Helgarpósturinn - 05.02.1987, Page 37

Helgarpósturinn - 05.02.1987, Page 37
Erland Josephson er orðinn heimsnafn fyrir leik sinn í myndurh leikstjóra eins og Ingmars Bergman og Andreis heitins Tarkofskís. Frá samstarfinu við þá, með- leikaranum í Fórninni, Guðrúnu Gíslad- óttur og mörgu fleira í eigin lífi og list segir Erland Josephson í einkaviðtali við Mannlíf. Hin forna list galdurs er enn stunduð um hinn svokallaða siðmenntaða heim. Mannlíf hefur kynnt sér viðhorf galdra- manna á Bretlandi, |Dar sem er rík og gróin galdrahefð, og á Islandi, þar sem einn maður gerir tilkall til þess að vera titlaður galdramaður. Frá þessu segir í forvitni- legri grein. Starf fíkniefnalögreglu hefur fengið á sig æsilegan blæ í bandarískum hasarmynd- um.. En hvernig er raunveruleikinn? ís- lenskir fíkniefnalögreglumenn segja Mannlífi frá reynslu sinni í erfiðu starfi, og birtar eru óhugnanlegar myndir úr safni lögreglunnar sem sýna glöggt á hvert stig íslenskur fíkniefnaheimur er kominn. Hulduherforingi Alberts Guðmunds- sonar, Helena dóttir hans, og eigin- maður hennar, Þorvaldur Mawby, fyrrum forstjóri Byggungar eru nú sest að í Bandaríkjunum. Þar reka þau vax- andi byggingafyrirtæki, jafnframt því sem Helena er farin að láta að sér kveða innan Repúblíkanaflokksins. Mannlíf heimsótti Helenu og Þorvald fyrir skömmu í Tulsa, Oklahoma, og þau segja frá nýju lífi í nýju landi, átökum -innan Sjálfstæðisflokksins og mörgu fleira í athyglisverðu viðtali. er komið út Fátt hefur vakið jafn mikla athygli í þeim sviptingum sem gengið hafa yfir íslenska fjölmiðla á undanförn- um mánuðum en hrun Rásar 2 ríkisútvarpsins á tiltölulega skömmum tíma í samkeppninni við hina frjálsu stöð Bylgjuna. Ásgeir Tómasson, dagskrárgerðarmað- ur lýsir því hvað gerðist og hvers vegna Rás 2 hrundi, — frá sjónar- hóli manns sem var inni í húsinu. Geta menn flogið á hugarorkunni einni saman? Mannlíf segir frá einhverri sérkennilegustu friðar- hreyfingu heims og ræðir við íslenska áhangendur hennar. Þau átök, sem urðu á nýliðnu ári um hvalveiðar íslendinga og hápunkti náðu með skemmdarverkum Sea Shep- hard-manna á eignum Hvals hf., vöktu mikiö umtal. Mað- urinn í miðju þessara átaka er forstjóri Hvals hf. Hann segir frá sjónarmiöum sínum 'til þessa máls á opinskáan hátt. Meðal fjölmargs annars efnis: Sigurbjörn Báröarson, einhver frægasti knapi og mikilvirkasti hestakaupmaður landsins, segir frá litríkum ferli í hestamennskunni; sagt frá íslensku leikkonunni Bergljótu Árnadóttur sem allan sinn feril hefur starfað í Svíþjóð og getið sér gott orð; hressilegt viðtal við Þórarinn Oskar Þórarinsson Ijósmyndara, annan aðalleikaranna í nýju íslensku bíómyndinni Skytturnar og uppsprettu braggalífssagna Einars Kárasonar; sagt frá bresku pöbbalífi í myndum og máli; rætt við Þór Eldon, skáld, sem orðinn er hundleiður á íslenskri Ijóðamenningu og margt fleira. Metsölutímaritíð MaraiKf MANNLÍF áskriftarsími: 687474 HELGARPÓSTURINN 37

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.