Helgarpósturinn - 30.07.1987, Page 9

Helgarpósturinn - 30.07.1987, Page 9
Standa lúxushótelin tóm? TÝRI? tölum við menn í ferðaþjónustu kom fram að of mikillar bjartsýni hefði gætt meðal manna. Pantanir á hótelum eins og Sögu hefðu brugð- ist vegna þess að ekki hefði tekist að selja ferðir hingað t.d. frá megin- landi Evrópu. Ferðamenn gerðu einfaldlega ekki mikinn mun á ferð- um til Norður-Noregs eða íslands. Undanfarin ár hefur verið aukn- ing ferðamanna til landsins á hverju ári. Erfitt er að spá um hvort sú aukning heldur áfram eða hvort eitthvað kunni að draga úr henni. Þessi viðskipti eru viðkvæm og margir orsakavaldar geta haft áhrif á hvernig þau ganga, eins og olíuverð, veðrátta, gengi t.d. dollara, svo eitt- hvað sé nefnt. Hvernig þróunin verður á næstu árum er erfitt að sjá fyrir. Hvort og hvenær verður nógur markaður fyrir þessar nýju og dýru hótelbygg- ingar getur tíminn einn leitt í ljós. Menn voru þó sammála því að ís- lendingar þyrftu að gera átak á sviði ferðaþjónustunnar og haga ekki uppbyggingu hennar eftir því sem við höldum að gerist, heldur gera nauðsynlegar markaðsrannsóknir til að fá viðhlítandi upplýsingar. En eins og í öllum fjárfestingarævintýr- um íslendinga hefur brjóstvitið eitt ráðið. FRÉTTASKÝRING eftir Helga Má Arthursson Vaxtahækkun þýðir gjaldþrot UMSÓKNIR ad nálgast níu þúsund VERÐUR Húsnœöisstofnun lögd nidur? AÐGERÐIR skila sér ekki fyrr en eftir langan tíma I byrjun mánaöarins voru láns- umsóknir hjá Húsnœbisstofnun rtkisins átta þásund og fjögur hundrub. Nœrri fimm hundrud umsóknir bárust í júní og er búist vib að umsóknir losi níu þúsund þegar haldib verbur upp á árs af- mœli nýja húsnœbislánakerfisins. Sé tekib tillit til affalla þarf tólf þúsund milljónir— 12 milljarba — til ab afgreiba allar umsóknirnar. Ellefu mánaba gamalt húsnœbis- kerfi er því hrunib. Nú spyrja menn hvernig hægt er ab breyta því — og líta spurnaraugum til nýja félagsmálarábherrans, Jó- hönnu Sigurbardóttur, sem fyrr í vetur gekk hart fram í gagnrýni á forvera sinn, Alexander Stefáns- son, sem neitabi ab viburkenna skipbrot lánakerfisins. Hin mikla ásókn í lán frá Hús- næðisstofnun ríkisins er langt um- fram það sem ráð var fyrir gert í forsendum lánakerfisins. í stuttu máli var gert ráð fyrir um 3.500 umsóknum í meðalári, en eins og áður sagði, verða umsóknirnar rúmlega 9.000 eftir fyrsta árið. Tölurnar tala sínu máli. Aðilar vinnumarkaðarins, Alþingi, sér- fræðingar félagsmálaráðuneytis og þeir aðrir sem undirbjuggu lagasmíðina vanmátu þörfina gróflega, eða gerðu ráð fyrir því að kerfið myndi ekki standast. Lík- legra er að viðkomandi hafi kast- að til verksins höndunum. DREGUR HÆGT ÚR EFTIRSPURN I félagsmálaráðuneyti og Hús- næðisstofnun ríkisins hafa menn vonast til þess að draga tæki úr eft- irspurn eftir lánum og að hún nálgaðist það sem ráð er fyrir gert í forsendum kerfisins, eða um 320 umsóknir á mánuði. Benda síð- ustu tölur til þess að hægt dragi úr eftirspurn. Þegar nýja lánakerfinu var hleypt af stokkunum sóttu jafn margir um lán til kaupa á fyrstu íbúð og þeir voru sem sóttu um lán til endurkaupa. í vetur hækkaði hlutfall þeirra sem sóttu um til endurkaupa og það má gera ráð fyrir að það hækki enn og gæti orðið rúmlega 60% næstu mán- uði. Sé fasteignamarkaðurinn, eins og hann hefur verið undan- farin ár, hafður til samanburðar er greinilegt að það er einkum þörf þeirra sem eru að kaupa í fyrsta sinn, sem hefur verið gróflega vanmetin. Reynsla undanfarinna ára segir til um að um 33% kaup- enda á markaði hafi verið