Helgarpósturinn - 05.02.1987, Síða 40

Helgarpósturinn - 05.02.1987, Síða 40
eftir Guðlaug Bergmundsson — myndir Jim Smart KYNLÍFSUMRÆÐAN AÐ VERÐA KINNROÐALAUS - HVAÐ VELDUR? Á UNDANHALDI Smokkurinn er kominn úr felum. Víbratorar og önnur hjálpartœki ástalífsins líka. Nú þurfa menn ekki lengur ad laumast niður í Bankastrœti núll eöa sœta fœris og bíöa þess að apótekiö veröi mannlaust. Hvaö þá aö menn þurfi aö fara til Kaupmannahafnar eöa Amster- dam í leit að sœlutólum. íslendingar hafa vart um annaö rætt á undanförnum mánuöum en eitthvaö sem tengist kynlífinu, hvort sem þaö er nátengt því eöa ekki, nœrfatasýningar alls konar, nýársleikrit sjónvarpsins og nú síðast smokkinn. Tala menn tœpitungulaust, svo mjög aö mörgum þykir nóg um. Smokkurinn er flaggskipið í bar- áttunni gegn eyðni um þessar mund- ir, og þess vegna hefur hann óneit- anlega nokkra sérstöðu í allri þess- ari umræðu. En hvað þýðir þetta allt saman? Hvað táknar það, að al- menningur, allt frá æðstu embættis- mönnum þjóðarinnar og niður í skólaunglinga tala um gúmmíið án þess að blikna, eins og þeir hefðu aldrei gert neitt annað? Táknar það, að kynlífið sé líka komið úr felum? Er það ekki lengur það feimnismál, sem það hefur alltaf verið, og ekki bara með okkur íslendingum? Okk- ur lék nokkur forvitni á að vita það. „Ég held, að það sé ennþá feimn- ismál í sjálfu sér, en umræðan er opnari, og þar á hefur orðið ansi mikil breyting á undanförnum ár- um," segir Gudfinna Eydal sálfræð- ingur. Hún segir, að það sé þó ekki sama hvort verið sé að tala um eitthvað sem snertir fólk persónulega. „Ef svo er, á fólk ekki auðvelt með að tala um kynlífsmál sín á opinskáan hátt, jafnvel ekki hvort við annað, þó að hafi verið lengi í sambúð, ef um slíkt er að ræða,“ segir Guð- finna. Öðru máli gegnir um það sem ekki komi við fólk persónulega, eins og eyðni. Púll Skúlason heimspekingur segist ekki sjá neitt sérstaklega nýtt í þessu, miðað við undanfarna ára- tugi. „Ugglaust er meira frjálsræði í samskiptum fólks. En það sem mér finnst merkilegt, er að þjóðfélagið skuli finna sér þessi umræðuefni," segir Páll. „Það er eins og að á hverj- um tíma sé alltaf eitt ákveðið efni sem talað er um. Og það er umhugs- unarvert að það skuli vera þetta, en ekki eitthvað annað." Og Páll leyfir sér að efast um að einhver breyting hafi orðið á grund- vallarafstöðu manna, þrátt fyrir til- tölulega óhefta umræðu um smokka. „Áður fyrr fóru menn með klámvísur og höfðu ástamál fólks í flimtingum. Og þetta er bara ný út- gáfa af því.“ Páll bætir þó við, að hann viti lítið um þetta og geti ekki fært rök fyrir því á þessu stigi. UMRÆÐAN ORÐIN HVERSDAGSLEG Ólafur Skúlason dómprófastur rifjar upp, að þegar hann hafi verið að byrja prestskap í Reykjavík fyrir 23 árum og 6. boðorðið (Þú skalt ekki drýgja hór) hafi komið upp í fræðslu fermingarbarna, hafi alltaf komið einkennilegur svipur á ungl- ingana og þeir hafi farið hjá sér. „En núna er þetta orðið svo hversdags- legt, að krakkarnir líta ekki einu sinni hvert á annað," segir hann. Um daginn spurði Ólafur ferming- arbörn sín hvað þeim fyndist um allt smokkatalið og ekki stóð á svarinu: þeim fannst það bara eðlilegur hlut- ur. Og þeim fannst líka eðlilegt, að smokkur fylgdi með aðgöngumið- anum að árshátíð skólans. „Ég 40 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.