Helgarpósturinn - 30.07.1987, Side 19

Helgarpósturinn - 30.07.1987, Side 19
Dagbókin hennar Dúllu Kaera dagbók! Ég má varla vera að því að skrifa mikið núna, því ég er að undirbúa mig fyrir helgina. Þau leyfðu mér nefnilega að fara! Og á Húsafell\ Ekki á bindindismótið. Þetta verður sko alveg meiriháttar og mér er skít- sama um hvort það rignir eða ekki. Við stelpurnar notuðum þessa pottþéttu gömlu aðferð, sem allir foreldrar virðast falla fyrir, þó manni finnist ótrúlegt að fólk geti verið svona vitlaust. (Fórum sem sagt í hóp heim til hverrar fyrir sig og sögðum að pabbar og mömmur allra hinna væru búin að gefa leyfi. Liðið gleypti við þessu, þó þau væru öll ógeðslega óhress með að leyfa litla krúttinu sínu að fara á svona „sammkundu") En við þökkuðum auðvitað Guði fyrir að komast upp með þetta. Strákurinn, sem ég er skotin í, ætl- ar líka í Húsafell. Hann var að minnsta kosti búinn að ákveða það í vor, áður en hann fór í sveitina. En ég hef ekkert heyrt af honum síðan. Vonandi er hann ekki orðinn skot- inn í einhverri sveitagellu, því þá myndi ég deyja... eða drekka mig fulla... eða eitthvað... Reyndar hefur hann ekki beint sagt neitt um að hann væri skotinn í mér, nema í partýinu hjá Kristínu í vetur. Þá sagði hann bara að ég væri soldið spes, en manni finnst nú sá vera spes, sem maður er skotinn í! Að vísu var hann íullur í þessu partýi... Talandi um fyllerí, þá eru stelp- urnar búnar að útvega eina flösku af rósavíni og hálft glas af „róandi”. (Það eru einhverjar pillur, sem amma Bellu fékk hjá lækninum þeg- ar sonur hennar dó fyrir tveimur ár- um, og voru alveg ónotaðar í bað- skápnum.) Ég er sko alveg til í að prófa þetta, en ég vildi samt að við hefðum aðeins meira vín. Að vísu hef ég ekki enn fundið neina teg- und, sem mér finnst góð, en maður verður aö komast í stuð og ég get þá bara hellt fullt af kóki út í til að minnka bragðið. Vona samt að ég sleppi við að kasta upp, eins og í partýinu hjá Kristínu. En þá var ég líka búin að smakka á glösum hjá svo mörgum krökkum og maður á víst ekki að blanda saman mörgum tegundum. Stelpurnar eru líka búnar að út- vega smokka! Ég get svarið það... Þeim fannst það vissara. Ég myndi nú aldrei í lífinu sofa hjá í tjaldi í fyrsta skipti. Það er svo subbulegt. Mitt fyrsta skipti verður sko í tví- breiðu rúmi með nýþvegnum sæng- urfötum. Engin spurning! (Stelpurn- ar stríða mér stundum á þessu og segja að ég verði hrein mey fram að tvítugu, en það þarf ekkert endilega að vera...) Nú verð ég að drífa mig heim til Bellu. Við ætlum að pæla í því hvernig best er að fela rósavínið. Bless, Dúlla. PS Það besta við þetta er þó lík- lega það, að ég er löglega afsökuð úr brúðkaupinu hennar ömmu. Hún varð mjög sorgmædd, en sagðist ætla að láta taka allt upp á vídeó, sem ég gæti fengið að skoða. Ég meina það! kki alls fyrir löngu höfðum við á orði að hugmyndaauðgi væri ekki sterkasta hlið textagerðar- manna á auglýsingastofum. Héld- um við því fram í þessu sambandi að stofan Svona gerum við hefði tekið slagorðið „ef þú vilt vera alveg viss" upp eftir annarri auglýsingastofu. Þetta var rangt því í rauninni var það auglýsingastofa GBB sem setti á markaðinn svipað slagorð á eftir Svona gerum við. Það er eins gott að -vera alveg viss. . . D HDkeiði mun vera ríkjandi með- ai kartöflubænda á Eyjafjarðar- svæðinu. Eru norðanmenn óhressir með viðskiptin við fyrirtækið Agæti. Agæti yfirtók á sínum tíma samninga um útsæðisræktun fyrir bændur, sem ekkert hafa fengið greitt frá fyrirtækinu, enda þótt nú líði senn að því að fyrirtækið fari að selja undan grösum norðanmanna. Heimildir HP herma að skuld fyrir- tækisins við bændur nemi um 4 milljónum.. . FISHER ■ ' BORGARTUNI 16 REYKJAVIK SIMI 622555 SJÓNVARPSBÚDIN Einkareikningur Landsbankans er tékkareikningur með háum vöxtum, sem gefur kost á heimild ti! yfirdráttar og láni, auk margvís- legrar greiðsluþjónustu. Einkareikningur er framtíðarreikningur. Einkareikningur er nýr reikningur sem kemur til móts viö þær kröfur sem viðskiptahættir nútímans gera um arðsemi og sveigjanleika. Vextir eru reiknaðir daglega og eru miklu hærri en áður hafa þekkst, sem þannig sparar þér snúninga við að færa á milli tékkareikninga og sparisjóösbóka til að fá hærri vexti. Þeir fara ekki stighækkandi eftir upphæðum heldur eru jafnháir af öllum innstæðum. Þú getur sótt um allt að 30.000 króna yfirdráttarheimild til að mæta tímabundinni aukafjárþörf og möguleiki er á allt að 150.000 króna láni til allt að tveggja ára í tengslum við Einkareikninginn. Reikningnum fylgir bankakort sem hægt er að nota í tvennum tilgangi, sem ábyrgðarkort í tékkaviðskiptum og sem aðgangskort að hraðbönkum. Bankakortið gerir 16-17 ára unglingum kleift að stofna Einkareikning. Þeir nota bankakortið í stað tékkheftis þar til þeir hafa náð aldri til að mega nota tékkhefti. Einkareikningur er þess virði að kynna sér hann betur. Snúðu þér til næsta afgreiðslustaðar Landsbankans og fáðu nánari upplýsingar. Einkareikningur er framtíðarreikningur. Landsbanki íslands Banki allra landsmanna HELGARPÓSTURINN 19

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.