Helgarpósturinn - 05.02.1987, Síða 28
MYNDUST
Stórmerk sýning á veggjum Kjarvalsstaða og
stórmerkar tuggur listfrœðinga í sýningarskrá
eftír Guðberg Bergsson
Á undanförnum árum hefur far-
ið um heiminn, síðast í Madrid á
árinu sem leið, bandarísk einslags
fræðslusýning um upphaf abstrakt
listar, og henni fylgdi vegleg og
fræðandi sýningarskrá. Þetta hef-
ur víst rekið Kjarvalsstaði til þess
framtaks að halda svipaða sýn-
ingu hér, en á íslenskri list, mönn-
um til upprifjunar og glöggvunar.
Hún er óneitanlega þarft framtak
en heldur hvimleitt að allt sem við
gerum er einslags ómur frá því
sem hefur þegar verið gert erlend-
is — en bara miklu betur þar.
Halda mætti að listfræðingarnir
sem skrifa um sýninguna hafi með
henni fengið gott tækifæri til að
velta fyrir sér hvers vegna hér á
landi reyndi að tylla niður tánum,
án þess þó að skjóta verulegum ís-
lenskum rótum, fyrirbrigði sem
hin óhlutbundna list er hjá þjóð
sem hefur tæpast stundað neina
óhlutbundna hugsun og er afskap-
lega hlutbundin, þótt hlutir hér
hafi jafnan verið fáir, en menn
hafa ríghaldið sér í þá þeim mun
betur.
Hin óhlutbundna list eða ab-
straktlistin var eitthvað sem menn
þoldu á tímum þegar þjóðin varð
að þola svo margt sem var henni
gersamlega framandi, eins og
bandarískur her, hermenn út um
allt og fullt af vélum og gervismið-
um, bændum sem höfðu aðeins
umgengist torf en gengu nú til
smíða með gljáfægða sög og voru
orðnir ,,smiðir“ á einni nóttu,
þökk sé hókuspókus-komu bret-
ans og kanans.
Að vísu voru menn eitthvað að
fetta fingur út í þessa nýju list, en
allt slíkt var bara ósköp venjulegt
íslenskt röfl og ekki skóbótar virði
á hina illa skóuðu andlegu fætur
þjóðarinnar. En það er enn verið
að rifja upp röflið i Jónasi frá
Hriflu og litið á hans þrautleiðin-
lega hjal sem „andúð" og það jafn-
vel tengt málaralistinni einvörð-
ungu, þó á tímum Jónasar röfluðu
menn um allt í sama dúr, sama
hvort það var um lýs á sauðfé,
hvort sólin hafi numið staðar í
rúma viku yfir Jeríkó fyrir daga
Krists, hvort menn væru komnir af
öpum af því guð er asni eða
hvort niðri í jörðinni sé jarðarfita
sem grasið nærist á, vegna þess að
guð lagði fitulag allt í kringum
jörðina, eins og allar mæður eru
feitar alltí kringum skrokkinn og
það er talað um móður jörð. Á þá
ekki að vera sama spik á henni og
margra barna móður? Samkvæmt
þeirri fagurfræði var feit jörð fal-
leg -— hraunið ljótt. Svona voru
abstraktumræðurnar hjá almenn-
ingi meðan abstraktlistin í Reykja-
vík tröllreið torfhausnum á Jónasi
og öðrum ámóta.
Nú eru fræðingarnir komnir í
staðinn, með svo mikið fræðinga-
raus að maður gæti haldið að þeir
líti á almenning sem eitthvað sem
er alltaf í tossabekk og um að gera
að beita íslenska staglinu á toss-
ana. En menn eru misjafnlega fær-
ir í því að stagla. Sumir eru hreinir
snillingar í því. Og hér kemur ein
sígild staglsetning eftir Ólaf Kvar-
an:
Súrrealisminn kynnti lista-
mönnum einnig list frumstæðra
þjóða — aðdáun á þeirri list birtist
raunar einnig í kúbismanum og
þýska expressjónismanum — sem
var í hugum þeirra upprunaleg og
sjálfsprottin tjáning, andstæð
þeirri vitsmunalegu hefð sem ein-
kenndi list samtímans.
Ætli hin sjálfsprottna tjáning
hafi sprottið úr „listafitunni'?
