Helgarpósturinn - 05.02.1987, Síða 20
eftir Friðrik Þór Guðmundsson myndir Jim Smart
HP gáir til veðurs með þeim sem hafa atvinnu af því...
Það vantar ekki fjölþreytileikann í veðurfar-
inu hérá klakanum. íveðurfregnum ríkissjón-
varpsins virkar söguþráðurinn að vísu nokkuð
einhæfur; skipulagðar raðir af misdjúpum
lœgðum og breytilegri vindátt eftir því hvar
skilin liggja. Hœðir inn á milli. En alltaf allra
veöra von.
Helst að vonast sé eftir úrkomuleysi 17. júní
og hvítum jólum. Gott ef menn sleppa við
kulda og hellidembu um hvítasunnuhelgi og
verslunarmannahelgi.
Ekki skiptir það höfuð máli hvar maður er
staddur á landinu. Spurningin er ekki um eðl-
ismun heldur stigsmun. Finnst þér gaman að
roki? Þá skaltu endilega setjast að í Vest-
mannaeyjum. Ef þú vilt logn er Kirkjubæjar-
klaustur og nágrenni lokkandi. Ef þú vilt hafa
hitann sem mestan koma báðir þessir staðir til
greina, en alls ekki Norðurlandið, t.d. Raufar-
höfn. Þessir staðir eru hins vegar ágætir ef þú
vilt úrkomuleysi, en þá skaltu halda þig frá
Kirkjubæjarklaustri og Vestmannaeyjum. Ef
þú vilt allt í bland, hita, úrkomuleysi og logn,
þá kemur þú að kofanum tómum. I Vest-
mannaeyjum er nánast aldrei logn, í meðallagi
þetta 3—4 daga á ári. Á suð-austurhorninu get-
ur þú hins vegar búist við logni í um 70 daga
á ári að meðaltali.
Vilja ekki flestir hafa sól og blíðu? Sennilega.
En hvað segir það fólk sem hefur atvinnu sína
af því að stunda þá þjóðaríþrótt að gá til veð-
urs? Hægt er að telja veðurfræðinga hér á
landi á fingrum og tám beggja handa og fóta
(þeir eru sem sagt um tveir tugir). Helgarpóst-
urinn hafði samband við meirihíuta þeirra og
spurði um uppáhaldsveðrið.
ADDA BÁRA SIGFÚSDÓTTIR
MEÐ ÚRKOMU
Mér finnst þetta framúrskarandi fáránlega
spurt, því það er svo misjafnt hvað manni
finnst vera gott veður! En, jæja, á sumrin vil ég
hafa sólskin og hæfiiega hlýtt — ekki yfir 20
stig. Á veturna finnst mér best þegar kyrrt er,
það má vera vel kalt fyrir mér. Mér er helst illa
við hvassviðri, en hef ekkert á móti úrkomu.
BRAGIJÓNSSON
ÍLJAGANG MEÐ BJÖRTU
Ég er Norðlendingur og ég vil hafa ekta
norðlenskt vetrarveður, éljagang með björtu
inn á milli, þegar snjór er á jörð og ekki spillir
fyrir að hafa skafrenning með og einnig má
skíðaveður gjarnan fylgja. Annars hef ég gam-
an af öllu veðri, einna helst að sunnan sjö með
rigningu sé leiðinlegt veður, en batnar strax ef
vindurinn er meiri. Og þar hefur þú það.
BORGÞÓR JÓNSSON
ÉG HATA SNJÓ
Mér Iíður best í 17 stiga hita og sólskini. Ég
vil hafa hitann á bilinu 15—20 stig, ef heitara
er en það fer maður að svitna og ef kaldara þá
er ekki gott að vera léttklæddur. Ég er úr Vest-
mannaeyjum og þar af leiðandi vil ég hæg-
viðri og svo hata ég snjó. Vestmannaeyjar eru
eins konar Texas, pkkar syðsti punktur, hin
eiginiegu suðurríki íslands. Þar er að meðaltali
hlýjast, en vissulega nokkurt rok og því vil ég
hafa hægviðri. Þar er líka talsverð úrkoma, en
mér er ekki illa við hana, svo fremi sem hún
er blaut, það er að segja ekki snjór.
EIRÍKUR SIGURÐSSON
KRAPPAR LÆGÐIR
Þetta kemur flatt upp á mig — ég hef lítið
hugsað um veður á þennan hátt. Ja, mér líkar
einna best við stillta og heiðskíra hásumar-
daga í hlýindum. Það er margt veður áhuga-
vert, án þess að það sé í uppáhaldi hjá mér, ég
nefni t.d. krappar og djúpar lægðir með til-
heyrandi óveðrum, en það er kannski dauða-
synd að vera að nefna slíkt í þessari andrá. En
lítt er ég hrifinn af slyddu og bleytuhríð.
GUNNAR HVANNDAL
HRYLLIR VIÐ SVITA
Ætli mér hafi ekki bara liðið best í móður-
kviði — í 36—37 stiga hita? Nei, annars hef ég
búið nokkur ár í hitabeltisloftslagi og mig
hryllir við að vera sveittur frá morgni til
kvölds. Þetta var í Los Angeles og þegar mað-
ur var að draga upp kort þá blotnuðu þau
gjarnan og festust við hönd. Mér finnst 14—15
stig vera þægilegur hiti. Úrkoma hefur engin
áhrif á mig, en yfirleitt er mjög hressandi úti
eftir mikinn skúr, sérlega fyrir vestan, því þá
hreinsaðist mistrið og rykið skolaðist burt. Þá
finnst mér stundum gaman að ganga á móti
sterkum vindi, það eykur súrefnisinntökuna.
