Helgarpósturinn - 05.02.1987, Page 42

Helgarpósturinn - 05.02.1987, Page 42
HELGARDAGSKRÁIN 1STÖDTVÖ Föstudagur 6. febrúar 18.00 Nilli Hólmgeirsson. 18.25 Stundin okkar — Endursýning. 19.00 Á döfinni. 19.10 Þingsjá. 19.30 Spítalalíf. 20.00 Fróttir. 20.40 Smithereens — Upptaka frá hljóm- leikum í Gamla bíói fyrr í vikunni. 21.30 Mike Hammer. 22.20 Kastljós. 22.55 Fuglarnir ★★% (The Birds). Banda- rísk bíómynd frá árinu 1963, gerð eftir sögu eftir Daphné Du Maurier. Leik- stjóri Alfred Hitchcock. Aðalhlutverk: Tippi Hedren og Rod Taylor. Skelfing grípur um sig í sjávarþorpi einu þegar fuglar himinsins hópast saman og leggja til atlögu við mannfólkið. Atriði í myndinni eru ekki við hæfi barna. 01.00 Dagskrárlok. Laugardagur 7. febrúar 14.55 Enska knattspyrnan — Bein út- sending. 16.45 Iþróttir. 18.05 Spænskukennsla. 18.30 Litli græni karlinn. Nýr teikni- myndaflokkur. 18.35 Þytur ( laufi. 18.55 Gamla skranbúðin. 19.30 Smellir. 20.00 Fréttir. 20.30 Lottó. 20.35 Dalalíf Fyrri hluti. Islensk gaman- mynd um æringjana Þór og Danna. Leikstjóri Þráinn Bertelsson. 21.25 Fyrirmyndarfaðir. 21.50 Dóttir kolanámumannsins ★★★ (Coal Miners Daughter). Bandarísk bíómynd frá árinu 1980. Leikstjóri Michael Apted. Aðalhlutverk Sissy Spacek og Tommy Lee Jones. Saga bandarísku söngkonunnar Lorettu Lynn sem var bóndakona í Kentucky áður en hún öðlaðist heimsfrægð. 00.00 Dagskrárlok. Sunnudagur 8. febrúar 16.55 Sunndagshugvekja. 17.05 Queen á Wembley (Queen — Real Magic). Þáttur frá tónleikum Queen á Wembley-leikvanginum síðastliðið sumar. 18.05 Stundin okkar. 18.35 Þrífætlingarnir (The Tripods). 19.00 Á framabraut (Fame). 20.00 Fróttir. 20.45 Geisli. 21.35 Goya. Nýr flokkur — Fyrsti þáttur. Spænskur framhaldsmyndaflokkur í sex þáttum um ævi og verk meistara spænskrar myndlistar. 22.30 Af heilum hug — Endursýning. 23.00 Dagskrárlok. Fimmtudagur 5. febrúar 17.00 Myndrokk. 18.00 Knattspyrna. Umsjónarmaður er Heimir Karlsson. 19.00 Teiknimynd. Furðubúarnir (Wuzzl- es). 19.30 Fróttir. 20.00 Ljósbrot. 20.20 Morögáta (Murder She Wrote). 21.05 Ótemjurnar (Wild Horses). Banda- rísk bíómynd með Kenny Rogers og Ben Johnson í aðalhlutverkum. Tveir fyrrum kúrekar eru sestir í helgan stein. Þeir láta sig dreyma um að kom- ast aftur í sviðsljósið og spennuna sem fylgir kúrekasýningum. Halda þeir því af stað í ævintýraleit. 22.35 Af bæ í borg (Perfect Strangers). 23.00 Maöur aö nafni Stick. Bandarísk bíómynd með Burt Reynolds, Cand- ice Bergen, George Segal og Charles Durning í aðalhlutverkum. Ernest Stickley (Reynolds) snýr aftur heim til Florida eftir að hafa verið í sjö ár í fang- elsi fyrir vopnað bankarán. Hann er staðráðinn í því að hefja nýtt líf. En undirheimar Miami eru viðsjárverðir og fljótt flækist hann í net þeirra. Leik- stjóri er Burt Reynolds. 00.40 Dagskrárlok. Föstudagur 6. febrúar 17.00 Erfiðleikarnir (Storming Home). ★ Bresk sjónvarpskvikmynd. 18.30 Myndrokk. 19.00 Teiknimynd. Gúmmíbirnir (Gummi Bears). 19.30 Fróttir. 20.00 Dynasty. 