Listafitan ku víst vaxa allt í kring-
um hið „skapandi ímyndunarafl".
Og þessi listafita hefur verið mikil
á Septemberhópnum frá 1947.
Til að sanna það að listfræðing-
arnir séu lærðir í listum og heljar-
miklir fræðingar birta þeir í lok
greinarkorna sinna langan lista af
„fræðiritum" sem þeir hafa sótt
viskuna í. Þetta er beinlínis kauða-
legt, svipað því og þegar ófínt fólk
þykist vera fínt og hengir utan á
sig „dýra hluti“. í tilviki fræðing-
anna eru fínu mennirnir og sýn-
ingarskrárnar sem vitnað er í
„hinir dýru hlutir". Eins og þegar
Gunnar B. Kvaran vitnar í Margit
Rowel og skrá hennar sem fylgdi
heldur óuppbyggilegri sýningu og
þræltuggðri í Pompidousafninu á
síðasta ári.
List sprettur ekki upp úr fræði-
greinum, uppruni hennar er allt
annar og einfaldari en leyndari.
íslensk abstraktlist átti ekki rætur
að rekja til íslenskrar menningar-
hefðar eða hugsanagangs heldur
til ákveðinna þjóðfélagslegra að-
stæðna. Hún er þess vegna fremur
litrík, flúrkennd og grunnhyggin,
en ekki kuldalega íslensk og sauð-
þrá. Ýmsum var því létt að hverfa
frá henni, einkum geometríunni,
því hreinan geometrískan málara
áttum við aðeins einn: Eyborgu
Guðmundsdóttur.
Sýningin á Kjarvalsstöðum er
vegleg sýning. En það hefði verið
nóg að hafa færri myndir eftir
suma málara. Flestar myndirnar
eftir Kjarval eru bara flúr. í stað
þeirra hefðu mátt koma fleiri
myndir í sýningarhalann eftir
yngri málarana og myndhöggvar-
ana. Menn eiga ekki að vera leng-
ur að rogast mikið með Kjarval og
koma honum að þar sem hann á
varla heima. Annað er dónaskap-
ur við minningu hans og engin
„listfræði" í þeirri ítroðslu — held-
ur bara stagl. Kjarval á ekki alltaf
heima á Kjarvalsstöðum.
BRYNJA Benediktsdóttir hefur
skrifað leikrit sem Leikfélag Flat-
eyrar frumsýnir fjórða mars. Það
heitir Orðabelgurirm — saga af Þor-
steini karlssyni. Atli Heimir Sveins-
son semur tónverk við leikritið, sem
nemendur í Tónskóla Flateyrar
flytja, en þeir setja mikinn svip á
uppfærsluna ásamt áhugaleikurum
staðarins. Það eru og lög eftir Megas
sem prýða sýninguna, sem er
stjórnað af Oktavíu Stefánsdóttur.
Hún er lærður leikari úr Danaveldi
þar sem hún hefur lengi dvalist —•
og meðal annars sungið djass.
JÖTUNN hét Þrymur, bjó í Út-
garöi, og vann það sér til frægðar að
stela Þórshamrinum Mjölni. Þryms-
kviða heitir nýlegt leikrit Njarðar P.
Njarðvík, unnið upp úr samnefndri
goðsögu úr Snorra-Eddu, en það
hefur legið um tíma inni í Þjóðleik-
húsi og beðið uppfærslu. Hennar er
nú að vænta með vorinu — og þar
kemur Brynja Benediktsdóttir aftur
við sögu sem leikstjóri. „Þetta verð-
ur töskuleikhús," segir Brynja og út-
skýrir: „hvorki sett upp á Stóra svið-
inu né því Litla, heldur farið
með það um land og bæ.“ Hún segir
leikritið höfða til ungra og gamalla
og leikendurna skiptast í tvö gengi
sem skiptist á um hlutverkin. Örn
Árnason/Pálmi Gestsson leika Þór,
Ragnheiður Steinþórsdóttir/Lilja
Þórisdóttir leika Freyju (hverja Þór
bað að giftast Þrymi, svo hann end-
urheimti hamarinn, en hún neitaði
harðlega, svo Þór fór sjálfur), Sig-
urður Sigurjónsson/Randver Þor-
láksson leika Loka og Þrym leika
Erlingur Gíslason og Rúrik Haralds-
son til skiptis. Auk ieikendanna taka
fimm til sex hljóðfæraleikarar þátt í
sýningunni, en tónlistin er samin af
Hjálmari H. Ragnarssyni.
