Helgarpósturinn - 05.02.1987, Page 30
Jim Jarmusch
Leidandi ljós í myrkviði amerískrar kvikmyndahefðar
llver minnist ekki kvikmyndar-
innar Stranger than Paradise eftir
Jim Jarmusch, þessa undarlega
svart/hvíta viðrinis, sem kostaði
ekki nema sem samsvarar 6 milljón-
um króna í frandeiðslu, hirti Cam-
éra d'Or-verðlaunin í Cannes 1984
og spennti augu jafnt almennra
áhorfenda, sem hnarreistra gagn-
rýnenda á stiklur eftirvœntingar og
hugheillar hrifningar. Á nýliðnu ári
var frumsýnd vestanhafs önnur
kvikmynd þessa einstaka sérvitr-
ings, sem hafði það eitt að segja við
heimkomuna eftir verðlaunaaf-
hendinguna í Cannes hér um árið,
að hún hefði þá þegar einvörðungu
valdið sér ómœldum óskunda:
Hann þurfti að greiða tvö þúsund
dollara í toll af Gullnu myndavél-
inni/
Jarmusch útskrifaðist frá hinni
virtu kvikmyndadeild New York há-
skóla tæplega þrítugur aö aldri.
Hann hafði um tíma haft ofanaf fyrir
sér sem aðstoðarframleiðandi kvik-
mynda, þegar hann einn góðviðris-
daginn fékk gefins nokkra metra af
afgangs-hráfilmu, sem ekki nýttist
Wim Wenders við tökur myndarinn-
ar Der Stand der Dinge. Ur þessu
hráefni vann hann í hjáverkum
stutta mynd, sem með góðra manna
hjálp og ótrúlega hugvitsamlega út-
færðri fjármagnsöflun hlóð utanum
sig, þar til úr öskustónni reis Strang-
er tlian Paradise, þess albúin að
sigra heiminn.
AFVEGALEIDDIR
UNGLINGAR
í kjölfar Camera d'Or-verðlauri-
anna fyrir bestu debut-myndina
rigndi tilboðunum yfir veslings
Jarmusch, sem um tíma vissi líkt og
aðrir ekki hvaðan í ósköpunum á sig
stóð veðrið. Stranger than Paradise
gaf af sér rúmar fimm milljónir í
Bandaríkjunum einum saman.
Kvikmyndaframleiðendur sáu því
að sjálfsögðu sæng sína uppreidda
og gáfu honum ekíci stundlegan frið
með tilboð, sem flest gengu út á
framleiðslu mynda um misafvega-
leidda unglinga missandi svein- og
meydóminn milli þess, sem þau
streittust gegn því að verða fullorð-
in. Undarlegast þótti þó Jarmusch
að eigin sögn tilboð framleiðenda
einnar af slepjulegri stórborgar-
lögguþrillers-eilífðar-sjónvarps-
sápuóperu-seríum síðari tíma,
nefnilega Miami Vice, sem ólmir
vildu fá hann til að leikstýra ósóm-
anum.
NÝ MYND
Ári eftir Stranger than Paradise
var Jarmusch kominn í gang með
nýja mynd, sem síðan var frumsýnd
30 HELGARPÖSTURINN
á nýliðnu ári, nefnilega Down by
Law. Titillinn er fenginn úr ríkulegri
slanguryrðaflóru amerískrar tungu
og gæti útlagst á okkar ástkæra yl-
hýra: „ég redd’essu alltént ein-
hvernveginn, ég hef góða stjórn á
málunum", eða eitthvað í þá veru.
Hún er líkt og fyrirrennarinn engu
öðru lík. Byrjar sem þokkalegasta
melódrama, þróast yfir í hreinrækt-
aða ævintýramynd og lýkur með
svo hálftragikómískum slapstick-til-
þrifum að sjálfur Buster Keaton eða
jafnvel þeir Marx-bræður hefðu
mátt vel við una. Og atburðarásin?
Jú, leiðir hórumangara nokkurs,
aflóga plötusnúðs og ítalsks túrista
liggja af hendingu saman innan
óhrjálegra múra fangelsis nokkurs
einhvers staðar í Lousiana.
Upphafssena myndarinnar er ein-
hver sú skemmtilegasta og best út-
færða, sem sést hefur á hvita tjald-
inu um langt árabil: Jack og Zack
eru að vakna til lífsins af draumum
sínum. Það fer illa um þá á hörðum
fietum fangaklefans, og þeir eru
báðir meira en lítið óviljugir að
vakna og horfast í augu við grá-
myglulegan raunveruleikann.