20.50 Um víöa veröld. Fréttaskýringar- þáttur í umsjón Þóris Guðmundsson- ar. 21.10 Geimálfurinn (Alf). 21.35 Arfur Brewster ★★ (BrewstersMilli- ons). Bandarísk kvikmynd meö Ric- hard Pryor í aðalhlutverki. Fjarskyldur ættingi arfleiðir Brewster að miklum fjármunum, en meö einu skilyrði þó, hann þarf að sýna fram á að hann sé fær um að eyöa 30 milljónum dollara á 30 dögum. Brewster fær vin sinn Candy með sér, og þeir kynnast nýj- um heimi, glæsivögnum, fögrum kon- um, dýru víni og öllu því sem fylgir miklum fjármunum. 23.05 Benny Hill. 23.30 Kattarfólkiö ★★ (Cat People). Bandarísk bíómynd með Nastassia Kinski og Malcolm McDowell í aðal- hlutverkum. Mögnuð mynd um heitar ástríður og losta. Fyrstu kynni ungrar konu (Kinski) af ástinni eru stjórnlaus og yfirþyrmandi. Reynslan umbreytir henni og hefur örlagaríkar afleiðingar í för með sér. Leikstjóri er Paul Schrad- er og tónlist er eftir Giorgio Moroder og David Bowie. 01.30 Myndrokk. 03.00 Dagskrárlok. Laugardagur 7. febrúar 09.00 Lukkukrúttin (Monsurnar). Teikni- mynd. 09.30 Högni hrekkvísi og Snati snar- ráöi. Teiknimynd. 10.00 Penelópa puntudrós. Teiknimynd. 10.30 Herra T. Teiknimynd. 11.00 Fjallaljóniö (Cougar) Unglingamynd. 12.00 Hlé. 16.00 Hitchcock. 17.00 ,,Stjörnustríö" verður til (From Star Wars to Jedi: Making of The Saga). Fylgst með gerð kvikmyndar- innar Stjörnustríð. 18.00 Elton John. 19.00 Teiknimynd. Glæframúsin (Danger- mouse). 19.30 Fróttir. 19.55 Undirheimar Miami (Miami Vice). MEÐMÆLI Við hvetjum fólk til þess að kveikja á rás 1 um miðjan dag á laugardögum, en þá er útvarpað afar vönduðum og for- vitnilega framsettum þætti um tónlist í umsjón Ólafs Þórðarsonar og félaga á tónlistardeildinni. Einnig er vert að geta æði notaiegra þátta Þorsteins Vilhjálms- sonar á Bylgjunni milli 7 og 9 á kvöidin virka daga, en þar fer góður útvarpsmað- ur með gott efni... 20.45 Eldvagninn ★★★★ (Chariots of Fire). Bresk kvikmynd frá 1981 með John Gielgud, Nigel Davenport, lan Holm og Lindsay Anderson í aðalhlut- verkum. Sönn saga tveggja íþrótta- manna sem kepptu á olympíuleikun- um 1924. Lýst er ólíkum bakgrunni þeirra og þeim hindrunum sem veröa á vegi þeirra áður en þeir ná markmið- um sínum. Leikstjóri er Hugh Hudson. 22.45 Hjartaknúsarinn ★★ (American Gigolo). Bandarísk bíómynd meö Ric- hard Gere, Lauren Hutton og Ninu Van Rallandt í aðalhlutverkum. Julian Kay (Gere) er aðlaöandi og áhyggjulaus hjartaknúsari. Hann leggur lag sitt við ríkar konur og þiggur borgun fyrir. Þessi sérstaki lífsstíll reynist honum fjötur um fót þegar hann er sakaður um morð. Leikstjóri og höfundur handrits er Paul Schrader. 00.40 Myndrokk. 03.00 Dagskrárlok. © Fimmtudagur 5. febrúar 19.00 Fróttir. 19.45 Að utan. 20.00 ,,Sfmtal yfir flóann" smásaga eft- ir Indriða G. Þorsteinsson. 20.30 Frá tónleikum Sinfóníuhljóm- sveitar íslands í Háskólabíói. 21.20 Leiklist í New York. 22.20 ,,Séö og munað". 22.30 Bláa dalían. 23.10 Kvöldtónleikar. 24.00 Fréttir. Dagskrárlok. Föstudagur 6. febrúar 07.03 Morgunvaktin. 09.03 Morgunstund barnanna. 09.45 Þingfréttir. 10.30 Sögusteinn. 