Helgarpósturinn - 30.07.1987, Blaðsíða 24

Helgarpósturinn - 30.07.1987, Blaðsíða 24
eftir Vernharð Linnet 30 TIMA DJASSGEGGJUN Það er víst ekki orðum aukið að Norðursjávardjasshátíðin í Haag er stærsta djasshátíð veraldar. Hún var fyrst haldin árið 1976. Djassgeggjar- ann Paul Acket lan gaði að kynna all- ar helstu stefnur djassins. 300 tón- listarmenn voru ráðnir og 9000 gestir hlustuðu. í fyrra léku 800 tón- listarmenn fyrir rúmlega 40.000 hlustendur. í ár léku 1000 tónlistar- menn í 12 sölum í þrjá daga og tíu tíma hvern dag og áheyrendur ótelj- andi. Þetta voru yfir 120 hljómsveit- ir og þó við íslensku félagarnir vær- um duglegir alla þrjátíu tímana náð- um við ekki að hlusta á nema brot af þessum sveitum. Af sumum var spælandi að missa — á öðrum hafði maður engan áhuga. Tónlistin í Congresgebouw spannar allt litróf- ið: djass frá New Orleanistum til framúrstefnumanna, djassrokk og blús og salsa og frændurnir allir og frænkur. Ég hlustaði á 32 sveitir í 30 klukkutíma þessa þrjá daga. Á sum- ar lengi, aðrar stutt. Og ekki hafði ég mikla þörf fyrir að hlusta á tónlist næstu daga á eftir. Það var um fimmleytið að morgni þess níunda febrúar að ég; Egill B. Hreinsson, píanisti og verkfræðing- ur; Tómas R. Einarsson, kontra- bassaleikari og Stefán S. Stefánsson, saxisti mm. héldum til Keflavíkur- flugvallar. Eftir fyrsta bjórinn var djassinn í höfn og ljúflega sveif Arn- arflugsþotan skýjum ofar að Skip- hóli þarsem Hagalestin beið. Það var uppselt á Miles Davis, Dexter Gordon og Oscar Peterson. Mér tókst að gráta út miða á Dexter, enda var minni ferð fyrst og fremst heitið á hans fund. Ég nennti ekki að gráta meir þann daginn og vissi af reynslu að jafn gott var að hlusta á Miles Davis af svölunum miklu fyrir ofan tjaldhimininn þarsem hann blés einsog að kremjast í tjaldinu mikla. Þegar ég var á þessu sama festivali 1985 blés Miles einnig í tjaldinu og varð það þá mér til happs að koma auga á mastur eitt, kiifra upp það og leggjast á tjald- himininn — sá ég þá bæði vel og heyrði. Semsagt: ég sat á svölunum meðan Miles blés og naut þess — Time after time var lokalag; Gamli Miles með nýju Valentínuna! Þá var að fara í P-salinn þarsem bólstraðir stólar og líknandi blær loftkælitækj- anna beið — og svo að sjálfsögðu Basiebandid undir stjórn Frank Fosters. Þarna blésu Erik Dixon og Sonny Cohn enn, aðrir af riýrri árgerð Fyrst heyrði ég Basiebandið með Basie, þá með Thad Jones og nú með Foster. Basiebandið með Basie var eilífðarvél sveiflunnar sjálf. Basiebandið með Thad Jones var undir stjórn einhvers litríkasta stór- sveitargaurs allra tíma og Freddie Green enn á lífi. í Basiebandinu hans Frank Fosters var fagmennsk- an fullkomin, en djúpt á snillinni! Ég sá glitta í skeggjað andlit píanistans Monty Aleksanders á leið minni á vit Freddie Hubbards og Satchmo erf- ingjanna. Það hafði verið kynnt að Freddie ætlaði að endurskapa gömlu snilldarverkin frá Hot Five og Seven tímanum — og meðleik- ararnir voru ekki amalegir: Al Grey 24 HELGARPÓSTURINN af Basieættinni, Aluin Batiste kreóli, Al Casey úr Fats Waller sveitinni, Sir Roland Hanna, Red Callender sem lék með Armstrong 1937 og Alan Dawson módernisti. Freddie fór á kostum í Struttin’ with some barbecue, og krafturinn þvílíkur að manni varð ekki um sel. En þegar öll verkin fengu þessa meðhöndlun var lítið eftir af Arm- strongsköpuninni. West End blues er enginn kappakstursblús! En svona er að kýla í nös. Svo var komið að meistara Dexter Marsalis: Flottur í tauinu — frábær spilari... Gordon — þá sögu segjum við þegar Round Midnight verður á tjaldinu hérlendis. Bird sigurvegararnir 1987 léku í Carrouselsalnum. Benny Carter fyrir Bandaríkin, Niels-Henn- ing 0rsted Pedersen fyrir Evrópu og Piet Noordijk fyrir Holland. Með þeim vorú Hollendingarnir er unnu áður: Píanistinn Rein De Graaff (1986) og trommarinn John Engels (1985). Benny Carter