Helgarpósturinn - 05.02.1987, Page 43
FRÉTTAPÓSTUR
Bankamálin
Veruleg umskipti urðu í Pankamálaumræðunum þegar
samkomulag náðist um þá tillögu ráðherra Sjálfstæðis-
flokksins að stofnað yrði hlutafélag um Útvegsbankann.
Hlutafélag hins nýja banka á að vera einn milljarður króna
og leggur rikið fram um 650 milljónir sem selja á hið fyrsta
ýmsum hagsmunaaðilum og fyrirtækjum í sjávarútvegi.
Leitað verður eftir erlendum banka eða bönkum sem væru
tilbúnir að eignast hlutafé og er gert ráð fyrir að eignaraðild
þeirra geti orðið allt að fjórðungi. Ráðherrar Sjálfstæðis-
flokksins hafa þegar fengið umboð frá sínum flokki til að
vinna að endanlegu samkomulagi á þessum grundvelli og á
aukafundi í þingflokki Framsóknarflokksins var sam-
þykkt að þessi leið yrði farin.
Farmannadeilan
Sáttatillaga sem Guðlaugur Þorvaldsson ríkissáttasemj-
ari lagði fram í farmannadeilunni þann 29. janúar síðastlið-
inn var kolfelld af báðum samningsaðilum. Veruleg harka
virðist vera að færast í deiluna og stjórn Vinnuveitendasam-
bandsins hefur ákveðið að setja verkbann á farmenn. Það
mun taka gildi ef af verður þann 7. febrúar nk. Einhver
brögð hafa verið að þvi að erlend leiguskip hafi flutt farma
fyrir íslensku skipafélögin og skoruðu farmenn á hafnar-
verkamenn að vinna ekki við slík skip. Hafnarverkamenn í
Dagsbrún brugðust við því með þeim hætti að boða samúð-
arverkfall frá og með 9. febrúar. Fram að þessu hafa þau
skip verið afgreidd sem leigð voru áður en verkfall hófst en
nú er ljóst að svo verður ekki þegar fram i sækir. Vinnuveit-
endur hafa ákveðið að skjóta málinu til félagsdóms.
Fræðs Justj óramálið
Sverrir Hermannsson menntamálaráðherra efndi til op-
ins fundar um skólamál á Akureyri og Húsavik í síðustu
viku. Báðir voru fundirnir afar fjölsóttir, talið er að á átt-
unda hundrað manns hafi verið á fundinum á Akureyri þeg-
ar flest var. Á fundunum báðum kom fram hörð andstaða
viö vinnubrögð Sverris þegar hann vék Sturlu Kristjánssyni
úr embætti eigi alls fyrir löngu. Töldu Norðlendingar ómak-
lega að fræðslustjóra vegið og að sökin lægi allt eins hjá
ráðuneytinu. Að auki hélt ráðherránn fundi með fræðslu-
ráði umdæmisins þar sem málin voru rædd í fyllsta bróð-
erni að sögn hans. Þess utan má nefna að Sverrir Thorsteins-
son skólastjóri Stóru-Tjarnarskóla hefur verið settur i emb-
ætti fræðslustjóra til 1. apríl en þá rennur umsóknarfrestur
um starfið út.
Kjarasamningar
Fjármálaráðherra hafnaði öllum kröfum sem BHMR setti
fram i upphafi viðræðna við ríkisvaldið. Eftir það sleit félag-
ið viðræðunum. BHMR setti fram kröfur um 45.500 kr. lág-
markslaun, endurskoðun á prófaldurskerfi og fastlauna-
samningum til þess að samræma laun háskólamanna hjá
ríkinu við laun háskólamanna á frjálsum markaði. Fjár-
málaráðherra bauð hinsvegar allt að 3,5% launahækkun,
sem hefði þýtt lágmarkslaun upp á 34.500 kr.
Nú í fyrsta sinn er BHMR í þeirri aðstöðu að semja við rík-
isvaldið með verkfallsrétti á grundvelli nýrra samningsrétt-
arlaga og huga þeir nú að beitingu hins nýja vopns í barátt-
unni.
Arnarflug
Tap Arnarflugs á síðasta ári var miklu meira en gert var
ráð fyrir, eða um 120 milljónir króna. Eins og kunnugt er
tók ný stjórn við félaginu síðastliðið sumar þegar gjaldþrot
blasti við. Þá áætluðu hinir nýju hluthafar að tap félagsins
fyrstu sex mánuði ársins myndi verða nálægt 25 milljónum
en þegar upp var staðið reyndist það vera þrefalt meira og
rúmlega það eða um 96 milljónir króna. í ljós hefði komið
að staða félagsins var margfalt verri en upphaflega hafði
sýnst og tapið á árinu um 60 milljónum meira en gert hefði
verið ráð fyrir. Til þess að mæta þessum gífurlega halla ætl-
ar stjórn félagsins að auka hlutafé þess um 80 milljónir um-
fram það sem áætlað var eða um allt að 130 milljónir. Stjórn-
armenn segjast vera bjartsýnir á að loforð fyrir hlutafjár-
aukningunni náist en heildarhlutafé Arnarflugs verður þá
230 milljónir króna.
Rán á rán ofan
Verslunarstjóri Stórmarkaðarins i Kópavogi var rændur
síðla föstudagskvöldsins 30. janúar þegar hann hugðist
fara með afrakstur sölu dagsins í næturhólf Útvegsbankans
skammt frá versluninni. Þrír grímuklæddir menn stukku á
verslunarstjórann og náðu af honum tösku sem innihélt um
800 þúsund krónur. Hinir grímuklæddu tóku svo til fót-
anna og hurfu útí myrkrið og hefur síðan ekkert til þeirra
spurst.
