Helgarpósturinn - 05.02.1987, Síða 29
Utan ég fór
— er skáldum lífsnauðsyn
að fara utan?
Þab hefur löngum verid haft á
ordi ad rithöfundum sé nauðsyn á
að fara utan til að öðlast yfirsýn yfir
þann íslenska veruleika sem þeir
eru að skrifa um. A llt frá þvíað Hall-
dór Kiljan Laxness fór utan og kom
heim með Vefarann mikla frá
Kasmír undir hendinni, — þar sem
Steinn Elliði, hinn ungi ofurhugi,
brennur af útþrá, hafa höfundar
farið utan til að reyna að öðlast
langþráða yfirsýn fyrir tilstilli fjar-
lœgðarinnar. HP lék forvitni á aö
vita hver viðhorf nokkurra höfunda
væru til þess. Þau sem spurð voru
álits eru þau Álfrún Gunnlaugsdótt-
ir, Svava Jakobsdóttir, Einar Már
Guðmundsson og Pétur Gunnars-
son, en þau hafa ölþdvalist meira
eða minna erlendis, Álfrún á Spáni,
Svava m.a. í Englandi og Bandaríkj-
unum, Einar Már í Danmörku og
Pétur í Frakklandi. Spurningin sem
lögð var fyrir þau var: Telur þú það
skipta máli fyrir rithöfund að dvelj-
ast erlendis um lengri eða skemmri
tíma?
-KK
Svava Jakobsdóttir
LÍFSELEXÍR
„Ég er eindregið þeirrar skoðunar
að það sé lífselexír fyrir skáld, ekki
bara að ferðast heldur dveljast er-
lendis um lengri tíma. Það er nauð-
synlegt að kynnast annarri menn-
ingu, öðru fólki og það er svo margt
að skoða og sjá erlendis sem gerir
mann fróðari, maður neyðist til að
breyta um lífshætti, hugurinn losnar
úr vanabundnum viðjum. Hinu dag-
lega lífi sleppir og maður verður
annar."
— Heldur þú að það hafi haft
stefnumarkandi áhrif á skáldskap
þinn að þú hefur haft tœkifœri til að
dvelja fjarri íslandi?
„Skáldið er vitanlega með alla
sína reynslu í farteskinu og dvöl er-
lendis gefur manni betri yfirsýn,
maður getur greint á milli þess sem
eru smámunir og þátta sem eru fast-
grónari, fastgróinna fordóma t.d.
Annars er þetta mótsagnakennt því
þegar maður dvelur að heiman þá
sér maður bæði þau gæði sem ís-
land býður uppá og svo það sem
miður fer.“
— Þannig að segja má að utanfar-
ir séu að einhverju leyti lífsnauðsyn
þér sem skáldi?
„Já, skáld verða að hafa augu og
eyru opin, það eru þeirra tæki og
ferðaþörf skálda og rithöfunda
verður að fullnægja, þessvegna eru
ferða- og dvalarstyrkir nauðsynleg-
ir. Gullöld bókmennta hefði varla
orðið ef skáld og fræðimenn hefðu
ekki haft tækifæri til að kynnast
heiminum."
Einar Már Guðmundsson
EKKI AFGERANDI
„Já, það skiptir máli, þó ekki sé
gott um það að segja, því maður veit
ekki hvað maður hefði hugsað ella.
Maður hefur oft talað um þessa fjar-
lægð sem fylgir, maður sér kannski
betur úr fjarska skýrari drætti hér
heima heldur en þegar maður er á
kafi í dægurþrasinu sjálfur. En í
sjálfu sér lít ég ekki á þetta sem af-
gerandi, verkin hljóta að ráða því.“
— Þannig að dvöl þín ytra hefur
ekki skipt þig höfuðmáli?
„Ja, ég leiddist útí þessa prófes-
sjón erlendis, maður fær annað
svigrúm í útlöndum, maður er nátt-
úrlega útlendingur... En þetta eru
auðvitað víxlverkandi þættir: Mað-
ur verður að komast burt en svo
kemur að því að maður verður að
koma heim aftur. Maður þarf að
nálgast þennan veruleika aftur sem
maður er öðrum þræði að fjalla um.
