Helgarpósturinn - 30.07.1987, Blaðsíða 7

Helgarpósturinn - 30.07.1987, Blaðsíða 7
NÁMSLÁNAKERFIÐ eftir Garðar Sverrisson ÞEIM EFNAMINNSTU HALDIÐ FRÁ NÁMI Einstaklingur í leiguhúsnœöi fœr 24 þúsund. Þar af eiga 3.700 krónur að dekka leiguna. Skeröing Sverris skapaöi vítahring. Náms- fólk aö gefast upp á ástandinu. Ómar Geirsson formaður Stúdentaráðs Háskóla íslands. Theodór Grímur Guðmundsson, fulltrúi Stúdentaráðs í stjórn Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Hagur þeirra námsmanna sem þurfa á námslánum ad halda hefur farið versnandi á síðustu 2 árum. í dag er svo komið að einstaklingur í leiguhúsnœði getur að hámarki fengið kr. 24.390 á mánuði hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna. Þeim sem eitthvað þekkja til leigu- markaðar í Reykjavík kemur varla á óvart að þetta ástand er í auknum mœli farið að halda fólki frá námi. Á pappírum þess opinbera er tal- an 24.390 ekki útí bláinn. Þvert á móti er henni ætlað að endurspegla framfærslukostnað námsmanna í leiguhúsnæði. I sundurliðun lána- sjóðsins eru námsmanni tii dæmis ætlaðar 375 krónur á dag til að borða fyrir eða kr. 11.256 á mánuði. Af þeim 13 þúsund krónum sem þá eru eftir gerir ríkisvaldið ráð fyrir að kr. 3.751 dugi fyrir húsnæðiskostn- aði eða leigu. Hafa ber í huga að þessar tölur eru miðaðar við há- markslán, en hámarkslán fá aðeins þeir sem engar tekjur hafa að vetri og ekki meira en kr. 24.390 á mán- uði yfir sumartímann. ,,Eg hef orðið var við að krakkar, einkum utan af landi, eru að gefast upp á þessu ástandi," sagði Ómar Geirsson formaður Stúdentaráðs í samtali við HP. „Lánasjóðurinn ætl- ar okkur til dæmis 3.700 krónur í húsnæði en sú upphæð dugar ekki einu sinni fyrir leigunni hér á stúd- entagörðunum, hvað þá á almenn- um leigumarkaði þar sem herbergið er leigt út á 8 til 10 þúsund krónur. Aðrar tölur í framfærslugrunninum eru álíka mikiö út í hött. Staðreynd- in er sú að námslánin duga engan veginn til lífsframfæris." Theodór Grímur Guðmundsson, fulltrúi námsmanna í stjórn LÍN, hafði svipaða sögu að segja. Hann kvaðst að vísu ekki hafa setið lengi í stjórn lánasjóðsins en nógu lengi til að gera sér grein fyrir því að ástand- ið væri mjög alvarlegt. „Fólk ber sig upp við mig með átakanleg dæmi,“ sagði Theodór. Peim Ómari og Theodóri bar sam- an um að hér væri öðrum þræði um uppsafnaðan vanda að ræða, víta- hring sem menn hefðu komist í árið 1985 þegar Sverrir Hermannsson kom i veg fyrir að námslán hækk- uðu í samræmi við hækkun fram- færsluvísitölu. Námsfólk sem ekki nyti fjárhagsaðstoðar fjölskyldu sinnar hefði þá safnað skuldum og þurft að hreinsa þær upp yfir sumar- tímann. Sá tekjuauki hefði síðan orðið til skerðingar námsláns skóla- árið 1986—7 og hefði þá þurft safna enn meiri skuldum. Nú væri svo komið að menn fengju ekki lengur lán og sæju sér ekki fært að hefja fullt nám í haust. Hér væri auðvitað fyrst og fremst um að ræða þá sem hvorki nytu fjárhagsaðstoðar for- eldra eða maka. Gagnvart einstaklingum í leigu- húsnæði vantar nú um 4 þúsund krónur uppá að námslánið nái því að vera jafn verðmætt og það var fyrir ráðherradóm Sverris Her- mannssonar, og þótti þó ýmsum nóg um sem lifa þurftu af þeim 19 þúsund krónum sem lánaðar voru vorið 1985. En stjórnarathafnir Sverris og fráfarandi stjórnar teygðu sig einnig út fyrir landsteina. Sem dæmi má nefna að námsmaður í Danmörku sem fyrir 