11.03 Samhljómur. 12.20 Fróttir. 14.00 Miðdegissagan. 14.30 Nýtt undir nálinni. 15.20 Landpósturinn. 16.20 Barnaútvarpið. 17.03 SÍÖdegistónleikar. 17.40 Torgið — Viðburðir helgarinnar. 19.00 Fróttir. 19.30 Daglegt mál. 19.40 Þingmál. 20.00 Lög unga fólksins. 20.40 Kvöldvaka. 21.30 Sígild dægurlög. 22.20 Vísnakvöld. 23.00 Andvaka. 00.10 Næturstund í dúr og moll. 01.00 Dagskrárlok. Laugardagur 7. febrúar 07.03 ,,Góðan dag, góðir hlustendur". 09.30 í morgunmund. 10.25 Morguntónleikar. 11.00 Vísindaþáttur. 11.40 Næst á dagskrá. 12.00 Hór og nú. 14.00 Sinna. 15.00 Tónspegill. 16.20 Framhaldsleikrit barna og ungl- inga: „Ævintýri Múmínpabba" eftir Tove Jansson. 17.00 Að hlusta á tónlist. 18.00 (slenskt mál. 19.00 Fróttir. 19.35 Viðtalsþáttur. 20.00 Harmoníkuþáttur. 20.30 ,,( kvöld þegar ysinn er úti". 21.00 islensk einsöngslög. 21.20 Á róttri hillu. 22.20 Mannamót. 00.05 Miðnæturtónleikar. 01.00 Dagskrórlok. átf Fimmtudagur 5. febrúar 20.00 Vinsældalisti rósar tvö. 21.00 Gestagangur. 22.00 Rökkurtónar. 23.00 Tónlist Charlie Chaplins. 24.00 Dagskrárlok. Föstudagur 6. febrúar 09.00 Morgunþáttur. 12.00 Hádegisútvarp. 13.00 Bót í máli. 15.00 Sprettur. 17.00 Fjör ó föstudegi. 18.00 Hlé. 20.00 Kvöldvaktin. 23.00 Á næturvakt. 03.00 Dagskrárlok. Laugardagur 7. febrúar 09.00 Óskalög sjúklinga. 10.00 Morgunþáttur. 12.00 Hádegisútvarp. 13.00 Listapopp. 15.00 Við rásmarkið. 17.00 Savanna, Ríó og hin tríóin. 20.00 Kvöldvaktin. 23.00 Á næturvakt. Fimmtudagur 5. febrúar 19.00 Tónlist með léttu ívafi. 20.00 Jónína Leósdóttir á fimmtudegi. 21.30 Spurningaleikur Bylgjunnar. 23.00 Vökulok. 24.00 Næturdagskrá Bylgjunnar. Föstudagur 6. febrúar 07.00 Á fætur með Sigurði G. Tómas- syni. 09.00 Páll Þorsteinsson á lóttum nót- um. 12.00 Á hádegismarkaði með Jóhönnu Harðardóttur. 14.00 Pétur Steinn á réttri bylgjulengd. 17.00 Hallgrímur Thorsteinsson í Reykjavík síðdegis. 19.00 Þorsteinn J. Vilhjálmsson. 22.00 Jón Axel Ólafsson. 03.00 Næturdagskró Bylgjunnar. Har- aldur Gíslason. Laugardagur 7. febrúar 08.00 Valdís Gunnarsdóttir. 12.00 i fréttum var þetta ekki helst. 12.30 Jón Axel ó Ijúfum laugardegi. 15.00 Vinsældalisti Bylgjunnar. Helgi Rúnar Óskarsson. 17.00 Ásgeir Tómasson á laugardegi. 19.00 Rósa Guðbjartsdóttir. 21.00 Anna Þorláksdóttir ( laugardags- skapi. 23.00 Jón Gústafsson nátthrafn Bylgj- unnar. 04.00 Næturdagskró Bylgjunnar. Har- aldur Gíslason. ÚTVARP eftir Helga Má Arthursson Vörpum út fordómum SJÓNVARP eftir Jónínu Leósdóttur Blúndur og fleira fólk Útvarp er sveigjanlegur miðill. Og Ríkis- útvarpið, eða hver sá miðill sem nær til allra landsmanna, hefur þá yfirburði að geta komið upplýsingum til margra á sama tíma. Þetta sönnuðu útvarpsmenn á Akur- eyri í síðustu viku. Þá útvarpaði svæðisút- varpið á Akureyri Sjallafundi Sverris Her- mannssonar um allt Norðurland. Með út- sendingunni var komið til móts við hlust- endur á Norðurlandi og ekki dregið úr miklum áhuga, eða eftirtektinni sem svo- kallað fræðslustjóramál hefur vakið utan Reykjavíkur, og reyndar í landinu öllu. Er skringilegt, að