Hann svífur annars í lausu lofti ef
maður er of lengi að heiman. Það
verður svolítið eins og að búa á flug-
velli. Umhverfisbreyting gerir auð-
vitað höfundi auðveldara að ganga
ákveðið til verks en verkin verða að
sýna hvort sú ákveðni skilar sér. Ég
vil ekki alhæfa um að fjarlægð sé
nauðsynleg. Landfræðileg fjarlægð
þarf ekki alltaf að fara saman við
bókmenntalega fjarlægð þó hið
fyrrnefnda geti hjálpað hinu síðar-
nefnda. Margir höfundar kjósa að
fara helst aldrei úr kompu sinni en
skapa engu að síður snilldarverk."
Pétur Gunnarsson
FÓKUS Á VERULEIKANN
„Ég tel það skipta höfuðmáli fyrir
höfundinn. Þannig nær hann veru-
leikanum í fókus. Fyrir mér er það
svolítið eins og að framkalla filmu,
hver maður geymir inní sér mynd af
raunveruleikanum eins og ófram-
kallaða filmu og ein leiðin til að
framkalla hana er að fara að heim-
an. Með því að fara burt og setjast að
á nýjum ókunnum stað og taka upp
úr sínum sálarkyrnum þar og horfa
heim, sér maður raunveruleikann
næstum því í fyrsta skipti."
— Þannig að þetta hefur verið
þínum skáldskap lífsnæring?
„Já, án þess hefði minn skáld-
skapur aldrei orðið til, fyrsta bókin
mín Splunkunýr dagur sem kom út
73 varð bókstaflega til vegna þess-
arar fjarlægðar. Ég er þeirrar skoð-
unar að rithöfundum sé nauðsyn á
að fá fjarlægðina og að fara burt er
fyrir mig besta leiðin. En auðvitað
eru aðrar leiðir sem geta gefið jafn
góðan árangur. Reyndar held ég að
samanburður sé íslenskum bók-
menntum veigamikil aflvél og ef við
lítum á íslendingasögurnar sem
menn hafa í árhundruð verið að
velta fyrir sér hvernig hafa orðið til
þá held ég að mikilvæg vísbending
um það séu utanfarirnar. Menn fóru
utan til landa sem voru ekki einu-
sinni á landakortinu og fengu þar
samanburðinn við heimahagana."
— Setning Andra í Persónum og
leikendum um að í París komist
veröldin í fókus er því ekki fjarri
lagi?
„Ég stend við hana.“
Álfrún Gunnlaugsdóttir
SITJA KYRR, SAMT AÐ
FERÐAST
„Ég tel að það sé gott en ekki
bráðnauðsynlegt. Kannski er það
æskilegt fyrir rithöfunda eins og
aðra að fara utan og kynnast siðum
og háttum annarra þjóða. Þetta við-
horf hefur löngum búið með þjóð-
inni og það kristallast í einu orði
sem ég veit ekki hvort er til í öðrum
tungumálum; útþrá. Það er auðvit-
að gott fyrir höfundinn að sjá ver-
öldina á ný með augum barnsins og
að takast á við hlutina uppá nýtt,
snúa henni á hvolf og læra nýtt
tungumál og um leið læra að nefna
fyrirbærin á nýjan leik."
— Hvað með þessa eilífu spurn-
ingu um tengsl fjarlœgðar og yfir-
sýnar?
