Helgarpósturinn - 05.02.1987, Side 36
eftir Óskar Guðmundsson
INNLEND YFIRSYN
Mannréttindi
og kynþáttafordómar
Hinn 5. desember sl. kom íranskur flótta-
maður til landsins. Hann sækir um hæli sem
pólitískur flóttamaður þann 15. desember,
en er tekinn höndum sl. föstudag og haldið
föngnum til þriðjudags.
íraninn kemur frá Tyrklandi. Samkvæmt
upplýsingum Karls Jóhannssonar hjá út-
lendingaeftirlitinu: „Hann kemur sem ferða-
maður og sækir svo um hæli sem pólitískur
flóttamaður. Síðan var sú umsókn tekin til
endurskoðunar." Karl kveður bróður manns-
ins, sem búsettur er í Bandaríkjunum hafa
verið milligöngumann í málinu. Bróðirinn
hafi komið hingað til landsins til að hitta
manninn. íraninn hafi sótt um vegabréfsárit-
un hjá sendiráði Islands í Kaupmannahöfn
frá Tyrklandi. Það gerðist með þeim hætti,
að hann sendi vegabréf sitt frá Tyrklandi og
fékk það sent áritað til baka með leyfi til
dvalar hér frá24. nóvember til 17. desember.
íraninn kom til landsins 5. desember og
um það leyti sem leyfið rann út, sótti hann
um hæli sem pólitískur flóttamaður. Þá er
málinu sjálfkrafa vísað frá útlendingaeftirliti
til dómsmálaráðuneytis.
„Við afgreiðum einhver lifandi ósköp af
málum útlendinga, en því sem við synjum er
vísað til ráðuneytisins," segir Karl Jóhanns-
son. Hann kveður tugum manna vísað frá
þegar á flugvellinum, yfirleitt vegna pen-
ingaleysis. „Ef við tökum við mönnum inní
landið þá berum við fjárhagslega ábyrgð á
þeim.“ Karl segir að afar sjaldgæft sé að
menn sæki um pólitískt hæli hér á landi, þar-
sem þeim beri samkvæmt alþjóðalögum að
sækja um hæli sem pólitískir flóttamenn í
fyrsta lýðræðisríkinu sem þeir koma til.
„Það kemst enginn hingað nema um full-
komlega lýðræðisfrjáls lönd, þess vegna er
svona lítið um þetta,“ segir Karl. Hann bend-
ir á að sæki menn hér um pólitískt hæli þá
megi ekki gleyma því sem stendur í lögum
„enda teljist framburður hans sennilegur".
En segjum svo að maður komi frá London
og þekki ekki lög og reglur um að sækja beri
um í fyrsta landinu, — hann ætli sér að sækja
um hæli sem pólitískur flóttamaður á Islandi
og geri það á Keflavíkurflugvelli, — hvernig
yrði því tekið? „Við mundum tala við okkar
yfirmenn, en málið liggur nokkurn veginn
Ijóst fyrir — maöurinn er kominn til London
eftir nokkra klukkutíma, í mesta lagi einn
dag,“ segir Karl Jóhannsson hjá útlendinga-
eftirlitinu.
Nú er útlendingi fyrirmunað að fá áritun
hér á landi. Hann getur heldur ekki fengið
atvinnuleyfi meðan hann dvelst í landi, — og
ekki fengið dvalarleyfi, nema hafa atvinnu-
leyfi. íraninn átti því í raun ekki aðra kosti en
þann sem hann tók, að komast fyrst hingað
sem ferðamaður og sækja síðan um hæli
sem pólitískur flóttamaður. Um ástandið í
íran og það sem biði hans þar vísast til við-
tals í HP í dag á bls. 16 við landsmann hans
sem búsettur er hér á landi.