Streitast þeir því eðlilega af
vanmætti sínum við að komast aftur
á vit draumanna. Fyrstu
myndskeiðin lýsa þessum
draumförum þeirra og er síðan
klippt á víxl milli þeirra og yfir á þá
félaga, hvar þeir snúa sér upp i
vegg, allsendis óviljugir að líta
gráma hvunndagsins. Þessi sena er
svo skemmtilega útfærð, bæði í
klippingum og hljóðvinnslu, að hún
nægir ein og sér til að setja þessa
ómótstæðilegu mynd .larmusch á
stall með því ferskasta, er leit dags-
ins Ijós á kvikmyndasviðinu vestan-
hafs á nýliðnu ári.
KVIKMYN DATAKAN
Down by Law er líkt og Stranger
than Paradise tekin upp í
svart/hvítu. Robby Múller annaðist
kvikmyndatökuna. Hann er
fyrrverandi skólabróðir Jarmusch,
hefur unnið töluvert með Wim
Wenders (nú síðast í Paris, Texas) og
er af mörgum álitinn einhver besti
kvikmyndatökumaður sem völ er á
vestanhafs þessa stundina, enda
núorðið býsna eftirsóttur sem slíkur.
„Fyrir mig var val
kvikmyndatökumanns ekkert
spursmál," fullyrðir Jarmusch,
„Robby var sjálfkjörinn til að taka
myndirnar. Vinnubrögð hans líkjast
einna helst aðferðum hollensku 17.
aldar málaranna. Hann hefur stór-
kostlega... eðlislæga tilfinningu fyr-
ir samspili ljóss og skugga. Hann
málar verk sín með sólarljósinu.
Það var stórkostlegt að sjá, hvernig
hann gat á svipstundu og allsendis
fyrirhafnarlaust gjörbreytt Ijóskar-
akter og andrúmslofti heillar senu,
með svo einfaldri aðferð sem að
setja upp hríspappírslengjur fyrir
gluggana."
HANDRITSGERÐIN
Handritsgerð hefur aldrei verið
sterkasta hlið Jarmusch. Það er ekki
þar með sagt að hann sé einhver
aukvisi á því sviði, heldur fullyrðir
hann að hann eigi alltaf jafn erfitt
með að skilja til fulls, hvernig menn
geta rígbundið sig svo við handrits-
gerðina, að hún virki sem spenni-
treyja á þá eftir að út í tökur er kom-
ið. „Ég sé endanlega útgáfu kvik-
myndarinnar sjaldnast fyrir hug-
skotssjónum mínum þegar ég les
handrit," fullyrðir hann, „og á þetta
jafnt við um handrit annarra sem
mín eigin. Fyrir mér getur kvik-
mynd aldrei orðið endanlega til fyrr
en upptökur hefjast."
Líkt og John Cassavetes skrifar
hann eigin handrit undantekningar-
laust út frá persónugerðum vina og
vandamanna. Fólks sem hann þekk-
ir af eigin raun og síðan kórónar
hann verkið í mörgum tilfellum með
því að fá þetta sama fólk til að leika
sjálft sig í viðkomandi kvikmynd.
Þannig var málum háttað í Stranger
than Paradise, sömuleiðis nú í
Down by Law.
WAITS KYRJAR
Með aðalhlutverkin þrjú í mynd-
inni fara Roberto Benigni (oft nefnd-
ur Buster Keaton níunda áratugar-
ins) og tónlistarmennirnir John
Lurie (úr Stranger than Paradise) og
Tom Waits. „Myndin fjallar í raun-
inni um þá þrjá," fullyrðir Jarmusch,
„um persónuleika þeirra, sömuleið-
is brot úr lífshlaupi þeirra hvers um
sig og fjallar hún jafnframt um það
samband, er við höfum allir fjórir
þróað með okkur gegnum árin.
Handritið var einskonar samsafn af
býsna losaralegum skissum, sem ég
hafði við hendina er við hófum æf-
ingar. Upp úr þessum skissum
spunnum við síðan fram sjálfan
söguþráðinn."
Tónlistin í myndinni er að sjálf-
sögðu eftir þá Lurie og Waits og hef-
ur því eins og gefur að skilja tölu-
verða þýðingu fyrir heildarsvipmót
verksins. Eins og t.d. í hinni hrífandi
lokasenu myndarinnar, hvar Waits
kyrjar rámri röddu hið margfræga
„Tango till they’re sore“ af hljóm-
plötunni Raindogs:
..And they drive along the pipeline
They tango till they’re sore
They take apart their nightmares
And they leave them by the door."
NÆSTA MYND:
WESTERN
Jim Jarmusch kveðst ekki geta
hugsað sér verra hlutskipti en það,
sem gagnrýnendur jafnt og hinn
sívaxandi hópur aðdáenda hans
virðist ætla honum: Nefnilega að
verða e.k. „mainstream", eða leið-
andi Ijós í myrkviði amerískrar
kvikmyndahefðar í dag. Að eigin
sögn staðsetur hann sig hugmynda-
fræðilega einhvers staðar miðja
vegu á milli Evrópu og Bandaríkj-
anna. Og lýsir sú skilgreining sér
líkast til best í viðleitni hans til að
samrýma myndmál eða frásagnar-
hefð bandarískrar kvikmyndahefð-
ar þeirri sérstæðu umhverfismeðvit-
und, er hann telur eitt af helstu sér-
einkennum evrópskrar kvikmynda-
hefðar í dag.
