Helgarpósturinn - 05.02.1987, Qupperneq 31
KVIKMYNDIR
eftir Ólaf Angantýsson og Sigmund Erni Rúnarsson
Hugljúft
Austurbœjarbíó:
Heavenly Pursuits
Himnasendingin
★★
Bresk. Árgerd 1985.
Framleibandi: Michael Relph
Leikstjórn/handrit: Charles
Gormley.
Aöalhlutverk: Tom Conty, Helen
Mirren o.fl.
Þessi litla/stóra mynd Charles
Gormley er einkar dæmigerð fyrir
þann tíðaranda sem fylgt hefur í
kjölfar nýbylgjunnar í breskri
kvikmyndagerð á liðnum misser-
um. Myndin er í eðli sínu býsna yf-
irlætislaus, líður einkar afslappað
hjá á tjaldinu, án þess þó að manni
finnist í raun nokkuð markvert
eiga sér þar stað. En áður en mað-
ur veit orðið af, hefur hún stig af
stigi náð að síast inn bakdyra-
megin og hreiðra svo um sig í und-
irmeðvitundinni, að manni stend-
ur um síðir hreint öldungis ekki á
sama um þá atburði og þær per-
sónur, sem myndin af svo ófor-
skammaðri alúð laumar inná okk-
ur.
Tom Conty (sem flestir minnast
af góðu einu úr myndum á borð
við Merry Christmas Mr. Lawrence
og Reuben Reuberi) fer hér á kost-
um í hlutverki kennara nokkurs
við kaþólskan skóla, hvar menn
eru þá er sagan hefst býsna upp-
numdir yfir hversu iðinn verndar-
dýrlingur skólans hafi að undan-
förnu verið við að sáldra velgjörð-
um sínum ýmiskonar, jafnvel
kraftaverkum yfir þá er minna
mega sín í lífsbaráttunni.
Nefndri kennarablók þykir ekki
mikið koma til fullyrðinga þeirra
er hvað hæst láta um þessa auknu
kraftaverkavirkni dýrlingsins, en
þó fara að renna á hann tvær
grímur þegar hann verður þess
áskynja að það eru í raun óskir
hans sjálfs sem rætast, jafnóðum
og þær renna upp fyrir hugskots-
sjónum hans.
I sem örstystu máli: Bráðsmellin
og afbragðsvel skrifuð handrits-
gerð, ásamt stórgóðum leik Tom
Conty í aðalhlutverkinu ráða
mestu um hversu vel til hefur tek-
ist með gerð þessarar afbragðs-
góðu dægrastyttingar.
*
Ohugnaöurinn
Stjörnubíó: Öfgar
(Extremities)
★★★
Bandarísk, árgerð 1986.
Framleiðandi: Burt Sugarman.
Leikstjórn: Robert M. Young.
Handrit: William Mastrosimone
skv. eigin sviðsverki.
Tónlist: J.A.C. Redford.
Aðalleikarar: Farrah Fawcett,
James Russo, Diana Scarwid og
Alfred Woodard.
Extremeties eða Öfgar er að því
er ég best veit, fyrsta mynd
Roberts M. Young eftir að hann
floppaði á mynd með Paul Simon
frá 1980, One Trick Pony. Young á
annars fáar myndir að baki. Hann
byrjaði ekki að fikta við kvik-
myndaleikstjórn fyrr en eftir
fimmtugt — en vakti þá þegar
nokkra athygli. Fyrsta verk hans,
Short Eyes (einnig nefnd Slamm-
er) með Bruce Davison þótti eink-
ar vel heppnuð. Það var tekið sér-
staklega eftir því hvað Young náði
góðum tökum á leikurum mynd-
arinnar.
Núna kemur Young semsé fram
á sjónarsviðið eftir nokkurt hlé
með Öfga, þar sem — rétt eins og
í fyrstu mynd hans — bregður fyrir
framúrskarandi leik. Það er jafn
ljóst að leikararnir eru þakklátir
fyrir hlutverk sín. Ruliurnar eru
vel skrifaðar upp úr margrómuðu
og samnefndu sviðsverki eftir
William Mastrosimone, sem hann
reit fyrir fimm árum að áeggjan
vinkonu sinnar sem hafði verið
nauðgað grimmilega. Yfirfærsla
verksins í búning filmunnar er
ágæt, og er það sjálfsagt mest að
þakka þeirri ákvörðun að láta
Mastro sjálfan um það vandaverk.