2 árum fékk 4.663 danskar krónur í námslán fær nú aðeins 4.379. Auk þessarar beinu skerðingar á krónutölu hefur verð- bólgan í Danmörku síðustu 2 ár hjálpað til við að rýra þetta lán. Fari mánaðarlaun á sumri fram úr þessum upphæðum skerðist náms- lán viðkomandi lánþega. Náms- menn í sambúð hafa einnig goldið þess ef sambýlismaður hefur náð miðlungstekjum. Kerfið gerir ekki ráð fyrir fjárhagslegu sjálfstæði þeirra sem hyggja á háskólanám. Búi þeir ekki einir er þeim ætlað að lifa á sambýlisfólki sínu, jafnvel þótt það hafi rétt miðlungstekjur. Þetta fjárhagslega ósjálfstæði hef- ur leitt til þess að fólk sem ekki býr með efnuðum maka hefur orðið að hætta við að afla sér menntunar. Kerfiö virðist ekki átta sig á því að venjuleg heimili, að ekki sé nú minnst á þau efnaminnstu, þola það ekki að önnur fyrirvinnan hætti skyndilega að draga björg i bú og sitji 4—5 ár í skóla án þess einu sinni að fá námslán. Að sögn Ómars Geirssonar formanns Stúdentaráðs kemur þetta verst niður á þeim kon- um sem langar að hefja það nám sem þær misstu af vegna barns- burðar eða af öðrum ástæðum. Þeim Ómari og Theodóri bar sam- an um að þeir sem létu í sér heyra vegna þessa ástands væru fyrst og fremst þeir sem illa væru settir en sæju þó til sólar. Hinir sem allra verst væru settir létu síður í sér heyra. Þetta væru gjarnan krakkar sem ættu efnalitla foreldra og vildu ekki kvelja þá með tali um sín vand- ræði. Þá væri ótalinn sá fjöldi sem léti sig ekki einu sinni dreyma um að hefja nám. Það segði sig sjálft að án fjárhagsaðstoðar lifði enginn fyr- ir 24 þúsund krónur á mánuði a.m.k. ekki í leiguhúsnæði í Reykja- vik. Slíkt dæmi gengi einfaldlega ekki upp. í raun væri verið að ýta þeim efnaminnstu frá námi. Um helmingur þeirra sem eru á námslánum hér heima býr í leigu- húsnæði. Hér er um að ræða meira en 2 þúsund námsmenn sem ríkis- valdið gerir ráð fyrir að þurfi aðeins að borga kr. 3700 fyrir mánaðar- leigu húsnæðis. Þeir Ómar og Theodór sögðu að menn teldust góðir ef þeim tækist að finna sér húsaskjól fyrir minna en 10 þúsund krónur. Staðreyndin væri sú að fólk væri almennt búið með námslánin sín um eða uppúr miðjum mánuði. Þá tækju aðrir við framfærslunni, lánardrottnar eða foreldrar. Sumir yrðu að fá sér vinnu með náminu en það hefði yfirleitt slæmar afleiðing- ar. í fyrsta lagi kæmu slíkar tekjur til frádráttar námsláns. I öðru lagi drægi svona vinna úr námsárangri, en bæði skólinn og þó sérstaklega lánasjóðurinn gerðu mjög ákveðnar kröfur um námsárangur. Niðurstað- an væri vítahringur sem menn kæmust ekki út úr. Námslánið félli niður og þá yrðu menn að gera hlé á námi um lengri eða skemmri tíma. Miðað við þá óraunhæfu upphæð sem ríkisvaldið lánaði námsfólki væri fráleitt að gera ráð fyrir því að þeir sem á annað borð dyttu út af fjárhagsástæðum gætu hafið nám á nýjan leik. Líklegra væri að þetta fólk hyrfi inn í hóp þeirra sem vegna lélegra námslána treysta sér ekki til að hefja nám. HELGARPÓSTURINN 7 „Námsmaöur í Danmörku sem fyrir 2 árum fékk 4.663 danskar krónur í námslán, fœr nú aöeins 4.379. Auk þessarar beinu skerdingar hefur verdbólgan í Danmörku hjálpad til við að rýra þetta lán.“ „Hinir sem allra verst vœru settir létu síður í sér heyra. Þetta vœru gjarnan krakkar sem œttu efnalitla foreldra og vildu ekki kvelja þá með tali um sín vandrœði.“

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.