Helgarpósturinn - 05.02.1987, Page 27
Pjódleikhúsid frumsýnir barna-
leikrilið Rympa á ruslahaug eftir
Herdísi Egilsdóttur á Stóra sviðinu á
laugardag. Þegar blaðamaður HP
leit þar inn í lok janúar voru œfingar
langt komnar og verið var að stilla
saman strengi leikaranna og hljóm-
sveitar sem fer með veigamikið hlut-
verk í leikritinu.
í verkinu segir frá kjarnakerling-
unni Rympu sem býr á ruslahaug
og virðist vera einsog útúr ævintýri.
Hún gengur einnig undir nafninu
Næturdrottningin meðal ruslsins á
haugunum því það öðlast líf á næt-
urnar þegar Rympa vakir. Um leið
breytist staðurinn í ævintýraveröld
með dansi og söng. Eiginmaður
Rympu er tuskukallinn „Sex Volta"
en þrátt fyrir tilvist hans er Rympa
fremur einmana og tekur því tveim-
ur börnum sem á hauginn koma
opnum örmum og vill ólm, þegar
hún fréttir að þau hafa hlaupist að
heiman, gera þau að sínum. En
þessu eru ekki allir sammála og
sumir reyndar algerlega mótfallnir
og af þeim sökum koma upp ýmis
vandamál sem ekki verða frekar
rakin hér. Óhætt er þó að segja að
ýmsum nútíma vandamálum sé velt
upp í verkinu og þau þá frekar en
ekki séð með augum barnanna.
Leikstjóri verksins er Kristbjörg
Kjeld en þetta er í fyrsta sinn sem
hún leikstýrir á Stóra sviði Þjóðleik-
hússins, en hún hefur áður leikstýrt
á Litla sviðinu. Aðspurð sagði Krist-
björg að sér þætti verkið bæði
skemmtilegt og fjörugt og það væri
að hennar mati frumskilyrði þess að
vel gæti heppnast þegar um sýn-
ingu fyrir börn er að ræða.
Skemmtigildið yrði að sitja í fyrir-
rúmi en hneigð verksins að vera
Rympa, Sigrlður Þorvaldsdóttir, kjassar eiginmann sinn, tuskukallinn „Sex Volta". Smartmynd.
fremur á lágu nótunum. Að öðru
leyti væri það í engu frábrugðið ann-
arri leikstjórn að setja upp fyrir
börn og það gerði sömu kröfur til
allra og þegar verið væri að vinna
fyrir aðra aldurshópa. Um aðalper-
sónuna, Rympu, sagði Kristbjörg að
hún væri í upphafi alls ekki heppi-
legur félagsskapur fyrir börn og að
aðstæður hennar hefðu gert hana
harða og grimma en í seinni hluta
verksins kæmi í ljós að á henni væri
Höfundurinn Herdís Egilsdóttir:
„Ævintýri eru hluti af lífinu
Höfundur Rympu á ruslahaug er
Herdís EgUsdóttir. Að eigin sögn
skrifaði hún verkið útí loftið fyrir
fjórum árum með miklu minna
rými í huga heldur en er á Stóra
sviði Þjóðleikhússins. Haugurinn,
þar sem verkið gerist, hefði t.d. ekki
komið til fyrr en farið var að vinna
verkið í leikhúsinu.
Hún sagði að sér litist vel á sýn-
inguna og samstarfið við leikhús-
fólkið hefði verið Ijúft og afar
skemmtilegt. Aðspurð sagði hún að
Rympa væri einskonar samnefnari
fyrir þann háskalega félagsskap
sem biði þess fólks sem hrektist frá
heimilum sínum. Rympa fær í verk-
inu hlutverk þess ókunna og Herdís
sagði að það sem ræki fólk áfram
væri óskhyggjan um að hið ókunna
væri á einhvern hátt betra en það
sem þekkt væri fyrir. Rympa er eins-
konar freistari sem baðar sig í ævin-
týraljóma. Hún er í augum barn-
anna spennandi því hún hefur nóg-
an tíma og er þeim félagsskapur. En
undir niðri er hún háskaleg og
þungamiðja verksins er í raun af-
hverju óæskilegur félagsskapur
verður óæskilegur.
Hvað hefur t.d. gert Rympu að því
sem hún er og Herdís taldi gæta
vaxandi tilhneigingar í samfélaginu
að skella bara skuldinni á einhverjar
ótilgreindar aðstæður, aðstæðurnar
væru að drepa alit og alla en enginn
væri ábyrgur. Rympa er þannig
dæmi um hvernig börnin gætu þró-
ast. Rympa er klofinn persónuleiki,
hún er einsog freistingarnar, hún
hefur mörg andlit og margskonar
viðmót. Hún gleypir börnin með
töfraveröld sinni og framkomu og
Herdís benti á að þeim sem væru
öryggislausir væri mun meiri hætta
búin.