að kaupa sína fyrstu íbúð. Sé gengið út frá þessum síðustu tölum má gera ráð fyrir að um- sóknir um lán til Húsnæðisstofn- unar ríkisins verði nálægt sex þús- undum á næstu árum. Er þá gert ráð fyrir óbreyttum lánsreglum. Þetta þýðir að biðtími eftir láni yrði eitthvað á fjórða ár nú, ef samningar tækjust um skulda- bréfakaup lífeyrissjóðanna. Að því gefnu, og óbreyttu fyrirkomulagi, geta þeir sem sækja um í dag vænst þess að fá seinni hluta láns á útmánuðum 1991. En vitaskuld verður það ekki svo. Kerfið er hrunið. Því verður að breyta. I byrjun mars gerðu sérfræðing- ar Húsnæðisstofnunar ríkisins sér grein fyrir að í óefni stefndi, en þrátt fyrir það tók félagsmálaráð- herra þá ákvörðun, að halda áfram útgáfu lánsloforða — fram yfir alþingiskosningar — í stað þess að stöðva útgáfu þeirra og Fyrrverandi félagsmálaráðherra: Húsnæðismálin urðu honum að falli... gera breytingar á húsnæðislána- kerfinu. AÐGERÐIR í BURÐARLIÐNUM Áreiðanlegar heimildir HP herma, að á næstu vikum muni félagsmálaráðherra, Jóhanna Sig- urðardóttir, leggja fram tillögur í þessu máli. Samkvæmt sömu heimildum er ráðgert að kynna stöðuna í húsnæðiskerfinu þegar í næstu viku. Er líklegt að ráðherra muni almennt ieggja áherslu á að draga úr bjartsýni manna og freista þess að minnka eftirspurn eftir lánum. En til hvaða aðgerða er líklegt að félagsmálaráðherra grípi? Þegar nýja lánakerfið var upp tekið var jafnframt lögð niður svokölluð G-lánanefnd, sem hafði m.a. það hlutverk að stýra því lánsfé sem var til ráðstöfunar til þeirra sem höfðu þörf fyrir lán, m.ö.o. þeir sem ekki voru taldir þurfa lánsfé, t.d. til endurkaupa, fengu einfaldlega ekki lán. Með því að verkalýðshreyfing og at- vinnurekendur ákváðu að binda lánsrétt við iðgjaldagreiðslur í líf- eyrissjóði varð útilokað að beita slíkri stýringu. Hefur þetta m.a. leitt til þess að þeir sem hafa verið að minnka við sig húsnæði, t.d. úr 10 milljóna króna skuldlausri eign í 4 milljóna íbúð, hafa átt fullan lánsrétt. Hugsanlegt er að félagsmála- ráðherra muni reyna að knýja í gegn einhvers konar stýringu á því lánsfé sem Húsnæðisstofnun hefur til ráðstöfunar. Ein leiðin gæti verið sú að hækka vexti á lán- unum og gera þau þannig „óað- laðandi" fyrir þá sem ekki þurfa lána við, en hafa sótt í lánsfé á nið- urgreiddum vöxtum, eins og nú er. Ólíklegt er talið að Jóhanna Sig- urðardóttir muni sættast á þessa leið vegna gífurlegrar þyngingar á greiðslubyrði lántakenda. Jnnan ríkisstjórnar og þingflokks Al- þýðuflokksins eru sterkir tals- menn þess að láta vextina ákvarða eftirspurnina eftir þess- um lánum og má búast við átök- Félagsmálaráðherra: Húsnæðis- málin verða erfiðasti máiafiokkur- inn... um á þeim vettvangi, ef valin verður sú leið. Ekki er ólíklegt að menn reyni að skoða skattaafslátt verði vaxtahækkunin valin. Önnur leið til að takmarka eftir- spurn er að svipta þá menn láns- rétti, sem taldir eru búa í „full- nægjandi húsnæði", sbr. hlutverk G-lánanefndarinnar gömlu. Með því móti er e.t.v. unnt að fækka lánveitingum til endurkaupa um rösklega þriðjung, en það myndi minnka eftirspurn um 1500 millj- ónir á ári miðað við 6000 umsókn- ir árlega. Þessi upphæð er hverf- andi í samanburði við fjárskortinn sem orðinn er til vegna vanáætl- ana við gerð lánakerfisins. Þriðja leiðin er að skilyrða láns- loforð frá Húsnæðisstofnun ríkis- ins við lægra útborgunarhlutfall fasteigna, t.d. við 50% og létta á kerfinu með því að þvinga seljend- ur til að lána kaupendum stærri hluta söluverðsins til lengri tíma en nú tíðkast. Með