verður áttræð- ur þann áttunda ágúst nk. — en það sér enginn maður né heyrir. Hann gæti þessvegna verið fimmtugur og titurlaus tónninn jafn voldugur sem fyrr. Hann stóð næstur Johnny Hodges sem altósaxafónmeistari djassins og þarna í Carrouselsalnum var ekkert erfitt að skilja það — hitt var torskildara að náungi sem blés með bæði Ellington og Fletcher Henderson á árunum fyrir 1930, lék með Chick Webb og leiddi McKin- leys Cotton Pickers til sigurs skuli enn standa uppréttur með horn í hendi! Niels og félagar fóru á kost- um og brosti Daninn breitt og mælti: Hittumst á íslandi — að vísu ekki við salinn allan! Það var annar áttræður unglingur á fjölunum þetta kvöld: sjálfur Hi- de-ho konungurinn — meistarinn úr Cotton Club: Cab Calloway! Hann var með stórsveit með sér og Williamsbrœöurnir steppuðu þarna einsog í mynd Coppola: The Cotton Club. Það var heillandi að hlusta á gamla refinn syngja lög á borð við The Jumping jive og þegar hann söng Minnie the Moocher trylltist salurinn og tók ekki undir af minni krafti en públikumið í Cotton Club og Cab gamli áttræður í hvítum kjól- fötum mun magnaðri en Larry Marshall— ungmennið er lék hann í Cotton Club myndinni. Þeir hefðu átt að sjá Cab gamla, blessaðir menningarfýlupokarnir sem mest hafa hnýtt í hann. Þarna hvarf mað- ur hálfa öld afturí tímann og það er ekki hversdagslegur viðburður — það eina sem skyggði á tónleikana var dóttir kalls sem söng, Chris heit- ir hún og meir er ekki um það að segja. Cap Calloway: Hressari en í Cotton Club. Sumt var hlustað á af skyndingu: Ruby Braff mundaði kornettinn af smekkvísi sem fyrr, Robert Cray kyrjaði poppblús sinn i tjaldinu stóra, Jack DeJohnette var á ferð með Special Edition sveit sína — leiðinlegustu útgáfuna sem ég hefi heyrt og bjargaði öllu meistara- legur trommuleikur hljómsveitar- stjórans: meistara trommuljóðsins. Art Ensemble ofChicago varð ég að yfirgefa til að upplifa Calloway. Lest- er Bowie var í læknasloppnum en tónlistin í ætt við upphitun meðan ég stóð við. Hinn fyrsti dagur var lið- inn og tveir til góða. Þegar við félagar renndum í hlað þann 11. júlí heyrðum við Manhatt- an Transfer hljóma úr tjaldinu stóra. Söngurinn sá hljómaði í eyrum, sléttur og felldur meðan ég gekk stigana endalausu uppá Dakterras; en á þakinu var tjaldað yfir frjálsari tónlist. Þar var ein geggjaðasta frjálsdjasssveit okkar tíma að trylla: Last Exit. Þar þandi öskrandi saxa- fóninn prússneski hershöfðinginn sem við þekkjum svo vel; villimað- urinn þýski Peter Brötzman, Sonny Sharrock sló gítar, Bill Laswell bassa og Roland Shannon Jackson trommur. Brötzman var sVartastur þeirra allra og kraftbirtingur tónlist- arinnar slíkur að þeir dauðu hefðu risið til lífsins hefði einhver getað dáið af bjórpissi því er þarna var selt. Seinna um kvöldið blés Oliver Lake þar og mun menntaðri en þeg- ar hann var í tjaldinu 1985 með djömpbandið sitt. Lokaatriðið í þak- tjaldinu var svo stórsveit George Russells: The living time orchestra. Þar er vinur okkar Palle Mikkelborg helstur einleikari og sama hvað sá maður blæs — alltaf rata tónarnir beint til hjartans. Þetta kvöld fór ég aðeins einu sinni í PWA salinn — þar lék kammersveitin eina og sanna: The Modern Jazz Quartet. Allt var á sínum stað og Jackson heitur í blúsnum. Þessi stofnun mundi meira að segja hræra hjörtu hinna æðri unnenda tónlistar. I stóra tjald- inu þarsem tugþúsundirnar dvelja var ungstirnið Wynton Marshalis Benny Carter: Áttræður öldungur í stöðugri sókn. mættur til leiks með sína ungsveina. Ég hef áratugaþjálfun af föstudags- ösinni í Ríkinu svo mér tókst að troða mér þægilega nálægt sviðinu og virti fyrir mér sævarskarlsklædd- an trompetsnillinginn. Allt var þarna vel gert og stundum ansi gaman. Þá kviknaði í tundrinu. Það sama varð ekki sagt um lokaatriði kvöldsins í tjaldinu stóra — gítarleik- arann Stanley Jordan. Hann er enn yngra