Helgarpósturinn - 05.02.1987, Síða 38
ERLEND YFIRSÝN
Brugghús Guinness í Bretlandi hefur á
nokkrum undanförnum árum breyst úr gam-
algrónu fjölskyldufyrirtæki í fjölþjóðasam-
steypu fyrirtækja í alhliða drykkjarvöruiðn-
aði. Driffjöðurin að baki útþenslu og um-
myndun Guinness var Ernest Saunders, fram
í síðasta mánuð stjórnarformaður og aðal-
forstjóri fyrirtækisins.
Mesta afrek Saunders þótti að leggja á síð-
asta ári undir Guinness skosku viskíbrugg-
húsakeðjuna Distillers Co. Bauð hann fyrir
hönd Guinness í Distillers Co. á móti annarri
samsteypu, Argyll Group, og hafði betur með
2.7 milljarða sterlingspunda boði. Sigur
Saunders byggðist fyrst og fremst á háu verði
á hlutabréfum í Guinness á kauphöllum.
Nú er komið á daginn, að Saunders og nán-
ustu samstarfsmenn hans urðu hlutskarpari
í viðureigninni um Distillers Co. með svikum
og prettum. Reglur um kauphallarviðskipti
voru brotnar, þegar fé Guinness var varið svo
hundruðum milljóna punda skipti fyrir milli-
göngu leppa til að kaupa eigin hlutabréf og
búa þar með til eftirspurn, sem hækkaði
gengi þeirra.
Saunders var knúinn til að láta af störfum
hjá Guinness fyrir miðjan janúar, og sömu-
leiðis fjármálastjóri fyrirtækisins, Olivier
Roux. Siðan hefur einnig orðið mannfall af
sömu sök á æðstu stöðum hjá tveim fjár-
málastofnunum, sem tóku þátt í svindlinu,
kaupsýslubankanum Morgan Grenfell & Co.
í London og Bank Leu AG í Zúrich. Eftirmað-
ur Saunders í formennsku hjá Guinness hef-
ur í bráðabirgðaskýrslu greint frá að 25 millj-
ónir punda af fé fyrirtækisins virðist hafa
horfið í sukkinu á óútskýrðan hátt. Hlutabréf
í Guinness hafa hrapað í verði svo nemur
hundruðum milljóna punda frá því hneykslið
varð uppvíst. Argyll Group býst til málaferla
til að endurheimta frá Guinness kostnað sinn
af togstreitunni um Distillers Co., einar 55
milljónir punda.
Rannsókn á yfirtöku Guinness á viskíkeðj-
unni hófst í desemberbyrjun, þegar eftirlits-
aðilum i London barst vitneskja frá Verð-
bréfaeftirlitinu bandaríska, um að breska
fyrirtækið hefði átt vafasöm viðskipti við fyr-
irtæki Ivans Boesky, bandarísks braskara
sem síðastliðið haust varð uppvís að því að
misnota trúnaðarupplýsingar í stórum stíl til
að hagnast ólöglega á verðbréfaviðskiptum.
Boesky var sektaður um 100 milljónir doll-
ara, en slapp þó skár en efni stóðu til, með
Ernest Saunders gerði
brugghús Guinness að
stórveldi með svindil-
braski
Sveiflur á kauphöllum og gengi
gera fjármálamenn uggandi
því að láta Verðbréfaeftirlitinu í té hljóðritan-
ir af samtölum sínum og viðskiptavina um
nokkurra mánaða skeið. Er síðan uggur í
mörgum í Wall Street, meðan eftirlitið býr til
ný mál á grunni þeirrar vitneskju sem í hljóð-
ritunum þessum felst.
Uppgangstímar og verðsprenging á kaup-
höllunum í New York og London síðustu árin
stafar að verulegu leyti af viðleitni fyrir-
tækja til að komast yfir eigur annarra og
nota þær í sína þágu. Mjög er tíðkað að koma
slíkum boðum í kring gegn vilja stjórnenda
fyrirtækja sem fyrir verða með gylliboðum
til hluthafa. Undir yfirboðunum standa þó
einatt svonefnd skranskuldabréf, sem bera
háa vexti en léleg trygging er fyrir. Verð-
mætisaukning á hlutabréfamarkaði er því
aðallega á pappírnum. Við það bætist að
tölvustýrð kauphallarviðskipti með sam-
tengingu við kauphallir í þrem heimsálfum
hafa valdið stóraukinni veltu og magnað
verðsveiflur.