Farrah Fawcett leikur hér fyrsta
alvöruhlutverk sitt og sýnir að
hún kann meira fyrir sér í leiklist
en sem nemur förðuninni. Hún
lendir í návígi við klikkaðan of-
beldismann, sem eftir misheppn-
aða nauðgun á henni, leggur hana
í einelti. Þetta er ákaflega kraft-
mikið og ofsafengið verk, sem
tekst að lýsa þessum óhugnaði í
samfélaginu á trúverðugan hátt —
og þannig, að mikla umhugsun
vekur á eftir. Það væri auðveld-
lega hægt að setja út á ýmsa þætti
þessarar myndar sem kvikmynd-
ar, en ég sleppi því þar eð efnistök-
in vinna það upp og gott betur.
Samleikur Russo og Fawcett er,
getur maður sagt, viðbjóðalega
góður.
-SER
Farrah Fawcett á góðan leik f öfgum Roberts M. Young, en hún hefur hingað til ver-
ið þekkt fyrir brosið eitt í kvikmyndum.
KVIKMYNPAHÚSIN
HIMNASENDINGIN
(Heavenly Pursuits)
★★
Tom Conti er alltaf ágætur og líka
svo líkur Pachino.
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
Á HÆTTUMÖRKUM
(Dangerously Close)
★★
Um glæpasamtök í menntó.
Sýnd kl. 5 og 11. Bönnuð innan 16 ára.
STELLA I ORLOFI
★★★
Léttgeggjuð ærsl a la Islanda.
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
ÁSTARFUNI
(Fool for Love)
★
Hjónabandssæla Eddi og May fær ann-
an Ijóma.
Sýnd kl. 7 og 9. Bönnuð innan 12 ára.
MóhöiuI
PENINGALITURINN
(The Color of Money)
★★★
Tekur við þar sem The Hustler hætti.
Nú er Newman kominn í hlutverk hins
ráðsetta og reynda.
Sýnd kl. 5,7.05,9.05 og 11.10. Hækkað
verð.
KRÖKÖDÍLA DUNDEE
(Crocodile Dundee)
★★★
Mick Dundee kemur til New York og
lendir í vandræðum. Gráthlægileg
mynd.
Sýnd kl. 5, 7.05, 9.05 og 11.10.
RÁÐAGÖÐI RÓBÓTINN
(Short Circuit)
★★★
Fjallar um róbót nr. 5.
Sýnd kl. 5 og 9.05.
LÉTTLYNDAR LÖGGUR
(Running Scared)
★★
Grínlöggumynd með Gregory Hines.
Sýnd kl. 5 og 7.05.
ÁBENDING
Vafalftið fer hver að verða sfðastur að
sjá Stellu og sömuleiðis Aliens f Bfó-
höllinni. Þeir sem eru að leita að ein-
hverju nýrra ættu að fara í Stjörnubíó og
sjá Farrah Fawcett (áður Majors nú
O'Neal) fara snilldarlega með hlutverk
sitt f öfgum.
ALIENS
★★★★
Spennandi spenna.
Sýnd kl. 9.05.
VITASKIPIÐ
(The Lightship)
★★★
Duvall og Kinski fara á kostum. Góð.
Sýnd kl. 5, 7.05, 9.05 og 11.10.
UNDUR SHANGHAI
(Shanghai Surprise)
★
Aumingja Sean.
Sýnd kl. 7.05 og 11.10.
BÍÓHÚSIÐ
SKÓLAFERÐIN
(Oxford Blues)
★★
Robbi sæti og stelpurnar. Sýnd kl. 5, 7,
9 og 11.
ifALjMSKOLJlBIO
hí IimHHKseí
FERRIS BUELLERS DAY OFF
Ný
Gamanmynd um skróp og Ferraribíl
með Matthew Broderick o.fl. Sýnd kl.
5, 7 og 9.
LAUGARÁS
BIO
MARTRÖÐ A ELMSTRÆTI II
(A Nightmare on Elm Street II)
★★
Horror, hjálp!
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
POLICE STORY
Ný
Hasarmynd. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
WILLY MILLY
★★
Óskin rætist, en að breytast í strák á
einni nóttu er full mikið.
Sýnd kl. 5 og 7.
LAGAREFIR
(Legal Eagles)
★★★
Mjúkt lögfræðingadrama.