Fréttapunlctar
• Skúmur GK strandaði við Grindavík aðfaranótt þriðju-
dags. H manna áhöfn var um borð og var öllum bjargað.
• Mann tók útaf Fróða ÁR 33 en félagar hans brugðust
skjótt við og köstuðu sér á eftir honum og náðu honum úr
sjónum.
• Samningar tókust á Vestfjörðum i vikunni og tryggja þeir
fiskvinnslufólki þar vestra 30 þúsund króna lágmarkslaun.
• Foreldrasamtök barna á dagvistarheimilum í Reykjavík
efndu til kröfugöngu til að vekja athygli borgaryfirvalda á
því ófremdarástandi sem ríkir í dagvistarmálum. Um 700
manns tóku þátt í göngunni.
• Ríkissaksóknari hefur hafnað kröfu Svölu Thorlacius
hrl. um að krafist verði afkynjunar Steingrims Njálssonar
sem margsinnis hefur orðið uppvis að kynferðisafbrotum.
Nú standa yfir réttarhöld í máli Steingrims þarsem ákær-
endur eru þrír barnungir drengir sem hann hefur misnotað
kynferðislega.
• Stórbruni varð að Freyjugötu 28 í Reykjavík aðfaranótt
þriðjudags. Fernt var í húsinu og voru öll flutt á sjúkrahús
en aðeins einn mun vera alvarlega brenndur.
• Bæjarfógetinn í Vestmannaeyjum var sýknaður af ákær-
um um skjalafals fyrir Hæstarétti en áður hafði hann verið
dæmdur i 5 mánaða fangelsi fyrir héraðsdómi.
S T Ó R Ú T S A L A
HVER
SKOLLINN
MEÐAL TITLA:
Smiths - Panic 299 kr.
Smiths - Ask 299 kr.
Vic Godard - Trouble 299 kr.
Einst. Neubauten - YÚ Gung 299 kr.
Elvis Costello - I Want You 199 kr.
Elvis Costello - Tokyo Rose 199 kr.
New Order - Brotherhood 499 kr.
New Order - Bizzare Love Song 199 kr.
New Order - State Of The Nations 199 kr.
Woodentops - Everyday Living 299 kr.
Woodentops - Good Thing 299 kr.
Richard Thmopson - Small Town Romance 399 kr.
Imperiet - Synd 499 kr.
Imperiet - Rassera 399 kr.
The Avons - Music From Three Rivers 399 kr.
The Colour Purple 599 kr.
Crime & The City Solut. - Room Of Lights 499 kr.
The Feelies - The Good Earth
Kinks - Think Visual 499 kr.
Billy Joel - The Bridge 399 kr.
Richard H. Kirk - Black Jesus Voice
Spandau Ballet - Through The Barricades 499 kr.
Swans - Greed 399 kr.
Blue Aeroplanes - Tolerance 399 kr.
Jah Wobble - Trade Winds 199 kr.
Bruce Springsteen - Live
o.fl. o.fl. o.fl. . .
Jazz, blues, íslenskar plötur og svo mætti
ifram telja.
TILBOÐ SEM ERFITT ER AÐ STANDAST.
SMITHEREENS ESPECIALLY FOR YOU
Tugir erlendra og innlendra poppgagnrýnenda telja
frumburð Smithereens, breiðskífuna Especially For
You, til athyglisverðustu platna síðasta árs. Hljóm-
sveit, sem leitar fyrirmynda í gullöld breskrar rokktón-
listar án þess að tapa nokkru af eigin sérkennum.
Við bjóðum Smithereens velkomna til íslands.
Wednesday
Week
WHATWEHAD
Hér er á ferð millivigtarrokk
í anda Pretenders og Til
Tuesday. Útsettaf Don
Dixon, en nafn hans er orð-
inn viðurkenndur gæða-
stimpill á plötum banda-
rískra hljómsveita.
AÐRAR ATHYGLISVERÐAR:
Camper Van Beethoven - CVB (3.LP)
Flaming Lips - Hear It Is
Gone Fishin' - Cant't Get Lost...
Game Theory - The Big Shot Chronicles
Game Theory - Real Nighttime
Jet Black Berries - Desperate Fires
Jet Black Berris - Sundown On Venus
Romans - The Last Days...
R.E.M - Murmur
Jules Shear - demo - itis
The Dead
Milkmen
EATYOUR PAISLY
Smekklausiren raunsæir
spaugarar með tónlist í ætt
við enska pönkið eins og
þaðgerðist best í lok 8.
áratugarins.
T.S.O.L.
REVENGE
Gagnrýnendur vestan hafs
deila ekki um gæði skífunn-
ar, sem er undir áberandi
Doors-áhrifum. Telja marg-
irþeirraaðRevengesé
gripurinn sem breytti
T.S.O.L. úrefnilegri sveit í
góða.
Eigum jafnframt fyrirliggjandi mikið úrval af alls kyns tónlist, s.s. þunga
rokk með Strypers og Poison. Jazz, blues, cajun, rock’n’roll, reggae, afro-
popp, rockabilly og svo mætti áfram telja...
Sendum í póstkröfu samdægurs.
Dangerously
Close
Tónlist úr spennumyndinni
Dangerously Close, sem
Austurbæjarbíó hefur sýnt
undanfarnarvikur. Meðal
flytjenda eru Smithereens,
Green On Red, T.S.O.L.,
BlackUhuruo.fi.
GÆÐATÓNLISTÁ
GÓÐUMSTAÐ.
gramm
r^)
HELGARPÖSTURINN 43