Um tengsl við ævintýrin og gildi
skemmtunarinnar fyrir börn sagðist
Herdís líta svo á að hluti af lífinu
væri ævintýri sem gæfi tilverunni
lit. Hún taldi að það væri líkt með
skóla og leikhúsi að börnin tækju
betur við efninu þegar blandað væri
saman gamni og alvöru, því það
væri nauðsynlegt að öll umræðu- og
umhugsunarefni sem framreidd
væru fyrir börn innihéldu hvoru-
Herdís: Gildi skáldskaparins við uppeldi
barna er óvéfengjanlegt.
tveggja. Gildi skáldskaparins við
uppeldi barna væri óvéfengjanlegt
og fyrir tilstilli hans og tónlistarinn-
ar væri hægt að setja upp veröld
sem ætti greiða leið að hjarta hvers
barns. Um ömmuna í leikritinu sem
einnig þiggur félagsskap Rympu,
sagði Herdís að sér fyndust börn og
gamalmenni um margt eiga við
sama vanda að etja, þ.e. þann að
veröldin snúist hraðar en þau geta
með góðu móti lifað við. Amman er
einmapa og finnur sárt til þess að
hennar er hvergi þörf en á haugun-
um breytist það. Þar blasa við henni
ótæmandi verkefni svo hún verður
ung á ný. Sagðist Herdís þá auðvitað
ekki leysa vanda barna né aldraðra,
aðeins vilja vekja til umhugsunar.
Að lokum sagðist höfundurinn
vilja að það kæmi fram að þetta
tækifæri sem hún hefði fengið væri
stórkostlegt. Það væri ómetanlegt
þegar svona væri hlúð að hugar-
fóstri manns.
önnur hlið, hún ætti líka til djúpar
tilfinningar og hlýjar sem hún hefði
aldrei átt kost á að sýna fyrr en
þarna er komið sögu í hennar lífi.
Sigríður Þorvaldsdóttir fer með
hlutverk Rympu og sagði hún að sér
fyndist mjög ánægjulegt að leika
fyrir börn, þau væru ekki síður krít-
ískír áhorfendur en fullorðnir en
hinsvegar þyrfti að gæta varúðar í
túlkun þar sem börn væru auðtrúa.
Þau þurfa að fá bæði meðaumkun
með aðalpersónunni, því annars
verður hún leiðinleg, og um leið
verða þau að skilja að hún er ekki
æskileg til eftirbreytni. Þetta er erf-
itt vegna þess að Rympa er öðruvísi
en fólk er flest og vegna þess hve
verkið allt er sérkennilegt sagði Sig-
ríður að lokum.
Aðrir leikendur eru þau Sigrún
Edda Björnsdóttir og Gunnar Rafn
Guömundsson sem leika börnin,
Viðar Eggertsson leikur kerfiskall
og Margrét Guðmundsdóttir leikur
ömmuna í verkinu. Það eru síðan
krakkar úr ballettskóla Þjóðleik-
hússins sem fara með hlutverk rusls-
ins á haugunum.
Eins og fyrr var getið er tónlistin
veigamikill þáttur í sýningunni og
það er engin önnur en Herdís sjálf
sem samið hefur ellefu lög fyrir leik-
ritið en Jóhann G. Jóhannsson út-
setur og stjórnar hljómsveitinni.
Leikmynd og búninga gerir Messí-
ana Tómasdóttir og um lýsingu sér
Björn Guðmundsson.
-KK.
LISTAPQ&TURINN
Dansandi og
syngjandi rusl
— í nýju barnaleikriti Þjóðleikhússins
JAZZ
Blástu aftur Dexter
DEXTER GORDON:
The Other Side ofRound Midnight
(Blue Note/Skífan)
Eftir fáu bíða íslenskir djass-
geggjarar, kvikmyndaunnendur
og lífsnautnamenn, einsog að fá
að berja augum og eyrum snilldar-
verkið Round Midnight þarsem
kvikmyndalistin og djassinn fall-
ast í heitari faðma en dæmi eru til
um áður. Tavernier er einn fremst-
ur franskra kvikmyndara og til
marks um mikið innsæi að fá
gamla brýnið Dexter Gordon til að
leika aðalhlutverkið jafnt á saxa-
fón sem í magnaðri persónusköp-
un hins ameríska djassleikara í
París: Lester Young og Bud Powell
voru fyrirmyndirnar.