miðbylgjusendingunum úr Skjaldarvík skuli ekki hafa verið endur- varpað um landið og almenningi með því gefinn kostur á að heyra ráðherra verja sig. Fréttir Ríkisútvarpsins af gjörningum menntamálaráðherra hafa verið æði skrykkjóttar, stundum eins og fréttamenn hafi ekki hirt um að setja sig inní málið. Það vakti t.d. óskipta athygli mína, þegar fjallað var um svokallað „húsaleigumál" fræðslu- skrifstofunnar á Akureyri, að fréttastofan fullyrti eftir nokkrum þeim sem áttu að hafa upplýsingar um málið, að þetta húsa- leigumál hefði alfarið verið mál Sturlu Kristjánssonar. Þrátt fyrir þessar fréttir um Sturlu Kristjánsson hafði fréttastofan ekki fyrir því að leita upplýsinga um málið hjá Sturlu Kristjánssyni, eins og eðlilegt er. Stangast vinnubrögð af þessu tagi á við venjulegar vinnureglur fréttamanna, enda fór svo að menntamálaráðherra, Sverrir Hermannsson, notfærði sér frétt Ríkisút- varpsins í vörn sinni í málinu. Ódýrasta, sumir myndu kannski kalla það „billegasta", útvarpsefnið er símatími. Þá opna menn uppá gátt hið beina samband við hlustendur. Gefa þeim kost á að tjá sig um ákveðið málefni og útvarpa því beint. Og venjulega tekst vel til. Það er hins vegar undir stjórnendum komið hvernig til tekst þegar viðkvæm mál eru annars vegar og greinilegt á þeim símatímum, sem Ríkisút- varpið hefur útvarpað að morgni til undan- farið, að þetta „billegá' efni þarfnast undir- búnings af hendi stjórnenda. Það er ábyrgðarhlutur að útvarpa beint fordóm- um þess fámenna hóps manna, sem leggur það á sig að hringja í beina útsendingu og upplýsa um skoðanir sínar. Bein útsending af þessu tagi og þær skoðanir sem koma fram í símatímum geta aldrei verið á ábyrgð þess sem flytur mál sitt. Stjórnendur í beinni útsendingu geta t.d. ekki verið vissir um hverjir það eru sem komast að í þessum þáttum. Menn geta einfaldlega sagt rangt til nafns. Og það hef- ur gerst. Það hefur líka gerst að drukknir menn komast að í beinni útsendingu og hafa fengið leyfi til að röfla áður en stjórn- endur hafa áttað sig og skrúfað fyrir við- komandi. Símatími, eða bein útsending af því tagi sem hér er til umræðu, er ekki ósvipaður lesendadálki í blaði, — þ.e.a.s. ábyrgðin er ritstjórnar, eða stjórnenda. Og inná rit- stjórnir blaða berast jafnan mörg bréf sem fara beint í ruslakörfuna. Stundum er um að ræða bréf frá „kverúlöntum". Slík bréf birtast til allrar hamingju ekki í íslenskum dagblöðum, enda regla að fylgjast vel með þess konar efni. Sumt af því sem útvarpað er beint — í símatímum — ætti að fara í körfuna og það hlýtur að verða að gera þá kröfu til útvarps að það gangi þannig frá málum, að ein- hvers konar ritstýring sé á „innsendu1' efni af þessu tagi, eða myndi Ríkisútvarpið út- varpa þessu efni, ef það væri tekið upp fyr- irfram? Að undanförnu hafa tveir þættir verið sýndir í ríkissjónvarpinu undir heitinu / kaffi og hafa þær Sonja B. Jónsdóltir og Edda Andrésdóttir stjórnað þeim í samein- ingu. Sá fyrri fjallaði um Kvenréttindafélag Islands og var sendur út á 80 ára afmæli þess, en