því að keyra út- borgunarhlutfallið niður um 30% má gera ráð fyrir því að hægt sé að minnka álagið á Húsnæðisstofnun um 1200—1500 milljónir á ári. Fjórði kosturinn gæti verið sá að leggja Húsnæðisstofnun niður, og láta bankakerfinu eftir að sjá um fjármögnun húsnæðiskerfis og ávöxtun lífeyrissjóðanna. Ríkið hefði þá það hlutverk að greiða niður vexti til lántakenda. VAXTAHÆKKUN — GJALDÞROT Vaxtahækkun, styttri lánstími, og stýring fjár til lántakenda eru allt aðgerðir sem kalla má lang- tímaaðgerðir. Vaxtahækkun fer ekki að skila sér fyrr en eftir tvö til þrjú ár — sem tekjulind, enda þótt hún drægi úr ásókn í ián. Það sama má í raun segja um styttan lánstíma og stýringu fjár. Það verður ekki horft framhjá því að umsóknir eru farnar að nálgast níu þúsund og vafasamt að áhrifa aðgerða nú muni gæta fyrr en bú- ið er að hreinsa til í kerfinu. Sam- ræmdar aðgerðir gætu rétt hall- ann á því við eftir tvö til þrjú ár. Og það er e.t.v. þetta sem menn þurfa að átta sig á, einfaldar aðgerðir eins og vaxtahækkun skila sér ekki fyrr en eftir langan tíma. Alvarlegast við vaxtahækkun á húsnæðislánum eru aftur á móti áhrifin sem slík hækkun hefði á kaupgetu og lífskjör þeirra sem taka þessi lán. Ef miðað er við staðalíbúð og fjögurra prósenta vaxtahækkun á húsnæðislánum þá má gera ráð fyrir að slík hækk- un kosti lántakanda á bilinu 70—100 þúsund kr. á ári miðað við vextina sem lánin bera nú. Og til að standa undir þeim miklu álög- um má reikna með að meðal fjöl- skylda þurfi að auka tekjur sínar á ári um 250—300 þúsund. Það verður ekki gert nema með að hækka laun stórlega, og vafasamt að atvinnurekendur telji sig í stakk búna til að mæta kröfum af þeirri stærðargráðu. Vextir, eða vaxta- hækkun á húsnæðislánum, eru m.ö.o. farnir að skipta svo miklu máli í sambandi við kaupgetu lán- takenda, að almennar, takmark- aðar launahækkanir, skipta orðið sára litlu máli í samanburði við vaxtahækkunina. Ráðist ríkisstjórn, með félags- málaráðherra í broddi fylkingar, í vaxtahækkun á húsnæðislánum með þeim afleiðingum að fólkið verður látið borga brúsann er lík- legt að húsnæðismál muni þróast hér með svipuðum hætti og aust- an hafs og vestan, þ.e. að fjöldi lán- takenda verði gjaldþrota. Dæmin þekkja menn frá Bandaríkjunum og meginlandi Evrópu. Raunvext- ir voru á árunum 1970—1980 um 2,5% í Bandaríkjunum. Opinberar tölur þaðan gefa til kynna að á þessum tíma hafi um 65,5% Bandaríkjamanna átt íbúðarhús- næði. Eftir valdatöku Reagans og niðurfærslu verðbólgu hækkuðu raunvextir í um 5% í Bandaríkjun- um og afleiðingin varð sú að um ein milljón íbúðareigenda fór á hausinn. Hlutfall þeirra sem áttu íbúðir hefur síðan í kjölfar hárra vaxta hrapað niður í 64%. Sömu sögu er reyndar að segja frá Evrópu. Þar sem vextir á húsnæð- islánum hafa verið hækkaðir án róttækra hliðaraðgerða, hafa menn farið á hausinn. Hér gætu menn verið að sigla inn í svipað ástand og þá er spurning hvað eft- ir stendur af sjálfseignarstefnunni sem svo mjög hefur verið haldið á lofti. Jóhanna Sigurðardóttir, félags- málaráðherra, stendur frammi fyrir miklum vanda þar sem eru húsnæðismál. Engin einföld leið er til að greiða úr þeirri flækju sem upp er komin í þessum málaflokki. Og á næstu vikum er fyrirsjáan- legt að til mikilla átaka hlýtur að koma innan ríkisstjórnar um ein- mitt þennan málaflokk. Lausnin gæti verið fólgin í því að annað hvort leggja Húsnæðisstofnun ríkisins niður, eða byggja nokkur þúsund kaupleiguíbúðir. HELGARPÓSTURINN 9

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.