Fyrir jól mátti fá hér skífu úr
myndinni: Round Midnight
(CBS/Steinar) — sú seldist upp
samstundis og mun vonandi koma
aftur. Nú er önnur skífa úr
myndinni komin til landsins: The
Other Side of Round Midnight
(Blue Note/Skífan) og ef eitthvað
er þá stendur sú þeirri fyrri
framar. Upphafsópusinn er Round
Midnight þarsem Dexter blæs af
reisn í tenórinn. Wayne Shorter i
sópran og Palle Mikkelborg í
trompet. Billy Higgins slær
trommur en þungamiðjan er
bassadúó Ron Carters og hins
danska Mads Vindings.
Sannkallaður leikur að stráum. Þá
fylgja verk þarsem Freddie Hubb-
ard, Wayne Shorter og Bobby
McFerrin eru í aðalhlutverkum.
Sérílagi er saxafónleikur Shorters
í Caie Street Blues magnaður — og
ólíkur öllu því sem sá maður hefur
hljóðritað fráþví Weather Report
var hleypt af stokkunum — það
gleymir enginn hinum einfalda
bláa tóni sem hann hefur eitt sinn
numið.
Herbie Hancock endar skífuna á
Round Midnight einn einsog hann
væri á Broadway sællar minning-
ar. En kannski er sálin hvergi eins
nakin og í blæstri Dexters í As
Times Go By. Það þarf enga auka-
tóna tilað lýsa veröld sem var. Sál-
in er ein í nekt sinni. Sá sem ann
djasstónlist mun drekka þessa tón-
list í sig ótæpilega.
PLAYIT AGAIN DEXTER
Stanley Jordan: Standards
volume I
(Blue Note/Skífan)
Þá er önnur Blue Note skífa gít-
arsnillingsins Stanley Jordans
komin út. Að vísu átti hann tvo
ópusa á One night with Blue Note,
tónleikaskífum frá 1985. Þeir voru
litlausir einsog fyrsta skífa hans.
En hversvegna þessi mikla athygli?
Stanley Jordan er virtúós — dreng-
urinn gerir það ómögulega á gítar.
Það sem vantar er að tónhugsunin
jafnist á við tæknibrögðin. Fyrsta
skífa hans Magic touch fékk slíkar
viðtökur að eindæmum sætti í
djassheiminum — enda ein sölu-
hæsta breiðskífa djasssögunnar.
Gítarfríkin eru dugleg að kaupa
skífur og þau eru mörg! Nú sendir
Jordan frá sér einleiksskífu og er
eftir Vernharð Linnet
hún að mörgu leyti mun betri en
sú hin fyrsta. Sérílagi er Jordan
góður þegar hann er í hraðari
kantinum og á kraftmikla kafla í
The Sound of Silence eftir Paul
Simon og My Favorite Things eftir
Richard Rodgers. Það lag er að
vísu eins ólíklegur djassstandard
og hugsast getur en eftir að Col-
trane fann djasslausn þess liggur
það opið fyrir. Jordan fer líka á
kostum þegar hann blúsar Geor-
gia on My Mind og Heims um ból
en í flestum hinna sex ópusa er
ekki hafa verið taldir er lítið að
gerast. Ljóðið leikur ekki við
drengnum og inngangsstefjun
hans er litilsigld. Jordan hefur
ekki sveiflu né innsæi Joe Pass en
kann betur á kraftskipti tónlistar.
Fátt er jafn erfitt og að leika góð-
an djass einn — meira að segja þó
hljómahljóðfæri séu notuð. Hinn
guðdómlegi Art Tatum verður
löngum sá tindur er allir þrá en
enginn klífur.
NESTORINN á abstraktsýning-
unni á Kjarvalsstöðum er Finnur
Jónsson listmálari, en hann er nú 97
ára gamall. Finnur var meðal boðs-
gesta á þessari vel heppnuðu yfir-
litssýningu og heyrum við þá sögu
að þegar hann gekk í hús hafi hann
strax spurt: „Nú, hvar eru mín
verk?" Honum var þá bent á fyrstu
verkin sem menn sjá þegar þeir
koma inn á sýninguna, semsé í and-
dyri Kjarvalsstaða. Og heyrðist þá í
karli: „Jæja, loksins búið að leið-
rétta listasöguna. Ég er orðinn
fyrstur eins og vera ber...“
HELGARPÓSTURINN 27