Um þverbak keyrði á kauphöllinni í New
York föstudaginn 23. janúar, þegar Dow-
Jones vísitala hlutabréfa sveiflaðist um rúm-
lega 200 stig á tveim og hálfum klukkutíma.
Varð það til að Verðbréfaeftirlitið hóf athug-
un á óstöðugleika verðbréfamarkaða við
ríkjandi tæknivæðingu, með það í huga að
styrkja starfsreglur fjármálafyrirtækja og
stofnana.
Nýkjörið Bandaríkjaþing undir forustu
demókrata lætur málið einnig til sín taka.
William Proxmire, formaður bankamála-
nefndar Öldungadeildarinnar, kallaði til
vitnis nafnkunnan mann, Felix G. Rohatyn
hjá fjárfestingarbankanum Lazard Fréres &
Co. Rohatyn fullyrti, að „krabbamein fé-
græðginnar" ógnaði nú bandarísku fjár-
málalífi. Takmarkalaus notkun skranskulda-
bréfa til að sölsa undir sig fyrirtæki í and-
stöðu við stjórnendur þeirra væri bæði háski
fyrir heilbrigði verðabréfamarkaðarins, ör-
yggi peningastofnana og það hlutverk fjár-
magns að standa undir hagvexti.
Breska íhaldsstjórnin hefur fyrir sitt leyti
orðið fyrir verulegum álitshnekki af því sem
gerst hefur hjá eftirlætis kjöltubörnum henn-
ar í fjármálahverfinu City í London. Kemur
þar ekki aðeins við sögu mál Guinness, held-
ur einnig stórfelldur fjárdráttur manna á
æðstu stöðum í tryggingasamsteypunni
Lloyd’s, sem uppvís varð fyrir nokkrum ár-
um en er enn að eiga sér eftirköst.
Þessar kollsteypur á helstu fjármagns-
mörkuðum, svo magnaðar að meira að segja
Margaret Thatcher rýkur upp til handa og
fóta og lætur ráðherra sína boða skjótar úr-
eftir Magnús Torfa Óiafsson
bætur og strangar lagareglur, gerast samtím-
is því að ólga ríkir með versta móti á gjald-
eyrismarkaði Fjármálafréttaritari Washing-
ton fbst, John M. Berry, segir í skeyti frá
London, að síðustu atburðir séu að fara með
traust evrópskra fjármálamanna á dollarn-
um og stjórn Ronalds Reagans í Washington.
Pólitískur vanmáttur Bandaríkjastjórnar í
kjölfar Írans-Contra hneykslisins bætist ofan
á glannalegan hallarekstur ríkissjóðs og
óstæðilegan viðskiptahalla. Þar á ofan berist
nú fregnir af að nánustu ráðgjafar Reagans
hafi einsett sér að fá hann til að losa sig við
Paul A. Volcker úr stöðu formanns í seðla-
bankastjórn, en sá njóti nú trausts á heims-
mælikvarða umfram alla aðra Bandaríkja-
menn í æðstu stöðum.
Upp er kominn vítahringur, sem óljóst er
hversu verður rofinn. Japanir og Vestur-
Evrópumenn hafa í höndum fúlgur af rýrn-
andi dollurum, og verja þeim helst til að
kaupa hluti í bandarískum fyrirtækjum eða
bandarísk ríkisskuldabréf. Þeim mun lægra
sem dollarinn sígur, því ódýrari verða banda-
rísk verðbréf í jenum eða mörkum.
Bandaríkjastjórn sýnir vaxandi tilhneig-
ingu til að mæta hallanum á utanrikisvið-
skiptum með þrýstingi á lönd eins og Japan
og Vestur-Þýskaland, í stað þess að ráðast að
rót meinsins, hallanum á eigin ríkissjóði.
Reagan og hans menn hafa sett sér að
hækka ekki skatta, og afleiðingin er tvöföld-
un bandarískra ríkisskulda á embættisferli
núverandi forseta.