Sýnd kl. 9 og 11.
IRE0NBOGRNN
NAFN RÓSARINNAR
(The Name of the Rose)
★★★
Var Kristur kátur? Sterk mynd.
Sýnd frá laugardegi kl. 3, 6 og 9.
OTHELLO
★★★★
Frábær mynd, frábær söngur. Placido
næstum eins góður og Kiddi Jó. Sýnd
kl. 3, 5.30, 9 og 11.15.
ELDRAUNIN
(Firewalker)
★★
Chuck brosir. Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og
11.15. Bönnuð innan 16 ára.
LEYNIFÉLAGIÐ
(Camorra)
★★
Jafnréttisbarátta?
Sýnd kl. 7.10. Bönnuð innan 16 ára.
NÁIN KYNNI
(Intimate Relations)
0
Varla. Sýnd kl. 3.15, 5.15 og 11.15.
Bönnuð yngri en 16.
FLJÓTT FLJÓTT
Eftir Carlos Saura. Sýnd kl. 7.15 og 9.15.
[ NÁVlGI
(At Close Range)
★★★
Sean í miklu betri félagsskap. Sýnd kl.
3.10, 5.10, 9.10 og 11.10.
ÖFGAR
(Extremities)
★★★
Farrah Fawcett kemur öllum á óvart.
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
NEÐANJARÐARSTÖÐIN
(Subway)
★★★
La bella Isabella. Sýnd kl. 11.05.
ANDSTÆÐUR
(Nothing in Common)
★★
Um samband feðga þegar móðirin yfir-
gefur pabbann.
Sýnd kl. 7 og 9.
VÖLUNDARHÚSIÐ
(Labyrinth)
★★★
Vel gerð fjölskyldumynd.
Sýnd kl. 5.
#Í9«flfefe
EYÐIMERKURBLÓM
(Desert Bloom)
Ný
Rose er þrettán ára og sinnast við fjöl-
skyldu sfna og strýkur að heiman nótt-
ina sem fyrsta atómsprengjutilraunin
fer fram í Nevada-eyðimörkinni. Með
John Voigt. Sýnd kl. 5, 7 og 9.
★ ★ ★ ★ framúrskarandi
★ ★ ★ mjög góð
★ ★ miðlungs
★ þolanleg
O mjög vond
MYNDBAND VIKUNNAR
The Offence. ★★★
Bresk. Árgerð 1972.
Til útleigu hjá m.a. Vídeómeist-
aranum, Myndbandaleigu kvik-
myndahúsanna o.fl.
Leikstjórn: Sidney Lumet.
Aðalhlutverk: Sean Connery,
Trevor Howard, Vivien
Merchant, lan Bannen o.fl.
Þær eru orðnar býsna margar
perlurnar er liggja í kjölrák banda-
ríska leikstjórans Sidney Lumet.
Hann hóf afskipti sín af miðlinum
þegar á barnsaldri, þá sem leikari.
Gerðist síðan framleiðandi sjón-
varpsþátta, leikstýrði sinni fyrstu
kvikmynd 33 ára að aldri (Twelve
Angry Men, 1957) og hefur síðan
skilað af sér ekki færri en rúmlega
30 kvikmyndum af fullri lengd
(m.a. Long Day’s Journey into
Night ’62, The Pawnbroker '65,
The Appointment ’69, Dog Day
Afternoon '75 o.fl., o.fl.). Sérgrein
hans hefur löngum verið talin
kvikmyndun sviðsverka.
I The Offence tókst Sean
Connery að sýna mönnum fram á
það í eitt skipti fyrir öll, að hann
hefði líkast til gert rétt í því að
leggja James Bond ímyndina á
hilluna og leita uppi bitastæðari
hlutverk. Hér fer hann hreinlega á
kostum i hlutverki Johnsons lög-
regluforingja, sem hefur verið í
lögreglunni í ein tuttugu ár, upplif-
að margt og brotnar um síðir sam-
an, þá er hann er fenginn til að yfir-
heyra mann, sem grunaður er um
að hafa svívirt stúlkubarn.
í stuttu máli: Einhver besta
stúdía í sadomasochisma er sést
hefur á hvita tjaldinu gegnum tíð-
ina. Þeir Connery, Bannen og að
ógleymdum sjálfum Trevor
Howard sýna allir stórgóðan leik
undir öruggri handleiðslu Lumets.
HELGARPÓSTURINN 31