Einna verstur er skafrenningurinn í miklum
vindi.
MAGNÚS JÓNSSON
VIL HELST HÆGAN VIND
Þetta fer dálítið eftir því hvað maður er að
gera, en ég vil helst alltaf hafa hægviðri. Ég
stundaði mikið sjó áður fyrr og kannski þess
vegna sem ég kann best við að hafa hægan
vind. Hvort sólskin er undir þeim kringum-
stæðum eða rigning skiptir ekki öllu máli. I
vinnunni er mesta fjörið þegar sem mest er að
gerast, en langvarandi staðviðri leiðigjörn.
Auk vindsins fer mikill hiti ekki vel í mig,
þannig líður mér alls ekki vel í sólarlöndum í
30 stiga hita og þaðan af meira.
HLYNUR SIGTRYGGSSON
GAMAN AÐ ÚTSYNNINGI
Mér hefur alltaf þótt útsynningurinn
skemmtilegur, hann er alltaf sjálfum sér líkur,
að suð-vestan með skúrum eða éljum og bjart
á milli. En veðrið má ekki vera of hvasst eða
of kalt, að öðru leyti sætti ég mig við flest
nema þá þannig byl og snjókomu að hættulegt
sé eða að menn geti hreinlega ekki athafnað
sig. Það er hvimleitt en þó ekki óþolandi því ég
hef ekki andstyggð á neinu þegar veðrið er
annars vegar.
MARKÚSÁ. EINARSSON
SÁTTUR VIÐ ALLTVEÐUR
Ég veit varla hvað skal segja. Mér líður einna
best í hægviðri á sólríkum sumardegi í Hafnar-
firði þar sem ég bý, það er að segja áður en haf-
golan segir tii sín seinni part dags. Ekki er til
það veður sem fer í taugarnar á mér, ég get
með góðri samvisku sagt að ég sé sáttur við
allt veður.
TRAUSTI JÓNSSON
RIGNING
Við getum lýst mínu uppáhaldsveðri með
einu orði: Rigning. Það er besta veðrið sem við
höfum á lager hérlendis. Það getur verið að til
sé betra veður, en það kemur þá ekki hingað.
UNNUR ÓLAFSDÓTTIR
AFSTÆTT
Ég hef við þessu eitt klassískt svar: Ég tel það
vera vont veður þegar spáin stenst ekki, ann-
ars er veðrið gott. Sem betur fer gerist það afar
sjaldan að spáin stenst ekki og þess vegna er
það sjaldan sem veðrið fer í taugarnar á mér.
En mér finnst annars gott að hafa hlýja sunn-
anvinda yfir vetrarmánuðina og eins er ágaett
þegar hæg norðanátt er ríkjandi og kalt. Ég
sætti mig við nánast allt nema hvassa norðan-
átt, hvort sem er að sumri til eða vetri. Auðvit-
að er það afstætt í hvernig veðri manni líður
vel, en aðalatriðið er sem sagt að spáin stand-
ist!
FLOSI H. SIGURÐSSON
SÖL EÐA FÁRVIÐRI
Mér líður best í sól og blíðviðri, eins og sjálf-
sagt flestum. En mér þykir stórviðri líka
skemmtilegt og þá því meiri vindhraði því
betra. Það er gaman að fylgjast með vind-
mælinum í fárviðri. En sólin og blíðan eru
númer eitt hjá mér bg yfirleitt fer ekkert í taug-
arnar á mér. Ég reyni að taka þessu með kristi-
legu hugarfari og jafnvægi.
ÞÓR JAKOBSSON
FROST OG HAFÍS
Ég kann einna best við mig í 40 stiga frosti
og logni! Það er ýmist eða hjá mér, ég vil ann-
að hvort hafa mikið frost og stillu og helst vera
á skipi á hafísslóðum þar sem ekki sést til lands
eða þá þægilega hitabylgju, þegar maður get-
ur setið úti í garði með bjórglas í hendi. Það er
ekkert sérstakt veðurfar sem fer í taugarnar á
mér, ég vil hafa þetta breytilegt. Annars er
mjög forvitnilegt að spá í hvernig veðrið hefur
áhrif á líf og heilsu manna og dýra, sem kallast
lífveðurfræði og er það mikið stunduð vísinda-
grein.
ÞÓRANNA PÁLSDÓTTIR
MILT OG SKÝJAÐ
Ég vil helst hafa þetta eins og veðrið hefur
verið undanfarið (spurt fyrir helgi), skýjað en
frekar milt af vetri að vera. Mér finnst betra að
hafa skýjað og hlýtt heldur en sól og kalt og
gildir þá einu hvort vetur sé eða sumar. Úr-
koma skiptir ekki öllu í mínum huga, en auð-
vitað er betra að hafa þurrt sem oftast.
ÞÓRIR SIGURÐSSON
NOKKUR VINDSTIG
Á vetri vil ég hafa veðrið eins og það er í dag
(föstudag) og hefur verið að undanförnu og er-
um vu5 sammála um það við Trausti þykist ég
vita. Ég vil hafa sól og lítinn snjó á veturna og
hitastigið má helst ekki fara niður fyrir 5 gráðu
frost. Þá vil ég hafa lítinn vind, þetta 2—4 vind-
stig er í góðu lagi. En almennt séð líður mér
best í 20—25 stiga hita.
20 HELGARPÓSTURINN