GALLERÍIÐ Svart á hvítu held-
ur ótrautt áfram í kynningu sinni á
spennandi myndlistarmönnum.
Fjórði kúnstnerinn sem kemur til
með að sýna í vinkilsalnum við Óð-
instorg er Kristinn Harðarson
myndlistarmaður sem síðast sýndi í
Nýlistasafninu, hreint afbragðs
verk. Það er ekki síður spennandi
listamaður sem fylgir á eftir, því
næstur á eftir Kristni kemur enginn
annar en Sigurður Guðmundsson
frá Amsterdam og sýnir grafík. Ef
HP man rétt hefur Sigurður ekki
verið með einkasýningu á íslandi í
hartnær tíu ár, utan nettrar sýning-
ar vestur í Slunkaríki við Skutuls-
fjörð. Þá var hann einn úr hópi ís-
lenskra listamanna búsettra erlend-
is, sem sýndu nýlega saman á
Kjarvalsstöðum.
SKATTAumræðan er mikil
þessa febrúardaga eins og gjarnan
um þetta leyti árs. Kannski rétt að
minna menn á það hér í þessum
menningardálkum að hverskonar
myndlistarverk má afskrifa af hálfu
fyrirtækja og stofnana. Listin a
tarna er semsé jafn skattlaus og
hlutabréf en ólíkt meira fyrir augað
að jafnaði.
LEIKLIST
eftir Gunnlaug Ástgeirsson
Djöflaeyjan í skemmunni
Leikfélag Reykjavíkur
í Leikskemmunni við Meistara-
velli:
Þar sem Djöflaeyjan rís.
Leikgerð Kjartans Ragnarssonar
á sögum Einars Kárasonar Þar
sem Djöflaeyjan rís og Gulleyjan.
Leikstjóri: Kjartan Ragnarsson.
Leikmynd, búningar og Ijós:
Grétar Reynisson.
Leikendur: Margrét Ólafsdóttir,
Guðmundur Pálsson, Edda
Heiðrún Backman, Kristján
Franklín Magnús, Helgi Björns-
son, Guðmundur Ólafsson,
Hanna María Karlsdóttir, Þór H.
Tuliníus, Margrét Akadóttir,
Harald G. Haralds. Sýningartími:
Tœplega þrjár og hálf klst.
Leikfélagið hefur nú fengið til
afnota gamla Bæjarútgerðar-
skemmu vestur við Meistaravelli
og hugsa forsvarsmenn þess sér að
þar verði einskonar æfingabúðir
fyrir leikfélagsfólk áður en það
flytur í hið nýja Borgarleikhús sem
áætlað er að taka í notkun innan
fárra ára. Skemman sú arna er
ekki sú versta sem hægt er að
hugsa sér undir leikhússtarfsemi,
hátt er til lofts og vítt til veggja og
býður svæðið uppá að því er virð-
ist ótæmandi möguleika. Er því
ekki að furða að þeir leikfélags-
menn fái hálfgert víðáttubrjálæði
við að hafa svona stórt leikrými til
umráða.
Ég held að það séu nánast
ásköpuð örlög að maður verður
ævinlega fyrir einhverskonar von-
brigðum með Ieikgerð eða kvik-
mynd eftir sögu sem manni þykir
einhvers virði. Það þarf ekki endi-
lega að vera vegna þess að leik-
gerðin eða kvikmyndin sé svo
slæm, heldur er mergurinn máls-
ins sá að ímyndunaraflið sem
virkjast við lestur skáldsögu er
miklu fullkomnara og fjölþættara
tæki til þess að sjá fyrir sér sögu og
lifa sig inn í hana heldur en kvik-
mynd og leikrit. Hvortveggja
verður aldrei annað en sýnilegt
yfirborð sem skilur svo ótalmargt
útundan sem áhorfandi saknar
sárlega. Það gildir einu þótt viður-
kennt sé að leikgerð sögu sé sjálf-
stætt verk, leikhúsverk sem lýtur
eigin lögmálum, sagan er fyrir
hendi og hlýtur ævinlega að vera
til samanburðar í huga þess sem
hana hefur lesið og horfir á leik-
gerð, framhjá henni verður ekkert
komist.
