Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 09.04.1987, Qupperneq 40

Helgarpósturinn - 09.04.1987, Qupperneq 40
eftir Gunnar Smára Egilsson „Guð hefur gefiö mér sterk bein,“ sagdi Albert Guðmundsson á frcegum fundi mep studningsmönnum sínum í Þórscafé. Og bætti við: „Ég spyr sjálfan mig, hvenœr láta þau undan? Sá tími er ekki kominn." Með þessum orðum var Guð kominn í hringiðu íslenskra stjórnmála. Síðar varð þessi fundur að nœststœrsta stjórnmála- flokki landsins, samkvœmt skoðanakönnunum. „Ég er Guði þakklátur“ voru viðbrögð Alberts Guðmundssonar við þeim tíðindum. Það er ekki ný bóla að stjórn- málamenn dragi Guð til liðs við sig í baráttu sinni. Ragnhildur Helgadóttir vildi á sínum tíma banna bók í nafni Guðs. Þorvaldur Gardar Kristjánsson hefur vitnað til heilagleika sköpunarverks hans í baráttunni gegn fóstureyðingum. En það er eitthvað við yfirlýs- ingar Alberts Guðmundssonar sem gefur meira tilefni til að staldra við en áður. FRAMBJÓÐANDI KRISTINNA Síðastliðið sumar skrifuðu biskupinn yfir íslandi og kaþólski biskupinn á íslandi, ásamt öðrum íslenskum trúarleiðtogum, undir eins konar stuðningsyfirlýsingu við Albert. Helgi Vigfússon, trú- boði, stóð að þessum undirskrift- um. Hann sagði í samtali við Helg- arpóstinn í haust, að þær hefðu verið til þess ,,að Albert fyndi yl- inn frá fólki, þegar að honum var veist með ómaklegum og stundum nokkuð ruddalegum orðum". í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins sótti Albert stuðning sinn meðal annars til fólks úr Fíladelfíu og öðrum trúfélögum utan Þjóðkirkj- unnar. í þessu ljósi verða trúarlegar yfirlýsingar Alberts um gjafir Guðs nú athyglisverðari en ella. Benda til einhvers sem við þekkjum ekki úr íslenskri stjórnmálabaráttu. Aðstaða Alberts í dag er líka næsta goðsöguleg. Hinn „ofsótti píslarvottur" sem vegna samstöðu fólksins rís upp til að greiða þeim högg er ofsóttu hann. Stílfærð mynd, en sækir þó efnivið sinn i skrif og ummæli stuðningsmanna Alberts í blöðum. Kannski kristin trúarvakning meðal almennings hafi skotið hér rótum. Sértrúarsöfnuðir og trúfé- 40 HELGARPÓSTURINN lög leikmanna hafa ekki verið fleiri né öflugri um áratuga skeið. Slíkt gefur enn frekara tilefni til að staldra við. Spurning er, hvort Guð sé að verða meira áberandi í þjóðmála- umræðunni. Hvort Kristur sé sestur við kjörkassann? ÞÖRFIN GETUR LEITT TIL MISSKILNINGS Torfi Ólafsson, formaður i félagi kaþólskra á íslandi, sagðist í sam- tali við Helgarpóstinn hafa velt þessu fyrir sér. Astandið í Vestur Evrópu væri þannig í dag, að kirkjuleiðtogar væru komnir að þeirri niðurstöðu að þörf væri á trúboði í þeirra eigin löndum. „Kannanir á kirkjusókn í Dan- mörku sýna, að hún er innan við 4%,“ sagði Torfi. ,,En það segir ekki alla söguna. Fólk á aldrinum 65—85 ára er mest áberandi meðal kirkjugesta. Af þessu mætti draga þá ályktun að gamla fólkið væri í raun síðasta kynslóðin á Vesturlöndum, sem stundaði hefð- bundið trúarlíf. Þetta má sjálfsagt rekja til alda- hvarfanna sem urðu er nýguð- fræðin ruddi sér til rúms. Þegar ég var ungur, á fyrri hluta aldarinnar, gat enginn lýst sig kristinn opin- berlega, ef hann vildi teljast mað- ur með mönnum. Kirkjan hefur enn ekki borið sitt barr síðan þá. Hins vegar hefur orðið vart fjölgunar á því, sem kallað er sér- trúarsöfnuðir og á ýmiss konar leikmannatrúfélögum. Ég ber að sjálfsögðu fyllstu virðingu fyrir trú annarra manna og á góð sam- skipti við fólk úr öðrum trúfélög- um. En engu að síður finnst mér að marga þessa hópa skorti þá festu, sem þróaðar kirkjudeildir hafa öðlast í gegnum aldirnar. Kristnin er byggð á sterkum „Það er nú þannig, að oft halda menn á ávextinum, en þekkja ekki af hvaða tré hann kemur." Þegar Sigurður var beðinn um túlkun, sagði hann að menn gerðu sér oft ekki grein fyrir hversu grunni. Innan hennar er traust sið- fræði og sterk guðsímynd. Leikmenn geta hins vegar mis- skilið margt er þeir leita í ritning- una. Þar getur í raun hver fundið það sem hann leitar að, ef hann gætir þess ekki að halda sam- henginu." „AUÐVELT AÐ GERA SJÁLFAN SIG AÐ GUÐI" „Það er enginn vafi á því, að það er þörf fyrir kristnina á Vest- urlöndum, þrátt fyrir minnkandi kirkjusókn. Þörfin hefur enn vaxið að undanförnu, þegar viðtekið sið- gæði hefur beðið skipbrot. Eyðnin hefur kennt mönnum, að þeir geta ekki gert hvaðeina, án þess að stofna sér í hættu. En kirkjan hefur ekki fyllilega komið til móts við þessa þörf. Því óttast maður að henni verði mætt í meira mæli hjá leikmannahóp- um, þar sem fólk finnur samkennd og trúarhita. En verður kannski af sjálfum kjarna kristninnar," sagði Torfi Ólafsson. Helgarpósturinn leitaði álits séra Sigurdar Hauks Gudjónssonar, sóknarprests í Langholti, á stöðu kristninnar. Hann svaraði með dæmisögu. miklum áhrifum vestrænt samfé- lag hefði orðið fyrir af kristninni og kirkjunni. í raun mætti til dæmis rekja hið mikla starf ungmennafélaganna til æskulýðsstarfs Þjóðkirkjunnar. Menn töluðu um jafnrétti, án þess að þekkja upphaf kröfunnar um það. Fólk stundaði líknarstörf, án þess að þekkja þann grunn, sem þau eru byggð á. „Það er svo auðvelt að gera sjálfan sig að Guði,“ sagði Sig- urður. TRÚFÉLAG KAUPSÝSLUMANNA Sigurður samsinnti skoðun Torfa Ólafssonar um að kirkjan hefði á vissan hátt brugðist vaxandi þörf fólks til að leita til trúarinnar. Sú þörf leitaði því í annan farveg. En er með því hætta á að trú manna verði grunnrist og að þeir afvegaleiðist? Fer fólk að krefjast þess, að bækur verði bannaðar í nafni Guðs? Sigurður svaraði með sömu dæmisögunni: „Það er nú þannig að oft halda menn á ávextinum, en þekkja ekki af hvaða tré hann kemur." Félagsskapurinn Nordurljósin er hópur leikmanna er hittist einu sinni í viku til bænahalds og

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.