ENGIN MANNLEG AÐSTOÐ
Nú veit enginn í sjálfu sér hversu margir
þeirra sem koma til landsins eða öllu heldur
reyna það og er vísað frá, eru í raun pólitískir
flóttamenn. Engin íslensk mannréttindasam-
tök taka að eigin frumkvæði að sér einstakl-
inga sem koma hingað til lands sem pólitísk-
ir flóttamenn. Yfirleitt taka einhverjir ein-
staklingar upp mál þeirra og kannski verður
enginn til þess. Það er engin mannleg aðstoð
til staðar sem tryggir einstaklingum hjálp.
„Það er starfsregla hjá Amnesty Inter-
national að sinna ekki málum sem varða eig-
ið land,“ sagði Sigríöur Ingvarsdóttir formað-
ur íslandsdeildar Amnesty í samtali við HP.
„Við höfum samt heimild til þess í einstökum
málum, að reyna að koma í veg fyrir að fóik
neytið telur ráðherra hafa lagalega heimild
til að taka lokaákvörðun um mál einstakl-
inga (samkvæmt lögunum um útlendinga),
„en ég vil meina að okkar stjórnarskrá leyfi
ekki að einhver einn maður hvort sem það er
ráðherra eða annar hafi endanlegt vald í
málum sem varða svona mikla hagsmuni, —
ég held að menn hafi alltaf dómsmálakerfið
samkvæmt stjórnarskrá og það beri að túlka
lögin um eftirlit með útlendingum með tilliti
til þess,“ segir Tómas Gunnarsson lögmaður
hins íranska flóttamanns.
LOKAÐ Á UPPLÝSINGAR
Lögin um eftirlit með útlendingum eru um
margt sérkennileg. Þannig segir í 19. grein
laganna:,,Enginná kröfuá upplýsingum um
yfirlýsingar sem gefnareru vegna umsóknar
um leyfi til landgöngu, dvalar eða atvinnu,
né um mál, er varöa synjun um landgöngu,
brottvísun eda nidurfellingu fyrirskipunar
um vísan úr landi." Lögmaðurinn hefur ekki
fengið öll gögnin í máli íranans. „Það er erf-
itt að verja mál þegar maður fær ekki öll
gögn, — það er svona einsog að biðja smið
að smíða hús en neita honum um sög, hamar
og nagla,“ segir Tómas Gunnarsson lögmað-
ur.
„Ef við lítum á málin þannig, þá værum
við illa settir ef hver sem er hvenær sem er
gæti komið til landsins og ætti um leið allan
rétt til að leggja mál fyrir dómstóla uppí
hæstarétt, þá hefðum við í rauninni ekki
lengur forræði yfir því hvaða útlendingar
kæmu hingað og settust hér að,“ segir Þor-
steinn Geirsson ráðuneytisstjóri.
MANNÚÐARSJÖNARMIÐ
— En nú virðist þetta vera þannig, að eng-
in samtök eða stofnanir hér á landi taki að
sér málefni einstaklinga — það er einsog
bæði lögfræðilega og útfrá mannúðarsjónar-
miðum sé eiginlega engin trygging fyrir því
að réttur einstaklingsins sé varinn? „Þetta er
mikill útúrsnúningur finnst mér — og fjarri
öllum sanni að líta þannig á málin, vegna
þess að Islendingar hafa tekið á móti flótta-
mönnum. Um það hafa þá verið gerðir
samningar við önnur ríki og jafnvel með öðr-
um ríkjum um að koma fyrir flóttamönnum
frá ákveðnum ríkjum og við tilteknar að-
stæður. Og það er það algengasta, að lönd
semja um að taka vissa kvóta af flóttamönn-
um þegar þannig stendur á,“ segir Þorsteinn
Geirsson ráðuneytisstjóri. Hann telur að
mannúðarsjónarmið vegi mjög þungt við af-
greiðslu slíkra mála, svosem mál íranans
beri vott um. „Og við höfum viljað ganga al-
gerlega úr skugga um hver yrðu örlög hans
og þess vegna hefur afgreiðsla málsins dreg-
ist,“ segir Þorsteinn Geirsson ráðuneytis-
stjóri.