Alþjóðlegi skuldajöfnunarbankinn í Basel
segir í nýlegri skýrslu, að nýtt hættuatriði
hafi bæst við á síðasta ári. Japanir fjármögn-
uðu þá eins og fyrr allt að þriðjung af
greiðsluhalla ríkissjóðs Bandaríkjanna, en
eftir mitt ár tóku þeir í þessu skyni dollaralán
í stað þess að kaupa dollara fyrir jen. Eykur
þetta á hágengi jensins, en alvarlegra er þó
hitt, að verði vextir af dollaraskuldum jap-
anskra fjármálastofnana hærri en afkasta-
vextir ríkisskuldabréfanna, hljóta þær að
reyna að losa sig við þau sem skjótast. Afleið-
ingin yrði óhjákvæmilega ringulreið á
bandarískum skuldabréfamarkaði. Frekari
eftirköst treystir Alþjóðlegi skuldaskilabank-
inn sér ekki til að segja fyrir að svo stöddu en
ljóst er að þau yrðu geigvænleg.
MAL OG MENNING
Sáliri á flakki (3)
í síðasta þætti ræddi ég aðallega
um hjartaö sem aðsetur sálarlífs-
ins. Mér vannst þó ekki rúm til að
gera þessu efni þau skil, sem ég tel
nauðsynleg. Ef litið er í Orðabók
Menningarsjóðs má sjá, að í nú-
tímamáli er hjarta haft ,,um hug-
arþel og tilfinningu". Einnig getur
orðabókin þess, að hjartað sé ,,að-
setur hugrekkis, kjarks". Það er
.þannig greinilegt, að í nútímamáli
er hjartað vart notað um vits-
munalífið, fremur haft um aðsetur
tilfinninga. Gott dæmi um þetta er
endirinn á Sveini dúfu eftir Rune-
berg í þýðingu Matthíasar
Jochumssonar:
Því eina leið um eðli Sveins
bar almenningur vott:
Að lélegt þótti höfuð hans,
en hjartað það var gott.
Hér leikur enginn vafi á, að höf-
uð er tákn vitsmuna, en hjarta til-
finninga. En látum nú útrætt um
orðið hjarta.
Víkjum næst að orðinu lund.
Þetta orð er algengt þegar í fornu
máli í merkingunni „skap, skap-
lyndi“. í þessari merkingu er orðið
aðeins, að því er ég bezt veit, not-
að í eintölu. Þá er orðið lund notað
í merkingunni ,,háttur“ og er þá
ýmist haft í eintölu eða fieirtölu,
sbr. t.d. á ýmsa lund og á allar
lundir. Þessi merking skiptir okk-
ur ekki máli í þessu sambandi, svo
að ég læt útrætt um hana. En þess
má geta, að hún er forn og kemur
ekki aðeins fyrir í íslenzku, heldur
einnig í skyldum málum. Loks er
fleirtölumyndin lundir notuð um
tiltekna dýravöðva, og verður það
nánara rakið síðar.
Ætli mönnum detti nokkurn
tíma í hug, að eitthvert samband
sé á milli þess, að sagt er, að maður
sé léttur í lund og að kindalundir
séu góður matur? Er þetta sama
orðið, eða er hér um mismunandi
orð að uppruna að ræða?
En við skulum fyrst víkja aðeins
af leið. Ég minnist þess, að fyrir
um það bil tíu til fimmtán árum sá
ég í kælikössum í kjörbúðum kjöt-
vöru, sem merkt var mörbrád. Ég
þekkti ekki þetta orð úr mæltu
máli né úr bókum. Ef satt skal
segja, var ég hneykslaður á því. Ég
vissi auðvitað, að þessi kjötvara
var kölluð merbrad á dönsku, en
lundir (kvenkyn, fleirtala) á ís-
lenzku. Mér datt helzt í hug að ein-
hverjir danskmenntaðir kjöt-
skurðarmenn hefðu komið þessu
heiti á vöruna, enda ekki vitað, að
hún ætti sér íslenzkt nafn. En hvað
sem þessu líður, er mörbráðin,
sem betur fer, horfin úr búðum og
í staðinn komnar lundir: kinda-
lundir, nautalundir og
svínalundir.