í síðari þættinum var rætt um eyðni. Sviðsmyndin í þessum þáttum á lof skilið. Aldrei slíku vant, hefur maður á tilfinn- ingunni að það fari bara ljómandi vel um þátttakendurna. Gestirnir í síðari þættinum þorðu líka m.a.s. að borða og drekka, en í þeim fyrri leit helst út fyrir að tertusneiðarnar væru til skrauts á diskunum. Mér fannst unga stúlkan i KRFÍ-þættin- um eins og ferskur andvari inn í jafnréttis- umræðuna, en því miður fékk hún ekki að koma nægilega oft inn í spjallið. Það skortir mikið á að fjölmiðlar geri nóg af því að leyfa unglingum að tjá sig um þjóðmálin og taka þátt í umfjöllun af því tagi, sem þarna fór fram. Lára Júlíusdóttir sótti á í umræðunni, sérstaklega eftir að loks var farið að ræða um hnífinn í kúnni, þ.e. launamálin. Sú um- ræða eyðilagðist þó mikið vegna alls þessa blúndutals í Rósu Ingólfsdóttur, sem reynd- ar varð tvísaga í yfirlýsingum sínum. Hún taldi karla hafa stjórnað þjóðfélaginu svo stórkostlega vel að konur, öðru nafni blúndur, ættu ekkert að troða sér í stjórn- unaraðstöðu. Hins vegar taldi hún alveg ófært að konur hefðu ekki tækifæri til þess að vera heima hjá ungum börnum sínum í okkar nútímaþjóðfélagi. Hvernig væri að Rósa reyndi að berjast fyrir þessu áhuga- máli sínu? Hún kæmist eflaust fljótt að því, hve lítinn forgang hin „mjúku" mál hafa i heimi, þar sem karlar eru við stjórnvölinn. (Reyndar vildi ég mikið gefa fyrir að eign- ast einn „ramma" úr filmunni af þessum þætti, þar sem Aöalheiöur Bjarnfreösdóttir horfir gjörsamlega forvið á Rósu úttala sig um kosti karlaveldisins fyrir okkur blúnd- urnar. Það var óborganlegt!) Þátturinn um eyðni var ekki síður áhuga- verður en sá um jafnréttið. Ég er mikill að- dáandi allrar framgöngu Guöjóns Magnús- sonar í eyðniumræðunni og fékk hann enn eina stjörnu hjá mér fyrir þennan þátt. Hann sýnir aðdáunarverða stillingu og lítil óþreyjumerki, þó svo almenningur þrjósk- ist við að meðtaka fræðslu landlæknisemb- ættisins um smitleiðir eyðniveirunnar. Borgarlæknir var einnig yfirvegaður og hafði ekki of hátt um allsherjar eyðnipróf á íslendingum. Þess vegna fór lítill tími í karp um kosti þess og galla, sem annars hefur sett neikvæðan svip á eyðniumfjöllun und- anfarinna vikna. Ég átti erfitt með að botna fyllilega í framlagi Sölvínu Konráösdóttur sálfræð- ings, en bæði Böövar Björnsson frá Sam- tökum 78 og ungi strákurinn úr Fjölbrauta- skóla Breiöholts voru ágætir. Þó hefði nú einhver mátt leiðrétta fullyrðingu sálfræð- ingsins undir lok þáttarins, þegar hún sagði að fólk gerði sér orðið grein fyrir, að eyðni væri ekki aðeins „hættuleg lesbíum og hommum". Fyrri hópurinn hefur nefnilega þá sérstöðu, að honum stafar mjög lítil hætta af eyðni, nema um eiturlyfjasjúkl- inga sé að ræða. Þetta kom m.a. fram í grein hér í HP fyrir hálfum mánuði. Það er svo stutt í hysteríuna, þegar ógnvaldur eins og eyðni er annars vegar, að svona mis- mæli eða misskilningur getur ónýtt mikið undangengið fræðslustarf. Það væri mikil synd. 42 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.