Helgarpósturinn - 09.04.1987, Page 22

Helgarpósturinn - 09.04.1987, Page 22
Dagbókin hennar Dúllu Kæra dagbók mín. Steina, systir hennar Bellu, var að fermast. Það komu 80 manns í veisl- una — hvorki meira né minna, þakka þér kærlega fyrir og gleði- iega hátíð!!! Fermingarbarnið þekkti ekki helminginn af liðinu. Það voru líka oft hrœöilega pínlegar þagnir. Ég er núna fyrst að fatta að það var rétt hjá mömmu að vilja ekki hafa þetta svona þegar ég fermdist, þó ég hafi verið ofsalega reið út í hana þá. Þarna sat saman alls konar fólk, uppstillt á óþægileg- um mötuneytisstólum og varð að labba marga metra fyrir framan alla til þess að fá sér á diskinn. Enda fóru fáir oftar en einu sinni, þótt marga hafi örugglega langað. Fólkið þorði sumt ekki að spyrja hvert annað hvað það héti og svo- leiðis, svo það vissi ekkert hvað hægt var að tala um. Það þorði held- ur enginn að brydda upp á nýjustu kjaftasögunum, því maður gat þess vegna setið við hliðina á systur Alberts með vindilinn eða fyrsta manni á lista nýja flokksins í ein- hverju kjördæmi. Sem sagt: meiri- háttar bömmer. Nema gjafirnar, auðvitað. Þær voru ólýsanlegar ... Nú má ekki anda á heimilinu af því að krónprinsessan er að lesa undir stúdentspróf. Ég meina það! Heimilislífið á bara að leggjast niður um stundarsakir, takk. Mér finnst þetta djö . . . sins óréttlæti. Svo fékk Addi hettusóttina og þá gleymdist ég nú endanlega. Ég er viss um að ég hefði getað gengið allsber um húsið eða jafnvel f lutt að heiman, án þess að neinn fattaði neitt. Það er sko ekkert grín að vera miðjubarn — ég las það meira að segja í viðtali við konu í Vikunni um daginn og hún er lœknir! Bless, bless. Þín Dúlla. (Ætti ég kannski að fara að nota skírnarnafnið mitt? Dúlla er svolítið barnalegt nafn á manneskju, sem notar orðið brjóstahaldara númer 34.) P.S. Mamma varð vitlaus um daginn, af því að hún var spurð hvort það væri rétt að pabbi hefði eignast barn með annarri konu í desember. Þetta var auðvitað rugl og hún hefði nú getað sagt sér það, því hann er alltaf að vinna eða á fundum . .. Grey pabbi hafði bara sést fara inn á fæðingar- deildina fyrir jólin, þegar amma á Einimelnum lá þar út af leginu í sér. Það var meira að segja búið að finna út hver móðirin átti að vera og ég veit ekki hvað og hvað . . . ólf Bjarnason, framkvæmdastjóra Granda h/f í viðskiptablaði Morg- unblaðsins í síðustu viku, hljóta að hafa hnotið um yfirlýsingu hans um 15,8 milljón króna fjármagnskostn- að. Nú er Grandi með skuldugustu fyrirtækjum landsins og skuldar samkvæmt síðustu ársreikningum 1.281.018.220 krónur (einn millj- arð tvö hundruð áttatíu og eina milljón átján þúsund tvö hundruð og tuttugu krónur). Það verður því að teljast vel sloppið að greiða af þessari súpu ekki nema tæpar 16 milljónir í fjármagnskostnað. Þegar reikningar Granda eru skoðaðir nánar kemur í ljós að frásögn Brynj- ólfs gefur ekki fyllilega rétta mynd af stöðu fyrirtækisins. Hinn raun- verulegi fjármagnskostnaður var tæpar tvö hundruð milljónir, eða um 20% af veltu fyrirtækisins. Þeg- ar hins vegar skattaráðstöfunum hefur verið beitt lækkar þessi kostn- aður á pappírnum, en liggur engu að síður jafn þungt á rekstrinum... HÚNER RAUÐ OG GUL PADDINGTON TEIKNISAMKEPPNIN er enn í fullum gangi. Krakkar, flýtið ykkur að senda inn myndir, því nú fer hver að verða síðastur. Þrjár bestu myndirnar fá vegleg verðlaun. Einnig verða veitt tíu aukaverðiaun. Paddington sparibangsanum, sparibauk sem gaman er að eignast. 22 HELGARPÖSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.