Helgarpósturinn - 09.04.1987, Síða 15

Helgarpósturinn - 09.04.1987, Síða 15
mynd Sveinn ►ormóðsson fjölskyldu í Reykjavík •«• • • ískra dansa og Reynir og Auðbjörg urðu í öðru sæti í standard dönsum. Okkur lék forvitni á að fræðast örlítið um þessa dansglöðu fjöl- skyldu og fengum Reyni til að segja okkur frá tildrögum þess að öll fjöl- skyldan fór í dansnám: „Það byrjaði þegar Hermann Ragnar rak dansskóla sinn í Miðbæ við Háaleitisbraut. Við bjuggum þá i námunda við skólann og foreldr- um okkar fannst upplagt að senda okkur krakkana í dansnám. Við byrjuðum þrjú saman, Kári bróðir minn sem er ári eldri en ég, Kara, sem þá var 4 ára og ég. Við bræð- urnir höfum þá verið 7—8 ára. { fyrstu fannst okkur þetta mjög skemmtilegt, — en fórum svo yfir á fótboltaaldurinn og þá datt dans- áhuginn niður. Að auki þótti ekkert fínt meðal annarra stráka að læra samkvæmisdansa! Yngri systkini okkar, Sveinn og Auðbjörg voru líka í námi hjá Hermanni, en þegar hann hætti með skólann á sínum tíma datt áhuginn niður hjá þeim — að minnsta kosti um stundarsakir hjá Auðbjörgu. Hún hóf svo aftur nám haustið 1985, og þá hjá Sigurði Hákonarsyni, og náði_ alveg stór- kostlegum árangri í íslandsmeist- arakeppninni í fyrra, varð þar í öðru sæti sem er mjög gott eftir svo stutt nám. Kara fór aftur á móti í jazznám til Iben Sonne eftir að hún hætti hjá Hermanni og einnig til Heiðars Ást- valdssonar um tíma, ásamt því að læra síðar jazzballett hjá Sóleyju Jó- hannsdóttur. Tveimur árum eftir að Hermann hætti með skólann hitti hann Sigurð Hákonarson, sem þá var að fara að opna dansskóla hér. Hermann færði í tal við hann að hjá sér hefði verið mjög efnilegur nemandi, Kara, og það varð úr að hún fór í nám til Sig- urðar og gerðist aðstoðarkennari hans. Kara hóf síðan danskennara- nám nú um áramótin. Sigurður bauð okkur systkinunum báðum á námskeið hjá stórum dansskóla í Bretlandi haustið 1981, og eftir það námskeið var ég ákveðinn í að leggja danskennaranámið fyrir mig þótt raunin hafi orðið önnur. Frá þeim tíma sem ég hætti hjá Hermanni og fram til ársins 1981 hafði ég ekkert verið í samkvæmis- dönsum en hafði aftur á móti lært diskódans hjá Auði Haralds, sem þá kenndi á vegum Heiðars Ástvalds- sonar. Á þeim tíma var Saturday Night Fever og Grease æðið í al- gleymingi og auðvitað fór maður á hvert einasta ball.. . Það var svo snemma árs 1982 að haldin var danskeppni í Klúbbnum og við Kara systir ákváðum að keppa þar. Við fórum að æfa saman og náðum ágætum árangri í þeirri keppni, urðum númer tvö. Við kepptum líka saman í hópi í jazz- ballett hjá Sóleyju og úr því okkur gekk svona vel ákváðum við að halda áfram. Við sýndum víða.vet- urinn m.a. um allt land, ýmist á vegum Sigurðar Hákonar- sonar eða Hermanns, en einnig á eigin vegum. Við höfðum nefnilega tekið þátt í „skemmtikraftakeppni” Hollywood og Úrvals þá um vetur- inn og sigrað í þeirri keppni. Það var nóg að gera hjá okkur, en þó ekki þannig að hægt væri að lifa ein- göngu á því að vera með sýningar- atriði." Kara og Reynir dönsuðu saman í tvö og hálft ár, ýmist í sýningum eða keppni. Þá fór Kara til Danmerkur til starfa og dansnáms og Reynir varð því „dömulaus" alveg fram á síðasta haust að hann og „litlá’ syst- ir, Auðbjörg sem er 16 ára, ákváðu að taka þátt í íslandsmeistarakeppn- inni 1987 og byrjuðu æfingar. Þótt foreldrarnir hafi upphaflega átt hugmyndina að því að senda börnin í dans átti það eftir að snúast við. Kara tók sig til haustið 1981 og innritaði foreldra sína í dansnám án þeirra vitundar. Þeim leist ágætlega á hugmyndina og hafa verið í dans- námi síðan. Þau lngibjörg og Arn- grímur tóku einnig þátt í keppninni í fyrra ásamt dætrunum Köru og Auðbjörgu og voru ekki á því að gef- ast upp þótt þau hafi ekki „komist á pall“ þá; ákváðu að keppa í annað sinn — og sigruðu. Varðandi tónlistarsmekk fjöl- skyldunnar segir Reynir frá því að foreldrar sínar hafi mjög gaman af að fara á böll þar sem gömlu, góðu danslögin séu leikin. Þau hafi hins vegar orðið vör við að margar hljómsveitir leiki ekki í réttum takti og tóku sig því til og stofnuðu eigin hljómsveit: „Mamma lærði sjálf á trommur og er trommuleikarinn, pabbi er gamall harmonikkuleikari og ásamt gítarleikara hafa þau leik- ið fyrir dansi á árshátíðum." Það kemur fram í samtalinu við Reyni að fjölskyldunni er fleira til lista lagt en að dansa og leika á hljóðfæri, því flesta dansbúningana sem þau kepptu í saumuðu þau sjálf. Reynir kom þar einnig við sögu því hann sat við langt fram eftir nóttu og saumaði pallíettur í sinn búning. Hann segist telja að íslendinga vanti aðeins herslumuninn á að geta tekið þátt í alþjóðlegri danskeppni: „Það eru að koma hér upp fínir dansarar, krakkar sem nú eru 15—16 ára og ég efa ekki að þau geti orðið góðir fulltrúar íslands í keppni erlendis." Það fer ekki á milli mála að dans- kennari fjölskyldunnar hin síðari ár, Sigurður Hákonarson, má vera stoltur af nemendum sínum. Fjöl- skyldan færði skólanum þrjá verð- launabikara af þeim tólf sem skólinn hlaut í þessari keppni, en því má bæta við að Dansskóli Sigurðar Hákonarsonar náði mjög góðum árangri í íslandsmeistarakeppninni, fékk 12 bikara af þeim 18 sem veittir voru, og 124 verðiaunapeninga af 210 mögulegum. Um framtíð dansins segir Reynir: „Mér finnst dansinn hafa verið í mikilli uppsveiflu síðustu árin og efast ekki um að hann á framtíð fyr- ir sér. Það sýnir meðal annars hin al- menna þátttaka í síðustu íslands- meistarakeppni.. .“ Tfu verðlaunapeningar og þrfr bikarar. Ekki amaleg úrslit hjá sömu fjölskyldunni! Talið f.v.: Kara, Reynir, Auðbjörg, Ingi- björg og Árngrfmur. HELGARPÓSTURINN 15

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.