Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 05.02.1987, Qupperneq 21

Helgarpósturinn - 05.02.1987, Qupperneq 21
texti Óskar Guðmundsson HP býdur flokkunum ordið í upphafi kosningabaráttu kynna flokkarnir sjálfa sig á nœstu blaðsíðum. Peirra eigin orð. Hver verður nú fyrstur? Friðrik Ólafsson skrifstofustjóri Alþingis dró um röð kynninganna á stjórnmálaflokkunum. Konurnar komu fyrstar. Ljósm. Jim Smart. HP býdur flokkunum ordid. Á nœstu bladsídum gefst lesendum kostur á því að sjá hvaða mynd flokkarnir kjósa að gefa af sjálfum sér um leið og lesendum gefst tœki- fœri til að bera þœr myndir saman. Vonandi fcer enginn pólitíkus áfall þegar hann fer yfir flóruna, en það er býsna fróðlegt að bera flokkana saman með þessum hœtti. Oft hefur sú umkvörtun heyrst frá stjórnmálaflokkum, að fjölmiðlar gefi af þeim brenglaða mynd. HP ákvað að bjóða flokkunum sjálfum orðið á einni blaðsíðu hverjum, með þeim hætti sem þeir sjálfir kysu — og þeim að kostnaðarlausu. Þannig var þeim heimilt að hafa kynning- una í formi lesmáls eða auglýsingar eftir eigin geðþótta. Útlitið og inni- haldið var að öllu leyti í höndum flokkanna sjálfra. Með þessu framtaki vill HP veita stjórnmálaflokkunum tækifæri til að gefa kjósendum þá mynd af sér, sem þeir sjálfir vilja um leið og les- endum gefst færi á að bera flokkana saman snemma í kosningabarátt- unni. Einungis þeim flokkum, sem bjóða fram á landsvísu og eiga full- trúa á Alþingi, var gefinn kostur á þessari kynningu, því einhvers stað- ar varð að setja mörkin. Dregið var um niðurröðun kynn- inganna og dró Friðrik Ólafsson skrifstofustjóri Alþingis um röðina. Friðrik dró Kvennalista fyrst, síðan Alþýðubandalagið, Alþýðuflokk, Framsóknarflokk og Sjálfstæðis- flokk — og birtast þessar kynningar í þeirri röð. Þegar þessar ,,auglýsingar“ eru bornar saman í fljótu bragði vekur m.a. athygli HP það sem ekki er sagt eða sýnt. Þannig hefði maður hald- ið að Framsóknarflokkurinn notaði myndir af forystumönnum sínum af því að þeir eru vinsælastir stjórn- málamanna í landinu. Rökrétt hefði verið í fljótu bragði að búast við áherslum frá A-flokkunum um launamál. Þeir kynna sig ekki sterkt undir þeim formerkjum, en Kvenna- sérstaklega á mál mála almennt á vinstri væng stjórnmála í Evrópu — friðarmálin. Kratarnir virðast eftir þessu ætla að gefa Kvennalista og Alþýðubandalagi eftir þann hluta kjósenda sem lítur á friðarmálin sem mikilvægust mannkyni. Alþýðubandalagið biður ekki um verðtryggingu launa eða harðari launabaráttu að þessu sinni, en vís- ar með kynningu sinni til þeirrar vísbendingar, sem fram hefur kom- ið í skoðanakönnunum, að mikið flæði geti verið á milli kjósenda Kvennalista og Alþýðubandalags. Það virðist því klókt, að leggja áherslu á framboð kvenna eins og gert er í kynningu Alþýðubanda- lagsins. Eftirtektarvert er og að flokkar skuli ekki kynna sérstaklega nýja menn, t.d. í höfuðborginni. Þannig kynnir Alþýðuflokkurinn ekki sér- staklega Jón Sigurðsson og Alþýðu- bandaiagið ekki Ásmund Stefáns- son, Framsóknarflokkurinn ekki Guðmund G. Þórarinsson. Einhvern veginn fær maður á til- finninguna, að áherslurnar hjá Framsóknarflokknum miðist við það að flokkurinn telji sig fara hall- oka í opinberri umræðu. Hann höfð- ar til sögu sinnar, aldurs og reynslu og notar rýmið til að hrinda nei- kvæðu umtali og áliti á flokknum. Það er dálítill varnarkeimur af þessu og reyndar má svipað segja um kynningu Alþýðubandalagsins. Kvennalistinn vísar til fjarlægðar sinnar frá hinum flokkunum, stefna (kvenna?) gegn stefnu (karla?) og heimtar rétt undirokaðra, konur til áhrifa: „Þúsund ára ríki karlasamfé- lagsins er að líða undir lok — ríki allrar þjóðarinnar er á næsta leiti“. Helgarpósturinn fjallar mikið um stjórnmál og ýmsar hliðar á því fyr- irbæri. Nú í upphafi kosningabar- áttu vill blaðið gefa flokkunum sjálf- um kost á að kynna sig með eigin hætti. Kynningar flokkanna gefa allar vísbendingu um hvað hugsan- lega verður fjallað um í kosninga- baráttunni. En sjón er sögu ríkari — megi lesendur hafa bæði gagn og gaman af næstu fimm blaðsíðum. HELGARPÓSTURINN 21 listinn fjallar nokkuð um launamis- rétti. Það slær einnig í augu, að allir flokkarnir virðast gera sér vel grein fyrir eðli fjölmiðilsins, þ.e. að þeir eru að kynna flokk sinn í blaði. Ekki dugir lengur að bjóða lesendum uppá hellu lesmáls, heldur verður að þræða mörk málefnagrundvallar og hreinnar auglýsingar. Þeir virð- ast allir gera sér grein fyrir nauðsyn þess að síðurnar verði aðgengilegar í fljótu bragði fyrir lesendur. Að þessu leytinu til hafa flokkarnir fylgst með tímanum — og ganga faglega frá sínum síðum. Dirfskan er áberandi mest hjá Sjálfstæðisflokknum, sem birtir myndir af innkaupakörfu, kredit- kortum, merkjum Stöðvar 2 og Bylgjunnar o.s.frv. og gerir þannig nýja viðskiptahætti og samskipta- hætti landsmanna að sínum. Aukin heldur setur flokkurinn fram hug- tök sem margir hafa talið umdeild meðal kjósenda eins og t.d. „leiftur- sókn gegn verðbólgu". í auglýsingu Sjálfstæðisflokksins er ekki farið inná væntanlega stjórnarmyndun, né heldur er reynt að hampa ráðherrunum og afrekum þeirra nema e.t.v. fjármálaráðherra, Þorsteins Pálssonar. Hvorki Fram- sóknarflokki né Alþýðuflokki er gefið undir fót. Alþýðuflokkurinn er hins vegar að stíla beint á ríkisstjórnarþátttöku — en notar ekki hugtakið „jafnaðar- stjórn", sem Alþýðubandalaginu virðist hafa tekist að taka frá kröt- um. Alþýðuflokkurinn vill Ábyrga stjórn numero uno — og í anda jafn- réttis. Það skilst þannig að enn sé verið að höfða til fylgis hægra meg- in við miðju — og m.a. tekið fram að staðið skuli að áframhaldandi „þátt- töku í varnarsamstarfi vestrænna lýðræðisríkjá' án þess að minnst sé

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.