KYN ÞÁTTAFORDÓMAR
„Það segir sína sögu að hingað skuli nær
eingöngu koma kvótaflóttamenn og þá helst
með hvítan hörundslit, — nær engir t.d. frá
Afríku," segir maður sem unnið hefur að
málefnum flóttamanns hér á landi. Hann
tekur svo djúpt í árinni að kalla það „ríkjandi
fasisma í landinu" að engar reglur sé til að
tryggja einstaklingum rétt sem sækja um
hæli sem pólitískir flóttamenn.
I morgunútvarpinu á Rás 1 í gærmorgun
(miðvikudag) kom fjöldi hlustenda fram með
harkalegar skoðanir; skoðanir sem erfitt er
að skilja öðruvísi en sem kynþáttafordóma.
Það bendir til þess að mannúðarsamtökum,
fjölmiðlum, kbkjunni og öðrum félögum og
stofnunum á Islandi hafi skotist yfir grund-
vallaratriði í mannlegu félagi; að skapa skiln-
ing og útbreiða þá þekkingu sem er forsenda
bróðurkærleikans.
Erfitt aö sœkja um hœli sem pólitískur flóttamadur á
íslandi. Islendingar taka nœr eingöngu á móti
„kvótaflóttamönnum“. Er gengiö á rétt einstaklinga í
lögunum? Kynþáttafordómar í landinu.
verði sent til landa þarsem hætta er á að það
verði annaðhvort líflátið, pyntað eða sent í
fangelsi." Amnesty mun hafa í þessu tilfelli
haft samband við dómsmálaráðuneytið og
óskað eftir að maðurinn yrði ekki sendur úr
landi til lands þarsem hætta væri á að hann
yrði fangelsaður.
BEIÐNI FRÁ ÚTLÖNDUM
Einsog áður hefur komið fram er engin
stofnun eða samtök sem taka að sér mann-
réttindamál einstaklinga sem koma hingað
til lands. Rauði krossinn sem annars hefur
milligöngu um aðstoð við flóttamenn þegar
þeir hafa komið hingað í hópum, hefur t.d.
ekki frumkvæði að slíkri hjálp.
í landinu er einnig starfandi Flóttamanna-
ráð Islands með aðild ríkisins, borgarinnar
og Rauða krossins. í því eru Tómas Karlsson,
Björn Friðfinnsson og Guðrún Holt. Fundi
ráðsins sitja einnig Jón Ásgeirsson og Hólm-
fríöur Gísladóttir. Hólmfríður kvað afskipti
Rauða krossins yfirleitt vera með þeim hætti
að ríkisstjórnin hefði ákveðið að taka
„kvótaflóttamenn" og beðið RK að annast
framkvæmd.
Hins vegar bar svo við sl. þriðjudag að
Flóttamannaráði íslands barst beiðni frá full-
trúa Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóð-
anna um að aðstoða Iranann sem hér hafði
sótt um pólitískt hæli. Og var boðaður fund-
ur í Flóttamannaráðinu um málið.
FLÓTTAMANNI SLEPPT
ÚR HALDI
Handtaka íranans sl. föstudag spurðist til
fjölmiðla og sjálfsagt til útlanda. Um hádegið
á þriðjudaginn var honum sleppt og lög-
manni tilkynnt, að utanríkisráðuneytið hefði
til skoðunar enn eina umsóknina frá honum
um pólitiskt hæli.
En hvers vegna var maðurinn handtekinn?
„Ég held að þeir hafi litið svo á að hann hefði
ekki lengur heimild til dvalar hér í landinu
og þeir hafi ætlað að senda hann til baka
þaðan sem hann kemur," sagði lögmaður í
spjalli við HP. „Það var til að tryggja nærveru
hans af því að við héldum að við gætum af-
greitt málið um helgina,“ segir Þorsteinn
Geirsson ráðuneytisstjóri í dómsmálaráðu-
neytinu.
Um það er m.a. deilt, að dómsmálaráðu-
36 HELGARPÓSTURINN