Helgarpósturinn - 05.02.1987, Side 26
)
Sjálfstæðis-
fíokkurinn
nær árangri
Leiftursókn gegn verðbólgu
Meginstefna Sjálfstæðisflokksins var að ráða niðurlögum verðbólgunnar. f>að tókst. Verðbólgan hefur
Iækkað úr 130% í um 10%.
Ríkisstjómin hefur skapað sáttargjörð á vinnumarkaðnum. Aðilar vinnumarkaðarins semja sjálfir um
kaup og kjör.
Kaupmáttur heimilanna hefur aldrei verið meiri en nú.
Endurreisn í anda frjálshyggju
Vextir hafa verið gefnir frjálsir. Þaö leiðir til samkeppni bankanna um sparifé landsmanna og fyrirtækin
búa nú við eðlileg lánsskilyrði en ekki niðurgreidd lán eins og áður tíðkaðist.
Verðlagshöft hafa verið afnumin á vörum og þjónustu þar sem samkeppni er næg; Árangur þessarar
stefnu hefur þegar skilað sér í harðri samkeppni og lækkandi vöruverði fyrir neytendur.
Almenningi hefur verið heimiluð notkun greiðslukorta.
Reglur um eignayfirfærslur hafa verið rýmkaðar fyrir þá sem flytja alfarið til útlanda.
Öllum bönkum og sparisjóðum hefur verið heimilað að taka upp gjaldeyrisviðskipti.
Fjárfestingar einstaklinga í atvinnurekstri hafa að ákveðnu marki verið gerðar frádráttarbærar frá skatti.
Séreignarréttur á ábúðarhúsnæði
Sjálfstæðisflokkurinn hefur alla tíð viljað standa vörð um það að menn ættu sitt eigið húsnæði. Á þessu
kjörtímabili hefur tekist að tryggja húsnæðiskerfinu fjármagn með samkomulagi við aðila
vinnumarkaðarins og lífeyrissjóðina. Lán til þeirra sem eru að byggja í fyrsta sinn geta nú numið rúmlega
2,4 millj. kr. og fyrir þá sem eru að kaupa íbúð í fyrsta sinn rúmlega 1,7 millj. kr.
Skattalækkanir
Nettóskattalækkanir á kjörtímabilinu eru nálægt því að vera 2700 millj. kr. á verðlagi í ár. í því felst
m.a. að álag á ferðamannagjaldeyri hefur verið afnumið, verðjöfnunargjald á raforku fellt niður, skattur
af verslunar- og skrifstofuhúsnæði og launaskattur lækkað verulega. Ennfremur hafa tollar verið lækkaðir
verulega svo og tekjuskattur.
Greiðendum tekjuskatts hefur fækkað frá 1983-1986 úr því að vera 53% framteljenda í 47%. í ár eru
10.500 manns tekjuskattslausir sem hefðu greitt skatt miðað við skattkerfið frá 1983. Pessi fækkun birtist
í því að þeim hefur fækkað verulega sem greiða skatt í neðsta þrepi á meðan hlutfallslegur fjöldi þeirra
sem lenda í öðru og þriðja þrepi er svipaður og áður var. Þetta sýnir að tekjuskattslækkunin s.I. 3 ár
hefur komið fram í stórlega lækkuðum skattfrelsismörkum sem hefur leitt til þess að mun fleiri
framteljendur en áður greiða engan tekjuskatt. Af 175 þús. einstaklingum sem töldu fram til skatts árið
1986 greiddu 93 þús. engan tekjuskatt.
Báknið burt
Á kjörtímabilinu hafa verið seld tvö ríkisfýrirtæki, þ.e. Siglósíld á Siglufirði og Landssmiðjan í Reykjavík.
Ennfremur öll hlutabréf ríkisins í Iðnaðarbanka íslands hf., Flugleiðum hf. og Eintskipafélagi íslands hf.
Frjálst útvarp
Baráttumál sjálfstæðismanna um frjálsan útvarpsrekstur er orðið að veruleika. Tjáningarfrelsið hefúr
verið tryggt. Nú geta menn sett á stofn útvarpsstöð og hafið útvarpsrekstur rétt eins og menn geta
ákveðið að gefa út dagblað eða tímarit.
f
Festa 1 utannkis- og varnarmalum
Frumkvæði lslendinga í eigin öryggismálum hefur verið aukið og mótar það nú samskipti Islendinga
við Atlantshafsbandalagið og Bandaríkjamenn. Vamir landsins hafa verið treystar með ýmsu móti. Ný
flugstöð verður tekin í notkun í vor. Aukin áhersla hefur verið lögð á þjónustu sendiráðanna við
útflytjendur. (
Stórátak í vegagerð
Á þessu kjörtímabili hefur verið gert stórátak í vegagerð, sérstaklega í lagningu bundins slitlags. Á
kjörtímabilinu hafa verið lagðir 757 km af bundnu slitlagi. Pað skiptist þannig að 1983 vom lagðir 83
km, 1984 168 km, 1985 226 km og 1986 280 km. Góðar samgöngur em raunhæfasta byggðastefnan.
TRYGGJUM AFRAMHALDANDIARANGUR - X-D
26 HELGARPÓSTURINN