Hversu ótrúiegt sem það kann að
láta í eyrum sumra, verður næsta
kvikmynd Jarmusch western.
Svart/hvít að sjálfsögðu, og ef mið
er tekið af því sem hann hefur látið
frá sér fara til þessa, er ekki við því
að búast að hún verði um of trú
hefðinni. „Laidback westerrí' kýs
hann sjálfur að nefna fyrirbærið, þá
er menn rekur í vörðurnar er þeir
frétta af þessu ,,frumhlaupi“ hans.
„Einskonar skrumskæld, eða firrt
nálgun við hefðina," segir hann, „en
sem engu að síður býr yfir einlægri
ástarjátningu."
Tom Waits leikur
veigamikið hlutverk (
nýjustu mynd
Jarmusch, en hann
hefur notið mikilla
vinsælda vestra og
víðar fyrir hráan söng
á síðustu árum.
LITLU Kvikmyndasjóðsstyrkirnir
til leikinna mynda eru að þessu
sinni hugsaðir til handritsgerðar og
almennrar undirbúningsvinnu, en
alltof lítið hefur verið gert af því að
sinna þeim veigamiklu þáttum kvik-
myndagerðar í úthlutun á undan-
förnum árum. Styrkirnir hafa gjarn-
an numið þeirri upphæð sem er of
drjúg til undirbúningsvinnunnar
einnar og of lítil til frekari vinnslu.
Það má semsé búast við því að á
næsta ári verði menn á borð við Þor-
stein Jónsson, Egil Eðvarðsson,
Kristínu Jóhannesdóttur og Hilmar
Oddsson vel undirbúnir bak við vél-
ina. Og grunnurinn sé hér með lagð-
ur að miklu kvikmyndaári 1988.
RANKA sýnir um þessar mundir
í Nýlistasafninw, ansi áleitna skúlpt-
úra ásamt myndverkum sem hún
hefur verið að vinna að á allra síð-
ustu mánuðum. Fullu nafni Ragn-
heiður Hrafnkelsdóttir og ekki
ókunn staðháttum við Vatnsstíg þrjú-
bé, því þar sýndi hún fyrir nokkrum
árum með Píu Rakel Sverrisdóttur.
Ranka segist nota ýmis efni í list-
sköpun sinni að þessu sinni; akrýl,
textíl og ýmis efni fengin utan úr
náttúrunni. „Ég stíla mikið inn á
efniskennd, efnistilfinningu í þess-
um verkum," segir hún og vill ekki
skilgreina mikið meira þar eð það sé
í verkahring gestanna sjálfra. Segir
þó þetta: „Það eru meira sálræn
áhrif sem liggja í verkunum en að
þar séu stór konsept að baki.” Hún
stundaði nám við Kunst og Hánd-
værkerskolen í Köben á árunum frá
'78 til '82 en hélt að því búnu til
Gerrit Rietveld Academie í Amstur-
dammi, hvaðan hún útskrifaðist fyr-
ir tveimur árum. Síðan hefur Ranka
verið búsett í Reykjavík og Hol-
landi.
NORRÆNA húsið heldur
áfram frábæru myndlistarskriði
sínu, unnendum listarinnar til mik-
illar ánægju. Á eftir Munch — ein-
hverri eftirminnilegustu myndlistar-
sýningu síðustu ára — fylgdi sá
umdeildi samtíðarmaður Andy
Warhol með Ingiríðar-seríu sína, og
svo núna dönsku villingarnir. Sýn-
ingin ber með sér nýjabrumið í
danskri myndlist, einkar heilsteypt
og kröftugt yfirlit, að því er menn
sjá út úr sýningunni, sem er mjög
haganlega uppsett. Kjeld Gall
Jörgensen sendikennari hafði frum-
kvæði að þessari sýningu — og vek-
ur athygli að hans er ekki getið í
sýningarskrá.
UPPREISNIN fer nú aftur af
stað í Þjóðleikhúsinu, eftir nokkurt
hlé sem stafaði af veikindum eins af
aðalleikurum uppfærslunnar. Fyrsta
sýning eftir hlé er tólfta febrúar. Þá
bregður reyndar svo við að nýr leik-
ari fer í fötin Gríms Thomsens. Helgi
Skúlason hefur hingað til leikið
skáldið — hreint með eindæmum
vel — en þessi góðkunni leikari er
nú á leið í víking til Noregs þar sem
hann tekst á við formannarullu í
þarlendri kvikmynd. Rúrik
Haraldsson. tekst í staðinn á við
Thomsen.