„Ég held að fjarlægðina geti
menn öðlast með stuðningi frá öðr-
um höfundum og yfirsýnina með
því að setja sig í stellingar gagnvart
verkinu. Maður skrifar útfrá annarri
reynslu en eingöngu sinni eigin og
hluti af þessari reynslu er að kynn-
ast eigin bókmenntum og annarra
þjóða. Höfundurinn þarf að búa yfir
þessari forvitni til að vilja kynna sér
aðra menningu og annarskonar
sköpun en hann á að venjast. Ég
held að mikilvægasta ferðalagið fyr-
ir rithöfund sé einmitt það að kynna
sér bókmenntir, bæði eigin og ann-
arra, hvort sem menn gera það hér
heima eða annarstaðar, semsagt að
sitja kyrr en samt að vera að ferð-
ast.“
HRAFN Gunnlaugsson og kvik-
myndafélag hans F.I.L.M. fékk
stærsta styrkinn úr Kvikmyndasjóði
að þessu sinni — fimmtán milljónir
— en úthlutun fyrir árið 1987 lauk
um helgina. Það gekk eftir sem
flestir höfðu spáð, að tveir vænir
styrkir yrðu veittir til jafn margra
verkefna á meðan aðrir fengju
helsti lágar upphæðir. Þeir félagar
Karl Óskarsson og Jón Tryggvason
hjá Frost Film fengu hinn stóra
styrkinn, tíu milljónir, fyrir verkefn-
ið Foxtrot. Átta aðrir aðilar fengu
styrki til gerðar leikinna mynda;
Ágúst Guðmundsson ^hálfa milljón
til að setja enskt tal á Útlagann, Egill
Eðvarðsson eina milljón til Kumls,
Hilmar Oddsson og félagar í Bíói hf.
tvær milljónir til Meffíar, Eiríkur
Thorsteinsson sömu upphæð til
vinnslu á verkefni sem hann kallar
Skýjað, Friðrik Þór Friðriksson 1,8
milljón til Skyttnanna sem hann er
nú að fínklippa í Osló, Kristberg
Óskarsson tvöhundruð þúsund til
að gera Skyggni ágœtt, Þorsteinn
Jónsson hjá Kvikmynd eina milljón
til gerðar Himnaríkis hf. og að síð-
ustu Kristín Jóhannesdóttir hjá Tíu
Tíu sf. þrjár milljónir til verkefnisins
Svo á jörðu sem á himni.
VERKEFNI þeirra tveggja aðila
sem fengu stóru Kvikmyndasjóðs-
styrkina standa þannig að Tristan
og ísold Hrafns fer senniiega í tökur
snemma í vor, en Hrafn er nú stadd-
ur í Svíþjóð að leggja síðustu drög
að handritinu — sem þeir sem séð
hafa, segja afspyrnugott — með Bo
Johanson, þeim sama og skrifaði
Montenegro leikstjórans Dusan
Makavejev sem síðar gerði m.a. The
Coca Cola Kid með Eric Roberts.
Frostfilmingarnir Jón Tryggvason
og Karl Óskarsson, hafa lagt mikla
undirbúningsvinnu í fyrirhugaða
mynd sína, sem gengur undir nafn-
inu Foxtrot og hef ja líkast til tökur á
henni í sumar.
HEIMILDARmyndir fá að
þessu sinni hátt í tíu milljónir í sinn
hlut úr Kvikmyndasjóði og hefur
það hlutfall sjaldan eða aldrei verið
eins hátt. Sex aðilar fá heimildar-
styrki, þar af Jón Hermannsson
sýnu mest, fimm milljónir. Hann
hefur í undirbúningi átta þætti um
jarðhræringar og jarðskjálfta í land-
inu í samvinnu við Guömund Sig-
valdason jarðeðlisfræðing. Guð-
mundur er einn virtasti vísindamað-
ur okkar á alþjóðavettvangi og
hugsa þeir Jón sér gott til glóðarinn-
ar með sýningar þessara þátta er-
lendis, en þá kalla þeir Hin römmu
regindjúp. Þetta er stærsta heimild-
armyndaverkefni sem ráðist hefur
verið í á íslandi.
MAGNÚS Magnússon er líka að
leggja af stað með heimildarmynd
sem hann fékk úthlutað rúmri millj-
ón til úr Kvikmyndasjóði. Hún er um
Sjófugla og er gerð í beinu fram-
haldi af mynd sjónvarpsmannsins
um vatnafuglana við Mývatn, sem
IStöð 2 sýndi nýlega. Jón Björgvins-
'son er einnig með spennandi heim-
'ildarmynd í undirbúningi, sem
Kvikmyndasjóður veitti nú hálfri
milljón til, en viðfangsefnið er há-
lendi íslands. Jón nefnir verkefnið
88 gráður austur. Sölumöguleikar
þess á erlendri grundu eru efalítið
|ekki minni en mynda Magnúsar og
j Jóns Hermannssonar sem getið var
jhér á undan.
HELGARPÓSTURINN 29