stirni en Wynton og ekki síðri virtúós — þetta eru strákar í flokki klassísku vélmennanna sem ferðast um heiminn og mala Beethoven og Mozart og gull með sinfóníugaurum á tímakaupi — en hjá Jordan kvikn- aði ekki í tundrinu. Því miður. Þá var að halda í Stúdíó 2000 þarsem píanistarnir léku í kippum. Á leið- inni var gerður stuttur stans í and- dyrinu og hlustað á Dirty Dozen Brass bandið sem hingað kom og sporðrennt baunahamborgara og bjór. Þegar ég kom inní myrkvaðan salinn og settist í bólstraðan stól var Nat Pierce að slá píanóið með bas- ískum tilþrifum. Ekki undarlegt þar- sem hann leysti gamla greifann af þegar honum lá lítið við — ég hafði gaman af Nat en það var næsti pían- isti sem ég var að bíða eftir: George Wallington— en hvað á að þýða að flakka í önnur lönd til að eltast við Wallington. Al Haig og Georg Wallington voru helstu bopppíanist- ar hvítir og ýmis verk Wallingtons klassískar perlur nú s.s. Godchild. Haig hlustaði ég á áðuren hann dó og var það jafnmikil opinberun og er ég heyrði Duke Jordan fyrst; Þarna sat svo Georg eða Giorgio Figlia, einsog hann var skírður þeg- ar hann fæddist á Sikiley 1924, og lék á slaghörpuna — ekta bíbopp— hart. Stundum saknaði maður ljóðs- ins, en þannig slóu drengirnir bíboppnóturnar í 52 nd stræti þegar Georg var með Dizzy og Oscar Petti- ford á Onyx klúbbnum 1943. Vel- kominn til baka Wallington! Daginn eftir hóf Adam Makowicz píanóleik- inn í Stúdíó 2000 — makalaus sá Pól- verji í tatumísku spili sínu. Þó kann ég betur við hann með rýþma því dýnamíkina skortir stundum. Sá síð- asti er ég hlýddi á í þessum sal var einn af stórmeisturum djasspíanós- ins — þó margir vilji ekki kenna hann við djass: Cecil Taylor. Hann settist og sló stríða hljóma svo stundum hélt maður sig í þáttum Þorkels Sigurbjörnssonar. Það var ekkert verra þvi tvær eru tegundir tónlistar: góð tónlist og vond. Þetta var tvímælalaust góð tónlist og þó botninn væri stundum suðrí Borgar- firði tókst honum alltaf að slá hann að lokum. Ekki hafði ég minnst gaman af þremur smáljóðum er hann lék sem aukalög og alltaf var maður jafnundrandi er þessi flétt- aði, smávaxni, kattliðugi svertingi á sextugsaldri skaust útaf sviði og inn — jafnt óvænt ög tónarnir er hann seiddi úr slaghörpunni. Georg Kelly blés í tenórinn í göml- um anda enda áður með The Savoy Sultans. Richie Cole blés bípopp- boppið sitt í félagsskap við sálar- blásarann Hank Crawford. George Benson söng samstíga gítarnum í tjaldinu stóra og skömmu síðar rokkaði Chuck Berry þar í gæsa- gangi. Ornette Coleman og Don Cherry hittust að nýju á þessari há- tíð, en mikið var það litlausari tón- list en sú er þeir félagar hljóðrituðu fyrir Atlantic á gullaldarárum hins frjálsa djass. Ætli Coleman hafi tap- að kraftinum, snerpunni, sveiflunni og frískleikanum eftir að hann lét vana sig — æ þvílíkt uppátæki tón- listinni til dýrðar en gagnslaust djassinum eftir sem eyru mín greindu. í Carrouselsalnum framdi Gary Burton tónagaldur sinn og ekki óiík- ur því sem hann hljómaði í Gamla bíói — aftur á móti var Stan Getz þúsund sinnum hressari en í Laugar- dalshöll. Þvílík snilli — þvílík fegurð. í PWA salnum léku tríó Herbie Hancocks, sjötugstórsveit Dizzy Gillespies og Sarah Vaughan með tríói. Dizzy er að halda uppá afmæl- ið sitt um allan heim þó kirkjubæk- ur telji hann ekki sjötugan fyrr en í nóvember, hans get ég síðar. Herbie þekkjum við öðrum betur, en Sarah — hin guðdómlega Sarah! Ég vissi hún hefði verið góð — en að hún væri enn svona góð, það var upplif- un. Sentimentalisminn sem oft hef- ur heltekið hana og ekki síst hin síð- ari ár var á burtu og ferskur grófleik- inn í fyrirrúmi. Ekki grófleiki sem særir heldur rífur mann með í tóna- orgíu. Þegar Sassy svíngar svíngar öll hjörðin. Tónþreyttur en glaður lýk ég þess- ari skýrslu frá Norðursjó. Keep swingin’.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.