {Bólsturgorðir. Garðshorni - Foss>'ogi - Simi 16541. HELGARPÓSTURINN 19

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.