Ég skil Kjartan Ragnarsson
ósköp vel að taka sér fyrir hendur
að búa til leikgerð eftir sögum
Einars Kárasonar, því þær eru
óneitaniega með bestu sögum
sem ritaðar hafa verið hér á landi
á seinni árum, auk þess sem þær
kortleggja á nýjan hátt tíma og
mannlífssvið sem lítil skil hafa áð-
ur verið gerð. Mér virðist Kjartan
hafa leitast fyrst og fremst við að
ná fram tímanum og andrúmsloft-
inu í bókunum, en trúnaður við
skáldsögurnar skipti hann fremur
litlu máli. Hitt er aðalatriðið að
búa til skemmtilega leiksýningu
en það tekst heldur misjafnlega.
Á sama hátt og möguleikarnir í
skemmunni til að leika út og suður
og upp um alla veggi eru nær
ótæmandi, verður leikstjóri að
gæta að sér að misnota ekki þessa
möguleika að dreifa sýningunni
svo að hún slitni, en það finnst
mér gerast nokkrum sinnum í
þessari sýningu. Af svipuðum
ástæðum verður sýningin á köfl-
um óþarflega langdregin, því
söguefnið eins og það er hér lagt
upp þolir síst af öjlu of hæga fram-
vindu atburða. Á hinn bóginn er
leikrýmið oft einnig notað mjög
skemmtilega í fjörlegu samspili
leikara, sviðsmyndar og ljósa.
Leikararnir gera margt vel í
þessari sýningu. Margrét Ólafs-
dóttir leikur Línu spákonu, drottn-
ingu hússins gamla, og tekst henni
að gera hana töluvert magnaða í
nokkrum atriðum svo maður trúir
þvi næstum að hún sé göldrótt.
Tomma finnst mér verra að trúa á,
og veldur þar mín eigin mynd úr
bókunum truflunum, þó svo að
Guðmundur Pálsson skili útaf fyrir
sig sínu verki ágætlega. Baddi,
Danni og Dollí eru öll vel gerðar
útfærslur hjá Kristjáni Franklín
sem er frábær erkitöffari, Helga
Björnssyni sem ég hef ekki áður
séð leika betur og Eddu Backman
sem sýnir mjög vel þróun Dollíar.
Þór H. Tulinius á eftirminnilegan
leik og persónusköpun í hlutverki
Grjóna, hins fortapaða glæpons
sem alltaf á athvarf í húsinu hjá
Tomma og Línu. Hanna María
Karlsdóttir leikur Þórgunni móður
Grjóna á eftirminnilega tragískan
hátt þó alltaf sé stutt í hið kómíska.
Margrét Ákadóttir og Harald G.
Haralds leika Fíu og Tóta, níska,
hneykslunargjarna og forvitna
ættingja Línu, og búa þau til
óhemjulega fyndnar persónur.
Guðmundur Ólafsson leikur
Gretti, mann Dollíar og gerir úr
honum skemmtilega persónu,
sem er þó töluvert öðruvísi en ég
skil sömu persónu í bókinni. Flest-
ir leikarar breða sér um stund í
önnur hlutvrk og eru þau yfirleitt
ágætlega gerð.
Skemman sjálf leikur eiginlega
stærsta hlutverkið í þessari sýn-
ingu, því það er ekki síst hennar
vegna sem tekst að skapa ein-
hvern keim af andrúmslofti þess
tíma og þess umhverfis sem bæk-
ur Einars greina frá. Að því leyti
heppnast þessi sýning nokkuð vel.
Hinsvegar eru aðrir hlutir sem
ekki hefur tekist eins vel að vinna,
sumt af því er spurning um tíma,
eins og of hægir kaflar, en annað
er spurning um leikstjórn, svo sem
of mikil dreifing sýningarinnar um
leikrýmið.
Það verður mjög spennandi að
sjá hvernig Leikfélaginu tekst að
nýta þessa skemmu í framtíðinni,
en möguleikarnir virðast vera
ákaflega fjölbreyttir ef vel er á
haldið. G.Ást.
28 HELGARPÓSTURINN