Helgarpósturinn - 05.02.1987, Qupperneq 41
„Áður fóru menn með
klámvísur og höfðu
ástamál fólks í
flimtingum. Og þetta er
hara ný átgáfa af því“
Spurt í fermingartíma
hvers vegna börnunum
þœtti eðlilegt að
smokkurinn fylgdi
aðgöngumiðum að
árshátiðum skólans, „og
þá svarar ein lítil
hnáta: allur er varinn
góður“
„Ég er líka að sumu
leyti smeykur um að
ungt fólk fari á mis við
töluverða töfra í
sambandi við þetta svið
mannlegrar reynslu“
spurði hvers vegna," segir Ólafur,
„og þá svarar ein lítil hnáta: allur er
varinn góður. En ég er viss um, að
ekki var verið að leiða hugann endi-
lega að því til hvers hann væri not-
aður. Þetta er orðið svo hversdags-
legt umræðuefni, að enginn kippir
sér upp við það á þessum aldri. En
fólki á mínum aldri finnst umræðan
eiginlega hálf furðuleg, svona mikið
opinská."
Pálmi Matthíasson, sóknarprestur
á Akureyri, segir að kynlíf eigi ekki
að vera feimnismál. „En ég held, að
það eigi að vera einkamál," segir
hann. „Það er manninum eðlilegt
og það er ákveðinn hluti af tilver-
unni, sem mönnum er miskært að
tala um. í bókum og myndum, sem
yfir okkur berast, virðist samband
karls og konu alltaf eiga að vera
bundið kynlífinu, og þannig virðist
umræðan vera opnari. Eg held, að í
mörgum tilfellum haldi menn að
hún eigi að vera það, án þess að það
sé það sem þeir vilji.“
Pálmi segir, að umræðan nú sé
komin upp á yfirborðið blandin ótta
við eyðni og þess vegna séu kannski
ýmsir fúsari til að tjá sig en ella.
STUTT í FORDÓMA
. Ekki er ýkja langt síðan, að ekki
mátti sýna nakinn mannslíkama í
íslensku sjónvarpi og á íslensku
leiksviði. Hvað þá að fjalla mætti á
beinskeyttan hátt um náin sam-
skipti karls og konu. Slíkt er að vísu
ekki orðið daglegt brauð, en alla
jafna kippir fólk sér ekkert upp við
þótt berum bossum bregði fyrir.
„Það er augljóst mál, að unga
fólkið er frjálslegra, a.m.k. á ytra
borðinu. Það er eins og ekki sé eins
mikið um blygðunarsemi," segir Páll
Skúlason, þegar hann er spurður
hvort nú á dögum þurfi meira til svo
fólk blygðist sín.
Guðfinna Eydal tekur undir það
og segir að fólk hafi fengið vissa
þjálfun í að horfa á efni þar sem
nekt og kynlíf koma fyrir. „Ég held
hins vegar að það sé háð hvaða fólk
maður er að tala um,“ segir hún, og
bendir á viðbrögð margra sjón-
varpsáhorfenda við nýársleikriti
sjónvarpsins, eins og þau birtust í
lesendadálkum dagblaðanna. „Þá
sá maður, að það er stutt í fordóm-
ana hjá mörgu fólki."
Ólafur Skúlason segist ekki vera í
vafa um, að það þurfi mjög mikið til
að fá ungt fólk til að blygðast sín. Og
hann bætir við: „Ég er líka að sumu
leyti smeykur um að það fari á mis
við töluverða töfra í sambandi við
þetta svið mannlegrar reynsiu.
Þetta er orðið svo hversdagslegt og
blátt áfrarn."
Hann segist þó vona, að þegar
unglingarnir verði ástfangnir muni
þeir uppgötva rómantíkina í sjálfum
sér og þeim sem ástin beinist að.
„En almennt séð held ég, að tjáning
ástarinnar og töfrarnir séu mikið að
hverfa úr vitund ungs fólks," segir
Ólafur.
OF EINHÆF UMRÆÐA
Það er áreiðanlega ekki auðvelt að
setja sig í spor ungs fólks sem er að
byrja að stunda kynlíf mitt í allri um-
ræðunni um smokka og eyðni.
Smokkaherferðarmenn leggja
áherslu á, að verið sé að fræða al-
menning, en ekki hræða. En treysta
menn sér til að spá einhverju um
hvaða áhrif umræðan muni hafa á
unglingana?
„Ég held að hún hljóti að hafa
áhrif í þá átt, að menn verði ekki
eins fjöllyndir í ástamálum, að
menn hugsi sig um og fari ekki að
stunda kynlíf með einhverjum sem
þeir vita lítil deili á,“ segir Pálmi
Matthíasson. Hann segir ennfremur,
að umræðan um smokkinn geti
komið róti á hugi unglinga, á þann
hátt að þeir fari að velta því fyrir sér
hvort þeir eigi að vera byrjaðir að
stunda kynlíf og hvort aðrir séu
byrjaðir.
Ólafur Skúlason segir að umræð-
an sé of einhæf, þar sem hún hafi að
mestu snúist um það að forðast sýk-
ingu af eyðni. „Það kemst ekki ann-
að að en þessi einfalda vörn, sem
verjan er, frekar en ábyrgð einstakl-
ingsins almennt séð. Það er hægt að
forðast sýkingu með því að leita
eftir því sem þjónar einhverjum til-
gangi. Þá á ég við, að ástalífið á ekki
að vera svo hversdagslegt, að mað-
ur geri ekki upp við sig hvort eitt-
hvað meira eigi að fylgja en athöfn-
in ein,“ segir Olafur.
Guðfinna Eydal segir það ekki
spurningu að fólk eigi eftir að verða
hræddara en áður. „Eg held, að um-
ræðan muni hafa áhrif í þá átt, að
fólk verður ekki eins kærulaust, en
mun ekki hætta að stunda kyn-
HELGARPÓSTURINN 41