í nútímamáli merkir fleirtalan af
lund, þ.e. lundir „ílangir vöðvar
(kjöt) á innanverðum hrygg ým-
issa dýra“. Þessir vöðvar, sem eru
nálægt nýrum, eru tveir, og er því
eðlilegt, að orðið sé notað í fleir-
tölu. Þessi merking er tilgreind í
sumum fornum orðabókum, án
þess að vísað sé til texta. Verð ég
þvi að trúa orðabókunum varlega,
en samanburður við önnur mál,
sem síðar verður rakinn, bendir
ótvírætt til þess, að þessi merking
hafi verið til þegar í fornu máli.
Kem ég að því síðar. Þess ber og að
geta, að á fornum bókum kemur
fyrir orðið hrygglundir í merking-
unni „lendar". Það er notað í sam-
bandinu skeinask á hrygglund-
unum í merkingunni „særast á
lendunum", sbr. Islenzk fornrit IV,
161 (Eyrbyggja) og íslenzk fornrit
VIII, 170 (Hallfreðar saga), neð-
anmáls. Orðin lund og lend eru
skyld, e-ið í lend er orðið til úr a,
og milli aogu eru hljóðskipti (sbr.
fann: fundum).
En berum nú orðið saman við
samsvarandi eða skyld orð í öðrum
germönskum málum. I færeysku
kemur fyrir orðið lund, sem í
orðabók Svabos er þýtt á þessa
leið: „tvær mjóar ræmur af kjöti
eftir Halldór Halldórsson
innan á hrygg dýrá’ („to, smalle
Strimler Kiod indvendig i et
Kreaturs Ryg, duo frusta carnis
gracialia in parte dorso interiore").
Með því að þessi færeyska merk-
ing er í fullu samræmi við merk-
inguna í nútímaíslenzku, má, að
mínu áliti, fullyrða, að hún hafi
verið til þegar í fornu máli ís-
lenzku. Um orðið í öðrum málum
er þetta helzt að segja: í norskum
mállýzkum kemur fyrir lund í
merkingunni „mjaðmir, lend“, í
sænskum mállýzkum lonn, lynger
„mjaðmir", í eldri dönsku lynd
„lend", í fornensku lundlaga
„nýra" og í fornháþýzku lynda
„nýrnamör".
Mér virðist eðlilegast að gera
ráð fyrir, að orðið lund(ir) hafi í
fyrstu haft samtæka (konkret)
merkingu. íslenzka og færeyska
merkingin bendir til, að orðið hafi
í upphafi táknað „vöðva á innan-
verðum hrygg". Þessi merking
kemur einnig fyrir í samsetta orð-
inu lundabaggi, sem Orðabók
Menningarsjóðs segir merkja „e.k.
pylsa úr lundum kinda og ristlum,
oftast súrsuð". Merkingin ,,skap“
ætti þá að stafa af því, að menn
hafi talið einhvern hluta sálarlífs-
ins (skaplyndið) tengjast þessum
vöðvum. En engan veginn er
hægt að fullyrða þetta. Marg-
nefndir vöðvar liggja í nánd við
nýrun, og eins og sýnt var í síðasta
þætti, er sálarlífið tengt nýrunum
í orðtakinu ad rannsaka hjörtun
og nýrun. Til frekari styrktar þessu
er, að orð samsvarandi lund tengj-
ast nýrum í forngermönskum mál-
um, sbr. fornháþýzku lunda
„nýrnamör" og fornensku lund-
laga „nýrá'. Ég læt liggja á milli
hluta, hvora skýringuna menn
telja sennilegri.
Af lund í merkingunni ,,skap“ er
leitt orðið lyndi með i-hljóðvarpi,
sbr. t.d. að leika í lyndi. Þetta orð
var þegar í fornu máli notað í sam-
settum orðum, t.d. góðlyndi, skap-
lyndi. í nútímamáli kemur það
einnig fyrir sem fyrri liður sam-
setts orðs, sbr. lyndiseinkunn. Þá
má ekki gleyma orðinu lunderni,
sem fyrir kemur á fornum bókum.
Það hefir verið gert til samræmis
við orð eins og faðerni, móðerni,
þar sem viðskeytið -erni er upp-
runalegt. Að lokum skal minnt á
lýsingarorðið lyndur, t.d. illa lynd-
ur (fornt), sem meira er þó notað í
samsetningum, t.d. fjöllyndur,
góðlyndur. Þessar samsetningar
voru einnig notaðar í fornu máli.
38 HELGARPÖSTURINN